Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014
frekar að njóta þess sem eftir
var. Aldrei heyrði ég hann
harma eða kvarta yfir hlutskipti
sínu. Hann hafði frekar áhyggjur
af sínum nánustu og hversu erfið
þessi veikindi væru fyrir fjöl-
skylduna.
Það var gott að eiga samleið
með Þóri Haraldssyni. Maður
kom ávallt ríkari af hans fundi.
Hann var að sönnu sólskinsmað-
ur sem kunni að rækta garðinn
sinni. Ég votta fjölskyldu hans
mína dýpstu samúð.
Örn Þór Emilsson.
Það er svo dýrmætt þegar til-
viljanir lífsins koma manni í
kynni við gott fólk. Fólk sem
skilur eitthvað eftir sig. Þetta
upplifði okkar fjölskylda þegar
við fluttum við hliðina á Ása-
byggð 11, sem var annáluð fyrir
það hversu gott var að komast
leiðar sinnar í kringum húsið á
vetrarmánuðum. Ekki skrýtið
þar sem heimilisfaðirinn Þórir
Haraldsson kaus sér einna helst
snjómokstur sem líkamsrækt.
Gott aðgengi að númer 11 varð
svo fljótlega sérstakt hagsmuna-
mál okkar, sem dvöldum þar oft í
notalegu andrúmsloftinu. Leita
mátti til heimilisfólks með flest,
jafnvel að hýsa táningsstúlku um
lengri tíma. Þórir kippti sér
heldur ekki upp við það að að-
stoða téða stúlku þegar eina
lausnin á seinheppni og lykla-
leysi var að brjótast inn um
glugga á annarri hæð í Ásabyggð
9, sem hefði verið illmögulegt án
stiga og verkfæra nágrannans.
Nágranninn var ekki feiminn við
að gantast með slík atvik, sér í
lagi þegar þau endurtóku sig oft-
ar en tíundað verður hér. Þórir,
mannvinurinn fróði, hafði ein-
mitt sérstakt lag á því að líta á
lífið á skoplegan hátt og sama
hvort um var að ræða kvöldverð-
arboð eða spjall í garðinum var
hann alltaf með góða sögu á tak-
teinunum sem hann sagði á sinn
kímna hátt.
Elsku Una, Rósa, Inga, Ása
og fjölskyldur, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Missir er að mætum manni.
Hvíl í friði góði granni.
Svanhvít Magnúsdóttir og
Una Guðlaug Sveinsdóttir.
Jafn sárt og það er að sjá á
eftir góðum vini og æskufélaga
er um leið ljúft að minnast
margra samverustunda, allt frá
æskudögum. Við Þórir urðum
við upphaf skólagöngu bekkjar-
félagar í þá óvenjustórum hópi
ágætra bekkjarsystkina í Dalvík-
urskóla. Fljótlega varð ég
heimagangur í Svalbarði, æsku-
heimili Þóris, þar sem þrír og um
tíma fjórir ættliðir áttu heimili.
Þar kynntist ég fyrst hans ágæta
fólki. Þórir var heilsuveill í æsku,
og undirritaður reyndar líka, og
héldum við okkur því mikið inni
við. Lágum við þar mikið í bók-
um og tímaritum, ekki síst
dönskum viku- og mánaðarritum
eins og t.d. Hjemmet og álíka
blöðum sem við skoðuðum „upp
til agna“ og stautuðum okkur
fram úr, því sem vakti áhuga
okkar. Við héldum okkur mikið í
námunda við Sigurð Beck, móð-
urafa Þóris, sem þá var orðinn
blindur og hélt orðið mikið kyrru
fyrir. Hann hlustaði þá mikið á
útvarp en gaf sér oft góðan tíma
til þess að skrafla við okkur. Bar
þá oftar en ekki kveðskap á
góma, t.d. vísur Æra-Tobba, sem
manni fundust í meira lagi kyn-
legar á þessu aldursskeiði. Ég á
einkar ljúfar minningar um sam-
neytið við þessa ágætu stórfjöl-
skyldu á þessum árum. Þórir var
skemmtilegur og hugmyndarík-
ur leikfélagi. Við „gáfum út“ í um
tvö ár í barnaskóla sitt hvort
handskrifað blaðið með frétta-
og skemmtiefni og teiknuðum
myndum. Réðum við til okkar
sinn bekkjarfélagann hvor sem
blaðamenn. Muni ég rétt lásu
engir aðrir en við fjórir þessi
blöð! Ég á enn nokkur þessara
blaða, þ.e.a.s. blöð Þóris.
