Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 27

Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 27
„Nei nei! Þeir tóku mér opnum örmum. Ég var nú svolítið að stríða þeim fyrst – sagðist vera kominn í þróunarstarf til að hjálpa þeim að moka úr öskustónni því hérna var náttúrlega ennþá allt á kafi í vikri. Á þessum árum vildu Eyjamenn að allt yrði eins og það var fyrir gos. En mér hefur alltaf liðið vel hér. Ef ég minni þá núna á að ég sé að- fluttur þá harðneita þeir því. Ég er þess vegna löngu innvígður.“ Stefán hóf að kenna við Tónlistar- skólann í Vestmannaeyjum 1976, hefur starfað við skólann síðan og verið skólastjóri hans frá 2011. Hann hóf strax að leika með Lúðra- sveit Vestmannaeyja og var stjórn- andi hennar í 20 ár, 1976-77 og 1988- 2007. Stefán hefur starfað í Rotary- hreyfingunni í Vestmannaeyjum frá 1976, hefur þrisvar verið forseti klúbbsins og er Paul Harris-félagi. Hann sat í sóknarnefnd Landakirkju í mörg ár og hefur setið í stjórn SÍL, Sambands íslenskra lúðrasveita um árabil. Fjölskylda Kona Stefáns er Jóhanna Gunn- arsdóttir, f. 31.3. 1956, garðyrkju- fræðingur. Hún er dóttir Gunnars Jóhannssonar múrara og Unu Krist- jánsdóttur húsfreyju en þau eru bæði látin. Fyrri kona Stefáns er Svanbjörg Gísladóttir, f. 7.6. 1953, skrifstofu- maður í Reykjavík. Stefán og Svan- björg skildu 2004. Börn Stefáns og Svanbjargar eru Dagbjört, f. 9.4. 1977, húsfreyja í Kópavogi, en maður hennar er Þór- arinn Sveinsson, starfsmaður við Alcan í Straumsvík, og eiga þau tvö börn; Sigrún, f. 9.9. 1980, húsfreyja í Vogum á Vatnsleysuströnd og á hún tvö börn; Gísli, f. 31.1. 1984, háseti á Herjólfi, búsettur í Eyjum en kona hans er Guðrún Bergrós Tryggva- dóttir, húsfreyja og verkakona, og eiga þau tvö börn; Kristín, f. 4.6. 1986, nemi í Kaupmannahöfn en maður hennar er Davíð Sigurðsson nemi. Dætur Jóhönnu eru Alda Jóns- dóttir, f. 12.12. 1977, lögfræðingur hjá RSK, en maður hennar er Arn- þór Jónsson viðskiptafræðingur og eiga þau einn son, og Marta Jóns- dóttir, f. 17.5. 1979, lögfræðingur hjá Samgöngustofu en maður hennar er Smári Þorbjörnsson kennari. Hálfsystkini Stefáns, samfeðra, eru Eiríkur, f. 1963, húsasmiður á Selfossi; Jón Kristinn, f. 1966, raf- verktaki í Reykjavík; Grétar, f. 1968, bóndi í Smjördölum í Flóa, og Mar- grét, f. 1970, framhaldsskólakennari og fararstjóri, búsett í Hafnarfirði. Hálfsystkini Stefáns, sammæðra, eru Elín Gunnarsdóttir, f. 1957, íþróttakennari í Reykjanesbæ; Guð- munda Gunnarsdóttir, f. 1959, bankastarfsmaður á Selfossi; Erla, f. 1962, íþróttakennari í Reykjavík, og Kristján Geir Gunnarsson, f. 1971, markaðsstjóri hjá Nóa - Síríusi, bú- settur í Mosfellsbæ. Foreldrar Stefáns: Sigurjón Jóns- son, f. 16.4. 1929, d. 17.7. 1991, bóndi í Smjördölum, og Sigrún Kristjáns- dóttir, f. 24.1. 