Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 39
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Act Heildverslun | Dalvegi 16b - 201 Kópavogur | 577 2150 | act@actehf.is Rakvél Rakvél Lithium rafhlaða Skeggsnyrtir Lithium rafhlaða Alhliða snyrtitæki Lithium rafhlaða S9600-Remington SILK sléttujárn Digital LCD skjár sem sýnir hitan 150-240˚C Hitnar á 10 sek. Hægt að læsa hitastilli, digital skjár Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum á Íslandi Ci96S1 – Silk alhliða hár-mótunartæki 25mm klofin töng sem býr til margar tegundir af hárgreiðsl- um, meðalstórar krullur, lausar krullur, bylgjur, mjúka liði. Digital skjár 120-230˚C, hitnar upp á 30 sek., læsing á hitastillir, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur s traumur 120-240V AC 9096 – Remington Silk hárblásari Kraftmikill 2400W hárblásari, AC motor, blæs 140 km/h, kaldur blástur Hárklippa Ci96Z1 – Silk Waving Wand Bylgju járn, 16mm x 26mm töng, Digital skjár 120-220˚C, slekkur sjálfkrafa á sér eftir 60 mín., alþjóðlegur straumur 120-240V Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 É g sé að þú hefur haft það gott um jólin,“ sagði kraftlyftingaþjálfarinn minn þegar við hittumst í gær eftir tveggja vikna fjarveru hvort frá öðru. Ég svaraði því ját- andi og lofaði að ég væri búin að taka síðasta sopann af maltinu og appelsíninu … allavega í bili og ég væri líka komin í ótímasett kampavínsbindindi … Jólin eru nefnilega tíminn til að njóta og ef maður getur ekki fengið að vera í friði með alla heimsins óhollustu í æð er ekki þess virði að draga andann yfirhöfuð. Þessir hátíðadagar geta þó verið svolítið yfirþyrmandi með öllum sínum kræs- ingum og í árs- byrjun er það alls ekki það versta sem getur gerst í lífi fólks að skipta jóla- ölinu út fyrir vatn og Nóa-konfektinu fyr- ir hafragraut. Eins notalegt og það er að hafa munninn fullan af karamellu og súkkulaði þá fær maður líka leiða á því og ofátið verður svo hversdagslegt þegar það er búið að standa yfir í meira en viku. Svo má ekki gleyma því að það skiptir meira máli hvernig lífi maður lifir milli nýárs og jóla en milli jóla og nýárs. Þótt þjálfarinn hafi séð það á núlleinni að ég væri pínu feit þá verð ég að viðurkenna að ég fann alls ekkert fyrir þessu þegar ég lá á náttfötunum uppi í sófa með fullan munninn. Náttföt teygjast náttúrlega endalaust. Það var ekki fyrr en á gamlárs- kvöld sem ég áttaði mig á því að kjóllinn sem ég hafði verið svo óg- urlega lekker í fyrir jólin var eig- inlega við það að springa á saum- unum. Og svo gat ég ekki rennt honum upp ein míns lið heldur þurfti liðsauka. Þegar ég mætti í boðið reyndi ég að standa sem mest svo líffærin yrðu ekki fyrir varanlegu tjóni. Áramótaheitið verður þó alls ekki að fara í megrun heldur halda áfram eins og frá var horfið fyrir jól. Það felst nefnilega ákveðin list í því að breyta engu og vera ánægð. Og elska „det Stelpur hlaupa í bleikum hlaupa skóm og eru með bleik teppi heima h já sér. Er þetta dóttir ykkar? Það eru bara stelpur sem blása tyggjókúlur. Í 30 ára afmæli Coke Light í Lundúnum með Pöttru og Elísabetu á Trendnet.is hele“ sama hvað talan sýnir á vigtinni. Á þessum árstíma er til siðs að horfa yfir farinn veg og skoða líf sitt frá ýmsum sjónarhornum. Þegar ég skoðaði líf mitt áttaði ég mig á því að 2013 er árið sem ég varð aftur stelpa. Stelpa sem læsti sig úti og klifr- aði inn um glugga á annarri hæð á 15 cm hælum, stelpa sem hljóp hálft maraþon, stelpa sem tók skyndiákvarðanir, stelpa sem fór frekar út og hitti vini sína en að vera heima að taka til, stelpa sem fór að ganga í gúmmístígvélum, stelpa sem blés tyggjókúlur, stelpa sem stóð á haus og stelpa sem setti á sig hárkollur í partíi og tók mynd. Stelpa sem ákvað að tíminn væri núna og hans þyrfti að njóta í botn. Eitt af eftirminnilegustu augnablikum ársins var þegar stelpan hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Svanhildi Hólm Valsdóttur, að- stoðarmann Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra, í Hörpu. Þá kom kona upp að okkur og spurði: „Er þetta dóttir ykkar?“ og benti á mig. Ég velti því fyrir mér um stund hvort það þyrfti að senda konuna í sjónmælingu … enda ekki á hverjum degi sem stelpan er spurð að því hvort hún sé dóttir jafnaldra sinna. martamaria@mbl.is Stelpa stendur á haus. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, undirrituð og Svanhildur Hólm Valsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.