Morgunblaðið - 29.01.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
✝ Steinunn Jóns-dóttir (Stella)
fæddist á Ísafirði
27. desember 1923.
Hún lést hinn 17.
janúar 2014 á
Hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð,
Kópavogi.
Foreldrar Stein-
unnar voru þau
Hrefna Sigurgeirs-
dóttir og Jón Arin-
björnsson. Bróðir Steinunnar
var Sigurgeir, f. 11.4. 1921, d.
26.4. 2005, kvæntur Hrafnhildi
Thors og eiga þau fjögur börn.
Þann 17. janúar 1953 giftist
Steinunn, Sigfúsi Halldórssyni
tónskáldi, f. 7.9. 1920, d. 21.12
1996. Börn Steinunnar og Sig-
fúsar eru: 1) Gunnlaugur
Yngvi, f. 12.3. 1955, maki hans
er Jóhanna Greta Möller,
f.1958. Synir þeirra eru: a) Sig-
fús, f. 1976 í sambúð með Hel-
enu Dögg Haraldsdóttur,
um og þá oftar en ekki í hús-
um sem faðir hennar hafði
byggt. Hún gekk í Austurbæj-
arskóla og síðar í Mennta-
skólann í Reykjavík en hætti
námi áður en hún lauk stúd-
entsprófi. Eftir það starfaði
hún um eins árs skeið á skrif-
stofu KRON, en réð sig eftir
það til starfa á lögfræðiskrif-
stofu Sigurgeirs Sigurjóns-
sonar. Eftir nokkurra ára starf
þar hóf hún störf á skrifstofu
vélsmiðjunnar Héðins þar sem
hún vann til ársins 1947 að hún
hélt utan til náms. Fyrst til Sví-
þjóðar og síðan til Danmerkur
þar sem hún nam við Hånd-
arbejdet Fremme hannyrða-
skólann. Eftir heimkomuna hóf
hún störf að nýju hjá Héðni og
vann þar til ársins 1955. Frá
1958 til 1971 starfaði Steinunn
í Útvegsbanka Íslands, lengst
af sem ritari bankastjóra og
lögfræðinga. Eftir það helgaði
hún sig heimilisstörfum. Síð-
ustu 10 árin dvaldi Steinunn á
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi.
Útför hennar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag,
29.janúar 2014, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
f.1978. Börn Sig-
fúsar með Huldu
Egilsdóttur eru
Gunnlaugur Yngvi,
f. 1994 og Hrefna,
f. 1998. Börn Hel-
enu eru: Hulda Líf,
f. 1997 og Ágúst
Haraldur, f. 1999
b) Yngvi Páll, f.
21.4. 1978, í sam-
búð með Guðrúnu
Helgu Guðmunds-
dóttur. f. 1983. Synir þeirra
eru Jóhann Grétar, f. 2009 og
Guðmundur Kári f. 2012. 2)
Hrefna, f. 7.4. 1957, maki henn-
ar er Ágúst Elías Ágústsson,
f.1952. Þeirra barn er Helga,
gift Jóhannesi Baldvini Jóns-
syni f. 1979. Börn þeirra eru
Steinunn Marsilía f. 2004, Anna
Hrefna f. 2008 og Ágúst Bald-
vin f. 2011. Fyrstu ár ævinnar
bjó Steinunn á Ísafirði en fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur
1927 og bjó þar á ýmsum stöð-
Það er mikið lán fólgið í því að
eiga þess kost að alast upp á góðu
heimili. Ég var svo heppinn að
eiga foreldra sem sköpuðu mér
ævintýralegan heim og mikið ást-
ríki í uppvextinum. Nú hafa þau
bæði kvatt þessa jarðvist og skilja
eftir stór skörð. Pabbi dó fyrir 17
árum og nú er mamma líka farin.
Ótrúlegt hvað umskipti í lífinu
geta orðið með skjótum hætti.
Það eru til að mynda ekki margir
dagar síðan við mamma töluðum
um ferð okkar tveggja til Kaup-
mannahafnar vorið 1962. Það var
ævíntýri fyrir sjö ára dreng að fá
að sigla með Gullfossi og dvelja í
borginni við Eyrarsund um skeið.
Á fyrsta degi um borð í skipinu
keypti hún fyrir mig litla tvo bíla í
versluninni og var það upphafið
að fyrstu söfnunaráráttu minni.
