Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Page 51
lék hann árið 1963 og næstum aldarfjórðungi síðar eða árið 1987 fór Þröstur Leó Gunn- arsson með hlutverkið í Iðnó. Hilmir Snær Guðnason var Hamlet í Þjóðleikhúsinu árið 1997 og loks Ívar Örn Sverrisson í uppfærslu LA árið 2002. Ólafur Darri hefur aðeins séð eina af þess- um sýningum, þá með Hilmi Snæ, og líkaði vel. Hann hefur líka séð kvikmyndir og erlend- ar uppfærslur, svo sem með Mel Gibson, Laurence Olivier, David Tennant og fleirum. „Auðvitað er alltaf fróðlegt að sjá hvernig aðrir hafa farið með hlutverk sem maður er að leika en samt hef ég tilhneigingu til að forðast samanburð. Mér finnst til dæmis alltaf erfitt að leika fólk sem er á lífi, eins og í kvikmynd- inni Djúpinu,“ segir hann. Sami tíðahringurinn Úr því við sitjum í Borgarleikhúsinu er ekki úr vegi að spyrja nýliðann um andann í hús- inu. Hildur Berglind segir hann góðan og um- hverfið traust. „Mér hefur liðið vel hérna í vet- ur. Það er gott fólk á öllum sviðum í Borgarleikhúsinu sem hefur tekið afskaplega vel á móti mér.“ Ólafur Darri bregður sér sem snöggvast í ham blaðamanns og spyr hvort það séu ekki mikil viðbrigði að koma úr skólanum í leik- húsið. Bæði faglega og félagslega. Hildur Berglind kinkar kolli. „Jú, það hafa verið mikil viðbrigði. Maður er að læra nýjar aðferðir og tengja við þær. Á sama tíma er mikilvægt að treysta á það sem maður kann. Leiklistarnám er mjög gott á Íslandi og engin ástæða til að mikla hlutina fyrir sér. Fé- lagslega hefur þetta verið erfitt, maður saknar óhjákvæmilega félaganna úr skólanum. Maður verður mjög náinn bekkjarfélögum sínum í leiklistarnáminu og við stelpurnar vorum allar komnar á sama tíðahring.“ Hún hlær. Hildur Berglind hefur ekki fundið fyrir neinum stjörnustælum í Borgarleikhúsinu. „Slíkir stælar tíðkast ekki í þessari stétt, sjáðu bara þennan mann þarna,“ segir Ólafur Darri og bendir á mynd af Ingvari E. Sigurðssyni á veggnum. „Þetta er líklega stærsta stjarnan í íslenskri leiklist. Einhver almennilegasti maður sem ég hef kynnst.“ Ólafur Darri hefur víða farið á umliðnum ár- um og verður sárasjaldan var við dramb og hroka. Ekki einu sinni í Hollywood. „Það er nokk sama hvert maður kemur, virðing leikara fyrir listinni er alls staðar sú sama. Það er líka mín trú að maður komist lengra á því að vera almennileg manneskja en fífl. Ég hef samt al- veg unnið með mönnum sem eru kröfuharðir. Það er ekki það sama og vera erfiður í sam- starfi. Persónulega finnst mér gott að láta ýta við mér. Það er nefnilega stutt í letidýrið í mér. Þess vegna þykir mér mjög gaman að vinna með fólki eins og Vesturportshópnum og Baltasar Kormáki sem er að springa úr þörf til að skapa. Sama á við um Jón Pál.“ Ólafur Darri hefur unnið með mörgum heimsfrægum leikurum og leikstjórum og lært margt af þeim. Nefnir sænska leikarann Stell- an Skarsgård sem dæmi. Þar fari mikill meist- ari sem sé alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Ekki að hætta í leikhúsi Eins og fram hefur komið leikur Ólafur Darri í mynd Bens Stillers, The Secret Life of Wal- ter Mitty, sem nú er í kvikmyndahúsum. Hann er einnig búinn að leika í annarri Hollywood- mynd, A Walk Among the Tombstones, með Liam Neeson og fleiri köppum, en til stendur að frumsýna hana í haust. Þá hefur Ólafur Darri farið með hlutverk í sjónvarpsþáttum vestra, meðal annars í True Detectives, þar sem Woody Harrelson og Matthew McCo- naughey eru í aðalhlutverkum. „Svo er ég í bíómyndinni um Harry og Heimi. Get ekki beðið eftir að hún verði frumsýnd,“ segir hann hreykinn. Undanfarin ár hefur Ólafur Darri aðeins náð einni leiksýningu á ári hér heima vegna anna í kvikmyndum, heima og erlendis. Hann getur þó ekki hugsað sér að hætta að leika á sviði. „Það er það síðasta sem ég myndi gera. Mér finnst mjög gaman að leika í kvikmyndum en það er öðruvísi að leika í leikhúsi. Þar er mað- ur að fást við augnablikið. Af því vil ég ekki missa. Annars er það sagan sem heillar mig mest. Langar mig að segja hana og tel ég mig geta bætt einhverju við hana? Ef svo er breyt- ir engu hvort það er í leikhúsi, kvikmyndum eða sjónvarpi.“ Sjálfsagi og dirfska Spurð hvort hugurinn leiti til Hollywood svar- ar Hildur Berglind því til að hana langi að gera áhugaverða hluti. Sama hvar. Hún á þegar eina kvikmynd að baki hér heima, Gauragang. Ólafur Darri segir Hildi Berglindi öfunds- verða að koma inn í núverandi umhverfi. Möguleikarnir séu mun meiri en fyrir hálfum öðrum áratug þegar hann útskrifaðist. „Stóru leikhúsin hafa líklega aldrei verið sterkari og mikið um að vera í sjálfstæðu senunni. Þá er kvikmyndagerð allt önnur skepna en hún var. Mitt ráð til ungra leikara í dag er að láta ekki deigan síga, jafnvel þótt illa gangi að fá verk- efni. Sem listamaður verður þú að læra að hafna höfnuninni. Á sama tíma þarftu að vera sjálfsgagnrýninn og gefa þér aldrei afslátt. Og óhræddur að prófa þig áfram – við lærum allt- af mest af mistökunum.“ Hamlet og Ófelía, Ólafur Darri Ólafsson og Hildur Berglind Arndal, segja verkið ennþá eiga brýnt erindi, meira en fjögur hundruð ára gamalt. * „Mér finnst mjöggaman að leika íkvikmyndum en það er öðruvísi að leika í leik- húsi. Þar er maður að fást við augnablikið. Af því vil ég ekki missa.“ 5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Kíktu á Facebook-síðu ÓB og giskaðu á úrslit leikja Íslands á EM og þú átt möguleika á að vinna flug, hótelgistingu og miða fyrir tvo á leik Íslands á EM. Einnig áttu möguleika á að vinna gull-, silfur- og bronslykil. strákana okkar Sæktu um lykil núna á ob.is ÓB-BRONSLYKILL -10 kr. af lítranum í 10 skipti ÓB-GULLLYKILL -20 kr. af lítranum í 10 skipti ÓB-SILFURLYKILL -15 kr. af lítranum í 10 skipti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.