Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjóvá Vátryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 1,8 milljarða króna í fyrra.
Hagnaður Sjóvár eftir skatta á
árinu 2013 nam 1.790 milljónum
króna í fyrra samanborið við 2.057
milljónir árið 2012. Hagnaðurinn
dróst þannig saman um 267 millj-
ónir króna á milli ára.
Iðgjöld ársins jukust um 2,2%
milli ára og námu námu 13.017
milljónum króna. Samsett hlutfall
var 94,7% og helst nær óbreytt milli
ára, samkvæmt tilkynningu frá
Sjóvá. Samsett hlutfall Sjóvár hefur
haldist undir 100% frá árinu 2010.
Vegur þar þyngst lágt tjónahlutfall
en það var 65,1% á árinu 2013.
„Afkoma Sjóvár á árinu 2013 var
góð og félagið er enn að vaxa að
styrk,“ er m.a. haft eftir Hermanni
Björnssyni, forstjóra, í tilkynningu.
Fjárfestingatekjur námu 2.191
milljónum króna sem er nokkur
lækkun frá fyrra ári þegar þær
voru 2.530 milljónir. Í lok árs nam
verðbréfaeign félagsins 30.010
milljónum króna.
Eignir félagsins þann 31. desem-
ber 2013 námu 42.705 milljónum
króna og hækkuðu um 6% á árinu.
Eigið fé þann 31. desember 2013
nam 16.781 milljónum króna og
hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin
ár. Eiginfjárhlutfall er sterkt og
var 39,3% í lok árs. Arðsemi eigin
fjár var 11,9% á árinu.
Hagnaður Sjóvár
dregst saman 2013
Sviptivindar Greining Íslandsbanka telur að árið í ár geti reynst sviptivindasamt á íslenska hlutabréfamarkaðnum.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Töluverðir sviptivindar hafa ein-
kennt hlutabréfamarkaðinn á þessu
ári. Strax í byrjun janúar hækkuðu
bréf töluvert, en lækkuðu svo aftur í
lok mánaðarins. Eftir það virðast
væntingar markaðsaðila hafa breyst
nokkuð og frá áramótum hefur K-90-
vísitala greiningardeildar Íslands-
banka lækkað um tæplega 4%.
Í morgunkorni greiningarinnar
kemur fram að líklegt sé að lækk-
unin stafi af auknu framboði hluta-
bréfa í ár með skráningu allt að sex
félaga, en ólíklegt er að svipuð um-
frameftirspurn verði í ár og á síðasta
ári. Nú þegar hefur HB-Grandi boð-
að skráningu í apríl en markaðsvirði
þess félags á First North er nú um
43 milljarðar. Það er því mun verð-
mætara en mörg félög sem nú skipa
Aðallista Kauphallarinnar. Skráning
HB-Granda er í raun sérstök að því
leyti að einungis einn lífeyrissjóður,
Lífeyrissjóður verslunarmanna, er
nú í hópi stærstu hluthafa og hann á
einungis 2,2% hlut í félaginu. HB-
Grandi gæti því fyllt nokkuð vel eft-
irspurnarþörf lífeyrissjóðanna á
hlutabréfamarkaði í nærtíð, segir í
greiningunni.
Misvísandi skilaboð um afnám
hafta hafa einnig aukið sviptingarn-
ar á hlutabréfamarkaði að sögn
greiningarinnar. Bent er á að fjár-
málaráðherra hafi nýverið sagt að
þegar væri unnið í samræmi við slíka
áætlun en þingmaður stjórnarand-
stöðu sem starfar í nefnd um afnám
hafta kannaðist ekki við slíka áætl-
un. Á sama tíma boðar forsætisráð-
herra að áætlun um afnám hafta
verði ekki gerð opinber. Greiningar-
deild Íslandsbanka segir að óopin-
berar aðgerðaáætlanir er varða
markaði geti ýtt undir óeðlilegar
hreyfingar á mörkuðum, sérstaklega
ef markaðsaðilar hræðast að ekki
sitji allir við sama borð um aðgengi
að upplýsingum um áætlunina og
framgang hennar.
Í ljósi ofangreindra ástæðna segir
greiningardeildin að árið í ár gæti
áfram einkennst af töluverðum
sviptivindum, en það er enn eftir
að koma í ljós hvert verði umfang
þeirra markaðsútboða sem farið
verður í á árinu og hvort öll félögin
muni ná skráningu fyrir árslok.
Spáir sviptingum á
markaði á þessu ári
Lækkun stafar líklega af auknu framboði hlutabréfa
Töluverðar sveiflur
» HB-Grandi gæti fyllt nokkuð
vel eftirspurnarþörf lífeyr-
issjóðanna á hlutabréfamark-
aði.
» Eftir að koma í ljós hvert
verði umfang þeirra markaðs-
útboða sem farið verður í á
árinu og hvort öll félögin muni
ná skráningu fyrir árslok.
» Misvísandi skilaboð um af-
nám hafta hafa einnig aukið
sviptingarnar á hlutabréfa-
markaði.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is