Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014
Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800
Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is
Öðruvísi flísar
Kópavogsbær hefur ákveðið að
gefa öllum hringtorgum í bænum
nöfn. Hringtorgin eru þrjátíu og
níu og hvert þeirra fær nafn sem
vísar í hverfið sem það stendur í.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kópavogsbæ má rekja málið til til-
lögu sem lögð var fram í umhverf-
is- og samgöngunefnd bæjarins
um að merkja þyrfti hringtorg og
strætóskýli. Nafnanefnd var end-
urvakin en í henni eru m.a. um-
hverfisfulltrúi, skipulagsstjóri og
sviðsstjóri umhverfissviðs. Auk
þess eru tveir fulltrúar tilnefndir
af stjórnmálaflokkum.
Niðurstaða nefndarinnar var að
gefa hringtorgum bæjarins nöfn
sem vísuðu í hverfin. Nafngiftirnar
voru samþykktar í bæjarstjórn í
síðustu viku með átta atkvæðum.
Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við af-
greiðslu málsins.
Eftir er að útfæra hvernig torg-
in verða merkt. Einnig voru uppi
hugmyndir um að merkja strætó-
skýlin í bænum en að lokum var
ákveðið að leyfa þeim nöfnum að
halda sér sem Strætó bs. hefur
þegar notað.
Hringtorgin eru 39, þrjú þeirra
hafa reyndar ekki enn verið lögð
en framkvæmdir við þau fara af
stað í sumar.
Nöfnin sem hringtorgin fá eru:
Hamraborg, Borgarholt, Digranes,
Þinghóll, Kópavogur, Nýbýli,
Lundur, Birkihlíð, Brekka, Smár-
inn, Nónhæð, Dalur, Holt, Smára-
torg, Fífuhvammur, Lindir,
Brekka, Einbúi, Salir, Hnoðri,
Smalaholt, Leirdalur, Rjúpnadal-
ur, Markasteinn, Baugur, Austur-
kór, Rjúpnahæð, Kjóavellir, Arn-
arbæli, Hörðuvellir, Boðinn,
Þingnes, Vatnsvík, Kórinn, Þing,
Búðakór, Elliðahvammur, Kríunes
og Vatnsendi. ingveldur@mbl.is
Hringtorgin þrjátíu og
níu í Kópavogi fá nöfn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kópavogur Þetta hringtorg við
Hamraborg fær nafnið Hamraborg.
Nafnanefnd
var endurvakin
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Þessi gleypigangur er þekkt mál.
Gömlu stöðumælarnir skila ekki
peningunum til baka eins og nýju
mælarnir sem gubba þeim bara í
gegn ef þeir eru of léttir,“ segir Kol-
brún Jónatansdóttir framkvæmda-
stjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.
Nokkrir af gömlu stöðumælunum,
sem eru flestir staðsettir í miðborg
Reykjavíkur, eiga það til að skynja
ekki ákveðna gerð af tíu krónu pen-
ingi og gleypa hann, ólíkt nýrri mæl-
um sem skila þeim í gegn.
Um er að ræða 10 króna mynt sem
var sett í umferð árið 1996 en hún
var gerð úr annarri málmblöndu en
tíkallinn sem fyrir var. Hún er úr
nikkelhúðuðu stáli og 6,9 grömm að
þyngd en eldri tíkallinn er úr 75%
kopar og 25% nikkel og er 8,0
grömm að þyngd.
Vandamálið brátt úr sögunni
Kolbrún segir að Bílastæðasjóði
berist nú um tvær kvartanir á mán-
uði út af þessu. Þau vilji að fólk láti
vita því þá sé hægt að skipta um
haus á þeim mælum sem gleypa tí-
kallinn.
Vandamálið hefur verið til staðar í
mörg ár en er hverfandi því gömlu
stöðumælarnir heyra brátt sögunni
til. „Þeim hefur fækkað mikið og eru
rétt um 300 í dag. Það eru þeir elstu
sem skynja ekki léttari tíkallinn, við
höfum verið að skipta þeim út og
setja betri mæla í staðinn. Við skipt-
um þá út hausnum fyrir nýrri mæla
sem við höfum tekið úr umferð ann-
arsstaðar. Við erum löngu hætt að
kaupa stöðumæla og erum að snúa
okkur alfarið að nýju gerðinni sem
tekur kort og prentar út miða. Þeir
skila peningnum ef þeir vilja hann
ekki. Ég held að það megi segja að
einhverntímann á næsta ári verði
gömlu myntstöðumælarnir nánast
horfnir, það verða jafnvel bara um
tíu til tuttugu eftir þá,“ segir Kol-
brún.
Spurð hvort hún telji Bílastæða-
sjóð hafa grætt mikið á þessum tí-
kalla-gleypigangi stöðumælanna
svarar Kolbrún neitandi og hlær.
