Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is TENERIFE Skelltu þér í sólina með hálfu fæði til 18. febrúar í 14 nætur Frá kr. 134.900 í 14 nætur með hálfu fæði B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kr. 134.900 Netverð á mann á Jacaranda*** m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með hálfu fæði í 14 nætur. Kr. 179.900 Netverð á mann á Jacaranda*** m.v. 2 fullorðna í herbergi með hálfu fæði í 14 nætur. Síðustu sætin í sólina á Tenerife 18. febrúar í 14 nætur. Frábært sértilboð á Jacaranda*** með hálfu fæði Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Alls fékk Ár- mann 1.711 at- kvæði, eða 61,5% atkvæða, í fyrsta sæti listans. Mar- grét Friðriks- dóttir, skóla- meistari, sóttist einnig eftir fyrsta sætinu en hún hafnaði í öðru sæti með 1.174 atkvæði í bæði 1. og 2. sætið. „Ég lagði mín störf sem bæjar- stjóri í dóm kjósenda Sjálfstæðis- flokksins og skilaboð íbúa eru skýr. Það er greinilegt að sjálfstæðismenn vilja halda áfram á þeirri braut ábyrgrar fjármálastjórnar og niður- greiðslu skulda sem ég hef staðið fyrir,“ segir Ármann. Horfir fram á veginn Fréttir um deilur og átök innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi seg- ir Ármann eiga heima í fortíðinni. „Fólk kallaði eftir sáttum í flokknum og úr prófkjörinu kemur gríðarlega sterkur listi með skýrt umboð sem á eftir að gera góða hluti í kosning- unum í vor.“ Ármann bendir einnig á að þátt- takan hafi verið mjög góð en tæplega þrjú þúsund manns tóku þátt í próf- kjörinu. „Við erum eini flokkurinn sem kemur til með að bjóða upp á prófkjör með þessum hætti. Hinir flokkarnir munu allir ákveða sína lista í skúmaskotum.“ Prófkjörið fór vel fram að mati Ár- manns sem segir það bæði hafa verið skemmtilegt og málefnalegt. „Ég fann fyrir meðbyr alla kosningabar- áttuna sem fór vel fram og eiga allir sem tóku þátt í prófkjörinu heiður skilinn,“ segir Ármann. Efstu sætin standa Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir að prófkjörið hafi farið vel fram og hann viti ekki til þess að nokkara kvartanir hafi borist vegna framkvæmdar þess. „Við sjálfstæðismenn í Kópavoginum get- um verið ánægðir með framkvæmd prófkjörsins og þann sterka hóp fólks sem mun leiða lista flokksins í kosningunum í vor.“ Bragi telur sig geta fullyrt að ekki verði breyting á efstu sætum listans nema einhver þiggi ekki sæti á list- anum. „Það hefur ekki tíðkast hjá okkur að gera breytingar á efstu mönnum listans eftir prófkjör.“ Alls sóttust 15 manns eftir sæti á lista flokksins og var þátttakan tæp 50 prósent. Ekki náðist í Margréti Frið- riksdóttur við vinnslu fréttarinnar. Fimm prófkjör voru hjá Sjálf- stæðisflokknum um helgina. Fjallað er um prófkjör í Mosfellsbæ, Ísa- firði, Akureyri og Grindavík á síðu 14. Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Sa m t. í 1. sæ ti Sa m t. í 1.- 2. sæ ti Sa m t. í 1.- 3. sæ ti Sa m t. í 1.- 4. sæ ti Sa m t. í 1.- 5. sæ ti Sa m t. í 1.- 6. sæ ti 1. Ármann Kr. Ólafsson 1.711 1.808 1.874 1.909 1.948 1.995 2. Margrét Friðriksdóttir 956 1.174 1.278 1.328 1.412 1.516 3. Karen Elísabet Halldórsd. 13 742 1.006 1.159 1.359 1.534 4. Hjördís Ýr Johnson 11 115 361 1.081 1.384 1.616 5. Guðmundur Gísli Geirdal 6 86 716 908 1.181 1.439 6. Margrét Björnsdóttir 33 608 819 925 1.079 1.282 Bæjarstjórinn vann öruggan sigur í prófkjöri  Hlaut 61,5% atkvæða í 1. sæti Ármann Kr. Ólafsson María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Dagur B. Eggertsson hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lauk á laugardag, en hann hlaut 1.421 atkvæði í fyrsta sætið eða 82,2 %. Þá hlaut Björk Vilhelms- dóttir einnig góða kosningu í annað sætið en hún var með 1.002 at- kvæði í fyrsta og annað sætið. „Ég er mjög ánægður með stuðninginn við mig og þetta er mjög gott veganesti fyrir