Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 17

Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talið var í gær að um 90 byggingar hefðu brunnið í skógar- og kjarreld- um sem loguðu í bæjunum Hasvåg og Småvære í sveitarfélaginu Flatanger í Norður-Þrændalögum í Noregi. Yfirvöld sögðu að allir íbúar bæjanna væru heilir á húfi, að sögn frétta- vefjar Aftenposten. Í bæjunum voru alls 139 byggingar og í fyrstu var talið að þær hefðu allar eyðilagst en síðustu fregnir hermdu í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að bjarga 50 þeirra, að því er fram kom á vef NRK, norska ríkisútvarps- ins. Þar sagði ennfremur að ástandið í Hasvåg væri ekki jafn slæmt og ótt- ast var og hugsanlega mætti bjarga þar einhverjum byggingum. Á þessu svæði er mikið um sumar- og frí- stundahús, en lítið um fasta búsetu. Þeim rúmlega 30 íbúum sem hafast þarna við allt árið hefur verið komið á öruggan stað og engar fregnir hafa borist af slysum á fólki, að sögn NRK. Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum, en afar erfitt var að ráða við eldinn þar sem gróður er þarna þurr og talsvert hvassviðri. Líklega af völdum neista frá raflínum Anders Anundsen, dómsmála- ráðherra Noregs, var staddur í Flat- anger í gær. Hann sagði að ástandið væri „sorglegt“. „Ég er kominn hing- að til að fylgjast með því hvernig unn- ið er úr málum, en það sem skiptir mestu máli er að sýna þeim, sem þetta snertir mest, samlíðan,“ sagði Anundsen í samtali við norska ríkis- sjónvarpið. „Margir hafa misst allt sitt.“ Að Hasvåg liggur einungis einn vegur, en ekki var talið óhætt að fara um hann vegna eldanna og torveldaði það slökkvistarfið talsvert. Ekki var hægt að senda þyrlur til bæjanna vegna hvassviðrisins. Skip norsku strandgæslunnar, KV Bergen, hélt til Flatanger og átti að koma þangað í gærkvöldi. Skipið er búið öflugum vatnsdælum og getur einnig flutt bæði fólk og búnað. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 22.30 í fyrrakvöldi. Flatan- ger var án símasambands og raf- magns. Upptök eldanna eru talin vera neistar frá raflínum sem slógust sam- an í rokinu, að því er fram kom í til- kynningu frá sveitarstjórn Flat- anger. Talið að hátt í 100 hús hafi brunnið  Slys urðu ekki á fólki í stórbruna í Norður-Þrændalögum EPA Tugir húsa brunnu Hús í ljósum logum í bænum Hasvåg í Noregi. Myndin var tekin í björgunarskipi. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Svonefndir ólígarkar, fámennur hópur auðmanna, eru taldir geta skipt sköpum um pólitíska framtíð Viktors Janúkó- vítsj, forseta Úkraínu, ekki síður en mótmæl- endurnir sem hafa krafist þess að hann segi af sér. Örfáir ólíg- arkar stórauðg- uðust á einka- væðingu stjórnvalda í Úkraínu eftir hrun Sovétríkjanna 1991 líkt og rússnesku ólígarkarnir sem voru inn undir hjá Borís Jeltsín, þáverandi forseta Rússlands. Þegar Vladímír Pútín komst til valda í Rússlandi fyr- ir fjórtán árum leyfði hann ólígörk- unum að halda eignum sínum gegn því að þeir hefðu ekki afskipti af stjórnmálum landsins. Þegar auð- ugasti ólígarkinn, Míkhaíl Khodor- kovskí, tók að styðja stjórnarand- stæðinga og virtist jafnvel hafa augastað á forsetaembættinu var hann handtekinn og dæmdur í fang- elsi fyrir fjársvik. Ólígarkarnir í Úkraínu studdu Viktor Janúkóvítsj í forsetakosning- unum árið 2004 þegar hann var lýst- ur sigurvegari þeirra en hæstiréttur Úkraínu úrskurðaði að kjósa ætti að nýju vegna stórfelldra kosninga- svika. Ólíkt rússnesku auðkýfing- unum hafa úkraínsku ólígarkarnir verið óhræddir við að hafa afskipti af stjórnmálunum, einkum Rínat Akhmetov, auðugasti maður lands- ins, sem er talinn hafa átt stóran þátt í því að koma Janúkóvítsj til valda. Bendlaður við mafíu Akhmetov á um hundrað fyrir- tæki, m.a. námu- og stálfyrirtækið METINVEST, stærsta einkafyrir- tæki Úkraínu. Til að mynda á hann námur í Donbas í austanverðu