Leiðir skildi með tímanum
eins og oft vill verða en fyrir um
fimmtán til tuttugu árum end-
urnýjuðum við Þórir gamla vin-
áttu og held ég að báðir hafi not-
ið þess. Ég kom einstöku sinnum
í heimsókn til hans og Unu á
þeirra fallega heimili. Þá sýndi
hann mér löngum mikið lang-
lundargeð er ég spurði hann
spjörunum úr um ýmislegt úr
heimi náttúru- og líffræði sem ég
hafði fengið mikinn áhuga á en
vanrækt í hyskni minni að lesa í
skóla á unglings- og mennta-
skólaárum. Þar var hann auðvit-
að á heimavelli. En það var gam-
an að ræða við hann um alla
skapaða hluti og var þá oft stutt í
gömlu gamansemina. Ég kann
ekki að dæma um ævistarf Þóris
en það kæmi mér á óvart ef hann
hefði ekki staðið sig þar afburða
vel.
Það er dapurlegt að fylgjast
með stríði góðs vinar við illvígan
sjúkdóm og er þá ekki hér
gleymt hlutskipti nánustu ætt-
ingja. Eftir eina sjúkdómsor-
ustuna sendi hann mér (og
kannski fleirum) ljóð og er hér
brot úr því:
Ég hef legið lágt í rúmi lengi í vetur.
Andagift er ekki mikil
og aldrei fann ég rétta strikið.
Gleðjumst þó sem getum mest, en
gætum hófsins.
Þó sólin hverfi, sést hún aftur,
sálin fjörgast, eflist kraftur.
Unu, afkomendum og öðrum
nánustu ættingjum Þóris, míns
góða vinar, sendi ég samúðar-
kveðjur.
Atli Rafn Kristinsson.
Hálf er öld síðan ég hitti pilt
uppi á Hólshyrnu á Siglufirði. Þá
vorum við skátar. Skömmu síðar
vorum við samferða um ganga
Menntaskólans á Akureyri í
fjögur eftirminnileg ár. Þá vor-
um við skólabræður. Samtímis
vorum við síðan stúdentar í Há-
skóla Íslands. Í fjóra áratugi höf-
um við svo verið kennarar við
gamla skólann okkar, MA. Og nú
er hann genginn, Þórir Haralds-
son, vinur, bróðir og samverka-
maður í hálfa öld. Hér er tóm-
legt.
Sverrir Páll Erlendsson.
Lengi hefur verið von á þess-
ari fregn. En hún er jafnsár fyrir
því. Ég var svo lánsöm að sitja
líffræði hjá Þóri í MA og fyrir
mér fór eins og svo mörgum
nemendum hans; eldur áhuga
var kveiktur og loganum haldið
stöðugt við. Kennslustundir voru
tilhlökkunarefni, enda kennarinn
hafsjór af fróðleik og miðlaði af
mikilli innlifun. Þórir kveikti
bæði líffræðiáhuga og áhuga á
kennarastarfinu. Góðir kennarar
hafa oft meiri áhrif en þeir gera
sér grein fyrir. Uppburðarlítil og
lotningarfull hóf ég störf við hlið
míns gamla lærimeistara haustið
1999. Ég gat varla verið heppn-
ari með deild og samstarfsfólk,
bæði Þórir og Kristín voru boðin
og búin að aðstoða og ráðleggja,
samstarfið var frábært. Í þeirra
skjóli óx ég upp í kennslunni,
reyndi vængina, gerði mistök
sem ég lærði af. Eilíflega verð ég
Þóri þakklát fyrir allan stuðning-
inn og hvatninguna. Það stekkur
enginn út úr háskólanum full-
skapaður kennari, kennsla er
þannig listgrein að sennilega
verður maður aldrei fullnuma.
