Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 47
Í fimm ár var Sölvi í Danmörku, þar af þrjú með stórliði Norðurlanda, FCK. Reuters leyfa mér að ráða ferðinni.“ Úrræðin sem Sölvi hefur notað til að laga á sér bakið eru eftirfar- andi. „Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóðkornin einangruð. Þeim er síðan sprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjó- hrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku. Þetta gerir mér gott og er alveg löglegt. Þetta er ekki eins og hjólreiðakallarnir eru að gera – langt frá því.“ Það verður eðlilega smá þögn, enda undirritaður ákaf- lega sprautuhræddur. Frystur hjá FCK Sölvi var í guðatölu hjá stuðnings- mönnum FCK eftir að hafa komið liðinu inn í Meistaradeildina 2011. Gullskalli hans gegn norsku meist- urunum í Rosenborg kom liðinu inn í riðlakeppnina og tryggði því fjölmarga milljarða í tekjur. Liðið var með Barcelona og Chelsea í riðlakeppninni. Þegar Belginn Ariël Jacobs kom til sögunnar hjá FCK sem stjóri fór hinsvegar að síga á ógæfuhlið- ina hjá Sölva. Jacobs þessi tók Sölva úr liðinu eftir nokkrar um- ferðir í dönsku deildinni árið eftir og setti hann á ís. Frysti hina sjóðheitu meistaradeildarhetju. Það fór hvorki vel í okkar mann né stuðningsmenn FCK. „Þetta var allt mjög undarlegt hvernig hann bar sig að í þessum málum öllum hjá FCK. Ég var að renna út á samning og kannski spilaði það eitthvað inn í, ég veit það ekki og hann vildi kannski byggja á mönnum sem hann vissi að yrðu áfram. FCK er þannig lið að þeir geta gert slíkt. En mér fannst ég vera besti varn- armaðurinn í þessu liði, með fullri virðingu fyrir hinum. Ég lít reynd- ar stórt á sjálfan mig, finnst ég alltaf vera bestur en þannig hugs- unarhátt þarf maður að hafa í at- vinnumennsku.“ Jacobs sagði við danska fjöl- miðla að hann saknaði meiri fag- mennsku hjá Sölva, nokkuð sem enginn skildi, hvorki hér á Íslandi né í Danmörku enda er Sölvi í miklum metum þar í landi eftir að hafa verið fyrirliði SönderjyskE og sýnt mikla fagmennsku eftir að hann varð atvinnumaður. „FCK er með þá stefnu að málin eru leyst innan félagsins og í búningsklef- anum. Ekki í blöðunum. Þetta er Morgunblaðið/Árni Sæberg Yekaterinburg er fjórða stærsta borg Rússlands, þar býr rúmlega ein og hálf milljón manna. Borgin hét áður Sverdlovsk. Völlur Ural-manna heitir Central Stadium og þar fara fram nokkrir leikir á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi 2018. Það er því verið að taka hann allan í gegn sem og borgina. * „Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóð-kornin einangruð. Þeim er síðansprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjóhrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku.“ FC Ural er í fallsæti eins og stendur en tvö lið falla beint úr deildinni, tvö næstu fara í umspil. Deildin byrjar aftur í mars eftir vetrarfrí.  5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.