landinu þar sem stuðningurinn við Janúkóvítsj er mestur. Akhma- tov hefur verið sakaður um að vera viðriðinn skipulögð glæpasamtök í Úkraínu en það hefur aldrei verið sannað. Hann er einnig eigandi fótboltafélagsins Shaktar Donetsk sem hann erfði eft- ir að gamall samstarfsmaður hans, meintur mafíuforingi, beið bana í sprengjutilræði árið 1995. Aldrei hefur verið upplýst hverjir urðu honum að bana. Auðguðust á spillingunni Ólígarkarnir hafa hagnast stór- lega á pólitísku spillingunni í Úkra- ínu síðustu tvo áratugi. Auður þeirra hefur aukist mjög á síðustu þremur árum eftir Janúkóvítsj varð forseti. Talið er að ólígarkarnir hafi beitt sér fyrir því að ríkisstjórn Janúkó- vítsj hóf samningaviðræður um auk- ið samstarf við Evrópusambandið vegna þess að þeir vildu fá aðgang að mörkuðum í Vestur-Evrópu. For- setinn ákvað hins vegar í nóvember sl. að hætta við að undirrita sam- starfssamning við ESB og hugsan- legt er að ólígarkarnir hugsi honum þegjandi þörfina vegna þeirrar stefnubreytingar. Ólígarkarnir eru einnig taldir vera óánægðir með aukin umsvif „Fjölskyldunnar“, hóps kaupsýslu- manna sem tengjast forsetanum og syni hans, sem hefur stórauðgast í forsetatíð Janúkóvítsj. Einn þeirra, Sergej Kúrtsjenkó, hefur safnað auði sem metinn er á jafnvirði tæpra 100 milljarða króna, að sögn breska dagblaðsins The Guardian. Tímarit- ið Forbes í Úkraínu rannsakaði auð- söfnun Kúrtsjenkós og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki getað orðið svona auðugur á þremur árum án hjálpar pólitískra bak- hjarla. Kúrtsjenkó svaraði þessu með því að kaupa eignarhaldsfélag sem á tímaritið, að því er fram kem- ur á vef The Guardian. Ólígarkarnir hafa haldið pólítísk- um áhrifum sínum síðustu tvo ára- tugi með því að vera sveigjanlegir í stjórnmálunum. Hermt er að þeir hafi að undanförnu gert sér dælt við leiðtoga stjórnarandstöðunnar til að baktryggja sig og eiga hauka í horni ef Janúkóvítsj hrökklast frá völdum. Ólígarkarnir óttast að pólitíska kreppan leiði til efnahagshruns í landinu, þ.e. ef viðskiptin við aðildar- lönd Evrópusambandsins og fleiri vestræn ríki minnka. Athygli vakti að Akhmetov birti yfirlýsingu á netinu á laugardaginn var þar sem hann lagði áherslu á að leysa þyrfti stjórnmálakreppuna með friðsamlegum hætti, ekki kæmi til greina að beita vopnavaldi. Sama dag gaf Janúkóvítsj loksins eftir, féllst á samningaviðræður við leið- toga stjórnarandstöðunnar og bauðst til að deila með þeim völd- unum með því að mynda nýja ríkis- stjórn. Var það tilviljun að forsetinn féllst á eftirgjöfina sama dag og auð- ugasti olígarkinn hafnaði valdbeit- ingu? Nei, segja sumir. Ólígarkarnir taldir geta skipt sköpum  Janúkóvítsj getur ekki lengur stólað á auðkýfinga sem studdu hann til valda Forsætisráðherra Úkraínu, Myk- ola Azarov, sagði af sér í gær ásamt allri ríkisstjórninni í von um að það dygði til að binda enda á mótmælin í Kíev og fleiri borgum síðustu vikur. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar sögðust samt ætla að halda áfram baráttunni fyrir því að Janúkóvítsj forseti léti af embætti. Ekki er vitað hver tekur við embætti forsætisráðherra. Ar- sení Jatsenjúk, leiðtogi Föður- landsflokksins, hafnaði í gær tilboði Janúkóvítsj um að fara fyrir nýrri stjórn. Annar leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Vítalí Klítsjkó, kvaðst ekki vilja verða ráðherra í ríkisstjórn meðan Janúkóvítsj væri forseti. Þing Úkraínu afnam í gær umdeild lög sem sett voru 16. janúar til að takmarka réttinn til mótmæla. Stjórnarand- staðan hafði krafist þess að lögin yrðu felld úr gildi. Öll stjórnin sagði af sér Stjórnarandstæðingar á þinginu. EFTIRGJÖF SAMÞYKKT Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík - Sími 577 6500 - Fax 577 6505 Geymslubox Ýmsarstærðirog gerðir Viktor Janúkóvítsj Rínat Akhmetov

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.