Morgunblaðið - 10.02.2014, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vikum samanhafa þeirsem fylgj-
ast með erlendu
fréttaefni séð góða
granna okkar í
suðri engjast
vegna flóða á engj-
um og ökrum Englands.
Reyndar er aðdáunarvert
hversu vel íbúarnir hafa fram
til þessa borið sig í viðtölum
við fjölmiðla. Hin „óbifanlega
efrivör“ Breta er söm við sig.
Flóðin eru komin til vegna
mikilla rigninga, sem sömu
lægðir flytja og hafa séð Ís-
lendingum fyrir bærilegum
hita í byrjun þessa árs. Ein-
hverjir gætu haldið því fram
að lægðir gættu ekki endilega
jafnræðis. En þessi miklu vot-
viðri á Bretlandseyjum eru
ekki einstök í sinni röð. Það
liggur við að þau séu að verða
nokkuð árvissar uppákomur.
Rigningarnar núna eru þó
sagðar vera hinar mestu, frá
því að stofnað var til skráðra
mælinga um þær, fyrir meira
en tveimur öldum. Nú er svo
komið að hin rómaða þol-
inmæði er á þrotum og raddir
hækka um að viðbrögð stjórn-
valda, ríkisstjórnar Came-
rons, Umhverfisstofnunar
Bretlands og eftir atvikum
stjórnvalda á lægri stjórn-
stigum hafi verið með öllu
óboðleg. Þessir aðilar reyna í
senn að benda á aðra, taka á
sig eins litla sök og hægt er að
komast upp með og vísa til
afla eða fyrirbæra sem geta
ekki varið sig. Það er í anda
þess sem sagt var: „Nú ertu
heppinn, Guð, að ég næ ekki
til þín.“
Mikið er vísað til kenninga
um veðrabreytingar sem hafa
verið ofarlega í umræðu síð-
ustu áratuga um hlýnun jarð-
ar. Aðrir benda á að hin þétt-
býlu, og þéttræktuðu
suðurhéruð landsins hafa ekki
lengur náttúrulega burði til
þess að mæta ofankomum af
þessu tagi og stjórnvöld (Um-
hverfisstofnunin) hafi skellt
skollaeyrum við óskum um að
bæta náttúruleg gæði með því
að dýpka og hreinsa ár og
styrkja flóðvarnargarða. Sum-
ir talsmenn stofnunarinnar
vísa í vörn sinni til reglu-
gerðaflaums ESB sem stýri
forgangsröðun og geri því
stofnuninni erfitt um vik, en
jafnvel breskum ESB- efa-
semdarsinnum þykja það ódýr
rök.
Helsti vísindalegur embætt-
ismaður veðurstofuyfirvalda
telur að hlýnun jarðar beri
mesta ábyrgð. Það er að því
leyti til þæginda að Bretar
geta ekki mikið í því gert á
meðan stærsti hluti verald-
arinnar, bæði hinn
fjölmenni og fá-
tæki, Kína, Ind-
land og Afríka og
hinn ríkari,
Bandaríkin (og í
raun fleiri efnuð
ríki) eru stikkfrí
og ESB er með misheppnaðar
sýndaraðgerðir, eins og bent
var á í grein í blaðinu nýlega.
Fáeinar bláar tunnur í skand-
inavískum sveitarfélögum og
embættismenn þeirra sem
róta í þeim tunnum eru jafn
beitt vopn gegn slíku og
teygjubyssa gegn vetn-
issprengju.
