Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
Aðgengi fyrir alla!
PI
PA
R
\T
BW
A
•
SÍ
A
•
13
23
05
Stofnanir
Skólar
Heimili
Fyrirtæki
Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík
Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is
Lausnir í lyftumálum
Framvirkir samningar um gull með
afhendingu í apríl hækkuðu um 0,5%
á föstudag á markaðinum í New
York. Endaði únsan í 1.262,90 dölum
og nemur hækkunin 1,9% frá vikunni
á undan. Hæst fór únsan upp í 1.272
dali í viðskiptum föstudagsins eftir
að tölur bárust frá bandaríska vinnu-
málaráðuneytinu sem bentu til þess
að fjölgun nýrra starfa hefði verið
langt undir væntingum.
Frá ársbyrjun hefur gullverð ver-
ið á hægri en nokkuð stöðugri ferð
upp á við. Únsan var í mikilli lægð í
byrjun árs við 1.182 dala markið en
hefur síðan þá styrkst statt og stöð-
ugt. MarketWatch minnir á að þetta
er allt önnur þróun en var á gullinu á
síðasta ári þegar málmurinn rýrnaði
í verði um röskan þriðjung.
Silfur hækkaði um 4,3% í liðinni
viku og endaði í 19,936 dölum á úns-
una, en kopar bætti við sig 1,2% í lið-
inni viku og endaði í 3,236 dölum á
pundið.
Sinknámur tæmast
Af málmum er það einnig að frétta
að framleiðendur sinks eru farnir að
hækka hjá sér verð. Framboð á
málminum er farið að dragast saman
vegna lokunar náma samhliða
sterkri eftirspurn í Kína. Tveir leið-
andi framleiðendur á sinki, Nyrstar
NV og Mitsui Mining & Smelting
Co., hafa staðfest við Wall Street
Journal að málmurinn sé nú seldur á
hærra verði til kaupenda á borð við
stálframleiðendur. Á málmmarkað-
inum í London hefur sinkið hækkað
um 7% frá desemberbyrjun og kost-
aði tonnið 2.022 dali á föstudag. Sink
er m.a. notað til að húða stál til að
varna ryði.
Námafyrirtæki hafa verið að loka
sinknámum á stöðum eins og Ástr-
alíu og Kanada þar sem uppsprettur
málmsins hafa víða verið nýttar að
fullu. Rannsókn sem gerð var af al-
þjóðastofnuninni Interntional Lead
and Zinc Study Group áætlaði að
heimsmarkaðinn hefði vantað um
18.000 viðbótartonn af sinki á síðasta
ári. ai@mbl.is
Gullúnsan heldur
áfram að styrkjast
Farið að gæta skorts á sinki á heimsmarkaðinum
AFP
Stígandi Gullúnsan kostaði um 1.180 dali í byrjun árs en er nú komin að 1.270 dala markinu. Svissneskar stangir.
Glansandi
» Eftir mikla lækkun á síðasta
ári hefur gullið hækkað jafnt
og þétt frá áramótum.
» Gullúnsan í námunda við
1.270 dala markið.
Guðrún Hafsteinsdóttir býður sig
fram til formanns Samtaka iðnaðar-
ins, gegn Svönu Helen Björnsdótt-
ur sem verið hefur formaður í tvö
ár. Guðrún segist vilja meiri slag-
kraft í starf samtakanna.
Framboðsfrestur fyrir stjórnar-
kjör í SI rann út á fimmtudag. Auk
tveggja formannsframboða bjóða
sex sig fram í þrjú laus stjórnar-
sæti. Það eru Bolli Árnason frá GT
tækni, Eyjólfur Árni Rafnsson,
Mannviti, Jón Gunnar Jónsson frá
Actavis, Lárus Andri Jónsson í Raf-
þjónustunni, Sigsteinn P. Grétars-
son frá Marel og Vilborg Einars-
dóttir í Mentor.
Kosningu lýkur 5. mars
Kosningin er rafræn og fer fram
20. febrúar til 5. mars. Aðalfundur
Samtaka iðnaðarins verður 6. mars.
