Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 49
flottir og það hefur allt
staðist sem mér var lofað.
Þegar ég ræddi við umboðs-
manninn minn þá sagði hann
að þetta væri bara gömul mýta
með Rússana. Það er ekkert bull
í gangi eins og til dæmis í deild-
unum í Grikklandi og Tyrklandi.
Þeir hafa staðið við allt sitt gagn-
vart mér þannig að ég get ekki
annað en verið sáttur.“
Má ekki keyra
Yekaterinburg er fjórða stærsta
borg Rússlands og þar býr rúm-
lega ein og hálf milljón manna.
Það er því ekkert sem vantar í
borgina og í miðbænum er allt til
alls þar sem
Sölvi býr.
Hann
kann vel
við sig í
borginni
og hefur
hitt ann-
an Íslend-
ing sem þar
býr en sá hafði upp á Sölva þegar
hann frétti að hann léki með lið-
inu. Móðir mannsins hafði séð
viðtal við Sölva á íþróttavef
mbl í tengslum við lands-
liðsverkefni. „Ég hitti
hann og það var gaman
að heyra íslensku
svona langt frá
fósturjörðinni.
Það var mjög
spes. Það er
aðeins einn
leikmaður
Ural sem talar
ensku þannig
að það var kær-
komið að tala á
sínu tungumáli.“
Leikmenn Ural
eru flestir Rússar og
Armenar, svo er einn
Serbi og Chisamba
Lungu, sá er talar ensku,
er frá Sambíu.
Ég er með íbúð í mið-
bænum frá klúbbnum
sem er voða fínt. Þegar
það kom í ljós að ég
mætti ekki keyra þarna
úti setti ég þá kröfu að
ég fengi íbúð í miðbænum.
Þeir treysta ekki hverjum sem
er til að keyra þarna þannig ég er
með einkabílstjóra sem skutlar
mér á æfingar og til baka. Ég
labba bara í miðbæinn og þarf svo
sem ekkert bíl.
Vegakerfið þarna úti er skelfi-
legt. Ég hef aldrei séð annað eins.
Ekki einu sinni í bíómyndum. Ég
keyri eina 15-20 kílómetra á æf-
ingasvæðið og maður er stundum
klukkutíma að komast. Umferð-
arreglurnar eru hálf-skrýtnar.
Þetta er eiginlega allt einstefna
þannig að það þarf að vera mjög
vakandi yfir því hvert maður á að
beygja. Ætli sé ekki einfaldast að
segja að Rússar séu mjög ákveðnir
í umferðinni.“
Sölvi segist ekki vera besti
kokkur í heimi og borða yfirleitt
úti. Það er úr nægum stöðum að
velja í miðborginni og maturinn og
matarmenning Rússa hefur komið
honum á óvart. „Þeir leggja mikla
áherslu á mat. Hann er algjört
sælgæti, ég nefnilega bjóst við ein-
hverjum viðbjóði en rússnesk mat-
argerð hefur komið mér mjög á
óvart.
Í svona stórborgum er þetta allt
í lagi. Nánast hvar sem þú ert í
heiminum. Þetta er milljónasam-
félag og allt til alls þarna. Yfir
engu að kvarta.“
Fá bók frá Lars
Það er auðvitað ekki hægt annað
en að ræða um landsliðið við
Sölva. Breytingin við að fá at-
vinnumann til að þjálfa atvinnu-
menn hefur reynst vel og landinn
er mjög jákvæður gagnvart lands-
liðinu. Fullt er á Laugardalsvelli
og árangurinn sem náðist á síðasta
ári var magnaður eins og heims-
byggðin tók eftir. Sölvi spilaði sinn
fyrsta landsleik 2005 og segir hann
að breytingin sé fyrst og fremst
fólgin í undirbúningi leikjanna.
„Það er jákvætt hvað Lars er að
gera. Hann og Heimir Hall-
grímsson eru að koma með svo
mikinn undirbúning fyrir leiki að
það er eiginlega með ólíkindum.
Mér finnst stóri munurinn liggja
þar. Þeir undirbúa hvern leik ótrú-
lega vel og fara vel yfir hvert smá-
atriði. Hver leikmaður fær bók um
alla leikmenn og hverju þeir eru
sterkir í og hvað þeir munu gera í
komandi leik. Þetta er meiri ný-
tískuþjálfun.
Lalli er auðvitað hokinn af
reynslu en það eru kynslóðaskipti
og þvílík kynslóð sem kom upp.