Þórir var afburða kennari, al-
veg einstakur. Hann nærði
metnað nemenda og gæddi
námsefnið iðandi lífi og húmor
með leikrænum tilburðum og
eftirhermum. Taflan og litkrít-
arnar voru hans tæki til að skapa
listaverk sem byrjuðu efst í
horninu við gluggann í M1 og
unnust svo niður í hornið við
vaskinn. Hann veiddi mýs í lysti-
garðinum, bjó til bráðsniðugar
vísbendingaspurningar, lagði
ánamaðka í formalín á haustin og
safnaði plöntum til að nota í
verklegu. Hag líffræðideildar-
innar bar hann fyrir brjósti og
var deildarstjóri árum saman.
Væri eitthvað sérstakt í um-
ræðunni í þjóðfélaginu sem hægt
var að fjalla um í tíma þá var
upplýsingum safnað og búinn til
fyrirlestur. Hver kennslustund
var undirbúin af kostgæfni, það
var lagður metnaður og um-
hyggja í öll verk. Ef nemendur
voru ekki alveg með á nótunum
þá flautaði Þórir gjarnan smá-
lagstúf og þar með átti hann
sviðið. Hann vildi eiga sviðið og
það kom líka oft berlega í ljós á
kennarastofunni, þegar Þórir tók
rispur svo að samkennararnir
táruðust af hlátri.
Þórir var mikill fjölskyldu-
maður. Þau Una áttu notalegt
heimili og þangað var gott að
koma. Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég Unu og dætrunum. Eft-
ir að hafa helgað nemendum MA
fjörutíu ár átti Þórir svo sann-
arlega skilið mörg ár til að sinna
fjölskyldu og áhugamálum. En
eins og hann sagði sjálfur þá er
lífið ekki sanngjarnt í eðli sínu,
það er bæði duttlungafullt og
dularfullt, engin leið að skilja
það til hlítar. Nú er síðustu orr-
ustunni lokið og stríðið tapað.
En sá sem hefur lifað lífinu eins
og Þórir stendur samt uppi sem
sigurvegari.
Að gróðursetja græðling, haust þó sé,
er gæti rætur fest og orðið tré,
sem hörku frosts og hríða standi gegn
og höfugt angi þegar drýpur regn.
Og kátur þröstur gæti athvarf átt
í ungri krónu þess og sungið dátt.
Og gisti ég þá garðsins hljóðu byggð
ei gerir hót, sé framtíð sprotans
tryggð.
Ég vildi að hann væri íslensk björk
úr vaðlaskógi eða þelamörk.
Og fæddi af sér grein af grein í mó,
já, grænan, þéttan, háan birkiskóg.
(K.f.D)
Ásta F. Flosadóttir.
Það blésu ferskir vindar á
námsárum okkar í Menntaskól-
anum á Akureyri. Nýr skóla-
meistari kom til starfa, nýrri
námsbraut var hleypt af stokk-
unum, ungir og sprækir kenn-
arar bættust í hópinn sem fyrir
var, albúnir að takast á við frísk-
an og stundum óstýrilátan nem-
endahóp. Einn þeirra var líf-
fræðingurinn Þórir Haraldsson.
Grannvaxinn, kvikur í spori, síð-
hærður og skeggjaður, húmors-
glampi í augum, aðeins sjö til
átta árum eldri en okkar árgang-
ur.
Svo hófst kennslan. Taflan
fylltist af nostursamlega gerðum
glósum þar sem saman blönd-
uðust skýringarmyndir og
textar, litkrítum beitt af hugvits-
semi. Flókin líffærastarfsemi
skýrðist og fyrirfram vantrúaðir
máladeildar- og félagsfræðinem-
ar uppgötvuðu að sannindi lífsins
mátti nálgast með fjölþættari og
áhugaverðari hætti en þá hafði
áður grunað. Gamansamar og
stundum tvíræðar skýringar
kennarans hresstu andann og
stílabækurnar fylltust af efni
sem gagnaðist mörgum við
áframhaldandi nám og jafnvel
kennslu.
Þessi var fyrsta mynd okkar
af Þóri Haraldssyni. Þá grunaði
okkur síst að við ættum ekki ein-
asta eftir að vinna saman í fulla
þrjá áratugi í MA og HA, heldur
vorum við einnig leikhús- og les-
félagar í rúm tuttugu ár, góðir
nágrannar í hartnær átján.
