Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 20

Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali Allt til listmálunar Strigar, penslar, olíulitir, acryllitir, trönur, pallettur, spaðar, svampar, lím, íblöndunarefni, varnish, þekjulitir, teikniblokkir, pappír og arkir Mikið úrval af listavörum Trönur á gólf 7.995 985 999 Bensínbrúsi 15.995 Mössunarvél frá 795 Verkfæratöskur, mikið úrval Startkaplar Mannbroddar 1.785 Dráttartóg 3000 kg Hleðslu- tæki frá 5.495 frá 3.895 Kerfisbreytingar hafa margoft verið gerðar á skipulagi atvinnuþróunar í þjóðfélaginu sem haft hafa mismun- andi áhrif á réttarstöðu þegnanna. Fram yfir miðja síðustu öld var fjölskyldufaðirinn talinn fyrirvinna heimilis og laun fyrirvinnunnar mið- uð við að fjölskylda kæmist fjárhags- lega af, þó engin lúxusafkoma væri í boði og þá voru mæður uppalendur barna sinna. Þessu fyrirkomulagi var breytt með auglýsingu atvinnurekenda um að þeir hefðu störf fyrir allar konur sem vildu vinna og til að ýta undir áhuga kvenna bauð þáverandi ríkis- stjórn konum skattfrelsi hálfsdags- launa og bent var á að börnunum væri hægt að koma fyrir t.d. hjá þeim sem ekki gætu unnið, en vildu passa, sama hver það væri. Barnvænt hug- arfar það. Þegar tilboðið hafði staðið í all- nokkur ár og stór hluti kvenna kom- inn á vinnumarkað, margar farnar að vinna allan daginn og heimilin háð þessu tekjustigi, töldu atvinnurek- endur tíma kominn á að kynna hinn rétta tilgang tilboðsins. Í kjarasamn- ingum við verkalýðshreyfinguna töldu atvinnurekendur að þar sem fyrirvinnur heimilis væru orðnar tvær teldu þeir rétt að tekið væri tillit til þess og framfærslulaun væru mið- uð við tekjur heimilis en ekki heim- ilisföður eingöngu. Þáverandi for- maður Dagsbrúnar taldi þessa tillögu atvinnurekenda hreinlega réttlætis- mál og samþykkti hana. Hlýtt póli- tískt hjarta virðist hafa slegið þarna. Eftir þetta samkomulag taldi ríkis- stjórnin rétt að láta sinn hug til launafólks koma fram og tilkynnti konum að framvegis yrðu allar konur að greiða skatt af öllum launum. Þar með var búið að lækka framfærslu- laun á einu bretti allverulega og laun beggja orðin svipuð og framfærslu- laun föður höfðu verið fyrir breyt- inguna. Þessi breyting hafði mjög alvar- legar afleiðingar fyrir einhleypt fólk með börn, þeirra framfærslulaun lækkuðu nærri um helming. Þarna var barnaheimilum mismunað veru- lega og aðstaða barna einstæðra gerð mun verri en annarra barna. Það kostar jafn mikið fyrir einstæða móð- ur að kaupa eða leigja þriggja her- bergja íbúð eins og hjón. Það versta við þetta kerfi er að í þjóðfélaginu hefur orðið sú hugarfarsbreyting að illmögulegt er að breyta því, fyrst og fremst vegna þess að ekki mun vilji vera fyrir því á alþingi og í öðru lagi að konum mun ekki finnast fýsilegur kostur að sleppa atvinnutækifærum fyrir barnapössun, því munu börn verða áfram á þjóðfélagsbekk með hænuungunum. Við erum alltaf að benda öðrum þjóðum á vankanta hjá þeim varðandi mannréttindi. Færi ekki vel á að við byrjuðum að athuga þau heimafyrir og sérstaklega hvort börn hafi full mannréttindi gagnvart móður, því ekkert er þeim mikilvægara. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2, Reykjavík. Hafa allir full mannréttindi? Frá Guðvarði Jónssyni Að morgni þriðju- dagsins 28. janúar 2014 voru þingfest mál á hendur níu ein- staklingum fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness vegna meintra brota á lögreglulögum nr. 90/ 1996, nánar tiltekið 19. gr. laganna, með því að hafa “ […] neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lög- reglu um að flytja sig um set […]“ eins og segir orðrétt í ákærum, sem allar eru gefnar út af Lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu. Í til- vitnuðum ákæruskjölum er þess kraf- ist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sak- arkostnaðar. Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklædd- um manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu. Glöggir ein- staklingar í hópi umbjóðenda okkar þóttust þekkja að þar væri kominn Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðar- saksóknari hjá Lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins, sami embættis- maður og hafði sést stýra aðgerðum lögreglunnar í Gálgahrauni hinn ör- lagaríka dag 21. október 2013, þegar fólk var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefum fyrir þær sakir einar að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til friðsamlegra mótmæla. Hann stýrði nú saksókn gegn umbjóð- endum okkar. Við skýrslutökur á lög- reglustöðinni í Reykjavík í kjölfar handtöku ákærðu hafði Karl Ingi Vil- bergsson, sá hinn sami, einnig sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af hinum ákærðu. Loks var það embættismaður Lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins, Karl Ingi Vilbergsson, sem tók mildilega ákvörðun að kvöldi hins sama dags um að óhætt mundi að opna klefa fangelsisins og veita sakborningum frelsi á ný. Áður höfðu sakborningar ítrekað verið spurðir hvert þeir myndu halda að frelsinu fengnu. Ef nafn Karls Inga Vilbergssonar er stytt út úr þessari frásögn, enda beinist gagnrýni undirritaðra ekki að honum persónulega, stendur eftir sá grafalvarlegi hlutur að einn angi rík- isvaldsins, Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins, og raunar einn og sami starfsmaður þess, er „undir, yfir og allt um kring“ í þessari atburðarás, svo notuð sé fleyg til- vitnun. Auðvitað gengur það ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rann- sókn og fari loks með ákæruvald í lok- in varðandi meint brot gegn honum sjálfum! Slík skipan er í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkis- ins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lögð á aðgrein- ingu einstakra þátta. Þannig var t.a.m. dómstólaskipaninni gerbreytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evr- ópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrir- komulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþró- aðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki. Það fyrir- komulag sem áður hefur verið lýst er ekki bara andstætt grunnreglum réttarríkisins heldur stenst það ekki heldur innlenda réttarfarslöggjöf, sbr. t.d. 26. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Á þessum grunni mun verða krafist frávísunar eða niðurfellingar allra fyrrgreindra refsimála. Nái sú krafa ekki fram að ganga og komi til sakfell- inga mun málinu verða fylgt fast eftir fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Deilist nú valdsmaður víða“ Eftir Skúla Bjarnason og Ragnheiði Elvu Þorsteinsdóttur »Auðvitað gengur það ekki í nútíma réttar- ríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum! Skúli Bjarnason Skúli er hrl., Ragnheiður Elva er hér- aðsdómslögmaður og eru þau skipaðir verjendur sakborninganna níu. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Fjórtán borð í Gullsmáranum Spilað var á 14 borðum í Gull- smára mánudaginn 27. janúar.Úrslit í N/S: Leifur Kr.Jóhanness. - Ari Þórðarson 359 Pétur Antonss. - Guðlaugur Nielsen 327 Örn Einarsson - Sæmundur Björnss. 311 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 274 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónss. 325 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 308 Ágúst Vilhelmsson - Óskar Ólason 298 Gunnar Alexanderss.- Elís Helgas. 292 Brids í Stangarhyl Mánudaginn 27. janúar var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 12 borðum. Efstu pör í N/S: Friðrik Jónsson – Björn Svavarsson 255 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 248 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 241 Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 235 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 281 Ólafur Ingvarsson – Hrólfur Guðmss. 277 Hallgrímur Jónsson – Örn Isebarn 241 Guðjón Eyjólfss. – Sigurður Tómasson 235

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.