Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Blaðsíða 53
5.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Leikverkið Lúkas eftir Guð-
mund Steinsson var frum-
sýnt annan í jólum og er um
helgina sýnt bæði laugardag
og sunnudag á sviði Kassans í Þjóð-
leikhússins. Verkið var frumflutt árið
1975 og vakti þá mikla athygli.
2
Á sunnudag mun kvenna-
kórinn Embla undir stjórn
Roars Kvam halda vín-
artónleika með Salong-
hljómsveit Akureyrar í Hömrum,
Hofi á Akureyri. Á dagskrá eru að
sjálfsögðu valsar og polkar og ein-
söngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17.
4
Sýningu á úrvali frummynda
jólamerkja Thorvald-
sensfélagsins sem staðið
hefur yfir í Landsbókasafni Ís-
lands – Háskólabókasafni lýkur um
helgina. Árið 2013 var hundraðasta
merki félagsins gefið út.
5
Síðasta sýningarhelgi á verk-
um Zilvinas Kempinas í
Listasafni Reykjavíkur er
runnin upp en í Hafnarhús-
inu hefur sýningin staðið yfir frá því í
september. Brunnar eru yfirskrift
staðbundinnar innsetningar Kempinas
þar sem segulbönd úr VHS-spólum
bylgjast í gusti frá öflugum loftræsti-
blásurum.
3
Fyrsta kvikmyndin sem sýnd
er á Svörtum sunnudögum í
Bíó Paradís í ár er Stalker frá
árinu 1979, úr smiðju Andrei
Tarkovsky. Myndin þykir eitt stór-
brotnasta listaverk kvikmyndaleik-
stjórans. Sýningin hefst kl. 20.
MÆLT MEÐ
1
læra að nota þau og ég hef einhvern veg-
inn allt aðra sýn á sjálfan mig. Að hafa ís-
lenskan ríkisborgararétt er líka táknrænt.
Ég tel að það sé allt öðruvísi fyrir mig,
komandi frá átakasvæðum, að fá að til-
heyra Íslandi af öllum þjóðum. Í fyrsta
lagi þykir mér til þess koma af því að Ís-
land hefur engan her. Þá tekur Íslandi
ekki að neinu marki þátt í heims-
valdastefnu stórveldanna og landið stendur
í framlínu fyrir mannréttindabaráttu í
heiminum. Ég finn því fyrir extra stolti og
finnst ég heiðraður að fá að vera Íslend-
ingur.“
Mazed segir að ennfremur telji hann að
Ísland sé staður sem önnur Evrópuríki eigi
að horfa til sem fyrirmyndar. Í heiminum
séu á þessari stundu nærri sextíu smærri
og stærri stríð í gangi og að taka ekki
þátt í stríðsrekstri sé það sem Íslendingar
geti verið stoltari af en nær nokkru öðru.
„Við búum í kerfi þar sem allir flækjast
auðveldlega inn í átök. Síðustu áratugi hef-
ur mannkyninu verið stillt upp við vegg
þannig að allir þurfa stöðugt að vera að
taka afstöðu. Íslendingar hafa átt þess kost
að geta verið hlutlausir.“
Orkan fer ekki lengur til spillis
Mun það breyta einhverju fyrir þig sem
rithöfund að vera orðinn íslenskur?
„Þetta mun gera allt auðveldara og ekki
síst verður undarlegt að geta ferðast
óhindrað. Þá verður nýtt og gaman að
geta kynnt mig á bókmenntasamkomum
ytra sem Íslending og Palestínumann.
Hvað minn ritferil varðar held ég að þetta
muni hjálpa mér mikið.“ Mazen lýsir því
hvernig sú mikla spenna sem hann bjó við
í Líbanon hafði neikvæð áhrif á þá einbeit-
inguna og listsköpun. Mazen starfaði þá
lengi við blaðamennsku í Líbanon og skrif-
aði þar meðal annars um átök Ísraela og
Palestínumanna og að það væri ekki við
Ísraela eina að sakast um hvernig komið
væri fyrir Palestínumönnum. Síðustu 15 ár-
in sem hann bjó í Líbanon fékk hann
reglulega hótanir en steininn tók úr þegar
hann fór að gagnrýna stjórnvöld í Sýrlandi.