Þórir var sannkallað náttúru-
barn við kennslu. Hún var hon-
um hugleikin, hann leitaði stöð-
ugt nýrra fanga og hann var
óþreytandi að miðla þekkingu
sinni áfram. Ógleymanlegar eru
vísbendingaspurningar sem
hann lagði iðulega fyrir í lok
kennslustundar. Mikil vinna var í
þær lögð og afleitt þótti höfund-
inum ef einhver rambaði fljótt á
rétta svarið. Hann naut þraut-
arinnar meðan hún stóð en sam-
fagnaði innilega að lokum. Síð-
ustu árin bauð hann nemendum
gjarnan að semja svona spurn-
ingar um sjálfvalið efni á próf-
um. Þeir vissu það fyrir og
glöddu kennara sinn mikið ef
augljóst var að alúð var lögð í
verkið.
Natni Þóris kom vel fram í
grúski hans og rannsóknum.
Hann kannaði bókasöfn af kost-
gæfni og safnaði miklu efni um
náttúrufræði á handskrifuð
spjöld sem hann nýtti að hluta til
útgáfu en meira til kennslu. Átt-
hagafræði hans var (og er) mikið
lesin í skólum en komst því mið-
ur aldrei á prent. Það gerði hins
vegar stórfróðlegur og læsilegur
kafli um dýralíf á landi í bókinni
Líf í Eyjafirði (2000). Fleira var í
bígerð en lítill áhugi á hagnýt-
ingu og beitingu tölvutækni var
Þóri viss hemill. Í önn hvers-
dagsins komu taflan og krítin
honum best og eftir á að hyggja
var hann líklega nær fullmótaður
sem kennari þegar við upphaf
starfs. Tregða hans við að ganga
til móts við margvíslegar tækni-
kröfur breytti hins vegar engu
um hæfileika hans til að heilla
ólíka námshópa. Minnisstæð er
umsögn kennaranema sem sagði
í námskeiðsmati: „Þórir, hann er
idolið mitt!“
Þórir var mikill gæfumaður í
einkalífi. Fyrst eignaðist hann
Unu og síðan dæturnar þrjár.
Allar fjórar vöfðu hann örmum,
nánast sem í bómull væri. Seinna
komu tengdasynir og barnabörn
sem honum þótti undurvænt um.
Þessum öllum sendum við ein-
lægar samúðar- og saknaðar-
kveðjur.
Ragnheiður og Bragi.
Sæmdarmaðurinn Þórir Har-
aldsson er látinn, ástsæll kennari
við Menntaskólann á Akureyri í
40 ár, hollur í hugum, hógvær og
lítillátur, áhugasamur og kíminn
– og lét sér ekkert mannlegt
óviðkomandi.
Þegar við Þórir höfðum starf-
að saman 20 ár spurði hann mig,
Norðfirðinginn, hvort ég þekkti
Brynhildi Haraldsdóttur á Norð-
firði. Við Bryna vorum fjór-
menningar, komin út af Her-
manni í Firði, sem snemma varð
þjóðsagnapersóna, skáld, sögu-
fróður, fjölkunnugur og dugandi
búhöldur og kvennamaður og
„kvað engan vita hve mörg börn
hann ætti nema guð einn“. Þórir
hafði komist að því að Brynhild-
ur var hálfsystir hans samfeðra.
Bryna var hins vegar fóstursyst-
ir föður míns, alin upp hjá Maríu
ömmu í Sandhúsi í Mjóafirði.
Kallaði faðir minn hana systur
sína. Í fimmtugsafmæli Þóris
sagði ég að fyrst Bryna væri
systir föður míns og Þórir og
hún hálfsystkin hlyti Þórir að
vera föðurbróðir minn. Þórir tók
spauginu og það kumraði í hon-
um við söguna.
Þórir sagði mér kímilega sögu
um tengdaföður sinn, Sigurliða
Jónasson. Í minningargrein um
hann sagði Þórir „að hann hefði
ekki talað af sér við ókunnuga,
sem væri eyfirsk heimanfylgja,
en þegar hann hafði áttað sig á
fólki gat hann verið allra manna
skemmtilegastur enda fullur af
húmor“. Saga Þóris var á þá leið,
að þegar hann fór að gera sér
títt um Unu, dóttur Sigurliða,
spurði hann Sigurliða um álfa og
huldufólk í Eyjafirði. Sigurliði
svaraði framhleypnum mennta-
skólanemanum engu. Þrettán ár-
um síðar, þegar Þórir og Una
höfðu eignast þrjár dætur, eft-
irlæti afa síns, sagði Sigurliði við
Þóri: „Þú varst að spyrja um álfa
og huldufólk í Eyjafirði, Þórir,“
og sagði honum margt um álfa,
enda fróður – en talaði ekki af
sér.
