Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 12
FJÁRMÁLIN
TEKJUSTOFNAR SVEITARFÉLAGA
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Þegar tilkynnt var um útsvars-
prósentur sveitarfélaganna í byrjun
þessa árs kom í ljós að allur þorri
þeirra, 58 af 74, ætlar að innheimta
leyfilegt hármarksútsvar. Það er
14,52%. Aðeins tvö sveitarfélög
leggja á lægsta útsvar sem leyfilegt
er, 12,44%. Þetta eru Skorradals-
hreppur og Grímsnes- og Grafnings-
hreppur.
Sveitarfélögunum gafst færi á að
hækka útsvarshlutfallið um 0,04%
um áramótin og þau 58 sem eru í há-
markinu nýttu sér það.
Af tólf stærstu sveitarfélögum
landsins eru átta með hármarksútsv-
ar, þar á meðal Reykjavíkurborg.
Ekkert þeirra er með lágmarks-
útsvar.
Einungis sex sveitarfélög halda
útsvari óbreyttu frá síðasta ári. Það
eru Kópavogur, Eyja- og Miklaholts-
hreppur, Fjallabyggð, Grýtubakka-
hreppur, Skeiða- og Gnúpverja-
hreppur og Skorradalshreppur.
Þrjú sveitarfélög lækka útsvars-
hlutfallið, Grindavík, Vestmanna-
eyjar og Grímsnes- og Grafnings-
hreppur.
Helsti tekjustofninn
Útsvar er mikilvægasti tekjustofn
sveitarfélaganna. Það stendur að
jafnaði undir um 60% af útgjöldum
þeirra. Aðrir tekjustofnar eru fast-
eignagjöld, þjónustugjöld og framlög
úr jöfnunarsjóði.Fasteignagjöldin
samanstanda af fasteignasköttum,
holræsagjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu
og sorphirðugjöldum.
Álagningarprósenta fast-
eignaskatts er víðast hvar óbreytt á
milli ára, en í þremur sveitarfélögum
lækkaði hún nú um áramótin. Í Ár-
borg um 8,3%, Kópavogi um 6,9% og
í Hafnarfirði um 6,7%. Þetta segir þó
ekki alla söguna því fasteignamat
hefur víða breyst á milli ára og leiðir
af sér talsverðar hækkanir á höfuð-
borgarsvæðinu.
Ekkert yfirlit er til um breytingar
á gjaldskrám sveitarfélaga í upphafi
ársins, en fyrir liggur þó að þær hafa
víða hækkað. Þannig hækkaði til
dæmis gjald fyrir venjulega sorp-
tunnu í Reykjavík um 10%. Áform-
aðar gjaldskrárhækkanir sveitarfé-
laga hafa víða verið dregnar til baka
vegna kjarasamninganna og hefur
Alþýðusambandið beitt sér mjög fyr-
ir því.
Bitbein í kosningum
Útsvar og aðrir tekjustofnar hafa
löngum verið bitbein í sveitarstjórn-
arkosningum. Þó virðist heldur hafa
dregið úr því á síðustu árum. Er lík-
legt að erfið fjárhagsstaða sveitarfé-
laganna og miklar skuldir eftir hrun-
ið haustið 2008 valdi þessu.
Helst hafa það verið sjálfstæð-
ismenn sem lagt hafa áherslu á að út-
svar sé eins lágt og kostur er. Jafn-
framt hafa þeir boðað hagræðingu
og sparnað í rekstri sveitarfélag-
anna. Aðrir flokkar hafa yfirleitt tal-
ið að nauðsynleg útgjöld sveitarfé-
laganna leyfi ekki slíka stefnu. Þörf
sé á meiri tekjum til rekstrarins en
ekki minni.
Stefna sjálfstæðismanna í útsvars-
málum hefur ekki skapað þeim
sterkari stöðu í stærsta sveitarfé-
laginu, Reykjavík, hvað sem veldur.
Kannski hefur skort á að flokkurinn
geri kjósendum skýra grein fyrir því
hvaða áhrif hver prósenta í útsvarinu
hefur á heimilisbókhald fjölskyldn-
anna.
Almennt hefur verið talið að ein
ástæðan fyrir velgengni sjálfstæð-
ismanna á Seltjarnarnesi og í Garða-
bæ sé fastheldni þeirra við lágt út-
svar og áhersla á að nýta ekki
heimild til að leggja á hámarks-
útsvar.
Reykjavíkurborg nýtti sér ekki
hámarksútsvar á meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn fór með meirihlutavald í
borginni. Útsvarið hækkaði þegar
flokkurinn missti meirihlutann. Nú
nýtir meirihluti Besta flokksins og
Samfylkingarinnar sér réttinn til að
leggja á hámarksútsvar í borginni.
Seltirningar buðu fyrr á árum ein-
ir stórra sveitarfélaga upp á lág-
marksútsvar. Það breyttist um alda-
mótin þegar fjárþörf bæjarfélagsins
jókst. Engu að síður hafa Seltjarn-
arnes og Garðabær sérstöðu í út-
svarsmálum meðal stóru sveitarfé-
laganna. Á þessu ári verður
útsvarsprósenta þeirra 13,70%.
Ekki lengur hvati
Ákvörðun Grímsness- og Grafn-
ingshrepps að nota lægstu útsvar-
sprósentu á þessu ári hefur vakið at-
hygli. Á síðasta ári notaði
hreppurinn hámarksútsvar. Fram
kom í samtali Morgunblaðsins við
Gunnar Þorgeirsson, oddvita
hreppsnefndarinnar, að tvær ástæð-
ur lágu að baki þessari ákvörðun.