„Þetta hefur ekki verið mjög góð
fjármögnunarleið. Fólk verður líka
svekkt og hringir inn. Við vissum
ekki af þessum galla í mælunum fyrr
en kvartanir fóru að berast og þá var
málið skoðað. Við reynum ekki að
pirra viðskiptavinina með þessu,
girðum bara fyrir vandamálið með
því að skipta út hausnum á mæl-
inum. Ég hugsa að það sé núna að-
eins um hálft prósent stöðumæla
sem skynjar ekki léttari tíkallinn.“
Áður en bílastæðagjaldið hækkaði
gaf tíkallinn fjórar mínútur í stöðu-
mæli en í dag fær fólk rétt um tvær
mínútur fyrir hann.
Gamlir stöðu-
mælar gleypa
léttari tíkallinn
Fá um tvær kvartanir á mánuði
Vandamálið brátt úr sögunni
Morgunblaðið/Ásdís
Úreltur Þessi gerð stöðumæla á það
til að gleypa léttari tíu krónurnar.
Tíu krónur
» Tíkallinn var settur í umferð
árið 1984. Á framhlið mynt-
arinnar er stílfærð mynd af
landvættum eins og á öðrum
myntum, en á bakhlið er mynd
af loðnu.
» Engar ábendingar hafa bor-
ist Seðlabankanum vegna
þessa vandamáls með léttari
tíkallinn og gömlu stöðumæl-
ana, samkvæmt upplýsingum
frá bankanum.
Tónleikarnir sem Björk stendur
fyrir nefnast Stopp gætum
garðsins og fara fram 18. mars
í Hörpu.
Fram koma tónlistarmenn á
borð við Patti Smith, Björk,
Lykke Li, Highlands, Of Mon-
sters and Men, Mammút, Retro
Stefson og Samaris. Sama
dag verður sérstök frum-
sýning á Noah, nýjustu
mynd Darren Aro-
nofsky. Allir lista-
menn gefa vinnu
sína og allur ágóði
rennur til Nátt-
úruverndarsamtaka
Íslands og Land-
verndar. Takmark-
að magn miða
er í boði.
Patti Smith á
tónleikunum
TÓNLEIKAR OG BÍÓ
Hallur Már Hallsson
María Margrét Jóhannsdóttir
Tónlistarkonan Björk Guðmunds-
dóttir ásamt hópi listamanna krefst
þess að náttúruverndarlög, sem
samþykkt voru í fyrra og áttu að
taka gildi í apríl, standi. Þetta sagði
hún á kynningarfundi í Hörpu í gær
vegna náttúruverndartónleika sem
verða í Hörpu þann 18. mars. Tón-
leikarnir fara fram undir nafninu
Stopp gætum garðsins en sama dag
verður sérstök frumsýning á Noah,
nýjustu mynd Darren Aronofsky,
leikstjóra, sem var að miklu leyti
mynduð hér á landi.
Töluðu í gegnum Skype
Bæði Björk og Aronofsky voru
viðstödd á fundinum í gegnum sam-
skiptaforritið Skype.
Aronofsky sagði á fundinum að
hann fyndi til mikillar ábyrgðar
gagnvart Íslandi eftir dvöl sína hér
og vildi láta gott af sér leiða. Sér-
staða Íslands væri náttúran og að
hún væri ekki þakin girðingum og
rafmagnslínum og hann sagðist
vona að Ísland færi ekki að fordæmi
Bandaríkjanna þar sem skamm-
tímaávinningur hefði haft sigur um-
fram þau verðmæti sem fælust í
ósnortinni náttúru.
Mótmæla aðför yfirvalda
„Við höfum einstakt tækifæri
núna til að gera hálendið allt að ein-
um þjóðgarði með lögum frá Al-
þingi. Þar með verði hálendi Íslands
sett undir eina skipulagsstjórn og
skýrt afmarkað. Þar með heyri öll
áform um lagningu raflína, vega-
gerð eða önnur mannvirki sem
kljúfa eða sundra dýrmætum lands-
lagsheildum hálendisins sögunni
til,“ segir í yfirlýsingu sem lesin var
upp á fundinum. Varað var við
áformum um virkjun jarðvarma
við Mývatn og sagt að brýnt
væri að ríkisvaldið myndi
verja náttúrusvæði gegn
ágangi ferðamanna. Þá
var aðför yfirvalda að
náttúruverndarfólki
mótmælt og yfirgangur
lögreglu var sagður
fordæmalaus og ákær-
ur gagnvart þeim sem
vildu vernda
Gálgahraun
grimmar.
Skype Björk Guðmundsdóttir og Darren Aronofsky ávörpuðu gesti á tjaldi á blaðamannafundi í Hörpu í gær.
Björk og Aronofsky
standa vörð um náttúru
Náttúruverndartónleikar og frumsýning Noah í mars
Patti Smith