Eins og á þessu sést er
breska umræðan vegna flóð-
anna því miður komin, eins og
hinar blómlegu byggðir, út í
veður og vind. Formaður
Ukip, flokks breskra sjálf-
stæðissinna gagnvart ESB,
vill draga „smábrot“ af fjár-
veitingum Breta til þróun-
arhjálpar tímabundið heim á
ný, til að bæta hrjáðum heima-
mönnum það tjón sem trygg-
ingarfélög munu augljóslega
ekki bæta. Sveitarstjórn-
arráðherrann hafnar slíkum
tillögum og kallar lýðskrum,
sem er ekki alveg fráleit til-
gáta, en rök hans sjálfs eru
langsótt. Hann segist vissu-
lega vera „jarðhlýnunartrúar“
en ekki þó vera viss um að
hægt sé að færa allar óvenju-
legar sveiflur í veðurfari hvers
tíma á þann opna reikning.
En, bætir hann við, ef þangað
mætti samt rekja ástæðu þess
að Englendingar vaða elginn
enn einu sinni, þá sé óráð að
taka einhvern hluta af þróun-
arhjálpinni til að bæta hluta
skaðans. Því þróunarhjálpin
sé til þess fallin að gera
vanþróuð ríki sjálfbær og þeg-
ar að það takist muni það hafa
jákvæð áhrif gegn hlýnun
jarðar!
Þótt þessi ágæti ráðherra
væri fæddur í gær, eins og
mörg ummæla hans gætu bent
til, standa engar líkur til þess
að hann muni lifa nógu lengi
til þess að sannreyna kenn-
ingar sínar. Það er einmitt
ástæðan fyrir því að hann og
fleiri teygja sig gjarnan í slík
rök. Hvar sem heyrist veð-
urfræðilegur hósti eða stuna,
urg eða hvísl er áhættulaust
að beina athygli sinni fyrst að
Grýlu gömlu. Þeir eru ekki
margir sem halda því fram að
þessi Grýla sé ekki til. En þeir
eru fleiri en látið er, sem hafa
nokkrar efasemdir um að
sannað sé, án eðlilegs vafa, að
hún hafi orðið til af manna-
völdum. Jólasveinarnir eru að
sjálfsögðu ekki í þeim hópi
enda er of mikið í húfi fyrir þá,
eins og allir vita.
Dapurlegt er að
fylgjast með flóð-
unum í Englandi og
eins kenningunum
sem eru viðraðar}
Flengdir með
votum vendi
K
atrín Jakobsdóttir var með at-
hyglisverða lýsingu á stjórn-
arflokkunum á flokksráðsfundi
Vinstri grænna um daginn. Rík-
isstjórnin hefði stillt sér upp „í
hópi ójafnaðarmanna“. Rökstuddi hún þá gagn-
rýni sína meðal annars með því að gagnrýna
það að veiðigjald á útgerðir hefði verið lækkað,
og að skattar hefðu verið lækkaðir. Ríkis-
stjórnin hefði sýnt að ekki mætti „auka jöfnuð
hér heima með skattkerfinu“.
Þegar ég heyrði af þessum orðum Katrínar
varð mér hugsað til síðasta dags Margrétar
Thatcher í breska þinginu. Þar ætluðu stjórn-
arandstæðingar aldeilis að ná sér niðri á henni,
og spurði einn þeirra hana til dæmis að því
hvernig það væri að hafa stóraukið „ójöfnuð“ í
samfélaginu á hennar vakt. Thatcher var ekki
lengi að benda á það að þó að bilið á milli þeirra ríkustu og
fátækustu hefði aukist hefðu þeir fátæku það miklu betra
en þeir höfðu gert áður en hún tók við. Af því dró Thatcher
þá ályktun að sumum myndi þykja það betra að allir hefðu
það verra, bara ef tekjubilið væri minna.
Og hvaða aðra ályktun er hægt að draga af orðum Katr-
ínar, en að hér eigi skattar alltaf að hækka, og að hlutverk
skattkerfisins sé ekki að sjá ríkinu fyrir tekjum fyrir sam-
neyslu borgaranna, heldur sé það fyrst og fremst til þess
að koma á einhverjum óskilgreindum jöfnuði. Rétt er að
halda því til haga að „jöfnuður“ er allt annað fyrirbæri en
jafnrétti og jöfn tækifæri.
