Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 48
EPA Mark Sölva fyrir FC Kaupmannahöfn gegn Rosenborg tryggði FCK þátt- tökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. mjög mikilvæg regla og hluti af regluverki FCK. Hann braut þessa reglu og þurfti síðar að biðjast af- sökunar. Ég var virkilega fúll að ég væri ekki í liðinu, eins og ég segi þá fannst mér ég vera besti varnarmaðurinn þarna, en ég var ekkert að haga mér eins og smá- krakki á æfingum. Það er hægt að hafa samband við hvaða þjálfara sem ég hef spilað undir og hann staðfestir að ég legg mig alltaf fram. Jacobs var líka tekinn á teppið fyrir þetta. Ég fílaði hann aldrei sem þjálfara og hann gaf mér aldrei séns. Sumir þjálfarar eru bara þannig. Hann tók annan leik- mann líka svona fyrir. Sagði í blaðaviðtölum að hann gæfi aldrei krökkum eiginhandaráritanir og annað í þeim dúr. Kom slæmu orði á hann en þessi gæi var topp- maður í alla staði. Ég veit ekki hvort hann var að sýna öðrum leikmönnum að það væri hann sem réði en þetta var allt mjög undarlegt.“ Þrátt fyrir að vera í frystinum var Sölvi ekki gleymdur knatt- spyrnutoppum um Evrópu og það var mikill áhugi á hans undirskrift. Frá Englandi, Þýskalandi, Grikk- landi, Tyrklandi og Norðurlönd- unum, sem Sölvi sagði pent nei takk við. „Mér fannst sá kafli bú- inn á mínum ferli,“ segir hann en Sölvi fagnaði sænska meistarabik- arnum með Djurgården 2005 auk þess að verða tvisvar sinnum bik- armeistari með liðinu. Hjá FCK vann hann dönsku deildina tvisvar og varð einu sinni bikarmeistari. Nú vildi hann fara í stærri deild og rússneska deildin er sögð vera sú áttunda sterkasta í Evrópu. „Mér leist strax vel á rússnesku deildina. Þetta er náttúrulega mik- ið ævintýri og að spila í svona sterkri deild gerir ævintýrið bara skemmtilegra. Þarna er ég að spila á móti mjög góðum leikmönnum, jafnvel heimsklassa mönnum eins og þeir sem eru í stóru liðunum í deildinni eins og Zenit frá Péturs- borg, Moskvu-liðunum og Rubin Kazan. Svo eru fleiri lið þarna mjög góð.“ Skömmu fyrir viðtalið fór fram leikur Ural og Zenit frá Péturs- borg þar sem Sölvi átti góðan leik og hélt framherjanum Hulk niðri. Hulk er af mörgum talinn einn allra besti framherji heims og kostaði Zenit-liðið 40 milljónir evra þegar hann var keyptur til félags- ins. Peningarnir í toppliðunum í Rússlandi eru gríðarlega miklir, jafnvel óraunverulegir en Samuel Eto’o var leikmaður Anzi í Rúss- landi og var þá launahæsti knatt- spyrnumaður heims. Sölvi vakti at- hygli rússnesku stórliðanna með frammistöðu sinni gegn Hulk og Zenit. Janúarglugginn er að opnast og nafn Sölva hefur verið nefnt við stóru liðin. „Rússarnir eru ekkert að fylgj- ast mikið með því hvað er að ger- ast fyrir utan Rússland. Ef maður kemst inn í landið og stendur sig vel þá koma stóru liðin og taka eftir manni.“ Ural-liðið er í fallsæti eins og er en frammistaða Sölva hefur verið ljósi punkturinn. Geggjað í Grosny Rússland er gríðarlega stórt land þar sem vegalengdirnar eru miklar í alla leiki. Ural-liðið flýgur í alla leiki, þrjá tíma hið minnsta. „Ég fæ alltaf þrjú sæti, það er séð til þess að ég hafi eina lengju fyrir mig þannig ég leggst bara. Það hefur hjálpað mikið og álagið á bakið er minna fyrir vikið þannig að ég get spilað. Ég held að það séu níu tímabelti í Rússlandi og ég veit ekki hversu oft ég er búinn að breyta klukkunni á símanum mín- um.“ Terek Grosny er í rússnesku deildinni en flestir tengja Grosny við hryðjuverk og blóðsúthellingar frekar en fótbolta. Sölvi spilaði í Grosny og segir það hafa verið ákveðna upplifun. „Við keyrðum þarna í gegn og ég held ég hafi talið 50 brynvarða bíla, bara frá hótelinu og að leikvanginum. Þegar við keyrðum út á völl var öllu lok- að fyrir okkur, sérsveitin var á undan okkur og á eftir og svo var rútan bara stigin í botn. Ekkert stoppað. Síðan kom maður á völlinn og það er eiginlega ekkert hægt að útskýra hvernig stemningin var. Hún var ótrúleg. Það má ekki blóta á vellinum og allir eru kurt- eisir en ofboðsleg stemning. Her- menn út um allt með alvæpni.“ Sölvi segir að stuðið sé oft mikið á pöllunum í rússnesku deildinni, þarna sé mikil stemning þó margt annað sé í ólagi. Það vissi hann svo sem fyrir en hann er lítið að velta því fyrir sér. Hann vill bara spila fótbolta og gera það vel. „Ég vissi að völlurinn hjá Ural væri fínn og það var alveg nóg. Það skiptir mig litlu máli hvort bún- ingsklefinn er úr sandi og sturt- urnar með litlum krafti. Ég þarf ekkert meira en gras og bolta. Æfingasvæðið okkar er fínt, búningsklefarnir eru … Já, bara eiginlega ekkert sérstakir en ég meina: aðstæður til að spila fót- bolta eru frábærar, maður þarf ekkert meira.“ Völlur Ural-manna heitir Central Stadium og þar munu fara fram nokkrir leikir á Heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Rúss- landi 2018. Það er því verið að taka hann allan í gegn sem og borgina, því umsókn Rússa var ná- kvæm og skýr hvað varðar borgirnar og leikvangana. Allt myndi verða í himnalagi. Völlurinn tekur 27 þúsund manns í sæti en eftir breytingar verður pláss fyrir 40 þús- und manns. „Ég sá nokkra leiki með liðinu og vissi að ef ég yrði í lagi þá myndi ég spila alla leik- ina.“ Hann bæt- ir því við að það séu engin und- anskot eða neitt slíkt hjá Rúss- unum. „Allt stenst sem þeir segjast ætla að gera og allt er á tíma. Eng- in vanda- mál, bara lausnir. Rússarnir eru mjög Leikmenn FCK umkringja Sölva eftir markið fræga. Sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fylgir gríðarlegur fjárhagslegur ávinningur og í dönskum miðlum var skotið á að mark Sölva hefði verið um 2 milljarða króna virði. Hann er enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins eftir veru sína þar. Hann var fyrirliði liðsins um tíma en settur í frystinn af þjálfaranum. AFP 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Sölvi hóf landsleikjaferil sinn 2005 gegn Póllandi. Hann hefur leikið 22 landsleiki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.