Ólafur Jóhannesson, fyrrum lands-
liðsþjálfari, gerði vel að koma með
þá alla inn og tók áhættu á sínum
tíma. Það kannski bitnaði á úrslit-
um á þeim tíma en hann gerði
strákana miklu betur undirbúna
fyrir komandi átök. Það eru allir
sáttir við þessa breytingu, meira
að segja ég sem var kominn á
bekkinn.
En maður hugsar öðruvísi þegar
maður er í landsliðinu. Þá vill mað-
ur að öllum gangi vel og að við
vinnum. Auðvitað var ég svekktur
og fúll að ég skyldi missa sætið
mitt en Kári [Árnason] og Raggi
[Ragnar Sigurðsson] stóðu sig það
vel að ég studdi þá bara og hjálp-
aði eftir bestu getu. Ef maður
missir sætið sitt þá styður maður
þá sem eru að fara að spila. Þegar
þeir standa sig síðan svona vel
eins og þeir gerðu þá gat ég eig-
inlega ekkert sagt. Ég gat ekkert
farið upp að Lalla og sagt; Hvað
ertu að spá? Af hverju ertu ekki
með mig þarna inná?
Þetta var bæði gleðiefni og svek-
kelsi því liðinu gekk mjög vel en á
sama tíma var ég ekki partur af
því. En ég gat bara ekkert sagt.“
Hann segir þó að árangurinn
undanfarið sé magnaður og mikill
atvinnumannabragur á öllu lands-
liðinu, stutt sé í brosið og glensið
þegar landsliðið kemur saman.
„Gleðin var alltaf til staðar þegar
maður kom í landsliðið hérna í den
þrátt fyrir árangurinn en hún er
kannski meiri núna.
Maður er afslappaðri og fólk er
komið á völlinn til að hvetja okkur
til dáða. Það gefur manni miklu
meira þegar fólk mætir og styður
okkur. Þetta er allt annað en þeg-
ar það voru einhverjar nokkrar
hræður sem sátu lengst í burtu
bak við hlaupabrautina. Enda
miklu skemmtilegra að taka þátt í
þessu þegar þjóðin styður okkur.“
Einbeitir sér að núinu
Rússneska deildin er í jólafríi. Hún
hefst aftur í byrjun mars og á
Sölvi að vera mættur út til skyldu-
starfa nú í lok janúar. Þá hefst
annað undirbúningstímabil þar sem
farið verður til Dúbai, Grikklands
og Tyrklands, alls í einn og hálfan
mánuð. Ural er sem stendur í fall-
sæti en þjálfarinn gaf það út í
rússneskum fjölmiðlum milli jóla
og nýárs að liðið yrði styrkt, pen-
ingarnir væru til og verið væri að
semja við tvo nýja menn. Spartak
Gogniyev, sem er markahæstur í
Ural-liðinu, og Sölvi eru í sömu
miðlum sagðir verða áfram.
Sölvi er 29 ára og segir að hann
ætli sér að koma fyrr heim en
hann áætlaði áður. Enda er ekkert
grín að vera frá fjölskyldu og vin-
um. Hvað þá 4265 kílómetra í
burtu. Hann er með nokkur járn í
eldinum, hvað hann muni gera eft-
ir að ferlinum lýkur en ætlar ekki
að gefa það upp að svo stöddu.
„Ég er kominn með einhverjar
hugmyndir. Ég er bara að einbeita
mér að núinu og fótboltanum núna.
Ég tek kannski nokkur ár í viðbót
en ætla að koma fyrr heim en ég
gerði ráð fyrir. Það er bara vegna
þess að fjölskyldan er komin til Ís-
lands og ég ætla ekkert að vera
frá henni í tvö til þrjú ár. Það er
fínt að koma til Íslands og geta
eitthvað í fótboltanum ennþá.
Hjálpa Víkingum kannski,“ segir
Sölvi um leið og hann klárar teið
sitt. Fjölskyldan bíður og hann er
búinn að vera nógu lengi frá
henni. Best að tefja hann ekkert
frekar.
Sölvi fékk rauða spjaldið gegn Kýpur í undankeppni HM. Hann spilaði aðeins einn leik eftir rauða spjaldið.
Ljósmynd/Sakis Savvides
Íslenska landsliðið í knattspyrnu komst alla leið í umspilsleiki gegn Króatíu.
Sölvi gladdist mjög yfir árangrinum þó hann hefði viljað vera í liðinu.
Morgunblaðið/Golli
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49