Gallinn er bara sá að jöfnuður í gegnum
skatta kemur sér alltaf verst fyrir þá sem
minnst mega sín, samanber auðlegðarskattinn,
sem lagðist þyngst á eldra fólk í eigin húsnæði.
Og enginn virðist skilningurinn á því að ef
skattar eru hækkaðir mun fólk bregðast við.
Fyrirtæki þurfa að segja upp starfsfólki.
Landasala eykst í réttu hlutfalli við hærri
skatta á áfengi, og þeir sem geta flust annað
þar sem skattar eru hóflegri gera það. Eftir
sitja þá þeir sem minna mega sín og þurfa að
axla þyngri byrðar.
Vilji menn sjá þessa líkingu fyrir sér á ann-
an hátt má ímynda sér að samfélagið sé líkt því
að rækta stóran og þéttan nytjaskóg. Sum trén
búa við verri skilyrði til vaxtar en önnur, hafa
minni aðgang að birtu og vætu, en sé rétt hlúð
að þeim, búa þau yfir sömu getu og önnur tré
til þess að vaxa og dafna. Því að ætla að búa til jöfnuð í
gegnum skattheimtu má á óbeinan hátt líkja við það að
ætla sér að gera skóginn betri og fallegri með því að saga
ofan af þeim trjám sem rísa hærra en lægsta hríslan.
Þannig verður bilið milli þeirra hæstu og lægstu miklu
minna, en skógurinn verður aldrei jafnfallegur og hann
hefði getað orðið.
Það er því sama hvernig á málin er litið. Ef jöfnuður
næst ekki nema í gegnum skattkerfið, þá er niðurstaða
mín er sú að ég er ójafnaðarmaður. Ég vil ekki hækka
skatta til að allir hafi það jafnt. Ég vil að allir hafi það
betra. sgs@mbl.is
Stefán Gunn-
ar Sveinsson
Pistill
Ójafnaðarmaðurinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Landssamband smábáta-sjómanna hefur lýst mikl-um áhyggjum vegnafækkunar veiðidaga á grá-
sleppuvertíðinni í vor og sumar.
Samkvæmt reglugerð verða veiðar
aðeins heimilar í 20 daga frá því að
fyrstu net eru lögð í sjó og skiptir þá
engu hvort ótíð hamlar veiðum
næstu 19 daga á eftir. Verði veiði-
dagarnir aðeins 20 yrði um sögulegt
lágmark að ræða.
Hafrannsóknastofnun leggur til
í ástandsskýrslu sinni að upphafs-
aflamark í grásleppu í ár verði ekki
hærra en sem nemur um 970 tonn-
um sem samsvarar um tvö þúsund
tunnum af söltuðum hrognum.
Stofnunin mun hins vegar að lokinni
stofnmælingu í mars endurskoða
þetta aflamark og veita ráðgjöf um
heildaraflamark fiskveiðiársins,
svipað og er viðhaft í ráðgjöf um
loðnuveiðar.Veiðunum er stýrt með
sóknarmarki og eigi síðar en 1. apríl
verður endanlegur dagafjöldi ákveð-
inn. Smábátasjómenn benda á að þá
verði vertíð hafin fyrir norðan land.
Verðlækkun á
hrognum í fyrra
Í fyrravetur var miðað við 20
veiðidaga í aðdraganda vertíðar, en
þeim var síðan fjölgað í 32. Þá var
miðað við 1.700 tonn sem upphafs-
afla, en endanleg tillaga stofnunar-
innar að heildarafla var fjögur þús-
und tonn. LS hefur bent á að nokkrir
þættir takmarki veiðar; m.a. stærð
báta, netafjöldi og veðurfar, auk
þess sem verðsveiflur á hrognum
geti dregið úr sókn. Verð á hrognum
lækkaði verulega á síðasta ári, en á
móti kom að nú er farið að hirða fisk-
inn allan og fengust drjúgar tekjur
fyrir hann á markaði í Asíu.
