Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
✝ Guðbjörg Frið-þjófsdóttir,
jafnan kölluð
Bogga, fæddist á
Patreksfirði hinn
14. júní 1941. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
1. febrúar 2014.
Hún var dóttir
hjónanna Friðþjófs
Þorsteinssonar, f.
16. mars 1902, d.
30. ágúst 1973, og Lilju Snæ-
björnsdóttur, f. 25. apríl 1906, d.
25. sept. 1981. Bróðir Guð-
bjargar var Þorsteinn, f. 5. júní
1930, d. 1. júlí 1987.
Hinn 25. desember 1966 gift-
ist Guðbjörg Þresti H. Elíassyni,
f. 21. júní 1945, syni Elíasar
Hannessonar og Bryndísar
Leifsdóttur. Þau eignuðust þrjú
börn sem eru: 1) Lilja, f. 28.
febrúar 1966, maki Skúli Þor-
steinsson, f. 23. maí 1965. Þeirra
synir: Arnór Freyr, f. 22. janúar
1994, og Þröstur Már, f. 10. apríl
1996. 2) Helgi Leifur, f. 1. júní
1971, fyrri kona hans var Fann-
ey Steinþórsdóttir, f. 12. jan.
1972. Þeirra börn: Steinþór, f. 4.
nóvember 1989, sambýliskona
Anna Karólína Elfa Tóm-
asdóttir, f. 12. október 1989.
María Björk, f. 12.
október 1994, sam-
býlismaður Atli Þór
Jónsson, f. 18. apríl
1991. Helgi og
Fanney skildu.
Seinni kona hans er
Guðrún Rós Mar-
íusdóttir, f. 10. júní
1970. Þeirra dætur:
Sunna Dís, f. 3. des-
ember 2002, og
Birta Sól, f. 19.
ágúst 2005. Fyrir átti Guðrún
Rós dótturina Þóreyju Lovísu
Sigurmundsdóttur, f. 21. desem-
ber 1997. 3) Andvana fæddur
drengur 27. janúar 1973.
Þröstur og Bogga bjuggu á
Patreksfirði til ársins 1983 en
fluttust á Melabraut á Seltjarn-
arnesi í upphafi árs 1984 og
hafa búið þar síðan. Þröstur
hafði unnið ýmsa vinnu á Pat-
reksfirði, lengstum þó sem bíl-
stjóri, og gerðist sendibílstjóri
eftir komuna suður. Bogga vann
í nokkur ár í fatahreinsuninni
Kjóll og hvítt og síðan um fimm-
tán ára skeið í Bókasafni Sel-
tjarnarness.
Útför Boggu fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 10. febr-
úar 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Fimmtán ára skutlaði ég syst-
ur minni á skellinöðru í Brekku-
kot. Þegar ég kom í hlað stóð ung
stúlka á tröppunum. Í dag er
þessi stúlka konan mín og hefur
verið það frá árinu 1985 er ég
kom inn í fjölskylduna þína,
Bogga mín. Oft töluðuð þið
Þröstur um fyrstu stundir mínar
á Melabrautinni. Að ég hefði
skriðið með veggjum og aldrei
viljað borða neitt. Okkar kynni
voru ótrúlega góð og bar aldrei
skugga á þau. Við töluðum mjög
frjálslega og stóð móður minni
stundum ekki á sama og skamm-
aði mig oft.
Þú talaðir ósjaldan um hvað
Patró væri miklu betri en Borg-
arfjörður. Ég kom fyrst til Patró
1986 með Lilju í blíðskaparveðri.
Þar sem mér hafði verið sagt að
út á Látrabjarg yrði ég að fara
vildi ég endilega bruna þangað en
Lilja sagði að það væri miklu
betra að fara næsta dag. Þann
dag var þokan svo þétt að ég
hafði aldrei séð annað eins og enn
í dag hef ég ekki komið út á
bjarg, þökk sé Lilju veðurfræð-
ingi.
