Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 ✝ Gunnar JónFinnsson fæddist á Siglu- firði þann 3. júní 1934. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 2. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Ásta María Grímsdóttir og Finnur Gíslason, þau eru bæði látin. Hálfbróðir Gunnars samfeðra er Hörður B. Finnsson. Gunnar giftist 1. september 1961 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Else- beth Finnsson (fædd Jacobsen), ættuð frá Færeyjum. Foreldrar hennar voru Janus Jacobsen og Hanna Jacobsen, þau eru bæði látin. Börn Gunnars og Else- beth eru Jóhannes Jacobsen, látinn, eftirlifandi maki er Jór- unn Jacobsen, þau áttu saman þrjú börn og þrjú barnabörn. Krist- inn Gunnarsson, maki Lilja K. Hall- grímsdóttir, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. Ásta María Gunn- arsdóttir. Rafn Gunnarsson. Hjör- leifur Gunnarsson, látinn, hann lét eftir sig einn son. Anna Gunnarsdóttir. Sús- anna Gunnarsdóttir, maki Jón Vilhjálmsson, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Bylgja Gunnarsdóttir. Gunnar starfaði sem sjómaður meirihluta ævi sinnar. Hann verður jarðsunginn frá Seljakirkju í dag, 10. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Elskulegur pabbi minn er látinn eftir langvarandi veik- indi. Minningar um yndislegan pabba eru margar og hlýja mér um hjartarætur. Pabbi var einstakt ljúfmenni, sanngjarn og réttlátur. Ég man þegar ég var lítil stelpa hvað mér fannst pabbi minn stór og sterkur, með hann nálægt mér gat ekkert illt hent mig. Pabbi vann allan sinn starfsaldur sem sjómaður og þegar von var á honum í land var eftirvæntingin mikil á meðal okkar systkin- anna. Hann var góður skíða- maður á sínum yngri árum og keppti oft á skíðamótum. Hann fór stundum með mig og Sússu systur á skíði í Bláfjöllum þeg- ar hann var í landi og vorum við þá ekkert smá montnar því pabbi var að okkar mati alveg örugglega besti skíðamaðurinn á svæðinu. Hann var vel á sig kominn alla tíð og eftir að hann hætti að vinna fór hann daglega í langar gönguferðir. En þótt líkaminn hafi verið hraustur fór að bera á minnisglöpum sem síðar kom í ljós að var byrjun á Alzheimer-sjúkdómnum. Pabbi hvarf smátt og smátt en af og til sást glitta í gamla pabba. Þegar sjúkdómurinn ágerðist var hann svo heppinn að kom- ast í dagvistun í Maríuhúsi þar sem unnið er frábært starf með góðu starfsfólki sem vinnur af alúð og virðingu með skjólstæð- inga sína. Dvöl hans þar gerði líf hans og okkar fjölskyldunnar léttbærara þar sem við vissum að þar var vel hugsað um hann. Þegar að því kom að hann gat ekki lengur verið heima dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Þar starfar yndis- legt fólk sem með virðingu og umhyggju gerði allt sem í þess valdi stóð til þess að létta hon- um síðustu sporin og færum við öllu þessu fólki alúðarþakkir. Elsku fallegi pabbi minn, ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér af þeim sem á undan eru farnir. Ég mun geyma minningarnar um þig um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku pabbi, þín dóttir, Anna Gunnarsdóttir. Kæri pabbi minn kvaddi þennan heim að morgni 2. febr- úar. Hann dó í svefni. Sagt er um þá sem deyja í svefni að þeir hafi verið gott fólk, hann var einn af þessu góða fólki. Haft var eftir langömmu minni í föðurætt, Guðrúnu Erlends- dóttur, að fólk væri mjög hepp- ið að deyja í svefni því það vissi ekki einu sinni að það hefði dá- ið. Næsta sem það vissi var að það væri komið í dýrðina í himnaríki. Pabbi kunni hrein- lega ekki að vera reiður og ef einhverjir reyndu að vera með leiðindi þá var það þeirra vandamál, ekki hans, þannig er fólk með gott hjartalag. Pabbi var sjómaður, síðast á frysti- togaranum Sjóla sem þá var gerður út frá Hafnarfirði og var hann stoltur af því skipi. Túr- arnir gátu verið langir, allt að fimm vikur í senn. Hann var alltaf tengdur sjónum og fannst við hæfi að ég væri skírð Bylgja og ber ég það nafn með stolti. Pabbi greindist