Þá urðu hótanirnar þannig að Mazen var
orðinn alvarlega skelkaður. Það hefur einn-
ig verið haft í hótunum við hann eftir að
hann flutti til Íslands og þá í gegnum net-
ið.
„Í svo neikvæðu andrúmslofti, ótta og
spennu, fór orkan oft til spillis. Ég myndi
því segja að mér hefði orðið betur ágengt
í ritstörfunum eftir að ég flutti til Íslands
og ég trúi því að í þessu andrúmslofti hér
verði betri skáldskapur til. Hér hef ég
fundið betur hvað
það er sem ég vil
skrifa og hvernig ég
vil skrifa það. Þetta
friðsæla umhverfi er
því hvetjandi til
skrifta. Það er líka
annað sem er einkar
gefandi á Íslandi en
það er hversu auð-
velt það er að vera
í daglegum sam-
skiptum við aðra rit-
höfunda og lista-
menn. Það er nóg
að fá sér smágöngu-
túr niður í bæ til að
hitta á kollega og
þau samskipti eru
örvandi. Þá er bóka-
búðamenningin hér á
heimsvísu.“
Mazen segir að
raunar hafi það ver-
ið það sem kom
honum mest á óvart
þegar hann flutti
hingað til lands.
Hann segist hafa
vitað ýmislegt um
náttúruna og lofts-
lagið norðan megin
á hnettinum. Mazen
kenndi um hríð við raunvísindadeild Há-
skóla í Líbanon og segir að í kennslunni
hafi stundum verið komið inn á Ísland.
„En ég vissi raunar ekkert mikið meira en
um það sem snéri að náttúrunni. Ég
þekkti að vísu líka Björk og Sigur Rós en
það sem kom mér skemmtilega á óvart og
ég vissi ekki var þetta ríka bókmennta- og
listalíf.“
Ljóðabókin Ekkert nema strokleður inni-
heldur ljóð úr þremur ljóðabókum Mazen
en flest þeirra eru þó úr þeirri síðustu,
Engill upphengdur á þvottasnúru, sem kom
út í ársbyrjun 2012 í Beirút og hlaut af-
bragðsdóma hjá gagnrýnendum þar í landi.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tul-
inius og Sjón snöruðu ljóðaúrvalinu yfir á
íslensku en auk þess ritar Aðalsteinn stutt-
an eftirmála um rithöfundinn. Forsíðuna
prýðir mynd eftir skáldið sjálft. Eru ljóðin
pólitísk? „Nei, alls ekki. Raunar gætu ein-
hverjir sagt að þetta væri ekki palestínsk
bók og hún á ekki að vera það. Bókin er
ekki tengd neinni sérstakri þjóðmenningu
heldur vildi ég að ljóðin næðu til sem
flestra. Ég held að pólitík geti auðveldlega
eyðilagt list en þar með er ég ekki að
segja að list sé ópólitísk. En þegar ljóð-
skáld taka hagsmunabaráttu fram yfir rödd
sína sem einstaklinga er útkoman sjaldnast
góð fyrir lesandann. Ljóðlist frá tímum þar
sem pólitík litaði listina sterkt hefur mér
ekki þótt eldast vel og ég tengi sjálfur illa
við þau ljóð. Þau eru afurð aðstæðna sem
gufuðu upp og átaka sem er búið að setja
í allt annað samhengi í dag. Persónulega
finnst mér tilgangslaust að skrifa slík ljóð.“
Mazen segir að ekki sé þar með sagt að
þær afleiðingar sem stjórnmál og stríð nú-
tímans hafi haft á hið daglega líf sjáist
ekki í ljóðunum. Hversdagslíf okkar sé
mótað af þeim stjórnmálum. „Ég skrifa um
sjálfan mig, tilfinningar mínar og vel ýmis
smáatriði úr lífinu en hef hreinsað ljóðin af
pólitískri ræðu og klisjum. Núna sitjum við
á Kaffi Mokka á Íslandi en eigum samt
svipað tilfinningalíf og einhver í Kína. Ljóð
verða allir að geta átt saman og lesið. Ef
það er eitthvað sem einkennir ljóðin mín
þá held ég að þau séu oft fremur létt.
