Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Frumkvöðlar leynast víða og þeir eru afmargvíslegum toga. Þeir hafa það ekkiallir að markmiði að verða leiðandi á sínu sviði með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Sumir verða jafnvel frumkvöðlar án þess að hafa nokkurn tímann ætlað sér landvinninga, fá kannski aldrei að vita af því að litið er til þeirra sem frumkvöðla. Í atvinnulífinu hins vegar er í auknum mæli litið til frumkvöðla um aukinn hagvöxt. Þar eru menn fyrir löngu bún- ir að átta sig á mikilvægi frumkvöðla, vilja gjarnan veg þeirra sem mestan og hvetja þá til dáða. Öðru máli gegnir um þá sem verða gjald- þrota. Þessir sem „renna á rassinn með allt sitt“, „keyra fyrirtækin í þrot“ og voga sér jafnvel stundum að „fara aftur af stað“ með rekstur. Kennitöluflakkarar eru þeir jafnvel uppnefndir. Menn hafa illan bifur á gjald- þrotum. Í efnahagslífinu eru hins vegar lexíurnar tvær um hagnað og tap nánast jafn mik- ilvægar. Hagnaðarvonin drífur menn áfram en tapið vísar veginn út úr óarðbærum rekstri og vonandi í arðbæran. Með gjaldþroti er komið í veg fyrir sóun á verðmætum. Þess vegna er t.d. mikilvægt að ekki séu skapaðar falskar væntingar í rekstri með opinberum styrkjum sem mögulega fresta nauðsynlegu gjaldþroti. Þeir sem fá opinbera styrki missa af skilaboð- unum sem markaðurinn vill senda. Þeir fá ekki að njóta kennslustundanna tveggja um hagnað og tap. Gjaldþrotin eru því oft kærkomin. En skyldu þeir eiga eitthvað sameiginlegt, frumkvöðlarnir sem allir vilja styðja og hvetja áfram og gjaldþrotapeyjarnir svokölluðu? Já, reyndar. Nánast allir frumkvöðlar sem eitthvað kveður að hér á landi eiga að baki misheppn- aðan rekstur í einhverju formi. Sum þessara frumkvöðlafyrirtækja sem við teljum nú til óskabarna þjóðarinnar eiga rætur að rekja til gjaldþrota fyrirtækja, hefðu mögulega ekki orðið til nema vegna þess að fullreynt var með eitthvað annað. Hitt er svo annað mál að kostnaður kröfu- hafa af gjaldþrotaskiptum nemur nokkur hundruð milljónum króna á ári. Það kann að vera sjálfsögð krafa að þeir sem stofna fyr- irtæki geri ráð fyrir þeim möguleika strax í upphafi að illa fari og að fyrirtækin sjálf standi straum af kostnaði við möguleg gjald- þrotaskipti en ekki þeir sem óska eftir gjald- þrotaskiptum sem yfirleitt eru kröfuhafar. Þannig mætti hugsa sér að við skráningu fé- lags yrði innheimt trygging sem næmi skipta- tryggingu við gjaldþrot, í dag 250 þúsund krónum. Varla myndi það draga úr nokkrum bjartsýnismanni við stofnun fyrirtækis. Til varnar gjaldþrotum * Gjaldþrot eru oft kær-komin. Þau losa bæðiskuldara og lánardrottna við óraunhæfar væntingar og leiða oft til arðbærari verkefna af beggja hálfu. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Eins og flestum er kunnugt var stórstjarnan Bono, söngvari hljóm- sveitarinnar U2, staddur hér á landi um áramótin. Margir af vina- lista Andra Freys Viðars- sonar, útvarps- manns á RÚV, hafa eflaust náð að smella mynd af sér með kauða til birtingar á Fa- cebook. Þeim sem áttu það eftir vildi Andri Freyr hrósa. „Ok, á ein- hver sem var í teiti með Bono í gær eftir að birta mynd af sér með honum? Ef svo er þá á sá eða sú hrós skilið!