Annars vegar hafi vilji íbúa staðið til
þessarar breytingar. Hins vegar hafi
þetta verið viðbrögð við breyttum
reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
sem útiloka hreppinn frá framlögum
úr sjóðnum. Samkvæmt reglum
sjóðsins fá aðeins þau sveitarfélög
framlög sem nota hæstu prósentuna.
Þess vegna var hún notuð í fyrra og
árin þar á undan. Nú er þessi hvati
ekki lengur til staðar að sögn Gunn-
ars.
Grímsnes- og Grafningshreppur
er með tekjuhæstu sveitarfélögum
landsins vegna virkjana innan hans.
Lægri útsvarstekjur munu ekki leiða
til skerðingar á þjónustu heldur
verður eitthvað hagrætt í rekstri.
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélag-
anna í haust kom fram í máli Hall-
dórs Halldórssonar, formanns Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, að þau
hafa áhuga á því að fá hlutdeild í
fleiri tekjustofnum en þau hafa nú.
Nefndi hann veiðileyfagjaldið og fyr-
irhugaðan skatt á ferðaþjónustu.
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra sagði þá að skipting
veiðileyfagjaldsins á milli ríkis og
sveitarfélaga væri ekki inni í mynd-
inni. Öðru máli gegndi um gjald á
ferðaþjónustu enda yrði ábyrgð á
uppbyggingu á ferðamannastöðum
þá um leið dreift.
Batnandi fjárhagsstaða
Á fjármálaráðstefnunni kom fram
að fjárhagsstaða sveitarfélaganna
hefur farið batnandi undanfarin
misseri. Mætti því ætla að svigrúmið
yrði notað til að lækka álögur á íbúa.
Það hefur ekki gerst nema að mjög
litlu leyti. Ein ástæðan er sú sem
fyrr var nefnd að reglur jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga kveða á um
að nýti sveitarfélag sér ekki há-
marksútsvar missi það allan rétt til
úthlutunar úr sjóðnum. Þetta ræður
því að sveitarfélag eins og t.d. Ár-
borg sem lagað hefur fjárhagsstöðu
sína umtalsvert kýs frekar að lækka
fasteignagjöldin en útsvarið.
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra hefur lýst því yfir að
hún vilji breyta þessum reglum jöfn-
unarsjóðsins. Ekki liggur fyrir hve-
nær það verður gert eða hvernig.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nær öll með hámarksútsvar
Aðeins tvö sveitarfélög með lágmarksútsvar Sveitarfélögin vilja stærri hlut í tekjum ríkisins
Víða hækkanir á gjaldskrám um áramótin Reglur jöfnunarsjóðs hafa áhrif á útsvarshlutfall
Seltjarnarnes Frá bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Seltirningar greiða lægra útsvar en íbúar flestra annarra sveitarfélaga.
Útsvarsprósenta 12 stærstu sveitarfélaganna 2014
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga
16
14
12
10
8
6
4
2
0
14,52% 14,48% 13,70% 14,52% 13,70% 14,52% 14,52% 14,52% 13,98% 14,52% 14,52% 14,52%
%
Rey
kjav
ík
Kóp
avo
gur
Gar
ðab
ær
Haf
nar
fjör
ður
Sel
tjar
nar
nes
Mo
sfe
llsb
ær
Rey
kjan
esb
ær
Fja
rða
byg
gð
Ves
tma
nna
eyja
r
Aku
rey
ri
Akr
ane
s
Árb
org
*Hámarks
útsvar
14,52%
*Lámarks
útsvar
12,44%
Samkvæmt lögum 2014*
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Sveitarfélög á Íslandi eru mjög sjálfstæð miðað við sveitarfélögin í ná-
grannalöndunum. Sjálfstæðir tekjustofnar sveitarfélaga hér á landi eru
mun umfangsmeiri en víðast þekkist.
Þetta sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í fyrrahaust. Hann bætti
við að þannig vildum við hafa það. „Sjálfsstjórn sveitarfélaga ber að virða
og alls ekki má draga úr henni,“ sagði hann.
Fram kom í máli hans að núverandi tekjustofnar dygðu ekki til að
standa undir sívaxandi þjónustuskyldum sveitarfélaganna. Þess vegna
hefði sambandið lagt áherslu á að breikka og styrkja tekjustofnana. Þau
vildu hlutdeild í umferðarsköttum, sköttum af ferðaþjónustu, skattlagn-
ingu fyrirtækja og arðgreiðslum til eigenda þeirra.
Einnig kvað hann sveitarfélögin vilja hlutdeild í almenna hluta trygg-
ingargjaldsins til að standa undir síauknum kostnaði við fjárhagsaðstoð,
sérstaklega vegna þeirra sem misst hafa eða hafa aldrei átt rétt til at-
vinnuleysisbóta og fá fjárhagsaðstoð eingöngu vegna þess að þeir eru án
atvinnu.
Halldór bætti við að öruggasta ráðið til hækkunar á tekjum sveitarfé-
laga væri þó að hagvöxtur í landinu ykist og atvinnuleysi minnkaði. Það
væri forgangsmál og ríkisstjórnin yrði að gera allt sem hennar valdi
stæði til að svo gæti orðið.
Vilja breikka og styrkja tekju-
stofna sveitarfélaganna