Morgunblaðið - 29.01.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Tilraunir þínar til að sannfæra aðra
geta komið þér í vandræði. Yfirmenn eru
ánægðir með það hvað þú ert úrræðagóð/ur.
Þú ert komin á rétta braut í ástamálunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það eru ýmsar breytingar sem þig lang-
ar til að ná fram. Vertu ekkert að boða heil-
brigt líferni þeim sem ekki kæra sig um það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt eftir að komast að raun um
það að vinnufélagar þínir eru hjálplegir þessa
dagana. Hvernig væri að nota tækifærið og
nýta sér það sem er ókeypis? Dæmi: ganga í
náttúrunni, brosa eða hrósa.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst einhverjir hafa óvenju mikil
áhrif á þig þessa dagana og vilt rífa þig
lausa/n. Fylgdu réttlætiskennd þinni fyrst og
fremst því þá farnast þér vel.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hæfileikar þínir eru margir en þú nýtir
þá ekki sem skyldi. Komdu jafnvægi á ásta-
lífið svo þú getir komið einhverju í verk.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vertu á verði gagnvart tungulipru fólki
og mundu að ekki er það alltaf sannleikurinn
sem ratar af munni þess. Að skipta auðveld-
lega um gír gæti gefið gull í mund.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér leiðist og þá ferðu að búa til vanda-
mál. Vendu þig af því að leggja upp laupana
of snemma. Berstu áfram aðeins lengur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það mun reyna verulega á hæfni
þína á næstunni og þú mátt búa þig undir að
sum verka þinna verði fyrir óvæginni gagn-
rýni. Einhver sendir þér vinabeiðni sem þú
áttir alls ekki von á.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú lendir í klemmu þegar náinn
vinur leitar til þín um ráðgjöf en vill í raun
heyra allt annað en sannleikann. Orð hafa
kraft til að kenna, særa og hvetja.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki leggja of hart að þér í dag.
Himintunglin hvetja þig til þess að tjá þig af
varúð um mál sem þú þekkir ekki nógu vel.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú nýtur meiri athygli en þú átt að
venjast. Notaðu daginn til þess að losa þig
við þessa hamslausu hrifningu fyrir fullt og
allt. Þú lætur oft glepjast um of af fagurgala
sem kemur þér í koll seinna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hafðu ekki of miklar áhyggjur af hlut-
unum. Dagurinn er tilvalinn til að njóta, fara á
kaffihús, heimsækja vini eða gera ekki neitt.
Hollt mataræði er svar við þínum kvillum
þessa mánuðina.
Sæmundur Bjarnason kastaðifram á boðnarmiði og sneri út
úr þekktum húsgangi:
Fésbókin er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
En verður seinna í höndum hans
hvatvís puttalingur.
Það er orðið mikið sport meðal
skálda og hagyrðinga að yrkja um
afa sem fór á honum Rauð. Hall-
mundur Kristinsson tekur af skarið
og segir að afi ætti nú að fara að
hætta þessum þvælingi. Hann hafi
ekkert upp úr þessu.
Gvendur afi á gamla Rauð
geystist suður á bæi,
fékk þar skorpið bóndabrauð
og bóg af gömlu hræi.
Ingólfur Ómar Ármannsson
prjónar við það:
Amma vann og bjó til brauð,
búi hélt í lagi,
en flónið afi fór á Rauð
fullur suður á bæi.
Í gær birtist vísnagáta Kristjáns
Eiríkssonar sem er svohljóðandi:
Ósk og þrá er einatt bundin,
arði tengd og gróða nógum,
jóð í lífi fljóða fundin,
í Flugu keypt í Brimnesskógum.
Helgi R. Einarsson svarar og seg-
ir að í svarinu gæti áhrifa af samtali
Egils Helgasonar við Guðrúnu
Johnsen um bankahrunið:
Heimska og græðgi út um allt,
afætur og vargar.
Þó að lán sé víða valt
VONIN mörgu bjargar.
Davíð Hjálmar Haraldsson svar-
ar:
Hannar gátur, heimtar svör,
hylur kersknisglott á vör
ýtinn Kristján Eiríksson.
Ætli lausnin nú sé Von?
