Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.2014, Blaðsíða 35
mannahafnar á sama tíma og djúp- stæð og víðtæk umræða var í dönskum fjölmiðlum um bullandi húsnæðisbólu. Þannig að þessi kaup voru ekki skynsamleg úr frá efna- hagslegum forsendum. Menn voru að kaupa sér verðlaunagripi miklu frekar en að þeir væru að fjárfesta. Svo komum við að gjaldmiðlinum. Við erum inni á 500 milljóna manna Evrópumarkaði með gjaldmiðil fyrir 300.000 manna þjóð, krónu sem fleytist eins og korktappi upp og niður.“ Í bókinni fjallarðu um íslensk stjórnmál og sjálfsmynd þjóð- arinnar. Hver er niðurstaðan þar? „Ef maður kafar ofan í pólitíska sjálfsmynd þjóðarinnar sem þróað- ist í sjálfstæðisbaráttunni þá fól hún í sér tvíþætta kröfu, annars vegar að vera fullvalda ríki, sjálfstæð þjóð og öðrum óháð, en um leið átti Ísland að verða venjulegt vestrænt velmeg- unarríki sem væri viðurkennt af öðrum sem jafningi. Þessar tvær kröfur fela í sér togstreitu og það er þetta skýringamódel sem ég legg til grundvallar í bók minni. Ég held að það sé hægt að útskýra íslenskt efnahagslíf, tengslin við umheiminn og viðbrögðin við hruninu út frá þessu módeli sem byggist á því hvernig hin pólitíska sjálfsmynd virkar. Við vildum vera sjálfstætt og fullvalda ríki og þess vegna vorum við ekki innan sameiginlegra stofn- ana í Evrópu en við vildum líka vera venjulegt vestrænt velmegunarríki og þess vegna vorum við á sameig- inlegum innri markaði Evrópu. Þetta útskýrir líka af hverju menn keyra svona harkalegar bólumynd- andi efnahagsstefnur og víkja frá sér öllum varnaðarorðum, sér- staklega ef þau koma að utan því þau eru flokkuð sem árás útlendinga á Íslendinga.“ Handstýrt hagkerfi Þú víkur líka í bókinni að lífeyr- issjóðakerfinu, verkalýðshreyfing- unni og fjármálaöflunum. „Fjármagnið verður fyrst al- mennilega til með kvótakerfinu. Síð- an opnast Ísland inn á Evrópska efnahagssvæðið og þá fáum við að- gang að stórum markaði. Einkavæð- ingin fer af stað og þá er komið fjár- magn, aðgangur og tæki sem útskýrir útrásina og hina víðtæku fjármálavæðingu í öllu samfélaginu. Ég held því fram að nánast allt sam- félagið hafi smitast af þessari fjár- málavæðingu. Við vorum sem íbúar í þessu landi meira og minna orðin eins konar fjárfestar á markaði. Við áttum peninga í peningamark- aðssjóðum, við vorum að fjárfesta í hlutabréfasjóðum og tókum lán. Við vorum orðin þátttakendur á fjár- málamarkaði í staðinn fyrir að vera neytendur og launþegar. Það sem gerist í sambandi við verkalýðs- hreyfinguna er hluti af miklu stærri þróun. Með þjóðarsáttinni hjöðnuðu átökin milli verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og lífeyrissjóðs- kerfið fór svo í kjölfarið að blása út. Lífeyrissjóðirnir fóru að fjárfesta gríðarlega á fjármálamarkaði og eignuðust fulltrúa í stjórnum stærstu bankanna. Lífeyrissjóðirnir eru í dag stærstu kapítalistar lands- ins, þar er sparifé launafólksins þannig að verkalýðshreyfingin fer, eðli málsins samkvæmt, að hafa annað augað á fjármálamark- aðinum, en einblínir ekki á launa- baráttuna eins og var meginmark- miðið áður fyrr. Menn hafa tekið það óstinnt upp að ég sé að benda á þetta, en ég er ekki að ásaka neinn um neitt. Held- ur ekki að fella neina gildisdóma um hvort þessi þróun hafi orðið til góðs eða ills. Ég er einfaldlega að segja að það hefur orðið eðlisbreyting sem felst í því að hagsmunir fjármálaafl- anna eru beintengdir við hagsmuni verkalýðsbaráttunnar.“ Heldurðu að hér verði annað hrun? „Það er innbyggður kerfisgalli í íslensku efnahagslífi sem er óskyn- samlegur en skýrist af því að það er verið að taka mið af ákveðnum grundvallarkröfum í samfélaginu sem eru andstæðar og fela í sér tog- streitu. Meðan menn leysa ekki þennan kerfisgalla þá verður hag- kerfið ósjálfbært og kollsteypur verða. Næsta kollsteypa verður allt öðruvísi en sú fyrri, en hún mun að öllum líkindum verða ef menn ætla ekki að takast á við hinn undirliggj- andi kerfisgalla. Það gengur til dæmis ekki upp að vera á 500 millj- ón manna fjármálamarkaði með 300.000 manna gjaldmiðil. Þess vegna erum við núna með gjaldeyr- ishöft. Þótt stjórnvöld segist ætla