1929, húsfreyja á Sel- fossi. Stjúpfaðir Stefáns er Gunnar Kristmundsson, f. 5.11. 1933, fyrrv. verslunar- og skrifstofumaður á Sel- fossi. Úr frændgarði Stefáns Sigurjónssonar Stefán Sigurjónsson Vigdís Gestsdóttir húsfr. í Stardal Stefán Þorsteinsson b. í Stardal á Stokkseyri Guðmunda Þóra Stefánsdóttir húsfr. í Geirakoti Kristján Þórður Sveinsson b. í Geirakoti í Flóa Sigrún Kristjánsdóttir húsfr. á Selfossi Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Ásum af Reykjaætt Sveinn Einarsson b. í Ásum í Gnúpverjahr. Vigfús Jónsson b. í Þorleifskoti í Flóa Kristín Vigfúsdóttir húsfr. í Smjördölum Sigurjón Jónsson b. í Smjördölum í Flóa Jón Þorkelsson b., smiður og sjóm. í Smjördölum Sigríður Magnúsdóttir húsfr. í Smjördölum Þorkell Jónsson b. í Smjördölum Sólveig Snorradóttir húsfr. í Þorleifskoti af Kröggólfs- staðaætt, Bergsætt og Engeyjarætt Jórunn Snorradóttir húsfr. á Hvoli í Ölfusi Salvör Gissurardóttir húsfr. í Rvík Gissur Jörundur Kristinsson framkvæmdastj. í Kópavogi Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Brúðarvals Stefán og Jóhanna stíga dans undir berum himni. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Valgeir Helgason, prófastur íÁsum í Skaftártungu, fædd-ist á Litla-Sandi á Hvalfjarð- arströnd 29.1. 1903. Hann var sonur Helga Jónssonar, bónda og oddvita á Litla-Sandi og á Þyrli á Hvalfjarð- arströnd, og f.k.h., Guðleifar Jóns- dóttur frá Svarfhóli í Svínadal. Helgi var sonur Jóns Árnasonar, smiðs í Bakkakoti á Álftanesi og síð- ar í Hafnarfirði, og Valgerðar Árna- dóttur húsfreyju. Guðleif var dóttir Jóns Erlendssonar, bónda og vefara á Hóli og á Svarfhóli í Svínadal, og k.h., Guðrúnar Hannesdóttur. Valgeir var ókvæntur og barn- laus. Hann lauk stúdentsprófum frá Menntaskólanum í Reykjavík 1925, embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands 1931, kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands sama ár og lauk einnig sundkennaraprófi. Valgeir var kennari á Flateyri 1925-26, í Grindavík 1926-27 og í Reykjavík 1931-32. Þá var hann barnakennari í Skaftártungum 1933-34 og 1944-51, unglingakennari þar 1934-35 og kenndi jafnframt sund. Valgeir var settur prestur í Stóra-Núpsprestakalli 1932 og vígð- ur til Þykkvabæjarklausturspresta- kalls 1933. Hann sat í Hlíð í Skaft- ártungu í tvö ár, í Hrífunesi 1935-42, í Ásum í tvö ár, í Hemru 1944-52 og eftir það í Ásum. Valgeir var prófastur í Vestur- Skaftafellsprófastsdæmi frá 1963, skipaður prófastur í sameinuðu Skaftafellsprófastsdæmi 1971 en lét af störfum sem sóknarprestur og prófastur 1980, þá 77 ára að aldri. Þá flutti hann að Suður-Vík í Mýr- dal og bjó þar til æviloka. Valgeir var formaður skóla- nefndar Skaftártunguhrepps 1933- 71, formaður skattanefndar og um- boðsmaður skattstjóra Suðurlands- umdæmis, sat í hreppsnefnd Skaftártunguhrepps og var hrepp- stjóri hans 1948-80. Prentaðar hafa verið hugvekjur eftir Valgeir í Nýjum hugvekjum og í Vestur-skaftfellskum ljóðum frá 1962 er að finna níu ljóð eftir hann. Valgeir lést 23.1. 