Kristján Eiríksson svaraði þegar
hann heyrði svar Davíðs Hjálmars:
Rétt er þessi ráðning þín,
réðir strax úr þessum vanda.
Aðra sendi upp á grín,
ekki mun sú fyrir standa:
Fögur var dóttir bónda á Borg.
Bjó hún um skeið í öskustó.
Hólabiskupsins svæfði sorg.
Sú af lærdómi mat til bjó.
Hér þyrfti að ráða hverja línu
fyrir sig. Það væri gaman að fá
fleiri svör í bundnu máli. Lausnin
birtist í vísnahorni morgundagsins.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af fésbók, vísnagátu og afa
á honum Rauð
Í klípu
SPEGILLINN HAFÐI VIT Á AÐ ÞEGJA
ÞEGAR ÞAÐ ÁTTI VIÐ. GEIRI ÞOLDI
NEFNILEGA EKKI GAGNRÝNI
SNEMMA Á MORGNANA.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MÉR FANNST ÞIÐ SEGJA AÐ ÞIÐ
ÆTLUÐUÐ AÐ TAKA MATINN MEÐ YKKUR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að við erum
samferða á þessu
ferðalagi.
NÆST ÆTTUM VIÐ AÐ
FÁ RÁÐLEGGINGAR
HJÁ LANDSLAGS-
ARKITEKT.
VEISTU HVAÐ ER BEST VIÐ AÐ
VERA Í MEGRUN, GRETTIR?
MAÐUR ER KANNSKI
ÚTI AÐ LABBA ...
OG FÓLK HRÓPAR: „HÆ, ÞÚ
ÞARNA, MJÓA MANNESKJA!“
HLJÓMAR EINS
OG LEYNI-
KLÚBBUR!
Tungumálið getur verið viðsjálttæki. Yfirleitt er merking texta
augljós, en stundum verður hann
slíkt torf að ógerningur er að skilja.
Þótt merking hvers orðs fari ekki á
milli mála, verður útkoman þegar
orðin hafa verið spyrt saman allt ann-
að en ljós.
x x x
Vinkona Víkverja rakst á eftirfar-andi texta á heimasíðu Ríkis-
skattstjóra: „Sú fjárhæð sem þannig
er ákvörðuð á að jafnaði ekki að vera
lægri en viðmiðunarfjárhæð sem
ákveðin er í reglum ríkisskattstjóra
en getur verið hærri eða lægri eftir
því sem tilefni er til með hliðsjón af
raunverulega greiddum launum fyrir
sambærileg störf hjá óskyldum eða
ótengdum aðila, umfangi og eðli
starfseminnar og starfsins, taxta fyr-
ir útselda vinnu í starfsgreininni, af-
komu rekstrarins og fé sem bundið
var í rekstrinum í ársbyrjun.“
x x x
Innvígðum eru þessi orð ugglausteins og opin bók, en Víkverji verð-
ur að viðurkenna að hann kveikti ekki
á perunni og vonar að það sé ekki fyr-
ir vöntun á vitsmunaskortsleysi.
x x x
Annars vill Víkverji síður en svobaktala skattinn. Hann man þá
tíð er hann sat yfir skattframtölum
og skilaði þeim inn um lúgu í
Tryggvagötu rétt fyrir miðnætti þeg-
ar skilafrestur rann út. Nú opnar
Víkverji vefsíðu. Þar blasa við allar
tölur, yfirlit yfir reikninga og eignir í
verðbréfum (núll stendur þar við
verðlaus bréf úr föllnum bönkum sem
eru eins og steingervingar í framtal-
inu og Víkverji sér enga sérstaka
ástæðu til að láta minna sig á). Vík-
verja finnst reyndar öðrum þræði
óþægilegt að allar þessar upplýs-
ingar skuli vera aðgengilegar og
blasa við yfirvöldum með þessum
hætti og veltir fyrir sér hvort rétt sé
að fórna friðhelgi síns einkalífs fyrir
þægindin, sem fylgja því að þurfa
ekki að færa þessar tölur sjálfur inn í
framtalið. Þar sem Víkverja finnst
gott að láta auka sér leti hefur hann
enn ekkert gert í málinu og þykir víst
ólíklegt að hann geri það úr þessu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)