Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 31

Morgunblaðið - 29.01.2014, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á morgun verða ákveðin tímamót í ís- lenskri sjónvarpssögu því þá hefjast nætursýningar á myndbandsverkum fjölda myndlistarmanna á RÚV. Fjöl- mörg verk verða sýnd á hverri nóttu fram til 14. febrúar, allt frá dag- skrárlokum til dagrenningar. Verk- efni þetta nefnist Næturvarp og er samstarf fyrirtækisins Slíjms sf., listamannanna sem sýna í Nætur- varpi og RÚV. Verkin sem sýnd verða í Næturvarpi eru eftir lista- menn af ólíkum kynslóðum, allt frá verkum frumkvöðla myndbandslist- arinnar á heimsvísu líkt og Steinu Va- sulka til verka listamanna sem eru yngri en elstu myndbandsverkin. Slíjm var stofnað af Kristínu Gunn- arsdóttur og Eddu Kristínu Sigur- jónsdóttur með það að markmiði að standa fyrir verkefnum og samstarfi við viðeigandi aðila í samfélaginu hverju sinni og bjóða til upplifana, meðvitundar, samræðu og alls hins óvænta, eins og þær lýsa því. „Þessi hugmynd er búin að blunda í Slíjmi í nokkurn tíma og við höfum verið að skoða bæði hlutverk ríkis- fjölmiðils, það ábyrgðarhlutverk sem hann ber og það efni sem er verið að bjóða landsmönnum upp á,“ segir Edda um Næturvarp. „Okkur þótti myndbandsverk hafa augljósa teng- ingu við sjónvarp og stofan heima ákjósanlegur sýningarstaður til að bjóða heim. Á RÚV er sýnt fjölbreytt efni upp að vissu marki en það er ákveðin tegund af efni sem er lítið framboð af. Efni sem gefur ímynd- unaraflinu lausan tauminn, býður inn í óræðar víddir, efni sem er ekki endi- lega bundið við frásögn. Við í Slíjmi höfum mikinn áhuga á ímyndunarafl- inu og ferðalaginu sem virkt ímynd- unarafl getur boðið manni í. Það er mikið til af gæðaefni sem okkur lang- aði að sýna og það lá mjög beint við að gera það í samstarfi við RÚV og við erum mjög þakklátar fyrir góðar viðtökur þar. Þetta er efni sem hefur aðallega verið í boði á sýningar- stöðum og ákveðinn hópur fer á þá en ákveðinn hópur landsmanna fer aldr- ei. Þetta er annar sýningarvett- vangur,“ segir Edda. Myndbands- verk séu þess eðlis að flakka um í rýminu milli málverks og kvik- myndar og Næturvarp merkilegt í listasögulegu samhengi hér á landi, fyrsta verkefni sinnar tegundar. Myndbandsverk séu sjaldséð í ís- lensku sjónvarpi sem sé þó hinn full- komni miðill fyrir mörg þeirra. Nú verði gerð bragarbót á því. Mynd- bandsverkin verði öll sýnd oftar en einu sinni og ólík áhersla eftir nótt- um. Áhersla verði lögð á verk sjö listamanna en myndbandsverk yfir þrjátíu listamanna verða sýnd. Ferðalag í kyrrðinni – Þetta er dálítið erfiður sýningar- tími, það horfa ekki margir á sjón- varpið á nóttunni, eða hvað? „Mig grunar að þeir séu fleiri en þú heldur,“ svarar Edda. Flestir horfi á sjónvarp heima hjá sér, séu þar inni í sínum þægindaramma og kjörið fyrir þá að ferðast inn í víddir myndbands- verkanna í kyrrðinni og myrkrinu. „Sumir eru sofandi og þá fer þetta framhjá þeim en ég held að þeir séu ótrúlega margir sem vaka fram eftir. Þetta byrjar líka við dagskrárlok og þau eru oft fyrir miðnætti,“ bendir Edda á og bætir við að þeir sem vakni mjög snemma geti einnig notið Næt- urvarps. Spurð að því hvort verkin verði aðgengileg í sjónvarpsleigu, VoD, segir Edda það ekki liggja fyrir að svo stöddu. Næturvarp er hluti af stærra verk- efni á vegum Slíjms, Salon, sem Edda lýsir sem tilraunavettvangi fyrir sam- tal. Boðið verði til „samtals í óvænt- um kringumstæðum með áherslu á kynna nýjar eða gleymdar nálganir að viðfangsefnum svo stuðla megi að bættum samskiptum og starfsferlum, aukinni þekk- ingarmiðlun og almennri gleði“. Starfsemi Slíjms má kynna sér á Facebook: facebook.com/Slijm. Rýmið milli málverks og kvikmyndar  Myndbandsverk sýnd að næturlagi á RÚV í fyrsta sinn Á RÚV Kyrrmynd úr myndbandsverki Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, King- dom of you, frá árinu 2004. Birt með leyfi listamannsins. Bandaríski leikarinn Johnny Depp mun hljóta fyrstur ný verðlaun bandarískra sam- taka förðunar- og hárgreiðslumeistara sem starfa við kvikmyndir, Make-Up Artists and Hair Stylists Guild, sem veitt verða 15. febr- úar nk. Depp hefur leikið í fjölda kvikmynda þar sem hann er nær óþekkjanlegur sökum mikils farða og furðulegra hárgreiðslna og hlýtur fyrir það verðlaunin. Gervafjöld Johnny Depp skrautlegur í hlutverki Edward Scissorhands. Depp verðlaunaður fyrir fjölmörg gervi Thomas Pausz, vöruhönnuður og aðjunkt við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Ís- lands, heldur opinn fyrir- lestur í dag kl. 12.10 í fyrir- lestrasal A í húsnæði skólans að Þverholti 11. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Design Dialogues–Elastic Edit- ions“ og í honum mun Thomas fjalla um nýleg verkefni með áherslu á spurningar sem varða þátttöku og samráðsferli í hönn- un, skv. tilkynningu. Þá muni hann kynna nýja hugmynd um út- gáfuröð rita um hönnun. Fyrir- lesturinn er hluti af fyrirlestra- röð hönnunar- og arkitektúr- deildar Listaháskóla Ísland, Sneiðmynd. Þátttaka og sam- ráðsferli í hönnun Thomas Pausz Eftirtaldir myndlistarmenn eiga verk í Næturvarpi: Hekla Dögg Jónsdóttir, Sig- urður Guðjónsson, Steina & Woody Vasulka, Ragnar Kjart- ansson, Magnús Sigurðarson, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Birgir Andrésson, Hrafnkell Sigurðs- son, Steingrímur Eyfjörð, Er- ling T.V. Klingenberg, Bjarni Massi, Elín Hansdóttir, Tómas Lemarquis, Gunnar Jónsson, Úlfur Grönvold, Loji Höskulds- son, Bryndís Hrönn Ragnars- dóttir, Curver, Una Margrét Árnadóttir, Snorri Ásmunds- son, Sigríður Tulinius, Selma Hreggviðsdóttir, Anna Hallin & Olga Bergman, Haraldur Jóns- son, Sigurður Guðmunds- son, Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Tumi Magnússon, Hreinn Friðfinnsson, Styrmir Örn Guð- mundsson, Hrafn- hildur Arnar- dóttir og Þorgeir Guð- mundsson. Listamenn Næturvarps YFIR 30 HÖFUNDAR Steina Vasulka HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 30/1 kl. 19:30 65.sýn Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Fös 31/1 kl. 19:30 69.sýn Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Þingkonurnar (Stóra sviðið) Lau 1/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 13.sýn Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Pollock? (Kassinn) Fös 31/1 kl. 19:30 32.sýn Lau 8/2 kl. 19:30 34.sýn Lau 1/2 kl. 19:30 33.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 35.sýn Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 2/2 kl. 13:00 28.sýn Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Karíus og Baktus (Kúlan) Sun 2/2 kl. 16:00 Sun 9/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Karíus og Baktus bregða á leik. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 30/1 kl. 20:00 9.sýn Fim 6/2 kl. 20:00 12.sýn Lau 8/2 kl. 20:00 15.sýn Fös 31/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 7/2 kl. 20:00 13.sýn Fös 31/1 kl. 22:30 11.sýn Fös 7/2 kl. 22:30 14.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Óraunveruleikir (Kassinn) Mið 29/1 kl. 20:00 aukas. Fim 30/1 kl. 20:00 lokas. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fim 30/1 kl. 19:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Jeppi á Fjalli (Sýnt í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri) Lau 1/2 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 lokas Menningarhúsið Hof, Akureyri Hamlet (Stóra sviðið) Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Sun 9/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Mið 29/1 kl. 20:00 fors Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fim 30/1 kl. 12:30 fors Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Fös 31/1 kl. 20:00 frums Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 28/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Fim 13/2 kl. 20:00 2.k Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Lau 1/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Lau 8/2 kl. 20:00 2.k Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Jeppi á Fjalli – lýkur í janúar ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lúkas (Aðalsalur) Fös 31/1 kl. 20:00 Síðustu sýningar Fös 7/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar Lau 8/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar SÍÐUSTU SÝNINGAR! Horn á höfði (Aðalsalur) Sun 9/2 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 16/2 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 15:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Útgáfutónleikar Dusty Miller (Aðalsalur) Lau 1/2 kl. 20:00 Ástarsaga úr fjöllunum (Aðalsalur) Lau 22/2 kl. 14:00 Lau 1/3 kl. 14:00 Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Fös 14/2 kl. 20:00 Frumsýning Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Dansaðu fyrir mig (Aðalsalur) Fim 20/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.