Morgunblaðið - 29.01.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 29.01.2014, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Miklu meiri Íslendingur en Svíi 2. Fundu líkamsleifar við vatnið 3. Bærinn er brunninn 4. Ég mun ekki deyja í dag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Málverk af rithöfundinum og ljóð- skáldinu Gerði Kristnýju verður með- al málverka sem boðin verða upp á vegum uppboðshússins Christie’s í Lundúnum í haust. Samtökin Poet in the City sem skipuleggja ljóða- upplestra fengu nokkur skáld sem fram koma á þeirra vegum til að sitja fyrir á málverkum og var Gerður eini útlendingurinn í þeim hópi en meðal skálda sem setið hafa fyrir eru Sea- mus Heaney heitinn og Jo Shapcott, eitt virtasta skáld Breta. Pening- unum sem safnast í uppboðinu verð- ur varið til góðgerðarmála. Gerður fór utan um helgina til að sitja fyrir. Í mars verður opnuð mikil sýning um víkinga í The British Museum og standa Poet in the City fyrir upplestri og pallborðsumræðum um bók- menntaarf Íslendinga í tengslum við hana í maí. Gerður Kristný mun þá lesa upp úr Blóðhófni, ljóðabók sinni sem kom út í enskri þýðingu í Bret- landi árið 2012. Morgunblaðið/Rósa Braga Málverk af Gerði Kristnýju boðið upp  „Little Talks“, lag hljómsveitar- innar Of Monsters and Men, í túlkun tónlistarmannsins Kurts Hugo Schneider, er flutt í nýrri netauglýs- ingu Coca-Cola. Lagið er m.a. leikið á kókflöskur, -dósir og -glös. Auglýsinguna má finna á YouTube með því að slá The Sound of AHH by KHS, inn í leitar- glugga „Little Talks“ Lag OMAM notað í auglýsingu Coca-Cola Á fimmtudag Suðaustan 10-15 m/s og slydda eða rigning suð- austantil, en gengur í vestan 8-13 með snjókomu vestantil. Á föstudag Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með snjó- komu eða slyddu austantil, en rigningu við ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt með slyddu eða rigningu aust- anlands og snjókomu í innsveitum. Frost 0 til 5 stig inn til landsins. VEÐUR Manchester City og Chelsea geta bæði skotist upp fyrir Arsenal á topp ensku úr- valsdeildarinnar í knatt- spyrnu í kvöld eftir að Ars- enal gerði 2:2-jafntefli við Southampton á útivelli í gærkvöld. Liverpool styrkti stöðu sína í hinu mikilvæga 4. sæti með því að gjörsigra granna sína í Everton 4:0 en Man. Utd er sex stigum á eftir í 7. sæti í kjölfar 2:0- sigurs á Cardiff. »2 Toppsætið í boði fyrir City í kvöld Framkvæmdastjóri KSÍ segir að það sé ólíðandi að félög noti vísvitandi ólöglega leikmenn í mótsleikjum. Með því séu úrslitin í raun ákveðin fyrirfram, og þar með séu menn aðeins hársbreidd frá því að hagræða úrslit- um leikja. Þrótt- ur tefldi sjö ólöglegum leik- mönnum fram gegn Fylki og hafði því tapað 0:3 fyrirfram, hvernig sem leikur- inn færi. »1 Ólíðandi að félögin noti ólöglega leikmenn Hann lætur verkin tala, hinn 56 ára gamli Claude Onesta, þjálf- ari nýkrýndra Evrópumeistara Frakka í handknattleik. Maður- inn með grásprengda hárið er jafnan í svartri skyrtu á vara- mannabekknum og hefur náð stórkostlegum árangri frá því hann tók við landsliðsþjálfara- starfinu árið 2001. »4 Claude Onesta lætur verkin tala ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Helgi Bachmann er fyrsti Íslend- ingurinn til þess að ljúka háskóla- prófi í stjórnun í tengslum við hamfarir og áhættu. Fyrsti hópur- inn í Danmörku útskrifast frá há- skóla (Metropolitan University College) í Kaupmannahöfn í dag og er Helgi eini útlendingurinn í hópnum. 26 útskrifast og þar af fjórar konur. „Ég gerðist danskur ríkisborgari vegna þess að ég vildi verða lög- reglumaður,“ segir Helgi sem flutti til Kaupmannahafnar níu ára gam- all 1995. Hann segir að hann hafi þurft að gegna herskyldu og hafi getað gert það hjá almannavörnum Danmerkur. Þar hafi hann starfað sem slökkviliðsmaður og björg- unarmaður og þegar ákveðið hafi verið að byrja með nám í stjórnun í tengslum við hamfarir og áhættu í ágúst 2010 hafi hann sótt um og komist inn. „Síðasta prófið var á föstudag og eftir útskriftina byrja ég að sækja um vinnu,“ segir hann. Mikil reynsla Helgi er sjálfboðaliði hjá al- mannavörnum og hefur verið það í fjögur ár. Hann segir vinnuna þar svipaða og hjá Landsbjörg á Ís- landi. Slökkvilið ríkisins falli undir almannavarnir og því hafi hann verið kallaður út í stórum elds- voðum og öðrum hamförum auk þess sem hann hafi meðal annars sinnt öryggisgæslu á tónleikum. Þessi starfsvettvangur sé heillandi. „Síðan væri spennandi að vinna við samvinnu og samhæfingar hjá Evr- ópusambandinu eftir nokkur ár.“ Hann segist hafa verið mjög virkur meðan á náminu stóð, meðal annars tekið að sér verkefni á Grænlandi og verið í starfsnámi hjá Landsbjörg. „Ég hef lagt áherslu á að fá reynslu í „alvöru“ veröldinni en ekki bara úr bókum en þriðjungur námsins felst í starfsnámi,“ segir hann. En af hverju vildi hann verða lögreglumaður? „Réttlætið var mér ofarlega í huga en svo var ég líka viss um ég gæti sinnt starfinu miklu betur en allir hinir,“ segir hann hlæjandi og bætir við að hann hafi síðan kosið að fara í há- skólanámið. „Þetta er svið sem hægt er að betrumbæta mikið auk þess sem það er mjög spennandi,“ segir hann. Draumurinn breyttist  Hamfarir og áhætta viðfangs- efni Helga Hamfarir Helgi Bachmann útskrifast í dag, hefur öðlast góða reynslu og er tilbúinn í slaginn. Á vaktinni Helgi Bachmann hefur starfað sem slökkviliðsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.