Við rifjuðum upp stóran hluta
ferðarinnar og mundum bæði vel
eftir því að hafa farið á vitlausum
stað úr strætó þegar við fórum í
dýragarðinn, hversu oft við geng-
um út á Löngulínu og þar fram
eftir götunum.
Seinna, þegar ég var kominn á
næsta stig áráttuhegðunar minn-
ar sem var hljómplötusöfnun kom
stundum fyrir að ég var svo illa
haldinn af löngum í einhverja
plötu að hún hljóp undir bagga
með mér og bjargaði „sálarheill“
minni. Ég man t.d. vel eftir að
hún lét mig hafa aura til að ég
gæti keypt Disraeli Gears með
Cream en ég er hræddur um að
það hafi verið skorið af matarpen-
ingunum það sem eftir lifði mán-
aðar.
Ég var svokallað lyklabarn.
Fékk lykil um hálsinn þegar ég
var 6 ára en það var þó alltaf
hugsað fyrir því að ég fengi að
borða í nærliggjandi húsi. Ég er
síður en svo bitur yfir þessu hlut-
skipti mínu. Tel að ég hafi bara
verið heppinn að fá að alast upp
við aðstæður þar sem fyrst og
fremst ríkti frelsi sem efldi sjálf-
stæði mitt. Ég veit þó að mamma
þráði ekkert heitar en að vera
heimavinnandi og hugsa um
börnin sín.
Ég var ekki mikið fyrir að láta
kjassa mig og kyssa þegar ég var
barn og þetta skildi mamma
mætavel. Hún skildi hvernig mér
leið og kom sinni væntumþykju í
minn garð til skila með öðrum
hætti. Ég hef einhvern veginn
alltaf vitað hvað henni þótti vænt
um mig og ég vona að hún hafi vit-
að hversu undur vænt mér þótti
um hana.
Nú kann einhver að halda að
allt hafi verið látið eftir mér en
svo var nú aldeilis ekki. Mamma
var á margan hátt ströng í upp-
eldinu. Hún setti reglur og vildi
að eftir þeim væri farið. Það var
líka oftast gert, held ég. Það var
samt enginn hávaði eða læti í
henni þegar að mér varð eitthvað
á. Það var bara talað við mig eins
og maður við mann og eftir slík
samtöl velktist maður ekki í nein-
um vafa um hver réði. Hún var
gáfuð og vel að sér um margt auk
þess sem minni hennar var ótrú-
legt og þannig var það til hinsta
dags.
Mamma var fyrst og fremst
kona sem elskaði fjölskyldu sína
og tók virkan þátt í sigrum henn-
ar og sorgum. Það skipti ekki
máli hverjir áttu í hlut. Börnin,
tengdabörn, barnabörn eða
barnabarnabörn. Öll vorum við
henni svo kær og öllum þótti okk-
ur afskaplega vænt um hana. Þó
hún hafi nú kvatt þessa jarðvist
þá mun hún lifa um í hugum okk-
ar allra.
Gunnlaugur Yngvi.
Í dag kveð ég ástkæra tengda-
móður mína og minningarnar
hrannast upp.
Í fyrsta skipti er ég kom í Víði-
hvamminn var mér tekið opnum
örmum, umvafin ást og hlýju og
þannig varð það fram á síðasta
dag. Eitt vildi hún samt hafa á
hreinu, að í hennar húsum væri
sonur hennar aldrei kallaður ann-
að Gunnlaugur, ekki Gulli.
Stella var mjög listhneigð. Hún
saumaði og prjónaði ekki bara
nánast öll föt á Hrefnu og Gunn-
laug þegar þau voru börn heldur
fengu barnabörnin og barna-
barnabörnin líka að njóta þessara
krafta hennar. Ef hún fann ekki
rétta sniðið bjó hún það bara til.
Hjá okkur er margt fallegs hand-
verks eftir hana.
Stella var alltaf að gera eitt-
hvað í höndunum, man ég þær
stundir er við sátum tvær og
saumuðum út. Sérstaklega eftir
að Sigfús sonur minn fæddist en
fyrstu sex mánuðina eftir fæð-
ingu hans bjuggum við Gunnlaug-
ur hjá Sigfúsi og Stellu.
Við Stella áttum ýmislegt sam-
eiginlegt og er þá fyrst að nefna
hannyrðirnar. Naut ég kennslu
hennar ríkulega í þeim efnum.
