Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það er ekki nokkur kraftur í því. Frekar smá köst. Við erum að frysta um borð og þurfum ekki mikið, tökum eitt kast á dag,“ seg- ir Þorsteinn Kristjánsson, skip- stjóri á Aðalsteini Jónssyni SU. Aðalsteinn var eitt fimm skipa sem í gærkvöldi voru við loðnu- veiðar út af Meðallandi. Nokkur skip höfðu náð skammt- inum á einum eða tveimur dögum og voru farin til löndunar í vinnslu í landi. Þorsteinn segir að lóðn- ingar séu litlar og frekar snúið að ná því sem þó sjáist. Straumurinn sé með loðnunni sem gangi hratt vestur með landinu. 34 norsk loðnuskip voru í gær fyrir austan land eða í höfnum fyrir austan. 25 hafa leyfi til að veiða í senn en þó ekki lengur en til 15. febrúar og fyrir norðan línu sem liggur austur frá Hvalnesi. Skipin vor við leit en enginn afli var tilkynntur til Landhelgisgæsl- unnar í gær. Vonast eftir meiru Þorsteinn kvaðst vongóður um að fleiri loðnugöngur væru væntanlegar. Nefndi hann að loðnan sem skipin fengu út af Langanesi fyrr í mánuðinum hefði verið mun smærri en sú sem veiðist nú. Torfurnar með smærri loðnunni hljóti að eiga eftir að koma með suðurströnd- inni. helgi@mbl.is Lítill kraftur í loðnuveiðunum  Árangurslaus leit hjá þeim norsku Þórshöfn| Flöskuskeyti frá Fær- eyjum virðast eiga vísa póststöð á austanverðu Langanesi en sjó- mannadagspóstur frá Klakksvík í Færeyjum hefur kúrt þar í fjörunni eftir mislangan tíma í hafi ásamt fleiri skeytum. Göngugarpurinn Guðjón Gamalíelsson á Þórshöfn röltir oft um eyðistrendur Langa- ness og ýmislegt rekur á fjörur hans á leiðinni, þar með flöskuskeyti. Seint í janúar fann Guðjón fjögur flöskuskeyti á göngu sinni, öll á svæðinu á milli eyðibýlanna Hrol- laugsstaða og Selvíkur og voru tvö frá Íslendingum, eitt frá Noregi og eitt frá Klakksvík. Fljótast í förum hafði Klakksvík- urskeytið verið, sent þaðan á sjó- mannadeginum í Færeyjum 16. ágúst í fyrrasumar svo það liðu rétt um fimm mánuðir frá sendingu og þar til það fannst. Vel má vera að hafstraumar hafi borið skeytið með hraði að austurströnd Langaness því þar er ekki er mikið um manna- ferðir og sjóleiðin frá Klakksvík er ekki löng. Skeytið sendi níu ára gamall drengur, Asbjorn Tjaldraflotti, sem býr reyndar í Dubai með föður sín- um en þeir eru frá Klakksvík, segir hann í skeytinu. Staðsetning þeirra í Klakksvík er 62°14,8́ N og 6°38,5́ V. Í júníbyrjun í fyrra fann Guðjón sams konar skeyti og á sömu slóð- um, einnig sent frá barni á sjó- mannadegi í ágúst frá Klakksvík svo það skeyti fannst um tíu mánuðum eftir að það fór í hafið. Samband við sendanda Íslensku flöskuskeytin voru tölu- vert eldri en það færeyska. Ólafs- firðingurinn Friðþjófur Jónsson sendi af stað skeyti í október 1999 með staðsetningunni 66°40 N og 13°13 V. Árið 2008 sendi Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir sinn flöskupóst frá Ægi þá ellefu ára gömul en skipið var statt á 64°32 N og 14° 00 V. Fjórða skeytið sem Guðjón fann í gönguferðinni var ódagsett, en kom frá Ramfjordbotn á vesturströnd Noregs. Það er því fleira að finna í fjörunni en fallega steina og Guðjón hyggst koma boðum til sendenda skeytanna um hvar og hvenær þau fundust. Sem póststöð flöskuskeyta á Langanesi  Fann fjögur flöskuskeyti á göngu um fjöruna á austanverðu Langanesi Pósturinn Bréf komu frá Klakks- vík, Noregi og tveim Íslendingum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fundvís Göngugarpurinn Guðjón Gamalíelsson með flöskuskeytin fjögur. nokkrum stöðum í borginni. Nú í vetur hafa verið hönnuð og sett í varanleg LED-ljós í Borgartúni. Jóhann segir að menn hafi haldið nokkuð að sér höndum því að tækni- og verðþróun sé ör. Þannig hafi LED-lampar lækkað í verði um helming á einu ári. Hvað sem gert verði á endanum telur Jóhann óhætt að segja að kostnaðurinn við endurnýjun á götulýsingu muni hlaupa á hundr- uðum milljóna króna hjá borginni. Heildarfjöldi götuljósastaura sem RARIK sér um rekstur á er 14.972. Hlutfall kvikasilfursljósgjafa er um 80% og því nálægt 12.000 staurar með kvikasilfursljósbúnaði. Ekki hefur verið gerð áætlun um að skipta út þessum kvikasilfursperum en gera má ráð fyrir að kostnaður við að skipta um perur