Þú talaðir oft um Steina bróð-
ur þinn,sem ég fékk allt of lítið að
kynnast. Hann var þér mjög kær
enda barst þú hjartalaga háls-
men sem móðir þín átti með
mynd af ykkur systkinunum. Ég
efa ekki að nú ríki gleðistund hjá
ykkur. Fyrir nokkrum árum fór
að bera á minnisleysi hjá þér en
áður hafðirðu mátt glíma við
krabbamein. Í haust fór heilsu
þinni að hraka hratt og með
hverri vikunni fjarlægðist þú og
undir það síðasta var varla að þú
þekktir okkur. Það var þó eitt
sem þú virtist aldrei gleyma. Ef
ég rétti upp höndina og sagði
„jæja Bogga mín, nú er það
fimma“, þá kom höndin og fimm-
an small.
Í rúmt 51 ár stóð Þröstur þér
við hlið og var þín stoð og stytta
og ekki síst eftir að þú veiktist.
Elsku Bogga, takk fyrir stelp-
una sem þú gafst mér. Elsku
Þröstur, Lilja, Helgi, ættingjar
og vinir, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og vona að Guð
styrki ykkur í sorginni. Þinn
tengdasonur,
Skúli.
Amma var yndisleg kona sem
vildi öllum vel og elskaði að fá
fjölskyldu sem og vini í heim-
sókn. Henni þótti einstaklega
vænt um fjölskylduna sína og
sýndi það óspart. Minning okkar
um hana verður alltaf til í huga
okkar og hjörtum. Við áttum
mörg yndisleg samtöl og mikið
sem við hlógum saman. Það
gleymist aldrei. Hún snerti svo
sannarlega hjörtu allra sem
þekktu hana. Blessuð sé minning
hennar.
Elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku afi, þú hefur hugsað vel
um ömmu og guð styrki þig í
sorginni og verndi um ókomna
tíð.
Steinþór, Anna, María, Atli,
Þórey, Sunna, Birta, Arnór
og Þröstur.
Hún Guðbjörg frænka mín
sem alltaf var kölluð Bogga er
látin eftir stríð við illvígan sjúk-
dóm um nokkurra ára skeið.
Hún fæddist á Patreksfirði og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum,
Lilju og Friðþjófi, ásamt Steina,
eldri bróður sínum. Móðir Boggu
var föðursystir mín. Við fæðingu
mína veiktist mamma og mér var
komið fyrir á heimili frænku
minnar og dvaldi þar fyrsta árið
og svo aftur í þrjá mánuði þegar
ég var tveggja ára. Tengslin við
fjölskyldu Boggu urðu því ansi
náin. Það var alla tíð mikill sam-
gangur milli heimila okkar og
Klifið, æskuheimili hennar, varð
fastur punktur í tilveru minni.
Klifið var lítið og hlýlegt timb-
urhús í miðju bæjarins og vinsæll
viðkomustaður fjölmargra á ferð
um bæinn, ekki síst okkar
barnanna. Ekki skorti gestrisn-
ina á þeim bænum, hlaðin borð af
kræsingum, pönnukökur, kleinur
og annað góðgæti. Við bar ef við
ösluðum skaflana að vetrarlagi að
okkur væru réttar heitar pönnu-
kökur út um eldhúsgluggann.
Það var yndislegt að alast upp
í þessu litla sjávarþorpi, um það
vorum við frænkur sammála á
fullorðinsárum, og alltaf þótti
okkur jafngaman að heimsækja
æskuslóðirnar eftir að við vorum
báðar fluttar þaðan. Bogga fór að
vinna í fiski þegar hún hafði aldur
til eins og flestir unglingar í sjáv-
arþorpum landsins á þeim árum.
Hún fór síðan í Héraðsskólann á
Núpi og seinna á Húsmæðraskól-
ann á Varmalandi. Pabbi sagði
mér á sínum tíma frá því að
skólastjórinn á Núpi hefði sent
foreldrum Boggu bréf þar sem
hann hrósaði dóttur þeirra fyrir
framúrskarandi góða hegðun og
framkomu í skólanum og sagði að
hún væri þeim til mikils sóma.
