Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 31
Árni Þór vann lengi í fiskvinnslu hjá Drangi en var jafnan heima við á sumrin og þó einkum á vorin í sauðburðinum og á haustin í slát- urtíðinni. Hann var verkstjóri hjá Drangi um árabil, er löggildur vikt- armaður fyrir Kaldrananeshrepp oghafnarstjóri í Dragsnesi frá 2009 og þar til í fyrra er hann þurfti að fara í uppskurð vegna gamalla meiðsla á öxl sem tóku sig upp. Árni Þór er formaður Sund- félagsins Grettis í Bjarnarfirði: „Rétt norðan við Baldurshaga er Hótel Laugarhól sem áður var gamla skólahúsið á Klúku. Þar er Gvendarlaug sem nú er friðlýstar fornminjar. Sagan segir að Guð- mundur biskup góði hafi vígt þar vatnið. Nokkru neðar er svo sund- laug sem heitir Gvendarlaug hins góða, eftir gömlu lauginni. Sú laug var steypt upp og hlaðin á sínum tíma, en í fyrra var hafist handa við að styrkja laugina. Þetta er laugin sem Sundfélagið Grettir hefur haft til afnota.“ Nóg að sýsla á Ströndum En leiðist Árna ekki fásinnið? „Nei, nei. Maður er alinn upp við þetta hógværa mannlíf og vill helst hafa hlutina í þokkalegum skorð- um. Hér er alltaf nóg við að vera og bústörfin eru fjölbreytileg og bjóða upp á tilbreytingu. Það er gaman í sauðburðinum og skemmtilegt að fara í göngur. Ég er leitarstjóri á Hólsfjalli en þetta er töluverð yfirferð hjá okkur og torfarið, yfir þrjú mikil gil að fara. Ég hef einnig gaman af því að veiða í Bjarnarfjarðará en þar fáum við myndarlegar bleikjur. Ég fékk mér stafræna myndavél árið 2004 og hef verið að nostra við að taka myndir af náttúrunni hér og mannlífinu. Svo má ekki gleyma því að hér kemur fólk saman eins og annars staðar og gerir sér glaðan dag. Það er jafnan vorfagnaður hjá Drangi, haldin Bryggjuhátíð á sumrin, síð- an er réttað í Skarðsrétt og haldið fjörugt réttarball á Hótel Laug- arhóli og loks skemmtum við okkur á þorrablóti. Það þarf því enginn að láta sér leiðast hér um slóðir.“ Fjölskylda Árni Þór er ókvæntur og barn- laus. Systkini Árna Þórs eru Hafdís Baldursdóttir, f. 6.2. 1966, matráðs- kona við Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Hólmavík, búsett í Odda; Steinar Þór Baldursson, f. 1.9. 1982, verkamaður á Hólmavík en kona hans er Dagbjört Torfadóttir, starfsmaður hjá Deloitte og er son- ur þeirra Torfi Hafberg, f. 2013, auk þess sem Steinar Þór á Guðjón Örn Steinarsson, f. 2000, með Stef- aníu Jónsdóttur, og dótturina Önnu Theodóru Steinarsdóttir, f. 2005. með Magneu Hrönn Jóhannsdóttir; Sölvi Þór Baldursson, f. 1.9. 1982, bústjóri í Odda og verkamaður. Foreldrar Árna Þórs: Baldur Sigurðsson, f. 31.7. 1934, d. 30.5. 2008, bóndi í Baldurshaga, og k.h., Erna Arngrímsdóttir, f. 11.5. 1945, húsfreyja og bóndi í Baldurshaga. Úr frændgarði Árna Þórs Baldurssonar Árni Þór Baldursson Helga Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. á Fitjum Loftur Bjarnason b. á Fitjum og skip- stj. á Hólmavík Þórdís Loftsdóttir húsfr. í Odda Karl Loftsson oddviti, útgerðarm. og bankastjóri á Hólmavík Guðjón Ingimundarson, kennari og forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks Erna Arngrímsdóttir húsfr. í Baldurshaga Jóhann Björn Arngrímsson fr.stj. Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Hólmavík Guðjón Hjörtur Arngrímsson verkstj. á Kefla- víkurflugvelli Ólöf Ingimundardóttir húsfr. á Svanshóli af Tröllatunguætt Ingimundur Jónsson b. á Svanshóli Fríða Ingimundardóttir húsfr. á Klúku Sigurður Arngrímsson b. á Klúku í Bjarnarfirði Baldur Sigurðsson b. í Baldurshaga í Bjarnarfirði Kristbjörg Rósilía Magnúsdóttir húsfr. í Reykjarvík Arngrímur Jónsson b. í Reykjarvík Arngrímur Jóhann Ingimundarson b. í Odda Birgir Guðjónsson læknir Ingimundur Kristján Guðjónsson tænnlækir Sigurður Guðjónsson verkfræðingur Afmælisbarnið Árni Þór Baldursson. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Þóra Einarsdóttir, stofnandiVerndar, fæddist á Hvann-eyri 10.2. 1913. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, ráðs- maður og kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, síðar yfirvega- vinnuverkstjóri í Austfirðingafjórð- ungi og k.h., Lísbet Guðbjörg Krist- jánsdóttir húsfreyja. Einar var bróðir Þórfríðar, móður sr. Guðmundar Sveinssonar, skóla- meistara FB. Einar var sonur Jóns Einarssonar, bónda á Saurhaga, bróður Hjörleifs á Undirfelli, föður Einars Kvaran rithöfundar. Eiginmaður Þóru var Jón Pét- ursson, prófastur á Kálfafellsstað í Suðursveit og eru börn þeirra Pétur, fyrrv. framkvæmdastjóri á Land- spítalanum, Helga fótaaðgerðar- fræðingur og Einar, fyrrv. prestur á Kálfafellsstað. Þóra flutti tólf ára með foreldrum sínum á Akraness, útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1931 og hlaut framhaldsmenntun í Danmörku, m.a. í félagsráðgjöf. Þóra lagði drög aö stofnun Verka- kvennafélags Akraness 1931 og var prestfrú á Kálfafellsstað til 1944 er fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Hún starfaði fyrir mæðrastyrks- nefnd, stofnaði félagasamtökin Vernd 1959, gaf út tímaritið Vernd 1961-81, var formaður Verndar í áratugi, framkvæmdastjóri samtak- anna í 23 ár og heiðursformaður þeirra. Þóra fór á námskeið hjá Guð- spekifélaginu í Adiyar í Madras 1981 og hóf þá hjálparstarf þar. Hún starfaði um tíma með móður The- resu, stofnaði síðan skóla í Madras fyrir munaðarlaus og holdsveik börn, sem var starfræktur til 2000. Íslenska-Indverska barnahjálpin, sem Þóra var formaður fyrir, hefur síðan starfrækt sjálfstætt hjálp- arstarf í Madras í samvinnu við þýska holdsveikrasjúkrahúsið. Þóra fór fjölda ferða til Indlands og safnaði styrkjum hér á landi sem hún fékk ekki síst frá kvenfélögum, víða um land. Hún sendi frá sér end- urminningar sínar, Af lífi og sál, sem út kom 1989. Þóra lést 14.4. 2000. Merkir Íslendingar Þóra Einarsdóttir 90 ára Gunnþórunn Sigurðardóttir 85 ára Sigríður Einarsdóttir 80 ára Margrét Sigurbjörnsdóttir 75 ára Birgir Magnússon Eva Elsa Sigurðardóttir Sigrún Andrésdóttir Svanbjörg Gísladóttir 70 ára Ásdís B. Geirdal Margrét Þórhildur Fairbairn Viktoría Þórey Ström 60 ára Aðalheiður Arnóra Oddsdóttir Ásdís Skarphéðinsdóttir Dagbjört K. Ágústsdóttir Guðný Elín Geirsdóttir Guðrún S. Björnsdóttir Gunnar Orvar Skaptason Gústaf Gústafsson Kjartan Guðbjartsson Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir Lilja Ásgeirsdóttir Margrét Stefanía Jónsdóttir Pálmi Hannesson Þórunn Gísladóttir 50 ára Birna Bragadóttir Björg Árnadóttir Dragan Jokic Drífa Guðjónsdóttir Plank Friðrik Kjartansson Guðjóna Harpa Helgadóttir Guðrún Brynjólfsdóttir Inga Bryndís Jónsdóttir Margrét Erlingsdóttir Olaf Sveinsson Páll Kristberg Pálsson Sigurður Sigurgeirsson Viktor Þór Reynisson Þórir Már Einarsson 40 ára Björn Böðvarsson Guðrún Hulda Eyþórsdóttir Hildur Guðrún Elíasdóttir Hörður Guðmundsson Ingibjörg Elín Baldursdóttir Jacek Tomasz Koziol Kári Pétur Ólafsson Kristinn Arnar Stefánsson Ómar Örn Magnússon Ragnheiður Esther Briem Sigrún Íris Sigmarsdóttir Sylwia Izabela Choinska Tryggvi Gunnarsson Þórður Másson 30 ára Arnbjörg Magnea Jónsdóttir Áslaug Baldvinsdóttir Birta Líf Kristinsdóttir Björgvin Karlsson Bryndís Bjarnadóttir Dóra Gígja Þórhallsdóttir Elva Björk Kristjánsdóttir Gunnar Ingi Gunnarsson Helgi Rúnar Hlynur Eiríksson Kolbrún Silja Harðardóttir Marta Kristín Sigurbergsdóttir Nína Björk Gísladóttir Ragnar Andri Hlöðversson Sigfús Sturluson Til hamingju með daginn 30 ára Valur ólst upp á Bálkastöðum í Hrútafirði, er búsettur á Akureyri og er nú vöruflutningabíl- stjóri þar. Systur: Elín Sigríður, f. 1975, Jóhanna, f. 1980, og Anna Karen, f. 1993. Foreldrar: Eyjólfur Valur Gunnarsson, f. 1956, póstfulltr. í Húnavatns- sýslu, og Steinunn María Óskarsdóttir, f. 1955, skrifstofumaður hjá Póst- inum á Akureyri. Valur Már Eyjólfsson 30 ára Gunnlaug ólst upp á Ólafsfirði en er hús- freyja á Reynimel á Mýr- um. Maki: Rögnvaldur Rúnar Þorkelsson, f. 1983, starfsmaður hjá Meitli. Dætur: Thelma, f. 2004; Guðrún Eygló, f. 2006, og Rakel Svava, f. 2007. Foreldrar: Eygló Guðna- dóttir, f. 1963, vinnur á Aflagranda, og Gunn- laugur Jónsson, f. 1956, húsv. við Langholtsskóla. Gunnlaug S. Gunnlaugsdóttir 30 ára Kristín ólst upp í Garðinum, lauk tann- læknaprófi frá Tann- læknaháskólanum í Árós- um og er tannlæknir í Reykjanesbæ. Maki: Ögmundur Er- lendsson, f. 1984, jarð- fræðingur. Dóttir: Alda Ögmunds- dóttir, f. 2012. Foreldrar: Jóna Sigurð- ardóttir, f. 1963, rafvirki, og Ólafur Róbertsson, f. 1962, kaupmaður. Kristín Erla Ólafsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR Sérprentanir í minni eða stærri upplögum! PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is Íslensk framleiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.