að afnema höftin þá er það trauðla ger- legt án þess að takast á við þennan kerfisvanda, það væri óbærilega áhættusamt. Vandinn er að stjórn- málaöflin í landinu virðast ekki ná saman um neina bærilega lausn. Því bendir fátt til að höftum verði aflétt í bráð. Uppbygging efnahagslífsins gefur ekki til kynna að það sé hægt. Hvað gerist þá: Þá skekkist allt efnahagslífið. Núna eru menn til að mynda að reyna að handstýra hag- kerfinu, hið opinbera að vasast með verðlagsmál og þætti sem eiga að ráðast á markaði, það minnir óþægi- lega á Sovét í gamla daga. Það geng- ur ekki til lengdar og springur á endanum út í verðbólguskoti.“ Morgunblaðið/Kristinn » Lífeyrissjóðirnireru í dag stærstu kapítalistar landsins, þar er sparifé launa- fólksins þannig að verkalýðshreyfingin fer, eðli málsins sam- kvæmt, að hafa annað augað á fjármála- markaðinum, en ein- blínir ekki á launa- baráttuna eins og var meginmarkmiðið áð- ur fyrr. „Þetta er gríðarlega dramatískt mál á alþjóðlega vísu en það er ekki endilega mikilll skilningur á því,“ segir Eiríkur Bergmann. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2014 Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir fyrirlestri sem haldinn verður á morgun kl. 20 í Reykjavíkur- akademíunni, Hringbraut 121. Dr. Valdimar Tr. Hafstein, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun á honum flytja erindið „Glíman við nútímann: Líkamsstaða, karl- mennska og íslenski þjóðarlík- aminn“. „Fyrirlesturinn greinir frá þætti glímunnar í mótun íslenskra þjóð- félagsþegna við upphaf 20. aldar þar sem komu saman nýjar hug- myndir um karlmennsku, sjálf- stæðishugsjónir og ný stéttaskipan. Stuðst er jöfnum höndum við rit- aðar heimildir og myndefni frá fyrstu áratugum 20. aldar til þess að skilja líkamstækni glímunnar og hvernig hún mótaði nýja karlmenn fyrir nýja öld,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Mannfræðifélagi Ís- lands um fyrirlesturinn. Líkamsstaða, karlmennska og íslenski þjóðarlíkaminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Hamlet (Stóra sviðið) Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Lau 15/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 19/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Fim 20/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fös 21/3 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Lau 1/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 20:00 2.k Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 28/2 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Hamlet –★★★★ – SGV, Mbl HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Sun 30/3 kl. 19:30 Lau 15/2 kl. 19:30 Aukas. Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Sýningum lýkur í mars! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 2/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 13.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 13/2 kl. 20:00 17.sýn Fim 20/2 kl. 20:00 22.sýn Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/2 kl. 20:00 18.sýn Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 14/2 kl. 22:30 19.sýn Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Lau 15/2 kl. 20:00 20.sýn Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Lau 15/2 kl. 22:30 21.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Pollock? (Kassinn) Lau 15/2 kl. 19:30 lokas. Síðustu sýningar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Sun 2/3 kl. 13:00 Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 9/3 kl. 13:00 Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Karíus og Baktus (Kúlan) Sun 16/2 kl. 16:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Horn á höfði (Aðalsalur) Sun 16/2 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 23/2 kl. 15:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Lau 15/2 kl. 20:00 Ástarsaga úr fjöllunum (Aðalsalur) Lau 22/2 kl. 14:00 Lau 1/3 kl. 14:00 Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Fös 14/2 kl. 20:00 Frumsýning Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Dansaðu fyrir mig (Aðalsalur) Fim 20/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.