í 12.000 staurum sé um 700 milljónir, sam- kvæmt upplýsingum frá RARIK. Þarf ekki í rammaáætlun Að sögn Sigurðar Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, fara nú um 66 milljónir kílóvatt- stunda (kWst) af raforku í að knýja götu- og hafnarlýsingarkerfi lands- ins. Það sé sambærilegt við heild- arraforkunotkun um 14.000 heimila. Þegar búið verði að skipta kvika- silfursperunum út fyrir sparvænni perur geti orkunotkunin minnkað um allt að helming. Þetta segir Sig- urður að komi sér vel, sérstaklega þar sem mesta lýsingin sé notuð á veturna þegar álagið á raforkukerf- ið er hvað mest. „[Sparnaðurinn] er sambærilegur við virkjun sem framleiðir 33 milljónir kWst af orku á ári og hún þarf ekki að fara í neina rammaáætlun,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir, rauðir staurar Varanleg LED-ljós eru í staurunum í Borgartúni. Hundruð milljóna í breytta götulýsingu  Kvikasilfri skipt út  200 milljónir á tveimur árum í borginni Mörg ljós » HS Orka, sem sér um götu- lýsingu fyrir Árborg, Vest- mannaeyjar, Suðurnes, Hafnar- fjörð og hluta af Garðabæ, rekur tæplega 18.600 ljósa- staura. » Af þeim eru tæplega 2.600 með kvikasilfursperum. Gróf- lega áætlaður kostnaður við skiptin er um 900.000 krónur. » Heildarfjöldi götuljósa- staura sem RARIK sér um rekstur á er 14.972. » 3.529 eru á Austurlandi, 5.081 á Norðurlandi, 3.672 á Suðurlandi og 2.690 á Vest- urlandi. BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Reykjavíkurborg varði um 100 milljónum króna á síðasta ári í að skipta út kvikasilfursperum í götu- lýsingu og 100 milljónir til viðbótar hafa verið eyrnamerktar til þess á þessu ári. Ætla má að endanlegur kostnaður við að skipta kvikasilf- ursperum út muni hlaupa á hundr- uðum milljóna króna þegar upp er staðið. Sveitarfélögin og raforkufyrir- tækin sem sjá um götulýsingarkerfi landsins munu þurfa að skipta út tugum þúsunda kvikasilfurspera á næstu árum en í apríl á næsta ári tekur í gildi bann við sölu á kvika- silfursperum samkvæmt Evróputil- skipun. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sem sér um götulýsingu fyrir Reykjavík, Garða- bæ, Kópavog, Seltjarnarnes, Mos- fellsbæ og Akranes rekur fyrirtæk- ið um 50.000 ljósastaura. Af þeim er um helmingurinn með kvikasilfurs- perum, en ending kvikasilfurspera er 16-20.000 stundir eða um 4-5 ár. Bara í Reykjavík eru um 10.500 lampar með kvikasilfursperum en þegar er byrjað að skipta þeim út að sögn Jóhanns Christiansen, verkefnastjóra á skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg. Þannig var síð- asta sumar skipt út kvikasilfursper- um og staurum í Norðurmýri, Bergstaðastræti og Hverfisgötu og í staðinn settir málmhalógenlamp- ar. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið hversu hratt verður gengið í að skipta út perum og staurum í framhaldinu. Jóhann segir að kostnaðurinn við skiptin ráðist af því hvaða leið verði ákveðið að fara. Ekki þurfi að skipta út lömpunum sjálfum í öllum tilfellum. Tveir kostir til skoðunar Tveir kostir með svipuð ljósgæði eru helst til skoðunar til að leysa kvikasilfursperurnar af hólmi. Ann- ars vegar er þar um að ræða málm- halógen og hins vegar LED-lýs- ingu. Tilraunir hófust með síðarnefndu tæknina árið 2009 og hefur slík lýsing verið sett upp á Ákveðið hefur verið að leggja niður samtökin Regnbogabörn. „Okkur þykja þetta erfiðar fréttir að færa en því miður verður ekki hjá þess- ari ákvörðun komist sökum fjár- magnsskorts og annarra ástæðna sem ekki verður farið út í hér,“ seg- ir í yfirlýsingu Stefáns Karls Stef- ánssonar, stofnanda og formanns Regnbogabarna, en hún var birt á Facebook-síðu samtakanna. Regnbogabörn hafa verið rekin í tólf ár. Þau eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál. Allri starfsemi samtakanna verður hætt nú þegar og munu þau ekki svara síma eða tölvupósti framar. Í yfir- lýsingu á Facebook-síðunni er fólki sem þarf upplýsingar eða aðstoð bent á að hafa samband við hverf- isskrifstofur, skólaskrifstofur eða lögreglu. Tekið er fram að sam- tökin séu skuldlaus og að styrkjum verði skilað. Samtökin Regn- bogabörn lögð niður og fólki vísað annað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.