Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Örlygur Hálfdánarson var gerður
að heiðursfélaga Félags íslenskra
bókaútgefenda á aðalfundi félags-
ins sem fór fram í síðustu viku. Fé-
lagið fagnar um þessar mundir 125
ára afmæli sínu og hafa þrettán
einstaklingar verið gerðir að heið-
ursfélögum frá stofnun þess, vegna
framlags síns til bókaútgáfu og
starfa fyrir félagið. Stjórn félags-
ins ákvað einróma í tilefni af af-
mælinu að gera bókaútgefandann
Örlyg Hálfdánarson að heið-
ursfélaga.
Örlygur stofnaði árið 1966 bóka-
útgáfuna Örn og Örlyg og ein-
kenndi mikill metnaður útgáfuna
frá upphafi og mörg verka Örlygs
teljast enn til lykilverka í íslenskri
útgáfusögu síðustu aldar, eins og
segir í tilkynningu. „Einkennandi
fyrir útgáfu Arnar og Örlygs voru
alla tíð handbækur, ferðasögur,
þjóðlegur fróðleikur og orðabækur
í hæsta gæðaflokki. Og flest þess-
ara verka, ef ekki öll, hafa staðist
tímans tönn. Þar má meðal annars
nefna Íslensku alfræðibókina í
þremur bindum, Ensk-íslenska
orðabók, Landið þitt Ísland í sex
bindum, Ferðabók Eggerts og
Bjarna, Reykjavík: Sögustaður við
sund í fjórum bindum, Íslands-
handbókina í 2 bindum, Fransk-
íslenska orðabók og að lokum
þriggja binda stórvirkið Úr torf-
bæjum inn í tækniöld, sem kom út
árið 2003,“ segir þar ennfremur.
Ljósmynd/Lárus Karl Ingason
Heiður Örlygur Hálfdánarson tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Eg-
ils Arnar Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda.
Örlygur Hálfdánarson
gerður að heiðursfélaga
Tímaritið Reykjavík Grapevine
stofnaði til tónlistarverðlauna á síð-
asta ári til að hvetja og styðja við ís-
lenska tónlistarmenn sem þykja
bera af. Verðlaunin voru síðan veitt
á skemmmtistaðnum Paloma fyrir
stuttu.
Dómnefnd á vegum blaðsins, sem
skipuð var þeim Matthíasi Má
Magnússyni, Önnu Hildi Hildi-
brandsdóttur og John Rogers, valdi
verðlaunahafa í sex flokkum. Sin
Fang hlaut verðlaun fyrir íslenska
plötu ársins, Flowers, Grísalappa-
lísa var valin besta tónleikasveit
landsins, hljómsveitin múm fékk
viðurkenningu fyrir vanmetnustu
plötu ársins 2013, Smilewound, og
Samaris var útnefnd „hljómsveit til
að fylgjast með á komandi ári“.
Hljómsveitin sáluga Trabant var
svo valin „hljómsveit til að muna“.
Sin Fang fékk einnig viðurkenn-
ingu fyrir lag ársins, Young Boys.
Að lokinni verðlaunaafhendingu
lék Grísalappalísa fyrir gesti og
söng Megas með henni nokkur lög,
þar á meðal lagið sem hljómsveitin
er nefnd eftir.
Ljósmyndir/Nanna Dís
Grísalappalísurokk Megas söng nokkur lög með Grísalappalísu sem valin var besta tónleikasveit landsins.
Tónlistarverðlaun
Reykjavík Grapevine
Eftirminnileg Þorvaldur Gröndal,
fyrrverandi trommuleikari Trab-
ants, tók við verðlaunum fyrir
„hljómsveit til að muna“.
Vanmetin Hljómsveitin múm átti vanmetnustu plötu liðins árs, að mati dómnefndar á vegum tímaritsins Reykjavík
Grapevine. Örvar Smári Þóreyjarson og Hildur Guðnadóttir tóku við verðlaunum hljómsveitarinnar.
Eftirtektarverð Samaris var valin „hljómsveit til að fylgjast með á komandi
ári“. Jófríður Ákadóttir og Áslaug Rún Magnúsdóttir tóku við viðurkenn-
ingunni fyrir hönd hljómsveitarinnar á skemmtistaðnum Paloma.
Verðlaunavanur Sindri Már Sigfússon tók við verðlaunum hljómsveit-
arinnar Sin Fang fyrir plötu ársins 2013, Flowers, og lag ársins.
MultiMaster
fjölnotavél
slípar - sagar - skefur
raspar - brýnir - o.fl.
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is