Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Í helgar bækur, fornar en ferskar, sækja menn frásagnir um hvernig góð ár og mögur eiga sinn takt. Gjarnan er lagt út af draumi Jósefs um sjö feitar kýr og sjö magrar. En ótal sinnum hafa menn bent á að ráðning draumsins forna um mögru árin hafi ekki aðeins gengið upp í það sinnið heldur hafi hann haft forspárgildi æ síðan. Vitnisburðir þessa eru fleiri og jafnóteljandi og eyjar Breiðafjarðar og hólar Vatns- dals voru fyrir daga flugvéla og gervitungla með myndavélar. Saga er sögð Saga segir að einn helsti forystumaður Íslands hafi ráðgast við mestan efnahagsvitring landsins í byrjun 7. áratugar síðustu aldar og spurt um horfur efna- hagslífsins. Sá mun þá hafa haft draum Jósefs í huga og taldi ekki ólíklegt að í hönd færu sjö góð ár, en ætla mætti að þá myndi þjóðin standa frammi fyrir miklum erfiðleikum í efnahagslífinu. Ekki liggur fyrir hvað forystumanninum þótti um slíka framsetningu. En sagan segir, að þegar síldin hvarf sporlaust sjö ár- um síðar, með þeim miklu erfiðleikum sem þeim at- burði fylgdu, hafi forsætisráðherrann hugsað upp- hátt: Hann skyldi þó ekki hafa haft rétt fyrir sér hann dr. Benjamín. Engu skal slegið föstu um sannleiks- gildi frásagnarinnar, en hún er oft rifjuð upp. Sumir hafa hana sem sannindamerki, aðrir fremur til gam- ans. Hitt er svo annað mál, að svo sem sjö árum eftir hvarf síldarinnar og hrun efnahagslífsins kom til valda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks og hagur þjóðarinnar vænkaðist um líkt leyti. Verðbólga, sem farið hafði úr böndum, minnk- aði næstu árin, þótt átök á vinnumarkaði og óraun- hæfir samningar sneru þeirri þróun við. Ríkisstjórnin kom ró á varnar- og öryggismál og góðum áfanga var náð í sókn þjóðarinnar í landhelgismálum. Sjö árum frá því að fyrrnefnd ríkisstjórn tók við stefndi verð- bólga hins vegar í áður óþekktar hæðir. Veruleiki ekki sóttur í drauma? Glöggir stjórnmála-, hag- og sagnfræðingar gætu auðveldlega bent á að hin „helga regla“ um sjö ára sveifluna væri fjarri því að vera algild um þetta nefnda tímabil eða önnur, þótt þær vörður sem vísað var til hafi vissulega verið til staðar. En hvers vegna er þá verið að láta eftir sér að nefna framangreinda speki til sögunnar? Það er gert jöfnum höndum til gamans og uppörvunar. Á haustdögum nýliðins árs var rækilega rætt um fimm ára „afmæli“ bankafalls- ins, sem sumum þykir nútímalegt guðlast að kalla ekki „hrun“, hvenær sem það ber á góma. En þótt ósköpin fullkomnuðust hér á landi haustið 2008 eins og annars staðar (ekki síður í löndum, þar sem engin einkavæðing hafði átt sér stað áratuginn á undan), þá er ljóst að hinn eiginlegi efnahagslegi jarðskjálfti varð upp úr miðju ári 2007. Á þessu ári verða því sjö ár frá þeim mikla kippi, þótt höggbylgjur hans næðu ekki fórnarlömbum sínum fyrr en rúmu ári síðar. Fróðlegt er að sjá spár þeirra, sem telja sig hafa meira fram að færa en aðrir, þegar efnahagsmál, við- skipti og brask eru rædd af fagmennsku. Ekki verður séð að mjög sé vitnað til kúnna í draumi Jósefs þegar horft er í kristallskúlurnar núna og sagt að líflegir markaðir, rísandi fasteignaverð og umfangsmikil verslun millistéttar að rétta úr kút séu ótvíræð góð- ærismerki. Enda eru hindurvitni og draumar ekki boðlegt innlegg þegar slíkir spekingar spá. En þegar lesendur, hlustendur og allur andahópurinn, sem fylgist í andakt með spánum, áttar sig á því, hve margir spekingarnir koma kunnuglega fyrir, er hætt við að tvær grímur renni á fleiri en einn. Því þegar þeir sömu lásu í kristallskúlurnar sínar í ársbyrjun 2007 og sáu aðeins glitrandi gull þar og í spilunum voru þeir jafnöruggir og núna. En kristallskúlurnar reyndust úr sápu og spilin illa stokkuð eða vitlaust gefin. Vilji menn endilega trúa því að betri tíð með blóm í vöndum (a.m.k. í velræktuðum löndum, þar sem hag- inn er horfinn í hagvöxtinn) sé í augsýn gæti verið meira hald í draumi Jósefs. Eins og nefnt var þá virt- ist sjö ára sveiflan frá síldarhruni vera að taka sveigj- una upp árið 1974. En það kom snemma svikkur á sveifluna, ekki náttúrulegur síldarsvikkur, eins og sjö árum fyrr, heldur mannlegur. Hann var afleiðing pólitísks ráðabruggs og undiröldu sem því fylgdu. Árangur gufaði upp og sjö ára pólitísk upplausn tók við frá árinu 1976-2003. Hvað er í kortunum? Markaðir í Bandaríkjunum eru vissulega í hárri stöðu og hækkandi um áramót. Verð á gulli, sem hafði fimmfaldast í eftirleik kreppunnar, hefur tekið hressilega dýfu, sem sýnir að kaupahéðnar fikra sig Sjö er tala sem segir sex * Evruríkin gátu ekki brugðist viðsínum vanda sjálfstætt. Þauhöfðu glutrað niður sjálfstæðri mynt og efnahagslegu fullveldi. Erfiðleika- löndin voru knúin til að fara eftir hinum gamla leiðarvísi Hoovers frá 1928-1932. Þau skyldu nauðug ýta undir eigin niðursveiflu með ríkis- keyrðu handafli! Reykjavíkurbréf 03.01.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.