Þórir Haraldsson var í hópi
áhugafólks sem setti á stofn
minningarstofu um skáldið og
náttúrufræðinginn Jónas Hall-
grímsson og tók virkan þátt í
starfi okkar, fór um land jarð-
arinnar og gerði skrá um blóm-
jurtir í landi Hrauns. Hangir
skrá Þóris í minningarstofunni
sem vottur um elju hans og
vandvirkni.
Þórir Haraldsson setti saman
smákvæði sem hann sendi vinum
sínum um jól. Jólin 2012 sendi
hann okkur þetta smákvæði:
Þótt dimmi’ á glugga svo að minni á
sót
og sjáist hvergi á himni vetrarsól.
Við gefumst ekki upp né guggnum hót
því gleðileg oss nálgast heilög jól.
Þótt kaldir vindar blási um gras og
grjót
og gusti stíft um menn og þeirra ból.
Við gefumst ekki upp né guggnum hót
því gleðileg oss nálgast heilög jól.
Hér má ef til vill greina kvíða,
enda hafði Þórir um árabil glímt
við sjúkdóm þann sem dró hann
til dauða.
Nemendur Þóris bera honum
vel sögu og segja frá því hvernig
hann vakti áhuga þeirra á líf-
fræði með lifandi tali og sýndi
með leikrænni tjáningu og
sterku látbragði frumuskipti
spendýra og æxlun blómplantna.
Þannig lagði Þórir Haraldsson líf
og sál í kennslu sína. Fyrir góða
kennslu og annað sem hann var
Menntaskólanum á Akureyri –
og mér þakka ég um leið og við
Gréta vottum Unu og dætrum
þeirra samúð við fráfall sæmd-
armannsins Þóris Haraldssonar.
Tryggvi Gíslason.
Látinn er fyrir aldur fram
Þórir Haraldsson kennari við
Menntaskólann á Akureyri. Að
honum er mikil eftirsjá. Kynni
okkar hófust ekki að marki fyrr
en haustið 2002 þegar hann kom
á ný til kennslu við MA eftir árs-
leyfi sem hann hafði notfært sér
til endurmenntunar. Næstu fjóra
vetur spjölluðum við einatt sam-
an í frímínútum á kennarastof-
unni, og naut maður þá hinna
góðu frásagnarhæfileika Þóris.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa báðir dálítið fjallað um
hvítabirni á opinberum vettvangi
og snerist talið því stundum um
birnina. Þessi ár, fram til 2007,
var a.m.k. tvisvar staðið fyrir
ferðum frá Akureyri, undir
stjórn Guðmundar Sigvaldason-
ar, sveitarstjóra, til hinnar fornu
Eystribyggðar á Suðvestur-
Grænlandi, Þórir fór í fyrri ferð-
ina. Þær voru undirbúnar með
fyrirlestrahaldi hér heima fyrir
þátttakendur og ræddi Þórir þá
um náttúru Grænlands, einkum
dýralíf. Eitt sinn fékk ég hann
líka til að koma á fund í Rót-
arýklúbbi Akureyrar til að ræða
um lifnaðarhætti hvítabjarn-
anna. Hann hafði alveg sérstakt
lag á því að vera fræðandi og
mjög skemmtilegur í senn, sem
örugglega nýttist honum vel í
kennslu.
Eitt haustið fundum við hjón-
in nokkuð heillegt geitungabú í
garði okkar og færði ég Þóri það
til að sýna nemendum í náttúru-
fræðinni. Því tók hann vel.
Um tíma stóð Þórir ásamt
öðrum fyrir stuttum gönguferð-
um um nágrenni Akureyrar að
morgunlagi um helgar. Minnist
ég sérstaklega ánægjulegrar
göngu undir hans leiðsögn um
Vaðlareitinn í Kaupangssveit,
þar sem hinn forni þingstaður
Eyfirðinga var áður fyrr.