með Alz- heimers-sjúkdóminn rúmlega sjötugur. Hann var mjög hepp- in að komast að í Maríuhús í dagþjálfun fyrir fólk með þann sjúkdóm. Hann var þar í fjögur ár, fimm daga vikunnar við ýmsa iðju. Þar leið honum mjög vel með yndislegu starfsfólki, en stundum kom það fyrir að hann vildi ekki fara, þá voru góð ráð dýr og hringt var í þá- verandi forstöðukonu Maríu- húss og hjálpaði hún okkur við að koma pabba á staðinn. Hann kallaði hana ávallt yfirfrúna. Það var þungbært áfall fyrir mömmu og pabba að missa son sinn aðeins 46 ára gamlan. Pabbi var rúmt ár á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ á rólegri deild þar sem starfsfólkið er frá öllum heimshornum og töluðu þau öll góða íslensku, en sam- eiginlegt tungumál þeirra allra er tungumál kærleikans sem öllu máli skiptir og hafið hjart- ans þakkir fyrir. Við systkinin höfum oft gantast með það þeg- ar fólk með Alzheimer villist, þá fer það undantekningarlaust til hægri en þegar pabbi villtist þá fór hann til vinstri. Tilgáta okkar er sú að það hafi stafað af því að hann var kominn af vinstrisinnuðu fólki. Ég veit að þú ert á öruggum stað núna í Sumarlandinu þar sem þér er fylgt í rétta átt, elsku pabbi. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér af þínu góða fólki. Hvíldu í friði. Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Árni Grétar Finnsson) Kveðja, þín dóttir, Bylgja Gunnarsdóttir. Gunnar Jón Finnsson Elsku amma. Það er alltaf erf- itt að kveðja ástvini, en ég vil fyrst og fremst þakka þér fyrir tímann sem ég fékk að eiga með þér. Minningarnar um þig eru órjúfanlega tengdar eldhús- inu í Ásgarðinum (sem virtist geta rúmað ótrúlegan fjölda fólks) og kaffibrúsa, bakkelsi og öskubakka á borðinu. Móttök- urnar voru alltaf jafn hlýjar og Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist 17.7. 1924. Hún lést 12. janúar 2014. Út- för Sigríðar fór fram 21. janúar 2014. jafn gott að koma í heimsókn, þó að ég hafi ekki verið nógu duglegur við það í gegnum tíðina, en ég gleymi aldrei þegar ég fékk inni hjá þér haustið sem ég byrjaði í háskól- anum. Þar var mað- ur sannarlega eins og blómi í eggi. Lífshlaup þitt var fullt af áskorunum sem erfitt er að setja sig inn í nú til dags, en staðfestan skein í gegn ávallt í gegn og skilaði sér til þinna fjöl- mörgu afkomenda. Takk fyrir allt og hvíl í friði, amma mín. Þorgils Jónsson. Elsku afi okkar hefur nú kvatt jörð- ina og er farinn á vit ævintýra himingeimanna. Afi Nonni var einstakur maður, hann hefði getað lifað að eilífu án þess að láta sér nokkurn tíma leiðast. Hann var stöðugt að grúska, hann grúskaði í tölvum, bílum, bókum, kvikmyndum, tónlist og dansi. Afi var ungur í anda og yfir honum var svo dásamlegur létt- leiki. Hann tók ávallt á móti manni með bros á vör og léttri lund, tilbúinn að spjalla um allt á milli himins og jarðar og útí geim, að óendanleikanum og tilbaka. Hann hafði svo einlægan áhuga á lífinu og tilverunni og öllu því sem við vorum að bardúsa hverju sinni. Við erum þakklát fyrir að Jón Gunnar Hermanníusson ✝ Jón GunnarHer- manníusson fædd- ist í Reykjavík 4. júní 1922. Hann lést 26. janúar 2014. Út- för Jóns Gunnars var gerð 3. febrúar 2014. börnin okkar fengu tækifæri til að kynnast gull- drengnum langafa sínum. Þau elstu eiga minningar um skemmtilegar heim- sóknir til langafa og langömmu þar sem þau voru umvafin ást þeirra og hlýju. Þau hlustuðu ein- beitt á langafa segja skemmtilegar sögur og ómiss- andi var að fá stafinn hans góða aðeins lánaðan í leik. Afi Nonni og amma Ninna eru ein besta fyrirmynd sem óskast getur um ást, kærleika og um- hyggju. Þau hafa leitt börn, barnabörn og barnabarnabörn í þennan heim með þá ást að gjöf og fyrir það erum við að eilífu þakklát. Þú drengur, stígðu djúpan dans við mig Þú þarna, tónlistin mun tæla þig og máninn hann svo feiminn felur sig Konan frá Kotka örmum vefur þig (þýð: Kristján E. Hjartarson) Auður Bryndís, Eygló Lilja, Hugrún Fjóla og fjölskyldur. Hinsta kveðja Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi Haraldur Ringsted ✝ HaraldurRingsted fædd- ist 5. október 1919. Hann lést 23. jan- úar 2014. Haraldur var jarðsunginn 3. febrúar. ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Blessuð sé minning kærs bróð- ur. Takk fyrir allar góðu berja- ferðirnar sem við fórum sumar eftir sumar, það eru þær minn- ingar sem mér eru efstar í huga, því við nutum þess svo sannar- lega á gömlum æskuslóðum. Kveðja, Elín systir. Það er alltaf mik- ið áfall þegar fólk er kallað snögglega á brott á besta aldri. Systurdóttir mín, Inga Rósa, lést eftir erfið veikindi aðeins 48 ára gömul. Þótt sambandið hafi ekki verið mikið undanfarin ár, var taugin sterk og óvæntur hitting- ur því enn skemmtilegri hin síð- ari ár. Já, það var gaman að rek- ast á Ingu Rósu á förnum vegi. Hún var þeim kostum gædd að vera með munninn fyrir neðan nefið. Inga Rósa talaði ekki í kringum hlutina, sagði sína skoð- un umbúðalaust og þótt maður væri ekki alltaf sammála henni, þá var enginn í vafa um hennar skoðun á viðkomandi máli. Það er einkum tvennt sem er minnisstætt þegar við hugsum til baka og minnumst Ingu Rósu. Hún vann í Vinnslustöðinni, þar sem við bæði unnum og þótt oft væri mikið unnið og vinnan erfið, þá var alltaf hægt að treysta á að Inga Rósa Arnardóttir ✝ Inga Rósa Arn-ardóttir fædd- ist 17. janúar 1966. Hún lést miðviku- daginn 22. janúar 2014. Útför Ingu Rósu fór fram 31. janúar 2014. Inga lét engum leið- ast í kaffitímum og pásum. Hins vegar er það fyrst og fremst ógleymanleg Fær- eyjaferð sem stór- fjölskyldan fór, þeg- ar Inga Rósa bjó í Þórshöfn. Við feng- um að gista hjá henni, líklega tíu eða ellefu manns, á öllum aldri en það þótti ekkert tiltökumál af hálfu Ingu Rósu að taka allan hópinn inn fyrir þrösk- uldinn hjá sér. Þetta var góð ferð enda alltaf gaman að heimsækja frændur vora Færeyingana en ekki síður minnumst við tímans fyrir það að hafa kynnst Ingu Rósu betur en við höfðum gert. Og skemmtilegur talandi Ingu Rósu naut sín enn betur þegar færeyski hreimurinn bættist við orðfærið. Þessi tími lifir í minn- ingunni þegar við hugsum um Ingu Rósu sem við kveðjum nú. Með þessum fátæklegu orðum minnumst við Ingu Rósu. Við þökkum fyrir góðu stundirnar og við hjónin sendum Pétri, Möggu, Gogga, Júlla og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ingi og Guðlaug. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, ÞORSTEINN JÓHANNSSON, Lyngbraut 8, Garði, lést á HSS hinn 5. febrúar slíðastliðinn. Útför hans fer fram frá Útskálakirkju 13. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina Ægi, Garði, eða Krabbameinsfélag Íslands. Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir, Sólveig H. Þorsteinsdóttir, Elísabet Ó. Þorsteinsdóttir, Jóhann A. Þorsteinsson, Helga S. Bjarnadóttir, Þórhallur Jóhannsson, Hlynur Jóhannsson, Njörður Jóhannsson, Sólveig Ívarsdóttir, Trausti B. Óskarsson. SIGURJÓN GUÐNASON málmsteypumeistari, áður Skipasundi 45, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 12. febrúar. Snorri Sigurjónsson, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir, Hörður M. Sigurjónsson, Kelli C.M. Sigurjónsson, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, Sigurður Þ. Þórðarson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, tengdaamma og langamma, SJÖFN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Norðurbakka 21 B, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudagskvöldið 6. febrúar. Guðmundur Björnsson, Elín Helga Guðmundsdóttir, Pétur Kjartansson, Björn Guðmundsson, Valdís H. Haraldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Lárus B. Lárusson, Sif Björnsdóttir, Sigrún Margrét Pétursdóttir, Þorvaldur Egilson, Heiðrún S. Sigurðardóttir, Sigmar Ó. Kárason, Guðmundur G. Pétursson, Tinna B. Guðjónsdóttir, Þorbjörg Pétursdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Guðmundur Björnsson, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.