1986. Merkir Íslendingar Valgeir Helgason 85 ára Guðrún Guðnadóttir Kári Pálsson Þormar 80 ára Eyrún Óskarsdóttir Guðbjörg Júlíusdóttir Halla Magnúsdóttir 75 ára Bjarni Þjóðleifsson Helga Þórólfsdóttir Hjördís Magnúsdóttir Steinn Magnússon Valdimar Ólafsson 70 ára Ingimundur Ingimundarson Ingvi Ingiþórs Ingason Sigrún Sigurðardóttir 60 ára Eyrún Leifsdóttir Frosti Hlynur Sigurðsson Guðlaugur V. Eysteinsson Hólmfríður Júlíusdóttir Lárus Jóhann Jóhannsson Óskar Heimir Ingvarsson Páll Ragnar Sigurðsson Þorbjörg Unnur Magnúsdóttir 50 ára Björn Geir Jóhannsson Gísli Harðarson Helga Bylgja Gísladóttir Laufey Karlsdóttir María Hjördís Þorgeirsdóttir Stefán Sigurður Ólafsson Þórarinn Gunnarsson 40 ára Ágúst Jónsson Elín Anna Skúladóttir Garðar Þór Magnússon Hrafnar Jafet Hrafnsson Inga Huld Sigurðardóttir Jóna Björg Halldórsdóttir Malgorzata Wyderska Ragna Elíza Kvaran 30 ára Andri Már Sigurðsson Andris Klavins Gísli Már Rúnarsson Jóhannes Harðarson Til hamingju með daginn 40 ára Hanna er bóndi á Króksstöðum og starfar við Bónus á Akureyri. Maki: Stefán Viðar Erl- ingsson, f. 1963, bóndi og sölumaður hjá BYKO. Börn: Aron Bjarni Davíðs- son, f. 1994; Guðrún Jóna Stefánsdóttir, f. 2004, og Friðrika Ólöf Stefáns- dóttir, f. 2006. Foreldrar: Magnþór Jó- hannsson, f. 1952, og Friðrika Valgarðsd., f. 1953. Hanna Sigríður Magnþórsdóttir 30 ára Jónþór ólst upp í Súðavík, lauk stúdents- prófi frá VÍ, skipstjórnar- prófi frá Stýrimannaskól- anum og er skipstjóri og útgerðarmaður. Maki: Dagný Hermanns- dóttir, f. 1986, snyrtifræð- ingur. Synir: Emil Leó, f. 2009, og Eiríkur Bjarkar, f. 2013. Foreldrar: Eiríkur Bjarkar Ragnarsson, f. 1960, og María Hrafnhildardóttir, f. 1964. Jónþór Eiríksson 40 ára Elma lauk stúd- entsprófi frá FB og prófi í klæðskeraiðn frá Sönder- borg í Danmörku og er klæðskeri hjá LR í Borgar- leikhúsinu. Maki: Þorgils Björg- vinsson, f. 1972, tónlistar- maður. Synir: Bergur, f. 1994, og Máni, f. 2003. Foreldrar: Rósa I. Odds- dóttir, f. 1940, og Guð- mundur Þ. Bjarnason, f. 1933, d. 1999. Elma Bjarney Guðmundsdóttir Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Kringlunni og Síðumúla 35 www.jens.is Eyjafjallajökull 5.900.- fæst í Jens Kringlunni og Síðumúla Jöklaskálar nú einnig í hvítu Vatnajökull 7.900.- fæst í Jens Kringlunni og Síðumúla Dekraðu við heimilið á nýju ári 20% afsláttur af Henrik ljósi verð 26.320.- (áður 32.900.-) fæst í Jens Síðumúla20% afsláttur af Adilson ljósi verð 23.920.- (áður 29.900.-) fæst í Jens Síðumúla 30% afsláttur af blaðastöndum verð 8.330.- (áður 11.900.-) fæst í Jens Síðumúla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.