Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Vandað borð úr gagnvarinni furu. 100kg á þyngd. fá með rólusetum, ungbarnarólum eða dekkjarólum. ÖRYGGI – GÆÐI - LEIKGILDI Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös. 8:30-18:00, lau. 11:00-16:00 Hægt er að loka sandkassa með því að færa sætin saman. Jarðlægt trampólín. Þvermál: 3,8m. Hæð: 20cm frá jörðu. Vönduð leiktæki sem eru sérhönnuð fyrir heimahús og einkaleiksvæði. Tækin eru falleg og falla vel inn í íslenska náttúru ásamt því að uppfylla ströngustu kröfur um öryggi á leikvæðum. Rólu er hægt að Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að fara vel með sjálfa/n þig. Ef þú tekur á hlutunum af alvöru og sjálfsaga muntu finna farsæla lausn á vandanum. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef verkefni reynist manni of auðvelt þá lærir maður ekkert af því. Að gera það sama aftur og aftur leiðir augljóslega til sömu nið- urstöðu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert í uppreisnarhug og kannt því að vilja eyða peningum til að sýna fram á sjálfstæði þitt. Vertu samt með handbrems- una á eyðslunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að deila velgengni þinni með þeim sem standa þér næst. Reyndu að sjá hlutina með augum annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Munið að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar og það á ekki síst við um tímamót eins og þau sem nú eru að ganga í garð. Í dag kemur það þér í koll að leggja ekki meiri áherslu á orð þín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu auðmjúk/ur því það þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að halda frið inn- an fjölskyldunnar. Einnig væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Auðgaðu andann með því að lesa eitt- hvað óvenjulegt sem þú hefur ekki lagt þig eftir áður. Mundu að neikvæðni skilar engum árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vinir þínir bjóða þér að gera hluti sem hljóma ekki vel í fyrstu. Yndislegt óhóf stendur þér til boða, en ætlarðu að þiggja það? Segðu vini frá raunum þínum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að tala þínu máli og veist að enginn getur gert það fyrir þig. Fátt jafn- ast á við lestur góðrar bókar þegar þú ætlar að njóta hvíldar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þegar við vitum hvað við viljum þá fara allar tafir afskaplega í taugarnar á okkur. Láttu þér ekki bregða, því sjaldnast þekkjum við aðra og lengi má manninn reyna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinur þarf á stuðningshópi sínum að halda núna, en á ekki að gera ráð fyrir of- urmannlegri viðleitni. Fólk heldur oft að það viti hvað öðrum er fyrir bestu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er altalað að grasið sé ekki grænna handan hornsins, hafðu það í huga þegar hugurinn leitar annað. Ekki leyfa nein- um að telja þig á að gefa fé sem þú hefur unnið fyrir hörðum höndum. Kristján Árnason frá Skálá ortium Skálárkarlinn, og verður að fyrirgefast eins og stundum endranær þótt stuðlasetning sé ekki nákvæm í löngu hending- unum. Það hefur lengi loðað við: Sést hann hér á sömu leið og Sölvi forðum. Raðar saman rími og orðum, röddin gengin mjög úr skorðum. Gráa strýið niðurlútan hausinn hylur. Í bringu sína þráfalt þylur það sem ekki nokkur skilur. Í Lónkoti hann löngum sést sem lýðaskarinn. Lítið þolir þó við barinn, það er allur kraftur farinn. Braghendu Bólu-Hjálmars þekkja flestir. Guðrún P. Helga- dóttir kenndi okkur, að hún lýsti Sölva betur en eitt af þjóðskáldum okkar í tveim þykkum bindum: Heimspekingur hér kom einn í