Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 9
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þ að gerðist hratt. Svo hratt að fáir áttuðu sig á því hvað hafði gerst. Monica Seles sat á bekk sínum á tenn- isvellinum í Hamburg 30. apríl 1993 og var að safna kröftum fyrir lokaátökin gegn Magdelenu Maleevu. Enn einn sigurinn var í augsýn. Þá spratt skyndilega ókunnugur maður á fætur og lagði til hennar með hnífi. Seles brá að vonum og rak upp vein. „Skyndi- lega fann ég fyrir nístandi sárs- auka og þegar ég tók um herða- blaðið var ég alblóðug,“ rifjaði hún upp síðar. Sjokkið var algjört og Seles hneig niður á völlinn, þar sem hópur manna stumraði yfir henni. Árásarmaðurinn var yf- irbugaður og afvopnaður. Seles var flutt með hraði á sjúkrahús, þar sem í ljós kom að áverkinn var ekki alvarlegur. Hnífurinn, sem gerður var til úr- beininga, hafði aðeins stungist hálfan annan sentimetra inn í bak hennar. Seles var heppin, litlu mátti muna að hnífurinn hæfði mænuna. Sárið á bakinu greri hratt. Sama verður ekki sagt um hitt sárið, það sem var á sálinni. Seles féll gjörsamlega saman og gat ekki hugsað sér að spila tennis í bráð. Raunar liðu 27 mánuðir þangað til hún sneri aftur á völl- inn. Þá var hún ekki lengur sami leikmaðurinn. Þessi einbeitta, nán- ast ósvífna, keppnismanneskja var skyndilega hógvær og berskjölduð. Árangurinn var eftir því. Vinsældirnar jukust Annað breyttist eftir að Seles sneri aftur, vinsældirnar jukust til muna. Þrátt fyrir afbragðsárangur fyrir hnífsstunguna var hún aldrei sérstaklega vinsæll tennisleikari. Virkaði köld og fráhrindandi. Eftir áfallið héldu allir með henni. Fyrst af vorkunnsemi en síðan vegna þess að hún þótti hafa brugðist við örlögum sínum af æðruleysi og reisn. Monica Seles varð hvers manns hugljúfi. Athyglin var mikil og kom hún meðal annars fram í gamanþátt- unum Barnfóstrunni (e. The Nanny) í Bandaríkjunum árið 1996. Seles lék í átta ár til viðbótar sem atvinnumaður, til ársins 2003, en vann aðeins eitt stórmót, Opna ástralska 1996. Hún lagði spaðann formlega á hilluna fyrir fimm ár- um og ári síðar var hún tekin inn í Frægðarhöll íþróttarinnar. Árásarmaðurinn, Günther Parche að nafni, var dyggur aðdá- andi helsta keppinautar Seles á þessum tíma, þýsku stúlkunnar Steffi Graf. Var tilgangur hans að taka Seles úr umferð. Það heppn- aðist. Parche átti við geðræn vandamál að stríða og var fundinn ósakhæfur. Í stað þess að dæma hann til fangavistar var honum gert að leita sér geðhjálpar. Seles var mjög ósátt við þær lyktir mála og lék aldrei framar í Þýskalandi. „Maðurinn stakk mig af yfirlögðu ráði en hlaut enga refsingu. Fyrir vikið þykir mér óþægilegt að fara aftur til Þýskalands og sé það ekki gerast,“ sagði hún síðar. Seles fæddist í Novi Sad í Júgó- slavíu (nú Serbíu) 2. desember 1973 og er því nýorðin fertug. Hún er af ungverskum uppruna en faðir hennar starfaði um árabil sem skopmyndateiknari við dag- blöð. Seles tók sér fyrst tenn- isspaða í hönd fimm ára gömul og ekki varð aftur snúið. Hæfileik- arnir blöstu við öllum og hún keppti á fyrsta atvinnumótinu að- eins fjórtán ára, 1988. Fyrsti titill- inn kom ári síðar er hún lagði goðsögnina Chris Evert á móti í Bandaríkjunum og fyrsti stóri tit- illinn árið 1990, á Opna franska meistaramótinu. Samtals vann Sel- es það mót í þrígang, Opna bandaríska tvisvar og Opna ástr- alska fjórum sinnum. Þá vann Sel- es til bronsverðlauna á Ólympíu- leikunum í Sydney 2000. Glímdi við þunglyndi Seles býr í Bandaríkjunum og varð raunar bandarískur ríkisborg- ari árið 1994. Hún fékk líka ung- verskan ríkisborgararétt árið 2007. Lítið hefur farið fyrir Seles í seinni tíð. Árið 2008 tók hún raun- ar þátt í sjónvarpsþáttunum Dans- að með stjörnunum í Bandaríkj- unum og ári síðar gaf hún út endurminningar sínar, þar sem hún fjallar meðal annars um glímu sína við þunglyndi og matarfíkn eftir árásina. Þá ræðir hún um baráttu föður síns við krabbamein sem varð honum á endanum að aldurtila. Seles er ógift en frá árinu 2009 hefur lagsmaður hennar verið auð- kýfingurinn Tom Golisiano sem er 32 árum eldri. orri@mbl.is HVAÐ VARÐ UM? Monicu Seles Hugað að Seles andartaki eftir að hún var stungin í bakið á móti í Þýskalandi. Ekki verður annað sagt en árin hafi farið mjúkum höndum um Seles. MONICA SELES VAR UNDRABARN Á TENN- ISVELLINUM, HAFÐI UNNIÐ ÁTTA STÓRA TITLA ÁÐUR EN HÚN VARÐ TVÍTUG. ALLT BREYTTIST Á AUGA- BRAGÐI ÞEGAR VITSKERTUR MAÐUR STAKK HANA Í BAKIÐ MEÐAN Á LEIK STÓÐ Í ÞÝSKALANDI. Monica Seles einbeitt á svip á Opna ástralska meistaramótinu í tennis 2003. Reuters Seles skildi tennisspaðann aldrei við sig í æsku. Varð atvinnumaður 14 ára. Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.