Húmor er gott tungumál sem getur brotið
upp drama og erfiðar aðstæður.“
Vegabréfið gefur
öllum sjálfstraust
Foreldrar Mazen búa í Líbanon og systkini
hans í Abu Dhabi. Hann heyrir reglulega í
fjölskyldu sinni. Þau eru að vonum himin-
lifandi að sonurinn, sá fyrsti í allri fjöl-
skyldunni, sé kominn
með vegabréf. „Þetta
er tilfinningarík
stund fyrir alla. Fað-
ir minn og fjölskylda
hans urðu að flýja
frá Palestínu þegar
hann var sex ára
gamall. Árið 1975,
eftir að hafa búið í
Tal-El Zaatar-
búðunum í Líbanon,
þurfti fjölskyldan að
flýja aftur skömmu
áður en búðirnar
voru jafnaðar við
jörðu. Fjölskyldan
hefur alla tíð búið
við það að þurfa að
flytjast á milli staða
eftir því hvernig
vindar blása í Líb-
anon. Þetta gefur
öllum aukið sjálfs-
traust.“
Mazen á góða að á
Íslandi, meðal annars
í þeim rithöfund-
unum sem hann hef-
ur unnið með og
jóladegi varði hann
með Sjón og fjöl-
skyldu hans. Á að-
fangadag var hann hjá Önnu Krist-
insdóttur, mannréttindastjóra
Reykjavíkurborgar, og fjölskyldu hennar en
Anna hreinlega krafðist þess að fá að vera
„móðir“ Mazen hér á Íslandi. Jónína Helga
Björgvinsdóttir sem starfar einnig hjá
Reykjavíkurborg hefur reynst rithöfund-
inum sérstaklega vel. Hann segist hafa
eignast vini á kaffihúsum, í gegnum starfið
og í háskólasamfélaginu þar sem hann
heldur gjarnan fyrirlestra.
Framundan er vinna við að fínpússa
skáldsöguna en sagan er meðal annars
byggð á atburðum sem áttu sér stað í Bei-
rút þegar Mazen var ungur drengur. Sag-
an er þó skáldskapur að miklu leyti en að-
alsöguhetjan er ungur drengur.
„Meginþemað í bókinni er hvað þarf að
gera bæði til að lifa af og einnig hvernig
er hægt að lifa fallega. Hvernig mann-
eskjur geta reynst hver annarri vel. Ég er
enn í góðum tengslum við útgáfufyrirtæki í
Líbanon og mig langar að þýða fleiri verk
úr íslenskum bókmenntum yfir á arabísku.
Mér finnst sem erlendis sé farið að horfa í
auknum mæli til íslenskrar ljóðlistar. Það
þýðir um leið að á tímum átaka er fólk að
skoða það sem kemur úr heimi friðar. Ég
er íslenskur núna og mér finnst ég bera
aukna ábyrgð. Ég kem úr öðrum menning-
arheimi og þarf að kynna mér menningu
Íslands. Og mig langar að kynna landið
mitt nýja fyrir arabíska heiminum. Bragðið
af því hvernig það er að eiga heima ein-
hvers staðar er gott.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tryggð
Eftir að hafa starað á línurnar í lófa sínum
góða stund
Valdi hann eina þeirra
Línu sem virtist fíngerðari en allar hinar
Hann dró hana yfirvegað
úr lófa sínum
Yfirvegað
Til að stoppa með henni í gamalt sár
Í hinum lófanum.
Stríð
Barnið
kastar til himins
hatti fullum af fingrum
Barnið lokar augum
Hatturinn fellur hljóðlega
Fingurnir
breytast í króka,
Tíu krókar
lyfta dótaskápnum
nokkra sentimetra frá jörðu
Nóg
til að tryggja ferð
feitrar skjaldböku sem dregst áfram
með rifinn poka af plasthermönnum
á leiðinni
að hertaka blómapottinn.
Þýðing: Sjón.
TVÖ LJÓÐ ÚR EKKERT
NEMA STROKLEÐUR