Á fundi LS með Atvinnuvega-
nefnd Alþingis 28. janúar viku
fulltrúar LS að aðsteðjandi vanda
grásleppukarla. LS sagði fulla nauð-
syn á að lög um stjórn fiskveiða
mundu heimila aflabætur til grá-
sleppukarla ef takmarkanir veiða
leiddu til verulegs tekjutaps.
Miklar sveiflur hafa verið í grá-
sleppuafla síðustu áratugina og náði
hann hámarki árið 1984 er hann nam
um þrettán þúsund tonnum. Í
ástandsskýrslu Hafrannsóknastofn-
unar kemur fram að þróun í stofn-
vísitölum grásleppu og rauðmaga
valdi áhyggjum. Ráðgjöf Hafró mið-
ar að því að veiðiálag sé svipað og ár-
in 1985-2012 og að halda grásleppu-
stofninum yfir sögulegu lágmarki.
Margt á huldu um lífshlaupið
Margt er á huldu um lífshlaup
grásleppu, en meðal annars vinnur
fyrirtækið BioPol á Skagaströnd að
rannsóknum á fiskinum í samvinnu
við Hafrannsóknastofnun, sjómenn
og fleiri aðila. Grásleppa, sem hefur
verið merkt að vetri eða vori endur-
heimtist í langflestum tilvikum á
sömu vertíð, en þá virðist hún oft
hafa ferðast um talsverðan veg með
stöndinni.
Hversu oft grásleppan hrygnir
er meðal þess sem er rannsakað, en
ljóst þykir að a.m.k. sumar þeirra
hrygna tvisvar á líflsleiðinni. Þegar
seiðin hverfa frá landi halda þau sig
uppsjávar í úthafinu þar til fiskurinn
er orðinn kynþroska, 3-5 ára að því
að talið er.
Grásleppa finnst víða á svæðinu
milli Íslands, Noregs, Grænlands og
Kanada og ennfremur í Eystrasalt-
inu. Nýlegar erfðarannsóknir greina
á milli grásleppu í austan- og vest-
anverðu Atlantshafi en ekki á milli
Íslands og Noregs. Reynt hefur ver-
ið að merkja grásleppu í úthafinu, en
erfitt hefur reynst að fá merki til að
tolla í fiskinum. Eitthvað hefur verið
um að grásleppa komi sem meðafli í
veiðarfæri uppsjávarskipa.
Vilja bætur leiði tak-
markanir til tekjutaps
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Grásleppu landað á Siglufirði Auk hrognanna er nú skylt að koma með
allan fiskinn að landi og hefur hann verið seldur á mörkuðum í Asíu.
World Wildlife Fund hefur lýst
yfir áhyggjum af stöðu grá-
sleppustofnsins og því að ekki
sé ljóst hvort veiðar á grásleppu
eru sjálfbærar. Af þeim sökum
hefur WWF ákveðið að setja
grásleppuna á rauðan lista í
Svíþjóð og Þýskalandi og beina
því til fólks að kaupa ekki afurð-
ir úr henni, þá hafa dönsk nátt-
úruverndarsamtök ákveðið að
beina sams konar upplýsingum
til neytenda í Danmörku.
Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri LS, segir þessa umræðu
vera mikið áhyggjuefni. Þó Ís-
land sé ekki nefnt sérstaklega
séu fyrrnefndir markaðir gríðar-
lega mikilvægir fyrir grá-
sleppukarla. Örn segist ekki
sammála því að litlar upplýs-
ingar séu fyrirliggjandi um grá-
sleppuna. Á Íslandi hafi sjó-
menn skilað margþættum
upplýsingum til Hafrann-
sóknastofnunar í áratugi.
Áhyggjur
WWF af grá-
sleppunni
EFI UM SJÁLFBÆRNI