Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 38
fyrir leik sinn í Dallas Buyers Club og Cate Blanchett fyrir Blue Jasm- ine og voru vel að þeim komin líkt og leikararnir sem hlutu styttur fyrir aukahlutverk, Jared Leto fyrir Dall- as Buyers Club og Lupita Nyong’o fyrir 12 Years a Slave. Það sem kom hins vegar nokkuð á óvart var að kvikmyndirnar American Hustle og The Wolf of Wall Street skyldu eng- in verðlaun fá, í ljósi fjölda tilnefn- inga. Sú fyrrnefnda var tilnefnd til tíu verðlauna og sú síðarnefnda til fimm. Besta erlenda myndin var valin La Grande Bellezza eftir ítalska leikstjórann Paolo Sorr- entino og teiknimyndin Frozen hlaut tvenn verðlaun, sem besta teiknimyndin í fullri lengd og fyrir besta frumsamda lagið, „Let it Go“, í flutningi Idinu Menzel. The Great Gatsby eft- ir leikstjórann Baz Luhrmann, hlaut einnig tvenn verðlaun, fyrir búningahönnun og útlits- hönnun. Í flokki heimildar- mynda varð 20 Feet from Star- dom, eftir Morgan Neville, hlutskörpust. Heildarlista yfir Óskars- verðlaunahafa má finna á vef verðlaunanna, oscar.go.com. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Virtustu kvikmyndaverðlaun heims, Óskarsverðlaunin, voru afhent í 86. sinn í Los Angeles aðfaranótt mánu- dags að íslenskum tíma. Það kom lík- lega fáum kvikmyndaáhugamann- inum á óvart að 12 Years a Slave, kvikmynd breska leikstjórans Steve McQeen, skyldi hljóta verðlaun sem besta kvikmynd ársins 2013 þar sem hún hlaut bæði Golden Globe- og Bafta-verðlaunin í ár. Steve McQueen hlaut þó ekki verðlaun fyr- ir bestu leikstjórn heldur Mexíkóinn Alfonso Quarón fyrir kvikmyndina Gravity. Quarón er fyrsti suður- ameríski leikstjórinn sem hlýtur þau verðlaun og McQueen fyrsti þeldökki leikstjórinn sem hlýtur Ósk- arsverðlaun fyrir bestu kvikmynd. Gravity hlaut flest Óskarsverðlaun í ár, eða sjö talsins og þá m.a. fyrir bestu tækni- eða sjónbrellur, kvik- myndatöku og klippingu. 12 Years a Slave og Dallas Buyers Club hlutu næstflest verðlaun, eða þrenn hvor. Verðlaun fyrir besta leik komu ekki heldur á óvart, miðað við spár. Matthew McConaughey hlaut verð- laun fyrir besta leik í aðalhlutverki, Þrælamynd best, Gravity með flest  Alfonso Cuarón hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, fyrstur Suður-Ameríkana EPA Best Matthew McConaughey, Cate Blanchett, Lupita Nyong’o og Jared Leto hlutu Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverkum, McConaughey og Blanchett fyrir aðalhlutverk og Leto og Nyong’o fyrir aukahlutverk. AFP Faðmlag Leikstjórinn Steve McQueen og leikarinn Brad Pitt fagna verð- launum fyrir bestu kvikmynd, 12 Years a Slave, sem Pitt lék í og framleiddi. Kæti Alfonso Cuarón með leikkonunni Angelinu Jolie. EPA Brellumenn Tim Webber, Chris Lawrence, David Shirk og Neil Corbould tóku við verðlaunum fyrir bestu tæknibrellur, í kvikmyndinni Gravity. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Eins og sjá má á einni myndanna hér fyrir ofan var Daði Einarsson, listrænn stjórnandi fyrirtækisins RVX, ekki meðal þeirra sem tóku við Óskarsverðlaunum fyrir tækni- brellur (e. visual effects) fyrir kvik- myndina Gravity. Daði vann þó ná- ið með leikstjóra hennar í um hálft ár, allt frá því myndin var á hand- ritsstigi og bar hann starfstitlana „animation director“ og „pre- visualisation supervisor“, sem eru illþýðanlegir á ís- lensku. Í stuttu máli var myndin teiknuð í þrívídd í tölvu út frá handriti og var nánast fullgerð í því formi áður en tökur hófust. Daði fékk það verkefni að stýra öll- um hreyfingum, sjónar- hornum kvikmynda- tökuvélanna og þar fram eftir götunum. Reyndist það mikil áskorun sem fólst m.a. í því að átta sig á því hvernig leik- ararnir hreyfðu sig í þyngdarleysi úti í geimnum en myndin segir af geimförum sem lenda í hrakförum þegar þeir eru að gera við Hubble-sjónauk- ann. Spurður að því hvort ekki hefði verið eðlilegt að hann væri í hópi til- nefndra til Óskarsins segir Daði „bæði og“, stór hópur hafi unnið að verkefninu og hann hafi snúið sér að öðru eftir sex mánaða vinnu við myndina. Um það leyti hafi orðið ákveðin þáttaskil í vinnslunni. Everest næst á dagskrá RVX er með stórt verkefni í vinnslu, næstu kvikmynd Baltas- ars Kormáks, Everest. Daði er nýkominn frá Ítalíu þar sem tökur á myndinni fóru fram og fer eftir viku til Eng- lands, í Pinewood-mynd- verið þar sem innitökur fara fram. RVX mun útfæra bak- grunna í þeim atriðum myndarinnar, færa tökurnar af sviði Pinewood yfir á Everestfjall, búa til vonskuveður og annað tilheyrandi. „Þetta er rosalega mikil vinna,“ segir Daði um verkefnið, það sé afar viða- mikið og fleiri fyr- irtæki þurfi að koma að því en RVX til að ná settum skila- fresti. RVX muni samt sem áður leiða það. Var ekki tilnefndur  Daði Einarsson, listrænn stjórnandi RVX, vann með Cuarón að Gravity Óskarsverðlaunin 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.