Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Touré í vandræðum
2. Alvarenga fluttur um set
3. Hafði verið látin í nokkur ár
4. Tryggði botnliðinu stig á Old Trafford
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartett saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar kemur fram á næsta
djasskvöldi KEX Hostels á morgun.
Leikin verða lög af glænýjum geisla-
diski Sigurðar sem nefnist Blátt líf.
Kvartettinn skipa, auk hans, þeir Þór-
ir Baldursson á Hammond-orgel,
Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og
Einar Scheving á trommur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Lög af nýjum diski
Sigurðar leikin
Hljómsveitin
Band on Stage
leikur á Café
Rosenberg á mið-
vikudaginn kem-
ur. Leikin verða
frumsamin lög í
bland við lög eftir
nokkra þekkta
lagahöfunda sam-
tímans. Sveitina skipa Sara Blandon
söngvari, Ármann Guðmundsson
gítarleikari og Loftur S. Loftsson
bassaleikari.
Band on Stage flytur
frumsamin lög
Kristinn Árnason gítarleikari
heldur tónleika í Salnum í Kópavogi
á miðvikudaginn kemur klukkan
12.15 og að þessu sinni
verður spænsk tónlist
í öndvegi. Leikin verða
verk eftir Luiz de
Narvaez, Sylvius Leo-
pold Weiss, Isaac
Albeniz, Enrique
Granados,
Alonso Mad-
urra og Fern-
ando Sor.
Kristinn leikur
spænsk gítarverk
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Norðaustanátt, víða 8-
15 m/s. Snjókoma eða él nyrðra og eystra, skýjað með köflum og
yfirleitt þurrt sunnan- og suðvestantil. Hiti um og undir frostmarki.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan- og norðanátt, víða 8-13 m/s,
en hægari syðst. Dálítil él nyrðra og eystra og bætir í ofankomu
þar. Bjart með köflum sunnan heiða. Hiti um og undir frostmarki.
VEÐUR
Alfreð Finnbogason ætlar
sér að vera orðinn sá leik-
maður í sögu hollenska
knattspyrnufélagsins
Heerenveen sem flest mörk
hefur skorað fyrir liðið í úr-
valsdeild þegar leiktíðin
klárast í vor. Eftir það reikn-
ar hann með að hverfa á
brott. Hann var ósáttur við
að kauptilboð frá Fulham í
janúar væri ekki samþykkt
en segir málið gleymt og
grafið núna. »1
Vill kveðja sem sá
markahæsti
Haukar styrktu stöðu sína í öðru sæti
Dominos-deildar kvenna í körfuknatt-
leik með eins stigs sigri í Keflavík í
gærkvöldi. Ekkert lát er á sigurgöngu
Snæfells sem vann í Grindavík og
verður líklegast deildarmeistari. KR-
ingar gerðu aðeins 15 stig í síðari
hálfleik þegar liðið mætti Val og í
Hveragerði höfðu heimastúlkur betur
á móti Njarðvíkingum. »2
Haukar styrktu stöðu
sína með sigri í Keflavík
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Á þeim rúmu sex árum sem Arna
Grétarsdóttir hefur verið prestur
þjóðkirkjunnar í Noregi hefur
stærð safnaðarins rúmlega þrefald-
ast. Auk Örnu eru tveir starfsmenn
í fullu starfi hjá söfnuðinum en
öðru stöðugildanna var bætt við á
síðasta ári til að bregðast við fjölg-
uninni.
„Það var unnið myrkranna á milli
þangað til þetta stöðugildi kom því
þetta var orðið svo mikið. Svo er
náttúrlega fólk úti um allt land
áhugasamt um að leggja hönd á
plóg. Það er samtakamáttur í því að
hlúa að Íslendingunum,“ segir
Arna.
Ferðast um landið
Alls eru um 6.500 sóknarbörn í
íslenska söfnuðinum í Noregi en
þeir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna
verða hluti af honum sjálfkrafa
þegar þeir flytja til Noregs. Árið
2007 þegar Arna tók við sem prest-
ur þar voru sóknarbörnin um 2.000.
Messa er haldin í Nordberg-
kirkjunni í Ósló einu sinni í mánuði
en Arna ferðast um landið þess á
milli. Hún er í góðu samstarfi við
norsku þjóðkirkjuna og fær lánaðar
kirkjur hennar úti á landi. Auk
þess eru vikulegar bænastundir í
safnaðarheimili í Ósló sem nefnist
Ólafíustofa og öldrunarstarf er í
höfuðborginni.
Sameiginleg fermingarfræðsla
Margir af þeim Íslendingum sem
hafa flutt til Noregs á undanförnum
árum eru barnafólk og því hefur
áherslan í starfi íslenska safnaðar-
ins færst í meira mæli í átt að æsk-
unni.
„Þegar ég byrjaði voru messur
um landið en það var bara sunnu-
dagaskóli í Ósló. Nú eru sunnu-
dagaskólar á níu stöðum um landið
og unglingastarf í Ósló, Björgvin og
Stafangri,“ segir Arna.
Fermingarfræðsla íslenska safn-
aðarins í Noregi hefur einnig vaxið
gríðarlega í takt við fjölgun Íslend-
inga búsettra þar. Fermingar-
börnin voru fimm fyrsta ár Örnu
ytra en árið 2012 voru þau 63 tals-
ins. Nú í vor fermast 45 börn um
allt landið.
„Við erum með sameiginlega
fermingarfræðslu með söfnuðunum
í Svíþjóð og Danmörku. Við hitt-
umst í Svíþjóð tvisvar yfir veturinn
og ég hitti þau við messur um land-
ið,“ segir Arna.
Þá hefur Arna tekið tæknina í
sína þjónustu og notar meðal ann-
ars Facebook við fræðsluna til að
dreifa upplýsingum til foreldra og
fermingarbarna. „Í einstaka til-
fellum þegar fólk býr mjög af-
skekkt hef ég notað Skype. Það
þýðir ekkert annað en að nota alla
þá tækni sem til er í svona dreifð-
um söfnuði,“ segir Arna og hlær.
Nýtir tæknina í dreifðum söfnuði
Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur
stækkað mikið frá því fyrir hrunið
Fermingarfræðsla Íslensk fermingarbörn frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð á móti í Svíþjóð í september í fyrra. Hópurinn hittist tvisvar yfir veturinn.
Foreldrar ís-
lensku ferm-
ingarbarnanna
í Noregi þurfa
lítið að láta út
þrátt fyrir að
börnin þurfi að
ferðast út fyrir
landsteinana í
fræðslunni.
„Norska rík-
ið og sveitarfélögin hlúa það vel
að trúfélögum að það er lítill
kostnaður fyrir fjölskyldurnar,“
segir Arna.
Íslenski söfnuðurinn fær hlut-
deild af sóknargjöldum frá
norska ríkinu og því ber þjóð-
kirkjan hér heima ekki kostnað
af starfsemi hans í Noregi.
Styrkt af
norska ríkinu
LÍTILL KOSTNAÐUR
Arna
Grétarsdóttir
Afturelding, sem leikur í 1. deild,
gerði sér lítið fyrir og sló út úrvals-
deildarlið ÍBV í 8 liða úrslitum Coca
Cola-bikars karla í handknattleik í
gær eftir tvíframlengdan leik í Mos-
fellsbæ. Afturelding hafði áður unnið
Fram á leið sinni í undanúrslitin í
Laugardalshöll. » 4
Afturelding í Höllina
eftir mikla dramatík