Í nokkur ár í kringum 2005
stóð Þórir manna mest fyrir því
að nokkur hópur manna, einkum
framhaldsskólakennarar, læsu
upp Passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar í Akureyrarkirkju á
föstudaginn langa, og var mjög
áhugavert að fá að taka þátt í
þeirri athöfn. Þetta, ásamt ýmsu
öðru, sýndi hve menningarlegur
áhugi Þóris heitins var víðfeðm-
ur og ekki einvörðungu bundinn
við náttúrufræðina. Hann var
áhugasamur um bókmenntir,
ljóðelskur og dável hagorður, um
það báru t.d. vott vísur á jóla-
kortum frá þeim hjónum.
Einkar ánægjulegt var að
koma í matarboð til þeirra Þóris
og Unu á hinu fallega heimili
þeirra í Ásabyggð 11. Þetta voru
mjög höfðingleg boð og samræð-
ur fjörlegar, enda Þórir ávallt
mjög gamansamur og léttur í
tali. Síðast sáum við Þóri á
Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. des-
ember síðastliðinn, en þá var því
miður af honum dregið og aug-
ljóst hvert stefndi.
Minningin um vináttuna við
hinn glaðværa og góða dreng lif-
ir. Við Anna kona mín erum
mjög þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast Þóri Haraldssyni og
sendum Unu og dætrum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Björn Teitsson.
Sífellt hverfa af sjónarsviðinu
samferðamenn, sem við höfum
átt samleið með, og sumir langt
fyrir aldur fram. Einn af mínum
bestu samferðamönnum var Þór-
ir Haraldsson, líffræðingur og
líffræðikennari við Menntaskól-
ann á Akureyri. Þórir lagði
snemma rækt við íslensku flór-
una og þekkti hana því mjög vel.
Því var mikils virði að hafa hann
með sér á rannsóknaferðum um
landið, þar sem reyndi á þekk-
ingu á flórunni.
Þóri kynntist ég fyrst, þegar
hann var við nám á fyrstu árum
líffræðikennslu við Háskóla Ís-
lands upp úr 1970. Árin 1974-
1976 tók hann þátt í leiðöngrum
Náttúrugripasafnsins á Akureyri
við rannsóknir á flóru Þingeyj-
arsýslu. Þá var farið vítt og
breitt um öræfi Þingeyjarsýslu
norðan Vatnajökuls og vestan
Jökulsár á Fjöllum. Í þessum
ferðum var oftast gist í tjöldum á
þeim stað sem menn voru komn-
ir hverju sinni. Þórir var ein-
staklega laginn við að lífga upp á
tilveruna, þótt aðbúnaður væri
ekki alltaf sem bestur. Árið 1974
fórum við víða um Mývatnsöræfi,
allt norðan frá Grísatungufjöll-
um og Mælifellshögum suður í
Bláfellshala og Ketildyngju. 1975
var farið um Dyngjufjallasvæðið,
Gæsavötn og Bleiksmýrardals-
botn, og 1976 um Bleiksmýrar-
dal og Þríhyrningssvæðið norðan
Þórir Haraldsson HINSTA KVEÐJA
Lífið er tilviljunum háð
en að sama skapi hefur val
okkar á lífsleiðinni áhrif á
hvaða stefnu við tökum.
Það kann að hafa verið til-
viljun að Þórir Haraldsson
kenndi mér líffræði við MA
á níunda áratug síðustu
aldar en eftir að hafa setið
líffræðitíma Þóris þá var
það ekki lengur nein tilvilj-
un að líffræði varð fyrir val-
inu þegar ég hóf nám við
Háskóla Íslands haustið
1989.
Starri Heiðmarsson,
grasafræðingur á Nátt-
úrufræðistofnun Íslands.
Í minningu Þóris
Vinur:
Sýndu mér
vini þína:
Fugla himins,
fiðrildi, blóm,
það líf er í fjörunni finnst,
jafnvel flugurnar smá,
og ljósgeisla er skína,
langvegu komnir,
um loftin blá.
Þú ert sá
er þeir segja.
Nú
þegar horfum við hugklökk
á eftir þér, hinst.
Haf þökk!
Þín minning mun aldrei deyja.
Hún lifir í landinu:
- Innst.
Erlingur Sigurðarson.