Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 38
Hvar kaupir þú helst föt? Hér heima versla ég mest í GK Reykjavík og „vintage“ sítískubúðunum, annars finnst mér Zara alltaf skemmtileg og svo er alltaf gott að komast út í H&M, Ur- ban og þessar búðir. Ég var dugleg að versla á Ebay hérna áður en það hefur eitthvað minnkað. Ég er mikið í jógafötunum þar sem ég kenni jóga alla daga og er þá skemmtilegra að hafa þau falleg og leyfir ég mér því að kaupa þau í Lu- lulemone. Hver er þín tískufyrirmynd? Það er svo sem engin ein, maður er duglegur að skoða tískublogg, kíkir í blöðin þegar maður fer á kaffihús og skoðar fólk í kringum sig. Þessar skvísur eru hver annarri flottari svo ég er ekkert að gera upp á milli þeirra. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Maður sér þetta kannski frekar hjá karlpeningnum en íþróttabuxur og blaser jakki eða íþróttabuxur og spariskór. Þetta er bannað! Ég man eftir ömmu í krumpugallanum, hvítum sokkum og svörtum hælaskóm, hún var kannski móð- ins þá en ég mundi ekki fara í þetta dress. Áttu flík sem þú klæðist heima en myndir aldrei fara í út úr húsi? Nei, ég held bara ekki, ekki nema Snoopy-náttsloppinn minn sem er rosa kósí en ekkert voðalega fallegur eftir margra ára notkun. Hvað ætlarðu að fá þér fyrir nýja árið? Ég fæ eflaust eitthvað rosa fallegt fyrir nýja árið, kjól, skó eða eitthvað annað sem ég þarf svo sem ekkert á að halda. En ekkert fyrirfram ákveðið. Ég er þó bjartsýn á að með nýju ári komi meiri gleði, hamingja og enn skemmtilegri tímar sama hvort ég verð í nýjum skóm eða ekki. Hvað finnst þér best við vetrartískuna? Pelsar, kápur, stórar hlýjar peysur, rauður varalitur, húfur, treflar, kertaljós, kakó og kósíheit allt í bland... Elska það. Sakna þess þó stundum geta verið í hælunum vegna færðar. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgi- hlut myndirðu kaupa? Vá, þó að maður þykist vera nægjusamur kom peningamerki í aug- un og græðgin blossaði upp við að heyra þessa spurningu. Ætli ég myndi ekki kaupa mér einhverja tryllta yfirhöfn eða skó frá Stellu McCartney, leðurjakka frá Alexander Wang, kjól frá Victoriu Beck- ham og eitthvað fleira fyrir afganginn. Áttu flík sem þú tímir ekki að klæðast? Nei, ég er hætt að spara „fínu“ fötin mín og reyni að nota þau eins mikið og ég get, maður á að skarta því sem maður á, við vitum aldrei hvar og hvort við verðum á morgun. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Tímabilin 1920 og 1950 hafa alltaf heillað mig, veit eiginlega ekki hvað það er. Það hefur kannski verið einhver uppreisn í tísku- heiminum í lok heimsstyrjaldanna sem ég er að fíla. Annars hef- ur mig alltaf langað að klæðast glæsilegum pilsmiklum kjól eins og þær klæddust í kringum 1850 og láta bjóða mér á dansiball. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Mér finnst skipta mestu að fíkin sé vönduð og endingargóð, ég kaupi mér frekar eina dýra flík sem ég veit að ég mun nota mikið og lengi. Dýrar yfirhafnir og töskur eru einfaldlega góðar fjár- festingar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Drífu langar í kjól frá Victoriu Beckham. LEYFIR SÉR AÐ KAUPA FALLEG JÓGAFÖT Hætt að spara „fínu“ fötin DRÍFA ATLADÓTTIR JÓGAKENNARI ER ÁVALLT FLOTT TIL FARA. DRÍFA SEGIR ÞAÐ SKIPTA MESTU MÁLI AÐ FLÍKUR SÉU VANDAÐAR OG ENDINGARGÓÐAR OG TELUR DÝRAR TÖSKUR OG YFIRHAFNIR GÓÐAR FJÁRFESTINGAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Dior- varalitur nr. 999 er fallega rauður á litinn. Drífa Atladóttir er bjartsýn á að með nýju ári komi meiri gleði og hamingja. Skór frá Stellu McCartney eru á óskalistanum. Tímabilin 1920 og 1950 hafa alltaf heillað. *Föt og fylgihlutir Það er skemmtilegra að vera í töff íþróttafötum í ræktinni og úr mörgu flottu að velja »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.