Pabbi hefur trúlega ætlað mér að
taka nú frænku mína til fyrir-
myndar. Bogga sagði mér frá því
að þegar ég var lítil hjá þeim
hefði ég verið í risastórum vagni
og þegar hún var að passa mig og
aka mér í honum (hún var sjö ár-
um eldri en ekki há í loftinu) hefði
hún ekki séð yfir vagninn og orð-
ið að kíkja meðfram honum til að
sjá veginn fram undan. „Ég
gleymdi mér aðeins einu sinni,“
sagði hún, „og keyrði beint á
hana Oddnýju.“
Bogga kynntist Þresti sínum í
Borgarfirðinum og hann flutti
með henni til Patreksfjarðar. Ég
minnist heimsóknar til Boggu á
fyrstu búskaparárum hennar en
þá var hún að baka til helgarinn-
ar að góðra húsmæðra sið. Hún
var í þann mund að fara að
skreyta eina tertuna með hefð-
bundnum rauðum glassúr en þá
sá ég að hún átti þvílík ókjör af
matarlit í öllum regnbogans litum
og taldi hana á að nota eitthvað af
þeirri litadýrð í staðinn fyrir
þann rauða venjulega. Þegar við
virtum fyrir okkur meistaraverk-
ið, himinbláa tertuna, varð
frænku minni að orði: „Hvað ertu
búin að láta mig gera, hver held-
urðu að borði þessa bláu köku?
Hún er hryllileg.“ Svo veltumst
við um af hlátri. Ekki varð ég
vitni að endalokum bláu tertunn-
ar en þykist vita að hún hafi
runnið ljúflega niður með sunnu-
dagskaffinu. Þannig minnist ég
frænku minnar, endalaus hlátur
og gleði þegar við hittumst og
spjölluðum yfir kaffibollum og í
gönguferðum, spjall um yndisleg
börn og barnabörn og hlátur yfir
skondnum uppákomum ættingja
eða vina en allramest yfir
skondnum og oft á tíðum vand-
ræðalegum uppákomum okkar
sjálfra.
Elskulega frænka mín, við
Guðni þökkum þér samfylgdina í
gegnum árin og sendum innileg-
ar samúðarkveðjur til Þrastar og
fjölskyldunnar sem stóðu eins og
klettar við hlið þér og studdu
þessi síðustu erfiðu ár.
Lilja Bergsteinsdóttir.
Mikið þykir mér vænt um að
hafa þekkt Boggu frænku og átt
skemmtilegar stundir með henni
í gegnum árin. Það sem kemur
upp í huga minn núna þegar
Bogga er farin eru fjölmargar
skemmtilegar minningar. Ég var
lítil hnáta þegar Bogga og Þröst-
ur bjuggu vestur á Patreksfirði
og því er sterkasta minningin
mín þaðan um Tomma og Jenna-
þættina sem ég fékk að horfa á
meðan mamma og Bogga frænka
töluðu og möluðu inni í eldhúsi.
Ég man ekkert eftir eldhúsinu en
ég man hvar sjónvarpið var. Það
eru hins vegar minningarnar frá
húsinu þeirra á Seltjarnarnesinu
sem eru nær mér. Ég er yngsta
barn foreldra minna og var því
gjarnan fylgifiskur mömmu þeg-
ar hún ætlaði að heimsækja
frænku sína og spjalla við hana
um allt sem þurfti að spjalla um.
Ég man hvað það var mikið til-
hlökkunarefni að koma með út á
Nes og kíkja til Boggu. Ég á
meira að segja minningu um ægi-
legt svekkelsi yfir að koma að
tómum kofanum. Bogga var samt
oftast heima og átti alltaf eitt-
hvað gott að borða, alls konar kex
og alltaf appelsín og kók. Síðan
voru þær frænkur duglegar að
finna eitthvað fyrir mig að gera
til þess að þær gætu nú eytt öll-
um þessum óskapatíma í að ræða
allt sem þurfti að ræða. Ég fékk
að horfa á teiknimyndir eða leika
mér að dúkku sem var til í gamla
daga að mér fannst. Í eitt skiptið
keypti mamma meira að segja
handa mér þykka litabók og
stærsta Crayola-litakassa sem
hægt var að fá. Þær hafa aldeilis
þurft að ræða málin í það skiptið
þær frænkur. En svo varð ég
eldri og hætti að lita og kom samt
oft með í heimsókn út á Nes eða
hitti Boggu í eldhúsinu hjá
mömmu. Bogga var alltaf svo
hress og glöð og gaman að um-
gangast hana. Það sem þó stend-
ur upp úr þegar ég hugsa til baka
og það sem mér þykir vænst um
er gleði mömmu þegar Bogga var
nálægt. Þær frænkur voru
bundnar sterkum vináttuböndum
og svo gátu þær hlegið og gantast
endalaust. Ég mun alltaf halda
fast í minningar sem ég á um
góða og skemmtilega frænku og
þykja afskaplega vænt um þær.
