Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Ólafur Darri Ólafsson leikari hefur þá trú að almennilegar mann- eskjur komist lengra en fífl í þessu lífi. Þessu sjónarmiði lýsir hann í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins í dag. Tilefnið er yfir- vofandi frumsýning Leikfélags Reykjavíkur á einu merkasta leik- riti allra tíma, Hamlet eftir William Shakespeare, en Ólafur Darri fer með titilhlutverkið í sýningunni. Með Ólafi Darra í viðtalinu er nýútskrifuð leikkona, Hildur Berg- lind Arndal, sem leikur Ófelíu í sýningunni, og bárust dramb og stjörnustælar í tal. Hildur Berg- lind kveðst ekki hafa fundið fyrir slíku á sínum fyrsta vetri í Borg- arleikhúsinu og Ólafur Darri full- yrðir að slíkir tilburðir þekkist ekki í íslensku leikhúsi. Fyrir tilviljun blasti við honum ljósmynd af Ingv- ari E. Sigurðssyni. „Þetta er lík- lega stærsta stjarnan í íslenskri leiklist. Einhver almennilegasti maður sem ég hef kynnst.“ Þetta er án efa rétt hjá Ólafi Darra. Þegar maður hugsar út í það lekur oflætið ekki beinlíns af þeim leikhúsmönnum sem náð hafa lengst hér á landi. Má þar nefna Gísla Örn Garðarsson, Baltasar Kormák, Hilmi Snæ Guðnason, Benedikt Erlingsson, auk téðs Ingvars. Enginn þeirra hefur látið velgengnina stíga sér til höfuðs, þvert á móti hafa þeir auðmýkst við hverja raun og gefið sig alla á vald listinni. Eitt nafn vantar auð- vitað í þessa upptalningu. Það er Ólafur Darri Ólafsson. Glæsilegri fulltrúa íslenskrar leiklistar á er- lendum vettvangi er varla hægt að hugsa sér. Það sem meira er, Ólafur Darri hefur ekki heldur orðið var við gor- geir í kollegum sínum erlendis en hann hefur víða farið á undan- förnum árum. Ekki einu sinni í Hollywood, þaðan sem ýmsum sög- um fer af þóttafullri hegðun stjarn- anna. Er það vel. RABBIÐ Fá eru þau, fíflin Orri Páll Ormarsson Í efra Breiðholti er að finna skíðabrekku en þar sem snjóalög eru af skornum skammti þessa dagana er hægt að ganga upp hólinn og renna sér niður. Til þess eru mörg tæki. Stiga-sleðar eru frábær leið til að kynnast brekkunum en það er alltaf klassískt að fara niður hólinn á snjóþotum, rassþotum eða bara gamla góða svarta ruslapokanum. Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, kíkti í brekkuna við Jakasel og leit á mannfjöldann í gegnum linsuna sína. Sá þessa ungu herramenn koma á öðru hundraðinu, minntu helst á formúlu eitt bíl koma niður brekku. Beygjan var hinsvegar tekin of snöggt, það kann ekki góðri lukku að stýra og duttu drengirnir af sleðanum – brosandi út að eyrum. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar FALL ER FARARHEILL SLEÐABREKKAN VIÐ JAKASEL Í BREIÐHOLTI ER EIN AF SKEMMTILEGRI BREKKUM REYKJAVÍKUR. ÞAR SKEMMTA UNG- MENNI SÉR Á STIGA-SLEÐUM OG SNJÓÞOTUM. HLÆJA ÞRÁTT FYRIR FALL Í HARÐRI BREKKUNNI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Bingó. Hvar? Vinabæ, Skipholti 33. Hvenær? Sunnudag klukkan 19.15. Bingó í Vinabæ Hvað? Vínartón- leikar. Hvar? Hofi á Ak- ureyri. Hvenær? Sunnudag kl. 17. Nánar Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur með Kvennakórnum Emblu um borg draumanna, Vín. Verð: 3.500 kr. Sveiflandi og hrífandi Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Innreið nútímans í íslenska hönnun. Hvar? Hönnunarsafn Íslands. Hvenær? Opið um helgina frá kl. 12- 17. Nánar: Á sýningunni er farið yfir þann hluta íslenskrar menningarsögu sem hefst með innreið módernismans. Síðasta sýningarhelgin Hvað? Haukar – Keflavík. Hvar? Ásvöllum. Hvenær? Sunnudag kl. 19.15. Nánar: Liðin í öðru og þriðja sæti mætast í toppslag Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik. Tveir aðrir leikir fara einnig fram. Körfubolti kvenna Hvað? Enski bikarinn. Hvar? Stöð 2 sport. Hvenær? Laugardag og sunnudag. Nánar: Ein skemmtilegasta keppni í heimi, enski bikarinn, fer fram um helgina. Sex leikir verða sýndir í beinni útsendingu. Enski boltinn Hvað? Jólasveinagjörningur. Hvar? Kling & Bang. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Myndlistarmennirnir Ragnar Kjartansson og Ásmundur Ásmundsson standa fyrir sínum árlega jólasveina- gjörningi. Jólin senn á enda * Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.