Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Iceland and the International Fin- ancial Crisis, Boom, Bust and Reco- very er ný bók eftir Eirík Bergmann Einarsson prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Bifröst. Bókin er ætluð fyrir alþjóðlegan markaði og kemur út hjá alþjóðlega bókarisanum Palgrave Macmillan í rómaðri ritröð í alþjóðlegri stjórn- málahagfræði. Í bókinni dregur Ei- ríkur upp mynd af hruninu, aðdrag- anda þess og eftirleiknum. „Ísland er eitt af merkilegustu dæmunum í þessari alþjóðakrísu og þar kemur ýmislegt til. Við urðum fyrst til að falla og umheimurinn fylgdist með því í beinni útsendingu og inn í það blönduðust síðan deilur við Breta og Hollendinga. Hrunið er mesti fjölmiðlaviðburður sem Ísland hefur nokkru sinni upplifað,“ segir Eiríkur. „Þetta er gríðarlega dramatískt mál á alþjóðlega vísu en það er ekki endilega mikill skiln- ingur á því. Það hafa verið sagðar ótrúlega misvísandi fréttir af því sem gerðist og í umræðunni verða til goðsagnir. Sú fyrsta var að Ísland væri í efnahagslegu svartholi, fólk myndi flýja eyjuna og hér yrði efna- hagsleg neyð í áratugi. Þegar bús- áhaldabyltingin varð voru sagðar rómantískar byltingarsögur um um- pólun íslensks samfélags, sem varð ekki. Síðasta goðsögnin sem varð al- menn var að Íslendingar hefðu svo kosið þá sem ollu hruninu aftur til valda, sem er heldur ekki rétt.“ Er þetta hrunbók? „Nei, ég myndi ekki lýsa henni sem hrunbók. Hún er tilraun til að greina djúpstæð lögmál í íslenskum stjórnmálum og hvernig þau hafa áhrif á opinbera stefnumótun í efna- hagslífi og í utanríkismálum. Mér fannst ástæða til að reyna að ná ut- an um þessa atburði, skýra þá og setja þá í samhengi. Ég nota bóluna, hrunið og endurreisnina sem tæki til að skoða þessi lögmál. Þetta er fremur hagsöguleg greining en hrunbók. Það að þrír bankar hafi fallið er ekki það áhugaverðasta í þessari sögu.“ Hvað er það áhugaverðasta? „Það er að reyna að grafast fyrir um það eftir hvaða brautum stjórn- mál renna og hvað það er sem veld- ur því að keyrðar eru efnahags- stefnur með þeim hætti sem hér er gert. Það er í sjálfu sér ekki áhuga- vert að skoða hvað gerðist því við vitum það. En ef við skoðum upp- gangsárin fyrir hrun þá komu harðar bóluhvetjandi efnahags- stefnur hver ofan í aðra. Það voru stórar opinberar iðnaðarfram- kvæmdir, farið var í afregluvæð- ingu fjármálamarkaðarins og látið duga að nota bara lágmarks Evr- ópureglur og engar aðrar varnir settar inn í kerfið. Menn lækkuðu bindiskylduna og afnámu hana gagnvart útlöndum. Fjármálafyr- irtækjum voru veittar heimildir til að kaupa eigin bréf. Farið var í viðamiklar skattalækkanir. Hið op- inbera fór að lána fólki miklu meira af húsnæðislánum en áður hafði verið gert. Þegar þetta er allt keyrt saman þá verður gríðarleg verð- bólga og þensla skapast. Þetta er eins og að keyra kappakstursbíl á fleygiferð og taka hemlabúnaðinn úr honum. Ekki var gert ráð fyrir neinu varnarkerfi.“ Var hægt að sjá þetta fyrir? „Það sem ég er að segja hér er eftiráspeki. Ég er ekki að þykjast hafa séð þetta fyrir. En þegar mað- ur horfir á heildarmyndina þá var hér rekin óskynsamleg efnahags- stefna.“ Menn að kaupa verðlaunagripi Útrásin var svo líka býsna óskyn- samleg, ekki satt? „Á sama tíma og við förum inn á Evrópska efnahagssvæðið eru bank- arnir einkavæddir og útrásin fer af stað. Það er gríðarlega margt í út- rásinni sem eftir á að hyggja var mjög óskynsamlegt. Til dæmis hvernig menn keyptu upp fasteigna- félög og glæsihýsi í miðborg Kaup- Kerfisgalli í íslensku efnahagslífi  Eiríkur Bergmann Einarsson er höfundur nýrrar bókar um hrunið HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 14. febrúar 2014. Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2014 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.