Við höfðum báðar gaman af ljóð-
um Davíðs Stefánssonar en hún
var líka mjög hrifin af Jónasi
Hallgrímssyni, sérstaklega ný-
yrðunum sem hann kom með í ís-
lenskt mál en áhugi hennar á ís-
lensku máli var mikill og leiðrétti
hún mig gjarnan ef henni fannst
ég ekki tala rétt mál. Líkt og ég
hafði Stella gaman af lestri góðra
bóka og síðasta ár notaði hún tím-
ann vel til að hlusta á bækur sem
hún fékk frá Hljóðbókasafninu.
Við studdum sama flokkinn í
stjórnmálum. Við tengdamæðg-
urnar ræddum oft pólitíska við-
burði og höfðum gaman af, hún
lét hins vegar þau orða falla oftar
en einu sinni að ekki þýddi að
ræða um pólitík við son sinn.
Stella var einnig ágætis tungu-
málamanneskja og ættfræði var
henni oft ofarlega í huga.
Tengdamamma gekk hljóðlega
um heiminn og var ekki mikið fyr-
ir að láta á sér bera. Fjölskyldan
var henni allt. Hún umvafði okkur
öll ást sinni og hlýju. Barnabörn-
um sínum og langömmubörnum
(sem kölluðu hana alltaf ömmu
Stellu) var hún frábær Amma
með stóru A-i.
Stella var ekki skaplaus, langt í
frá, hún sagði sína meiningu
umyrðalaust, ekki með neinum
látum en það var tekið mark á því
sem hún sagði.
Hún fylgdist með öllu sínu fólki
fram á síðasta dag.
Hún vissi um helstu áhugamál
okkar og fylgdist vel með Val og
Arsenal eða hvernig liðinu sem
hann Yngvi þjálfaði gengi. Það
var allt á hreinu á þeim bæ en ég
veit þó ekki til þess að hún hafi
haft neinn sérstakan áhuga á
íþróttum.
Elsku Stella, þú fékkst að
sofna svefninum langa án þess að
þjást og tengdapabbi er nú búinn
að heimta ástina sína aftur. Það
hafa verið gleðifundir. Ég skal
passa litla drenginn hennar
mömmu sinnar eins og þú sagðir
svo oft og hlóst.
Ég þakklát fyrir að hafa verið
hjá þér síðustu tvo dagana sem þú
lifðir og það var jafn skemmtilegt
að spjalla við þig þá sem endra-
nær. Takk fyrir að hafa alltaf ver-
ið til staðar fyrir okkur. Ég er rík-
ari eftir að hafa kynnst þér.
Starfsfólki Sunnuhliðar (Álf-
hól) viljum við fjölskyldan þakka
góða umönnun. Þín.
Jóhanna.
Elsku amma mín,
Það er skrítið að sitja og skrifa
þessi orð. Það má með sanni segja
að heimurinn minn sé daufari án
þín, en jafnframt að það séu for-
réttindi að hafa fengið að þekkja
þig og hafa verið þér kær. Þú
verður ávallt fyrirmynd mín í svo
mörgu og ég kem ávallt til með að
bera minningu þína gegnum líf
mitt í hjarta mínu. Ég kveð þig nú
í bili.
En í söknuðinum brosi ég. því
þegar ég hugsa til þín, þá eru það
eingöngu góðar minningar sem
fara í gegnum huga minn. Ég
vildi að við gætum átt eitt samtal í
viðbót, en það verður víst að bíða
betri tíma. Þangað til þá segi ég
góða ferð, Stella, amma mín. Ég
elska þig. Þinn
Sigfús Gunnlaugsson (Uggi.)
Það er með mikilli sorg í hjarta
sem ég kveð þig, elsku amma mín,
en minningarnar lifa og munu
gera það um ókomin ár. Það er
huggun harmi gegn að þú hafir
fengið að fara svo friðsællega frá
okkur, á brúðkaupsdeginum ykk-
ar afa. Ég man síðasta skiptið
sem ég heimsótti þig, ef ég hefði
vitað þá hvað yrði hefði ég sagt
þér hve mikið ég elskaði þig, ekki
bara sem ömmu heldur sem einn
minn besta vin. Það var hægt að
trúa þér fyrir öllu, leyndarmálin
voru vel geymd hjá þér. Þú varst
fróðleiksbrunnur með svo ótrú-
legt minni að maður kom aldrei
að tómum kofunum hjá þér.