“ Tobba Mar- inósdóttir fjöl- miðlakona spurði álits á Facebook um einkar óvenju- legt nafn á dreng. „Hvað finnst ykkur um nafnið Hill- aríus ef það er strákur?“ Hún á von á barni með Karli Sigurðssyni, Baggalúti. Hann svaraði að nafnið væri leyft en einungis með einu l-i. „Fáum Arnar til að berjast fyrir þessu með okkur. Annars líst mér líka ágætlega á Mensalder.“ Siggi Hlö, umsjónarmaður út- varpsþáttarins Veistu hver ég var? á Bylgjunni, var sáttur við að vera tekinn fyrir í Áramóta- skaupinu. „Því- líkur heiður að vera tekinn fyrir í Skaupinu. Mjög sáttur með Pétur Jóhann og tók eftir að hann var greinilega búinn að liggja yfir mín- um hreyfingum en það geta ekki allir hreyft sig svona fimlega og í senn eggjandi. Fyrir utan grín í minn garð þá er þetta besta Skaup allra tíma (fyrir utan 1984).“ Söngfuglinn okkar hún Sig- ríður Thorla- cius átti góða áramótakveðju á Facebook. „Allt verður merkingarþrungið við ára- mót. Sturtan verður lengri – eins og skítur heils árs þurfi að fara úr hárinu áður en nýtt ár bankar upp á. Konur eiga það til að fara að henda úr skápunum, klippa hár jafnvel og lakka sérstaklega vel neglur. Hvert einasta skref er ein- hverskonar áramótaskref. Og er það allt vel. Bless 2013. Farðu bara. 2014 – komdu fagnandi.“ AF NETINU Hamborgarabúllan eða Tommi’s Burger Joint, eins og staðurinn heitir upp á engilsaxnesku, gæti átt besta hamborgarann í heimsborginni Lundúnum, ef marka má ferðasíðuna yelp.co.uk. Kosning stendur nú yfir meðal gesta síðunnar og koma fimm staðir til greina. Auk Hamborgarabúllunnar eru tilnefndir Patty and Bun, Honest Burgers, Burger and Lobster og Bleeker Street Burger. Á heimasíðu Yelp getur að líta fjölda um- sagna um gæði borgaranna á Tommi’s Burger Joint og eru þær mestmegnis lofsamlegar. Meðalstjörnugjöf gesta síðunnar er fjórar og hálf stjarna af fimm mögulegum. Tómas Tómasson veitingamaður er að gera góða hluti með búlluna sína í Lundúnum. Morgunblaðið/Heiddi Á Tommi besta borgarann? Eins og fram hefur komið í fréttum eyddi Vil- borg Arna Gissurardóttir öðrum jólunum í röð á Suðurskautslandinu og komst á hæsta fjall álfunnar, Vinsons, á aðfangadag eins og að var stefnt. Vilborg Arna var með góðum hópi Íslend- inga á ferð og leikkonan Halla Vilhjálms- dóttir var þar fyrir tilviljun meðal annarra í hóp með henni og varð þeim stöllum vel til vina. Orkuboltinn Halla hefur verið einkar at- hafnasöm á árinu sem var að líða en auk þess sem hún kleif fleiri en eitt fjall á árinu eyddi hún drjúgum tíma í að æfa sig á mótorhjólinu sínu, sitja fyrir og leika í Bretlandi og víðar. Halla kom til London á gamlársdag, losaði sig við suðurskautsbúnaðinn og hélt beint í ný- árspartí þar í borg. Fáeinum klukkustundum síðar var hún búin að bóka far til Íslands og dvelur nú hér á landi og hvílir lúin bein. Heimshorna á milli Halla Vilhjálmsdóttir leikkona hefur haft brenn- andi áhuga á fjallamennsku í tæplega tvö ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.