Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 F C Ural er ekki þekktasta knattspyrnufélag heims- ins en þar spilar Sölvi Geir Ottesen, landsliðs- maður. Það vakti óneit- anlega töluverða athygli þegar Sölvi samdi við liðið en hann fékk algjöran kóngasamning samkvæmt frétt Ekstra Bladet í Danmörku, einkabílstjóra, íbúð og fjölmargar milljónir. Sölvi hafði áður verið í Danmörku og leikið þar með stór- liði FCK frá Kaupmannahöfn en eftir að hafa verið frystur hjá fé- laginu var alltaf ljóst að hann myndi færa sig um set fyrir þetta tímabil. Sölvi drekkur te á kaffihúsinu þar sem fundur okkar fer fram. „Ég datt inn í te-menninguna eftir að ég flutti til Rússlands. Rússar drekka mikið te,“ segir Sölvi en hann kann nokkuð vel við sig við Úral-fjöllin þó fjarlægðin frá fjöl- skyldunni sé erfið. „Lífið í Rúss- landi er nokkuð gott. Það er nóg að gera í fótboltanum og það er meginástæða þess að ég fór til liðsins. Út af fótboltanum. Ég er þarna til að spila fótbolta, ég legg til hliðar lífsgæði og félagslega pakkann en í svona aðstæðum kann ég vel við mig.“ Skype-maður mikill Fjölskylda Sölva, Sandra Karls- dóttir kona hans og börnin þrjú, hefur komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í úthverfi borgarinnar þar sem þjónustustigið er hátt. Fjöl- skyldan vildi flytja heim því fimm ára sonur Sölva er einhverfur og þarf aðstoð í leikskóla. „Danmörk á að heita velferðarríki en við vor- um aldrei nógu ánægð með kerfið þar í landi. Það má margt segja um Ísland en kerfið hér er frábært og hérna heima fær sonur minn þá aðstoð sem hann þarf.“ Börn Sölva og Söndru eru Ásta 11 ára, Alex- ander Helgi 5 ára og Magnús Daði 3 ára. „Við einblíndum á gott hverfi og gott svæði. Við vorum svo heppin að finna það. Stuðn- ingskerfið fyrir einhverfa er mjög gott hér á landi og sérstaklega þar sem við búum. Það var alltaf vitað að þau ætluðu að flytja heim á þessum tíma bara út af guttanum. Þannig lagað hefði ekki skipt mig neinu að vera í Tyrklandi, Grikk- landi, Englandi, Þýskalandi eða Rússlandi. Maður hefði alltaf verið svolítið mikið á Skype. Ég er eðlilega mikið á Skype því maður hittir ekki marga, hvorki þá sem kunna ensku eða tala íslensku. En það er munur að vera í lands- liðinu því þá kemur maður heim oftar og fær að hitta sína nánustu. Lalli (Lars Lagerbäck landsliðs- þjálfari) leyfir okkur að hitta okk- ar fólk á milli æfinga. En það er erfitt þegar maður fer af klak- anum, ég viðurkenni það.“ Flug til Yekaterinburg tekur níu klukkutíma í þremur áföngum og heildartími ferðalagsins er í kring- um 17 klukkutíma. Stundum leng- ur sem er vont fyrir bakveika menn en Sölvi hefur glímt við meiðsli í baki í nokkur ár. „Þeir hjá Ural vita alveg hvernig ég er í bakinu og ég segi þeim líka hvern- ig ég er í bakinu. Ég þekki skrokkinn minn það vel í dag og veit hvenær ég þarf að hætta á æfingum. Þeir hlusta á mig og Aleinn í Rússlandi SÖLVI GEIR OTTESEN, LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU, BÝR FJARRI FJÖLSKYLDU SINNI, ALEINN Í YEKATERINBURG Í RÚSSLANDI OG LEIKUR ÞAR KNATTSPYRNU MEÐ FC URAL. FJÖLSKYLDAN HANS FLUTTI HEIM TIL ÍSLANDS OG HEFUR KOMIÐ SÉR FYRIR Í ÚTHVERFI BORGARINNAR. Á MEÐAN ER FAÐIRINN 4265 KÍLÓMETRA Í BURTU OG ÞARF AÐ LÁTA SPRAUTA SIG 20 SINNUM Í HVERRI VIKU TIL AÐ LAGA BAKIÐ SEM HEFUR VERIÐ AÐ PLAGA HANN Í TÖLUVERÐAN TÍMA. SÖLVI SEGIR AÐ HANN HAFI LAGT FÉLAGSLEG OG VERALDLEG GÆÐI Á HILLUNA Í SMÁSTUND EN ÞÓ KANN HANN AFSKAPLEGA VEL VIÐ SIG, ALEINN Í RÚSSLANDI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í SLAND RÚSSLANDReykjavík Moskva Yekaterinburg Ísland - Rússland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.