Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Side 50
F ólk faðmast á Stóra sviði Borg- arleikhússins. Líkt og „strákarnir okkar“ fyrir mikilvægan kappleik. Leiklist er líka hópíþrótt og nauð- synlegt að þétta raðirnar fyrir stór- leiki. Síðustu æfingu ársins 2013 á Hamlet Shakespeares er lokið og menn á leið í stutt en kærkomið áramótafrí. Ég er þarna staddur í fylgd með Hamlet sjálfum, Ólafi Darra Ólafssyni, og finn til smæðar minnar and- spænis leikmynd Ilmar Stefánsdóttur – fimm tonnum af járni. Eins gott að þetta virki sé sæmilega fest. Ég er fullvissaður um það. Af sviðinu leggjum við Ólafur Darri leið okkar fram í forsal leikhússins til að ræða saman. Hann býður upp á tópas og sódavatn. Fínt saman. Ófelía, Hildur Berglind Arndal, þarf af hafa fataskipti áður en hún slæst í hópinn. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ólafur Darri, þegar við höfum komið okkur fyrir í leðrinu, spurður um þetta hlutverk allra hlut- verka í leikhúsinu. „Sérstaklega í ljósi þess að ég gerði aldrei ráð fyrir því að leika Hamlet. Hélt ekki að ég væri týpan í það. Þegar mér var boðið að leika Lenný í Músum og mönn- um hér í Borgarleikhúsinu í fyrra kom það mér ekki sérstaklega mikið á óvart. Við erum ekki svo margir hér á landi, stóru leikararnir, sem pössum í það hlutverk. Öðru máli gegnir um Hamlet, maður sér ýmsa fyrir sér í hlut- verki hans.“ Orðinn of gamall? En Ólafur Darri varð fyrir valinu að þessu sinni og fljótt leysti eftirvæntingin undrunina af hólmi. „Ég hafði ekki lesið Hamlet síðan ég var í leiklistarskólanum fyrir fimmtán árum og það var mjög spennandi að nálgast verkið aftur núna á þessum forsendum. Til að byrja með velti ég því aðeins fyrir mér hvort ég væri orðinn of gamall í hlutverkið en ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég feginn að hafa ekki verið boðið það fyrr. Það er gott að búa að fimmtán ára reynslu þegar maður tekst á við Hamlet. Mér finnst ég hafa meira að segja núna. Þetta er nógu erfitt þótt mað- ur sé orðinn fertugur,“ segir hann og brosir. Það er þó alls ekki algilt. „Hilmir Snær [Guðnason] var ekki búinn að vera útskrifaður lengi þegar hann lék Hamlet í Þjóðleikhúsinu 1997 en gerði það með glæsibrag. Kannski er ég bara svona seinþroska?“ Hann skellir upp úr. Spurður hvort hann sé þá hvergi banginn hleypir Ólafur Darri brúnum. „Jú, jú, bless- aður vertu. Ég er skíthræddur. „Að vera eða ekki vera.“ Maður er búinn að heyra þann mónólóg svo ofboðslega oft. Ég notaði hann meira að segja til að hita mig upp þegar ég var í leiklistarskólanum og sýndi honum mátulega mikla virðingu. Núna er það að bíta mig í rassinn.“ Sjarmatröll Íslands Hildur Berglind er nú sest hjá okkur og er þá spurð hvort valið á Ólafi Darra í aðalhlutverk sýningarinnar hafi komið henni í opna skjöldu. „Nei, alls ekki,“ svarar hún. „Það er hjartað í Hamlet sem skiptir mestu máli – ekki útlitið. Þess utan er Darri mjög myndarlegur maður. Það er búið að titla hann sjarmatröll Íslands.“ Hún gjóar augunum á meðleikara sinn. Í þeim renna saman virðing og stríðni. „Nú jæja, er það orðið opinbert?