Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 19
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Hann hafði aldrei slegist við
nokkurn mann áður. Ég gekk
með hann í hringinn og við buð-
um í hvern sem var, að lokum
beit einn á agnið og gerði sig
kláran. Mario var ekkert að hika
við sinn slag, brunaði beint í
gæjann og fljótlega lá hann í
jörðinni. Eftir slaginn var Mario
dreginn út úr hringnum í viðtal
við sjónvarpsstöð í Perú. Hann
talar enga spænsku þannig að
ég gerðist túlkur fyrir hann og
tókst að ræna viðtalinu af hon-
um. Okkur var síðan sagt daginn
eftir að við hefðum verið í frétt-
unum í Perú.“
Stóra stundin
„Á eftir Mario gerði ég mig
kláran. Ég var tilbúinn að fá
glóðarauga en nennti ekki að
standa í brotnu nefi eða tapaðri
tönn. Ætlaði bara inn og dýfa
mér í drulluna því það er sama
og tap ef maður fellur í jörðina.
Það má heldur ekki berja eða
sparka í liggjandi mann og dóm-
ararnir verja liggjandi mann. Ég
vildi gera smásýningu úr þessu,
og fékk því að fara á öxlum
Mario inn í hringinn á meðan
við leituðum að andstæðingi.
Einhverjum fannst þetta fyndið
og við það jókst sjálfstraustið
hjá mér. Einum fannst það ekki
og langaði að berja mig.
Sá gæi var ansi stór og var í
skóm með stáltá. Mér var ráð-
lagt biðja hann um að skipta um
skó. Þá kom annar gæi, sá sami
og Mario var nýbúinn að vinna
og sá var alveg þokkalega þéttur
með rosa sveiflu. Ég þorði varla
í hann en gat varla guggnað aft-
ur. Inn í hringinn fór ég og bjó
mig undir að vera laminn í buff.
Að sjálfsögðu fór ég úr að of-
an og lyfti aðeins upp stuttbux-
unum og fékk smá hvatningu
fyrir. Mig langaði að njóta þess-
ara mínútna þangað til ég yrði
laminn í döðlur. Svo man ég
ekki alveg hvað gerðist en eftir
stutta stund og nokkur högg-
skipti hrinti ég hinum gæjanum
svo hann datt og ég var þar
með sigurvegari. Þvílíkur léttir.
Allar tennur á sínum stað. Ég
fór út úr hringnum og þá fór
fólk að klappa í stúkunni.
Hversu fyndið, ég að sjálfsögðu
tók smá Sparta öskur eins og ég
væri nýbúinn að fullkomna
þrennu í Pepsi-deild karla.
Hetjustund lífs míns. Svo róaðist
ég.“
Fljótt flýgur fiskisagan
„Eftir slagsmálin fórum við upp
í stúku og róuðum taugarnar
með nokkrum bjórum með
áhangendum okkar. Enginn
skildi hvernig í ósköpunum við
fundum Takanakuy og Santo
Tomas. Um sexleytið vorum við
orðnir virkilega svangir og þá
var farið að rökkva og fólk farið
að flytja sig heim. Við gengum
um göturnar í leit að veit-
ingastað og fólk brosti til okkar,
fiskisagan flaug hratt. Um kvöld-
ið vorum við óhæfir til að njóta
augnabliksins því það mígrigndi
svo fólk hélt sig innandyra. Þar
að auki var ég að deyja í hnénu
og úlnliðnum eftir slagsmálin,
Geir var aumur við gagnaugað
og Mario fann fyrir höfuðverk.
Þvílíkur dagur.
Hátíðin er með reglur og það
má ekki hvað sem er. Við sáum
einn rotast, en annars voru
þetta minniháttar meiðsl, smá-
blóð en engin beinbrot og engin
umframharka. Mér sýndist fólk
njóta sín, hvort sem um var að
ræða slagsmálahunda, áhorfendur
eða dómara. Reyndar mættu þeir
alveg hafa einn lækni og sjúkra-
bíl á svæðinu.
Í heildina algjört ævintýri og í
raun ótrúlegt að þessi hátíð
skuli enn vera svona óþekkt og
óspillt af útlendingum. Vonandi
helst hún þannig en þó efast ég
um það því við sáum t.d. að
tveir erlendir myndatökumenn
voru mjög frekir og voru alltaf
fyrir þeim sem fyrir aftan voru.
Vonandi slæst ég aldrei aftur
við nokkurn mann en djöfull var
þetta gaman.“
Marteinn ásamt norska vini sínum Geir Bendik Storesund sem barðist einnig.
Konur slást líka á hátíðinni.
Mario Ghobrial, Marteinn Briem og Geir Bendik Storesund í Colca Canyon.
Marteinn fór úr að ofan og barðist í Víkingsstuttbuxum. Númer 15 takk fyrir og hafði sigur.
* „Ég þorði varla í hann en gat varlaguggnað aftur. Inn í hringinn fór ég og bjó mig undir að vera laminn í buff.“