Svana var kjörin formaður á aðal-
fundi árið 2012. Hún stofnaði og
rekur ráðgjafar- og hugbúnaðarfyr-
irtækið Stika.
Guðrún er markaðsstjóri Kjöríss
og einn af eigendum fyrirtækisins.
Hún var kosin meðstjórnandi í
stjórn SI árið 2011 og endurkjörin á
Iðnþingi árið 2013.
„Ég tel að þekking mín, reynsla
og tengsl geti nýst samtökunum.
Ég hef setið í stjórn í þrjú ár og
langar að halda áfram að starfa fyr-
ir samtökin,“ segir Guðrún. Í til-
kynningu hennar um framboðið er
meðal annars sagt að hún vilji ljúka
aðildarviðræðum við Evrópusam-
bandið og kjósa um aðildarsamn-
ing. Ná þurfi sem hagstæðustum
samningum og leggja niðurstöðuna
í dóm kjósenda í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Ekki ágreiningur um stefnu
Guðrún telur að ekki sé ágrein-
ingur í stefnu hennar og sitjandi
formanns í þessu máli eða öðrum.
Áherslumunur geti þó verði á milli
fólks. „Þetta eru stór og öflug sam-
tök og ég vil hafa meiri slagkraft í
þeim,“ segir Guðrún.
Ekki náðist í Svönu Helen í gær.
Guðrún gegn
Svönu hjá Sam-
tökum iðnaðarins
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Svana Helen
Björnsdóttir
Áhugamenn um netgjaldmiðilinn
Bitcoin eru óhressir með þá ákvörð-
un Apple að taka úr umferð snjall-
símaforritið Blockchain. Er um að
ræða vinsælasta Bitcoin-„veski“
heims og er áætlað að um 120.000
manns noti forritið til að senda og
taka við Bitcoin-greiðslum.
Tæknitímaritið Wired greinir frá
að Apple hafi fjarlægt Blockchain úr
app-búðinni seint á miðvikudag.
Apple hefur ekki gefið neinar skýr-
ingar á ákvörðun sinni en eigendum
Apple-snjallsíma og spjaldtölva
stendur nú ekkert forrit til boða til
að nota sem veski undir Bitcoin-
myntir sínar.
Áður hafði Apple stöðvað dreif-
ingu á forritunum BitPak og Coin-
base sem gegndu svipuðu hlutverki.
Sumir markaðsgreinendur ganga
svo langt að spá því að ákvörðun
Apple kunni að reynast fyrirtækinu
dýr þar sem Bitcoin-notendur færa
sig nú yfir í snjalltæki frá öðrum
framleiðendum, s.s. símum sem
keyra á Android-stýrikerfinu.
Í ljósi vaxandi vinsælda Bitcoin,
og hversu miklu skiptir fyrir not-
endur gjaldmiðilsins að hafa eign
sína aðgengilega í snallsímanum,
gæti Apple verið að tapa fjölda við-
skiptavina jafnt til lengri og
skemmri tíma litið.
Ýmsar kenningar eru á kreiki um
hvers vegna Apple virðist fælast
Bitcoin-forrit. Wired segir hugs-
anlegt að ástæðan sé það flókna
regluverk sem er að verða til hjá
ríkjum víða um heim um notkun
Bitcoin. Aðrir telja mögulegt að
Apple líti á Bitcoin sem samkeppni
við eigin rafrænan greiðslumiðil
sem kunni að vera á teikniborðinu.
ai@mbl.is
Togstreita milli
Apple og Bitcoin
Fjarlægðu síðasta Bitcoin-veskið úr
app-búðinni Bitcoin-notendur gram-
ir og færa sig yfir í Android-tæki
AFP
Tæknin Vegfarandi rýnir í símann
sinn í Sjanghaí. Apple býður ekki
lengur Bitcoin forrit í app-búðinni.
Framtíðin? Vinsældir Bitcoin hafa vaxið mikið að undanförnu.