Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 47
Í fimm ár var Sölvi í Danmörku, þar af þrjú með stórliði Norðurlanda, FCK. Reuters leyfa mér að ráða ferðinni.“ Úrræðin sem Sölvi hefur notað til að laga á sér bakið eru eftirfar- andi. „Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóðkornin einangruð. Þeim er síðan sprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjó- hrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku. Þetta gerir mér gott og er alveg löglegt. Þetta er ekki eins og hjólreiðakallarnir eru að gera – langt frá því.“ Það verður eðlilega smá þögn, enda undirritaður ákaf- lega sprautuhræddur. Frystur hjá FCK Sölvi var í guðatölu hjá stuðnings- mönnum FCK eftir að hafa komið liðinu inn í Meistaradeildina 2011. Gullskalli hans gegn norsku meist- urunum í Rosenborg kom liðinu inn í riðlakeppnina og tryggði því fjölmarga milljarða í tekjur. Liðið var með Barcelona og Chelsea í riðlakeppninni. Þegar Belginn Ariël Jacobs kom til sögunnar hjá FCK sem stjóri fór hinsvegar að síga á ógæfuhlið- ina hjá Sölva. Jacobs þessi tók Sölva úr liðinu eftir nokkrar um- ferðir í dönsku deildinni árið eftir og setti hann á ís. Frysti hina sjóðheitu meistaradeildarhetju. Það fór hvorki vel í okkar mann né stuðningsmenn FCK. „Þetta var allt mjög undarlegt hvernig hann bar sig að í þessum málum öllum hjá FCK. Ég var að renna út á samning og kannski spilaði það eitthvað inn í, ég veit það ekki og hann vildi kannski byggja á mönnum sem hann vissi að yrðu áfram. FCK er þannig lið að þeir geta gert slíkt. En mér fannst ég vera besti varn- armaðurinn í þessu liði, með fullri virðingu fyrir hinum. Ég lít reynd- ar stórt á sjálfan mig, finnst ég alltaf vera bestur en þannig hugs- unarhátt þarf maður að hafa í at- vinnumennsku.“ Jacobs sagði við danska fjöl- miðla að hann saknaði meiri fag- mennsku hjá Sölva, nokkuð sem enginn skildi, hvorki hér á Íslandi né í Danmörku enda er Sölvi í miklum metum þar í landi eftir að hafa verið fyrirliði SönderjyskE og sýnt mikla fagmennsku eftir að hann varð atvinnumaður. „FCK er með þá stefnu að málin eru leyst innan félagsins og í búningsklef- anum. Ekki í blöðunum. Þetta er Morgunblaðið/Árni Sæberg Yekaterinburg er fjórða stærsta borg Rússlands, þar býr rúmlega ein og hálf milljón manna. Borgin hét áður Sverdlovsk. Völlur Ural-manna heitir Central Stadium og þar fara fram nokkrir leikir á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi 2018. Það er því verið að taka hann allan í gegn sem og borgina. * „Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóð-kornin einangruð. Þeim er síðansprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjóhrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku.“ FC Ural er í fallsæti eins og stendur en tvö lið falla beint úr deildinni, tvö næstu fara í umspil. Deildin byrjar aftur í mars eftir vetrarfrí.  5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.