Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 12
Í myndum 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Lifandi tónlist um helgar Flamenco dans á fimmtudögum Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is NÝR OG SPENNANDI JÓLAMATSEDILL TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 S igurgeir Jónasson byrj- aði ungur að taka ljós- myndir og birtist sú fyrsta á prenti þegar hann var 13 ára. Fyrsta fréttamynd hans fyrir Morg- unblaðið birtist hins vegar í nóv- ember 1959, fyrir tæpum hálfum fimmta áratug! Milljónir mynda eru í safni Sigurgeirs, en hann þorir reyndar ekki að nefna ná- kvæmari tölu. Vestmannaeyjabæ verður afhent safnið formlega til varðveislu á morgun, sunnudag. Sigurgeir fæddist í Vest- mannaeyjum 1934 og verður því áttræður á þessu ári. Hann hefur búið í Eyjum alla tíð. „Það er merkilegt að vera tengdur blaðinu svona lengi og lík- lega undarleg þolinmæði af beggja hálfu!“ segir Sigurgeir í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins. Auk þess að sinna ljósmyndun var Sigurgeir fréttaritari Morg- unblaðsins um tíma og vert er að geta þess að hann og Jakobína Guðlaugsdóttir, eiginkona hans, voru umboðsmenn Morgunblaðsins í Eyjum í um 30 ár. Fjölskylda Sigurgeir stofnaði fyrirtæki um safnið árið 2005 og var unnið við frekari flokkun og skráningu í nokkur ár. Styrkir fengust til verksins framan af, en eftir að efnahagskreppan skall á varð það nánast ómögulegt. Með Hús við Heimagötu fer undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973. Myndina tók Sigurgeir Jónasson í mars. Hann á þúsundir, jafnvel tugþúsundir mynda, frá gosinu í Eyjum í safni sínu. Morgunblaðið/Sigurgeir Eyjar með augum Sigurgeirs í áratugi Í SAFNI SIGURGEIRS JÓNASSONAR Í VESTMANNAEYJUM ERU MILLJÓNIR LJÓSMYNDA, SEM HANN HEFUR TEKIÐ Á HÁLFRAR ALDAR FERLI. SIGURGEIR ER LESENDUM MORGUNBLAÐSINS AÐ GÓÐU KUNNAR ENDA ÞJÓNAÐI HANN BLAÐINU Í ÁRATUGI. VESTMANNAEYJABÆ VERÐUR FORMLEGA AFHENT SAFNIÐ TIL VARÐVEISLU UM HELGINA. Jónas Sigurðsson í Skuld, faðir Sigurgeirs, á lundaveiðum í Álsey.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.