Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf T akanakuy-hátíðin, sem Marteinn fór á, er hald- in í smábænum Santa Tomas í fjöllunum í Perú. Hann komst fljótlega að því að hátíðin er algjörlega óþekkt, jafnvel í landinu sjálfu. Eftir smáleit fann hann upplýs- ingar um hvernig ætti að kom- ast til bæjarins og fann ferða- félaga með sér. Norðmanninn Geir og Ástralann Mario. „Við komumst að því að þenn- an dag byrjar fólk að dansa á götum úti í flottum kúrekabún- ingi. Leðurbuxur, stígvél/ gönguskór, gríma fyrir andlit og einhverskonar regngalli var bún- ingur karlkynsins á meðan konur voru í pilsum með mexíkóska hatta. Við tókum smásnúning á götum úti og reyndum að eign- ast bandamenn fyrir slagsmálin daginn eftir. Eftir kvöldmat tók- um við smákvöldgöngu í rigning- unni í leit að vinum og partíi. Það tókst vel til, okkur var boð- ið í heimahús með um 40 manns sem voru vinir og ættingjar hjóna sem þar bjuggu. Daginn eftir vorum við komnir á leikvanginn klukkan rétt rúm- lega tólf, byrjaðir að sulla í okk- ur hugrekki til að taka þátt í bardaganum. Heimamenn voru að dansa ennþá og höfðu verið það allan morguninn eða frá því að kveikt var á leiðinlegustu músík heims snemma sama morgun.“ Börðu í sig hugrekki „Um kl. 13.30 tók á sig mynd hringur fyrir miðjum leikvang- inum og þar byrjuðu menn að slást. Við vorum búnir að berja í okkur hugrekki svo við kíktum niður í hringinn. Við sáum fljótt tvo aðra útlendinga en að öðru leyti voru um 4.000 manns á svæðinu í vel skreyttum bún- ingum. Við fundum fljótlega vini okkar frá kvöldinu áður og feng- um hjálp frá þeim við að und- irbúa okkur fyrir stóra slaginn. Mario fór fyrstur í hringinn. SÉRSTÖK HÁTÍÐ Í PERÚ Slegist á jóladag MARTEINN BRIEM, ÞJÁLFARI YNGRI FLOKKA HJÁ VÍKINGI, SÁ MYNDBAND Á YOUTUBE ÞAR SEM SÝNT VAR FRÁ SLAGSMÁLAHÁTÍÐ Í SMÁBÆ Í FJÖLLUNUM Í PERÚ SEM HEITIR TAKANAKUY. UM JÓLIN SKELLTI HANN SÉR Í LANGFERÐ TIL AÐ VERÐA VITNI AÐ ÞESSARI HÁTÍÐ OG ALLS EKKI VERA MEÐ. EN SKJÓTT SKIPAST VEÐUR Í LOFTI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Allir fá að slást, meira að segja börn. Ömmur láta til sín taka. Marteinn ásamt heimakonum sem vildu fá mynd af hetjunni. Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.