Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2014, Síða 64
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Sigmundur Ernir Rúnarsson
rithöfundur
Bill Nighy
leikari
Sigtryggur Baldursson
tónlistarmaður
SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2014
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds heldur áfram að sjá og sigra
heiminn en í nóvember var eistneska ríkissjónvarpið á staðnum
þegar Ólafur hélt um klukkustundar langa tónleika í Tallinn.
Tónleikarnir voru svo sýndir í heild á sjónvarpsstöðinni 29.
desember á besta tíma. Ólafur lauk tónleikaferð sinni 2013 18.
desember með tónleikum í Hörpu en á því ferðalagi fylgdi tón-
listarmaðurinn eftir plötu sinni For Now I am Winter sem til-
nefnd er til Íslensku tónlistarverðlaunanna í opnum flokki.
Ólafur hefur vakið athygli um allan heim síðustu misserin,
einkum fyrir kvikmyndatónlist, en meðal þeirra bíómynda sem
hann hefur samið tónlist fyrir eru The Hunger Games, Another
Happy, Gimme Shelter og sjónvarpsseríur svo sem bresku
þáttaröðina Broadchurch. Þá sem langar til að horfa á tónleika
Ólafs geta nálgast þá á vefsíðu ríkissjónvarpsins etv.err.ee.
Árið 2013 var Ólafi Arnalds gott
á tónlistarsviðinu en tónleika-
ferðalagi sínu um heiminn lauk
hann 18. desember síðastliðinn.
TÓNLEIKAR ÓLAFS ARNALDS Í TALLINN
Fleiri sigrar
Ólafs Arnalds
Tónleikarnir sem Ólafur Arnalds hélt í Tallinn voru
sýndir 29. desember í eistneska ríkissjónvarpinu.
Herinn í Suður-Kóreu ætlar að
berjast með kjafti og klóm gegn
nýlegri ákvörðun héraðsdóms
landsins sem aflétti reglum hers-
ins að geta sparkað hernemum
sem stunda kynlíf þegar þeir fara
í leyfi.
Er þetta trúlega eitt undarleg-
asta stríð sem herinn hefur farið í.
Herinn var með mjög strangar
reglur fyrir þá nema sem vilja
komast í herinn. Þegar farið var í
helgarleyfi var ekkert kynlíf, eng-
in bjór eða önnur drykkja, engar
reykingar og alls ekkert hjóna-
band. „Að verja fósturjörðina er
það eina sem á að vera í huga
þessara manna,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá hernum meðal annars.
Nú hefur þessum lögum skól-
ans verið breytt og helgarleyfin
komin í nútímann.
Suður-Kóreu búar taka herskól-
ann sinn gríðarlega alvarlega og
þeir sem komast þar inn eru ekki
taldir vera neinir meðaljónar. Lög
og reglur skólans hafa haldist
óbreyttar síðan 1952 og benda
gagnrýnendur skólans á að nú sé
árið 2014 og tímarnir hafi breyst.
Það er herinn ekki tilbúinn að
kvitta undir alveg strax – ekki
fyrr en Hæstiréttur staðfestir
dóminn.
FURÐUR VERALDAR
Berjast
gegn
kynlífi
Hernemar í Suður-Kóreu mega nú stunda kynlíf, fá sér bjór og jafnvel
reykja sígarettur fái þeir helgarleyfi úr herskólanum samkvæmt dómi.
AFP