Þær eru ófáar minningarnar
tengdar þér úr æsku minni og svo
seinna á fullorðinsárum sem mér
þykir óendanlega vænt um. Að
heimsækja ömmu Stellu og afa
Sigfús í Víðihvamminn var alltaf
ánægjulegt og ég man þegar við
bræðurnir veifuðum ykkur bless í
hvert einasta skipti úr bílnum þar
til það sást ekki lengur í húsið. Ég
man líka þegar ég taldi allar
postulínsstytturnar þínar og til-
kynnti þér svo hvað þú ættir
margar. Seinna var ég svo hepp-
inn að fá að búa hjá ykkur í einn
vetur og mun ég búa að því alla
ævi, þvílík forréttindi. Það var
svo notalegt að setjast hjá þér og
spjalla, þú sitjandi í ruggustóln-
um þar sem þú réðir dönsku
krossgáturnar og hlustaðir á afa
spila. Við gátum rætt um alla
heimsins hluti og skipti engu máli
hvar var stigið niður fæti. Ég á
eftir að sakna þín, elsku amma
mín, meira en orð fá lýst. Það er
eigingirnin í manni að halda að
allt haldist óbreytt, að fólkið
manns verði alltaf til staðar. Ég
skal passa upp á fjölskylduna
þína sem var þér allt, langömm-
ustrákana þína sem þér þótti svo
vænt um og elskaðir. Þeir eiga oft
eftir að fá að heyra vitnað í lang-
ömmu sína. Það að þú og afi séuð
sameinuð í eilífðinni huggar okk-
ur og gleður en þó skilur það eftir
tómarúm sem aðeins tíminn get-
ur grætt. Ég elska þig, amma
mín, megi Guð geyma þig.
Þinn
Yngvi.
Steinunn
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Stella.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Gunnlaugur Yngvi
og Hrefna,
Jóhann Grétar
og Guðmundur Kári.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA GUNNARSDÓTTIR,
Prestastíg 11,
áður Hraunbæ 128,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
föstudaginn 31. janúar kl. 15.00.
Pálmi Ingólfsson,
Guðrún Ingólfsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson,
Ingólfur Eiríksson,
Marianne Tonja Ringström Feka, Daniel Feka
og Dennis Feka.
✝
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁRNI JÓNSSON
bóndi,
Hlíðarendakoti,
Fljótshlíð,
andaðist að heimili sínu fimmtudaginn
16. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju
föstudaginn 7. febrúar kl. 11.00.
Guðrún Stefánsdóttir,
Gerður Guðrún Árnadóttir,
Jón Örn Árnason,
Ásdís Hulda Árnadóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR L. JÓNSSON,
Kríuási 47,
Hafnarfirði,
lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn
23. janúar.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 31. janúar kl. 13.00.
Sigurgeir Sigurðsson, Nana Mardiana,
Fanney Sigurðardóttir, Ágúst Þórðarson,
Guðrún Halla Sigurðardóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HAUKUR HARALDSSON,
Austurgerði 4,
Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Mörk í Reykjavík
þriðjudaginn 28. janúar.
Auður Jónsdóttir,
Jón Haukur Hauksson,
Brandur A. Hauksson,
Margrét Hauksdóttir, Hannes Guðmundsson,
Ólafur Þór Hauksson, Guðný Þ. Ólafsdóttir,
Kristín Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁGÚSTA HÖGNADÓTTIR,
Fiskakvísl 7,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
föstudaginn 24. janúar.
Hún verður kvödd frá Fossvogskirkju
mánudaginn 3. febrúar kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hennar leyfi líknarfélögum að njóta þess.
Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir,
Júlíus Helgi Eyjólfsson, Svala Huld Hjaltadóttir,
Katrín Lilja og Guðjón Ágúst.
✝
Okkar ástkæra ættmóðir,
STELLA STEFÁNSDÓTTIR,
Mýrarvegi 117,
Akureyri,
er látin.
Jarðarförin auglýst síðar.
Afkomendur.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ANTON BALDVIN FINNSSON
skipasmíðameistari,
Ránargötu 25,
Akureyri,
sem lést 22. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 31. janúar kl. 13.30.
Steinunn Ragnheiður Árnadóttir,
Jóhanna Maríanna Antonsdóttir,
Ingibjörg Antonsdóttir, Þórarinn Arinbjarnarson,
Ragnheiður Antonsdóttir,
Árni Freyr Antonsson, Dóra Margrét Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.