Elsku Þröstur, Lilja, Helgi
Leifur og fjölskyldur ykkar,
elsku mamma mín. Ég hugsa til
ykkar allra. Megi guð styrkja
ykkur á þessari kveðjustund.
Kristín Berta Guðnadóttir.
Guðbjörg
Friðþjófsdóttir
✝ SveinbjörnRagnar Daní-
elsson, Bimbi,
fæddist á Sól-
vangi, Hafnarfirði,
20. október 1958.
Hann lést 1. febr-
úar 2014.
Bimbi var sonur
Dýrleyjar Sigurð-
ardóttur, f. 25.
september 1936,
og Daníels Krist-
ins Kristinsonar, f. 8. maí
1930, d. 2. janúar 1995. Hann
var þriðji í röðinni af sex
systkinum sem fædd voru á
átta árum. Þau eru: Magnús
Karl Daníelsson, f. 31.1. 1956,
giftur Ragnheiði Jónsdóttur
og eiga þau sex börn samtals
og fjögur barnabörn. Gísli
Dan, f. 23.11. 1957, d. 15.12.
1979, hann á einn son og eitt
barnabarn. Lára Dan, f. 20.7.
1960, gift Sigurði Harðarsyni,
eiga þau fjórar dætur og 13
barnabörn. Þórey Daníels-
dóttir, f. 28.8. 1962, á hún þrjú
börn á lífi en dótt-
ur missti hún 30.1.
1988. Reynir Dani-
elsson, f. 12.4.
1964, giftur Val-
gerði Sveinsdóttur
og eiga þau þrjú
börn.
Bimbi kvæntist
Önnu Kathrinu
Næs 19.11. 1983.
Þeirra börn: Dótt-
ir, lést í fæðingu
1980; Gísli Daníel, rafvirki, f.
1982, í sambúð með Jakobu
Eysturberg og eiga þau eina
dóttur, Elsu Kathrínu, f. 2009;
Hilmar, f. 1985, vélstjóri á
Norrænu, í sambúð með Drós
Sveinsdóttur. Allan, f. 1990,
húsasmiður og Björgvin, f.
1997, nemi.
Sveinbjörn var búsettur í
Hvalba, Suðurey, Færeyjum.
Minningarathöfn um Svein-
björn fór fram 5. janúar en
jarðarförin fer fram í dag, 10
febúar 2014 frá Hvalba í Fær-
eyjum
Elsku drengurinn minn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minning þín lifir sem ljós í lífi
okkar.
Góða nótt.
Þín mamma,
Dýrley Sigurðardóttir.
Sveinbjörn (Bimbi) ólst upp í
Garðahreppi alla sína bernsku.
Þótt ekki væri mikið um aur þá
ólumst við systkinin við öryggi
og ást. Húsið sem við bjuggum í
var 50 fm og þegar við vorum
lítil deildum við einu herbergi
öll sex saman, var sofið í tveim-
ur þriggja hæða kojum. Var oft
hamagangur þegar ganga átti til
hvílu að kveldi, var Bimbi glað-
asta barnið í hópnum og átti
móðir hans alltaf erfitt með að
skamma drenginn sinn sem
horfði svo ástúðlega til mömmu.
Hann gekk í Barnaskóla Garða-
hrepps og síðan í gagnfræða-
skólann. Var hann mjög vinsæll
af bekkjarsystkinum og kenn-
urum.