húsgangsklæðum, með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum. En svo yrkir Sölvi um sjálfan sig: Þiggur prís af firðaflokk, fremdum lýsir slyngur. Sál ber vísa í sínum skrokk Sólon Íslendingur. Um miðjan febrúar voru þessar vangaveltur á netinu og byrjuðu með því, að Ólý Þórsdóttir sagði, að veðrið væri dásamlegt hér í Borgarfirðinum, bjart en mjög kalt. – Ég er löngu komin á stjá, en bóndinn sefur eins og rotaður sel- ur. Ég er hugfanginn af fallegum morgni: Í rúmi liggur bóndinn ber, blundar þar og hrýtur, en húsmóðirin úti er og árdags ljómans nýtur. Pétur Stefánsson brást skjótt við og sagðist hafa áhyggjur af bónd- anum, – sængurlausum í sum- arbústað þeirra hjóna: Þótt úti skíni árdagssól og allt sé fagurt sýnum farðu aftur upp í ból og yljaðu karli þínum. Sigurlín Hermannsdóttir gat ekki orða bundist: Í Borgarfirði vildi ég vera vel þar til ég þekki. Með kyrrð og ró og bændur bera, betra gerist ekki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skagfirskum bændum og sólskini í Borgarfirði Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG LIGGUR HANN Í BEYGJUM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að muna eftir góðum dögum í París. 17.000 KR. ÞYNGDARLÖGMÁLIÐ ER EKKERT LÖGMÁL! ERTU VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ Í LAGI AÐ VIÐ KOMUM Í MAT? AUÐVITAÐ! ÞAÐ ER SAMT BEST AÐ VIÐ NOTUM BAKDYRNAR, TIL AÐ FORÐAST ÁTÖK. TUNGLIÐ ER FULLT OG HÁR VEX Á LÍKAMA MÍNUM! HÁR Í EYRUNUM, HÁR Í NÖSUNUM! HVAÐ ER AÐ KOMA FYRIR MIG?! „BÖLVUN MIÐALDRA MANNSINS“. Landinn hugsar sig ekki tvisvar umþegar einhvers staðar er boðið upp á ókeypis veitingar í mat og drykk. Víkverji lagði leið sína í Hörpu um helgina ásamt þúsundum annarra þar sem færi gafst á að smakka land- búnaðarafurðir af öllu tagi. Skemmst er frá að segja að Víkverji yfirgaf Hörpu pakksaddur, þar sem vafrað var í mannþrönginni á milli bása og bragðað á góðgæti á borð við hvít- kálssalat, sultur, síld, ærfillet, nauta- lundir, humarsúpu, rjómabollur, rauðvín, brauð, harðfisk, ís, græn- metispylsur, súkkulaði, kartöflu- konfekt, mysu, reyktan makríl, kaví- ar og þannig mætti lengi telja. x x x Að sjálfsögðu skilaði smökkuninþeim árangri að Víkverji keypti nokkrar afurðir og styrkti þar með ís- lenska framleiðslu, beint frá býli. En þó að einhverjir hafi gert góð kaup þá voru langflestir komnir til að forvitn- ast, gera sér glaðan dag og hitta mann og annan – og fá sér frítt að borða. Troðningur var nokkur og varð Víkverji vitni að því oftar en einu sinni að fólk ætlaði að taka með sér vörur án þess að greiða fyrir. Stóð greinilega í þeirri trú að allt væri ókeypis en við munum hvað Milton Friedman sagði og ritaði forðum daga: There’s no such thing as a free lunch. x x x Annars átti Víkverji góða helgi, aðþví undanskildu að eftir skemmt- anabrölt fékk hann ekki að sofa út að morgni sunnudags, þökk sé nágrönn- um og öðrum umhverfishljóðum. Byrjaði truflunin upp úr klukkan sjö þegar nágranninn í kjallaranum kom sönglandi heim og setti græjurnar í botn í nokkrar mínútur. Þegar slokknaði á honum leið ekki löng stund þar til litlir fætur byrjuðu að hlaupa á næstu hæð fyrir ofan. Mestu hlaupin voru yfirstaðin þegar Vík- verji hrökk upp við gemsann undir klukkan níu vegna smáskilaboða frá læknastöð. Ókristilegur tími til slíkra áminninga. Nokkrum mínútum síðar var Víkverji að festa svefn á ný þegar trompetæfingar hófust í næstu íbúð við hliðina. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að búa í fjölbýli. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í saman- burði við þá dýrð, sem oss mun opin- berast. (Rm. 8, 18.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.