vorið. Listinn er bæði fjölbreyttur og sterkur þó að vissulega sé mjög naumt á milli þeirra sem raðast í sæt- in sem neðar eru á listanum. Það var mjög mikið af reynslumiklu fólki að bjóða sig fram og við þyrftum helst að fá fleiri borgarfulltrúa til þess að tryggja þessu fólki sæti í borgar- stjórninni. Þessi hópur á að geta auð- veldað það verkefni,“ segir Dagur. Persónuleg vonbrigði Skúli Helgason, fyrrverandi þing- maður, gaf kost á sér í þriðja sætið en laut í lægra haldi fyrir Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa en aðeins munaði 13 atkvæðum á þeim. Athygli vekur að Skúli hefði átt að hljóta fjórða sætið en lenti í því fimmta vegna reglna Samfylkingar- innar um fléttulista. Kristín Soffía Jónsdóttir færðist því upp í fjórða sætið en hún hlaut 665 atkvæði í fyrsta til fjórða sætið á meðan Skúli hlaut 669 atkvæði. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum fengi Samfylkingin fjóra full- trúa í borgarstjórn og kemst Skúli því ekki inn. „Það hefur lengi verið grundvall- aratriði hjá okkur að jafnræði sé á milli kynja á framboðslistum Sam- fylkingarinnar,“ segir Dagur um beitingu fléttulista. Þátt í prófkjörinu tóku 1.732 fé- lagsmenn og var kjörsókn því 30,74%. Niðurstöður flokksvals Samfylkingar í Reykjavík Sa m t. í 1. sæ ti Sa m t. í 1.- 2. sæ ti Sa m t. í 1.- 3. sæ ti Sa m t. í 1.- 4. sæ ti Sa m t. í 1.- 5. sæ ti Sa m t. í 1.- 6. sæ ti Sa m t. í 1.- 7. sæ ti Sa m t. í 1.- 8. sæ ti 1. Dagur B. Eggertsson 1421 1489 1526 1538 1548 1552 1557 1570 2. Björk Vilhelmsdóttir 72 1012 1125 1209 1255 1294 1312 1330 3. Hjálmar Sveinsson 26 134 501 693 881 952 1002 1029 4. Kristín Soffía Jónsdóttir 33 172 470 665 774 874 932 1007 5. Skúli Helgason 43 131 488 669 835 913 979 1013 6. Heiða Björg Hilmisdóttir 21 187 368 561 659 791 854 926 7. Magnús Már Guðmundsson 14 57 122 377 508 589 675 719 8 Dóra Magnúsdóttir 9 56 103 260 352 476 583 672 Dagur og Björk örugg í tveimur efstu sætunum  Mjótt á munum í önnur sæti  Reglum um fléttulista beitt Dagur B. Eggertsson Enn er verið að útfæra breytingar á Hofsvallagötu en fyrir skemmstu var komið fyrir þar til gerðum stikum við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar sem þrengja akreinina. Með þessu er verið, með varanlegri hætti, að tryggja að aðeins ein akrein sé til staðar og þar með komið í veg fyrir beygjuakrein eins og hefð var fyrir. Áður var aðeins búið að mála örvar á þennan hluta götunnar til leiðsagnar. Samkvæmt heimildum eru þessar framkvæmdir hluti af breytingum sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafði ákveðið eftir að búið var að afturkalla þær framkvæmdir sem gerðar voru á Hofs- vallagötunni á síðasta ári. Mikil óánægja ríkti meðal íbúa hverfisins í kjölfar þeirra breytinga og kallað var eftir auknu samráði. Komið var til móts við íbúa að ein- hverju leyti og fuglahús, eyjur og flögg fjarlægð. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar sem áttu að vera tímabundnar voru 20,2 milljónir. Ekki reyndist unnt í gær að fá frekari upplýsingar hjá borginni um nýjustu framkvæmdirnar. Enn er framkvæmt við Hofsvallagötu Morgunblaðið/Árni Sæberg Stikur torvelda umferð Skúli Helgason náði ekki þriðja sætinu í prófkjöri Samfylking- arinnar eins og hann ætlaði sér. Hann hafnaði í fimmta sæti. „Þetta var augljóslega ekki það sem ég stefndi að þannig að úrslitin voru vonbrigði fyrir mig persónulega. Þetta var hins vegar góð og málefnaleg bar- átta og ég óska öllum meðfram- bjóðendum mínum til hamingju. Ég mun velta fyrir mér minni stöðu og tek mér tíma í það. Frekari vangaveltur um sæta- röðun eru ótímabærar þar sem aðeins fjögur efstu sætin eru bindandi og það er ákvörðun valnefndar að raða í önnur sæti,“ segir Skúli. Persónuleg vonbrigði HAFNAÐI Í FIMMTA SÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.