Bimbi var einstakur maður,
ákaflega gefandi, jákvæður og
gat gefið öllum bros, einnig
dásamlegur í mannlegum sam-
skiptum. Þótt hann hefði skoð-
anir þá hlustaði hann alltaf á rök
annarra og tók aldrei afstöðu
með neinum heldur lagði til
sáttahönd.
Hann byrjaði sex ára að spila
fótbolta með Stjörnunni og
margan leikinn spilaði hann fyrir
liðið sitt, eða þangað til að hann
fór til Færeyja (fyrsti Stjörnu-
maðurinn sem fer og spilar með
erlendu liði). Í hjarta var hann
alltaf Stjörnumaður númer eitt,
tvö og þrjú. Árið 1980 var hann
talinn besti leikmaðurinn sem
spilaði hefur í Færeyjum. Hann
tók öll þjálfara- og dómararétt-
indi. Þegar hann fór til Færeyja
ætlaði hann aðeins að vera frá
apríl til september, en í Fær-
eyjum skaut Amor hann í hjarta
og hann féll fyrir blómarós frá
Hvalba. Hún heitir Anna Kat-
hrína Næs (Nes) og giftu þau sig
19. nóvember 1983. Þau urðu
fyrir þeirri miklu sorg að frum-
burður þeirra, dóttir, lést í fæð-
ingu 1980. Þau eiga fjóra flotta
stráka sem allir hafa spilað fót-
bolta og hefur pabbi þeirra oft
verið þjálfari og leiðbeinandi
þeirra. Þeir eru Gísli Daniel raf-
virki, í sambúð með Jakobu
Eysturberg og eiga þau eina
dóttur, Elsu Kathrínu (2009),
sem var sólargeisli afa síns,
Hilmar vélstjóri á Norrænu í
sambúð með Drós Sveinsdóttur
og eiga þau von á sínu fyrsta
barni í byrjun júlí. Allan húsa-
smiður og Björgvin nemi. Þau
byggðu sitt hús á æskuslóðum
Önnu Katrínu 1987 og hafa búið
þar síðan.
Bimbi var ákaflega hamingju-
samur í sínu hjónabandi og voru
þau samstiga í lífinu.
Bimbi vann við rekstur versl-
unar og síðan lá leiðin til sjós,
fyrst sem háseti og síðan kokkur
á Níels Pauli. Seinni árin keyrði
hann rútu. Þetta er lífshlaup
Bimba bróður míns í grófum
dráttum.
Mig svíður í hjartað að sjá
hann ekki meir, mig verkjar í
hjartað að hann hafi ekki fengið
meiri tíma hér og þegar svo sár
er ástvinamissir finnst manni
minningar ekki nóg. En þegar
maður hefur upplifað slíkt áður
veit ég að minningar sem ég á í
tonnavís verða mér dýrmætari
þegar tíminn líður og sorgin sef-
ast.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Öllum ástvinum hans hér
heima og í Færeyjum sendi ég
samúðarkveðjur og bið Guð að
styrkja ykkur öll í sorg ykkar.
Farðu í friði ljóssins hjartans
vinur og hafðu þökk fyrir allt.
Þín systir,
Lára Dan.
Okkar áskæri frændi, við
fengum þau forréttindi að fá að
halda í þína sterku og hlýju
hönd.
Þú yndislegi, fallegi, bjartsýni
maður með hjarta úr gulli og
gimsteinum, þú kvaddir okkur
eftir hetjulega barátttu. Elsku
Bimbi, hjarta þitt mun slá með
okkur öllum og minning þín leiða
okkur áfram um ókomna tíð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Anna og fjölskylda,
mamma og pabbi og okkar kæru
ástvinir, við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
drottin að styrkja og varðveita
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Dýrley, Stella, Lóa
og Elísabet.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún)
Elsku æskuvinurinn minn, ég
kveð þig í dag og sendi með þér
kveðju til Gísla og þegar minn
tími kemur tökum við einn bolta
saman. Það voru forréttindi að
eiga þig sem vin.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn vinur,
Sigurður Harðarson
(Siggi H).
Sveinbjörn R.
Daníelsson (Bimbi)