“ segir Ólafur Darri mæðulega. Hildur Berglind er á sínu fyrsta leikári í Borgarleikhúsinu, brautskráðist frá Listahá- skóla Íslands síðastliðið vor. Leikhúsgestir hafa þegar séð hana í Húsi Bernhörðu Alba, þar sem hún leikur yngstu dótturina, og fram- undan eru hlutverk í Ferjunni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Baldri eftir Skálmöld. Dágott á fyrsta ári. „Ég tek öllum þessum verkefnum fagnandi. Hús Bernhörðu Alba var mikil áskorun og það á við um Hamlet líka. Ófelía er stórbrotin persóna og ég skil hvernig henni líður í þess- um erfiðu aðstæðum og hvers vegna hún gríp- ur til slíkra örþrifaráða,“ segir Hildur Berg- lind. Allur skalinn Í ljósi þess sem Ólafur Darri sagði hér að framan er hún spurð að því hvort hún hefði kosið að fá hlutverkið aðeins síðar á ferlinum. „Ég velti því ekki fyrir mér,“ svarar Hildur Berglind. „Mér er treyst fyrir þessu núna. Í leikhúsi tekur maður því sem að höndum ber.“ Hamlet og Ófelía eru með frægari elsk- endum leikbókmenntanna. Eigi að síður skar- ast leiðir þeirra ekki oft í verkinu og Ólafur Darri bendir á að fyrir vikið sé það stór glíma fyrir leikarana að sannfæra áhorfendur um að ástin lifi. Ekki þarf að fjölyrða um verkið sem slíkt. Hamlet er eitt mest sýnda leikrit allra tíma. Ólafur Darri segir það alltaf eiga jafnmikið erindi, orðið meira en fjögur hundruð ára gamalt. „Það er allur skalinn í þessu verki. Hamlet á sokkabuxum með hauskúpu er tákn- mynd fyrir Shakespeare og þessa tegund af leikhúsi. Viðfangsefnin eru klassísk: Morð, sorg, ást og hatur. Og mögulega geðveiki. Mörkin eru ekki alltaf skýr í þeim efnum. Verkið er mjög opið til túlkunar. Þess vegna hafa menn nennt að leika það í fjögur hundr- uð ár. Því meira sem strengurinn er þaninn þeim mun meira liggur undir.“ Hildur Berglind tekur undir þessi orð. Verkið sé hiklaust eins gott og af sé látið. „Ekki versnar það heldur í meðförum Jóns Páls Eyjólfssonar leikstjóra. Hann hefur fund- ið mjög áhugaverða nálgun. Manni líður ekki eins og þetta sé ævafornt stykki, við gætum alveg eins verið stödd í nútímanum,“ segir hún. Nettklikkaður leikstjóri Ólafur Darri er sammála þessu en þeir Jón Páll unnu líka saman í Músum og mönnum. „Ég hafði leikið með Jóni Páli áður en aldrei haft hann sem leikstjóra. Ég var himinlifandi með það samstarf og þetta hefur ekki verið síðra. Jón Páll er nettklikkaður og hefur ástríðu fyrir því sem hann er að gera. Það er lykilatriði í leikhúsi. Leikhúsið á að segja sög- ur – alla vega skil ég mitt hlutverk þannig – og Jón Páll er mjög flinkur við það. Við brennum báðir í skinninu að segja sögur.“ Ýmsir merkir leikarar hafa farið með hlut- verk Hamlets gegnum aldirnar. Fyrstur var Richard Burbage í Globe-leikhúsinu í Lund- únum en síðan Sarah Bernhardt, Edwin Bo- oth (bróðir Johns Wilkes), John Gielgud, Laurence Olivier, Richard Burton, Derek Jak- obi, Kenneth Branagh, Jude Law og margir fleiri. Fyrstur Íslendinga til að leika prinsinn var Lárus Pálsson árið 1949. Gunnar Eyjólfsson Að hafna höfnuninni ÞAÐ ER EKKI LÍTIÐ UNDIR HJÁ ÓLAFI DARRA ÓLAFSSYNI OG HILDI BERGLINDI ARNDAL Í BYRJUN NÝS ÁRS. SJÁLFUR HAMLET, PRINS ALLRA PRINSA, OG HIN ÓMÓTSTÆÐILEGA ÓFELÍA. ANNAÐ BYGGIR Á REYNSLUNNI EN HITT Á SPRIKLANDI ÆSKUFJÖRI. ÞAÐ GILDIR Í RAUN EINU – SVO LENGI SEM HJARTAÐ RÆÐUR FÖR. MEISTARAVERK WILLIAMS SHAKESPEARES VERÐUR FRUMSÝNT Á STÓRA SVIÐI BORGARLEIKHÚSSINS LAUGARDAGINN 11. JANÚAR. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2014 Viðtal PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 36 52 Við dobblum* til að útvega meiri afslátt Markamunur í sigurleikjum íslenska handboltalandsliðsins á EM stjórnar afslættinum daginn eftir leik – en við tvöföldum markamuninn. Dæmi: Ef Ísland vinnur með 5 marka mun verður afslátturinn 10 krónur! *Sögnin að „dobla“ er skrifuð með einu b skv. íslenskri orðabók. Við höfum ákveðið að dobbla béið líka.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.