Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Umferð Það getur verið erfitt að komast leiðar sinnar í miðborg Reykjavík- ur og víst er að upplýsingaskiltin auðvelda ekki endilega för. Ómar Í sunnudagsmorgni Gísla Marteins um síð- ustu helgi var rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fór þar mikinn, en hún til- heyrir háværum og litlum minnihluta sjálf- stæðismanna sem vill ganga í Evrópusam- bandið. Þorgerður kall- aði þá sjálfstæðismenn sem fylgja vilja stefnu flokksins „svartstakka“. Einhverjum kann að þykja það vel til fundið að líkja fóki, sem vill fram- fylgja lýðræðislegri niðurstöðu, við stuðningshóp Mussolinis sem beitti andstæðinga hans ofbeldi og hót- unum. Öllu snúið á haus Það er ekkert nýtt að hlutum sé snúið á haus í baráttunni fyrir því að Ísland haldi áfram að vera umsókn- arríki í Evrópusambandið þrátt fyrir að meirihluti landsmanna, sam- kvæmt öllum könnunum í mörg ár, vilji ekki ganga í sambandið. En þarna var samt gengið lengra og af meiri ósvífni en oft áður, enda sló fréttastofa Ríkisútvarpsins furðu- legustu ummælunum upp með vel- þóknun. Því var haldið fram að hópur „harðlínumanna“ og „svartstakka“ hertæki stefnu Sjálfstæðisflokksins og kæmi það fram í því að ríkis- stjórnin hefur ákveðið að inn- göngubeiðnin í Evrópusambandið verði afturkölluð. Því verður vart trúað að sá sem heldur þessu fram hafi mikinn þátt tekið í starfi Sjálf- stæðisflokksins. Flokkurinn hefur jafnan verið eindregið mótfallinn því að Ísland gangi í Evrópusam- bandið. Landsfundur eftir landsfund hefur áréttað það. Síðast lýsti landsfundur því yfir fyrir kosningar 2013 að Sjálfstæðisflokkurinn vildi slíta aðild- arviðræðunum. Kann- anir sýna að einungis um 10% sjálfstæð- ismanna vilja ganga í Evrópusambandið. Stefna flokksins hertekin En því miður má finna dæmi um að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið hertekin. En hverjir hafa gert það? Landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins, stærstu stjórnmálasamkomur Íslands, hafa alltaf verið eindregnir gegn aðild að Evrópusambandinu. Sama átti við um Icesave-kröfurnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins gerði sérstaka samþykkt þar sem hann hafnaði „löglausum kröfum Breta og Hollendinga“. En þeir sem urðu undir á fundinum, Evrópusinn- arnir, þessir sem gjarnan lýsa sjálf- um sér sem „frjálslyndum“ en öðr- um sem „svartstökkum“, lágu í forystu flokksins um að fara ekki eft- ir landsfundarsamþykktum heldur einhverju allt öðru. Og höfðu sitt fram, með þeim afleiðingum að fylgi flokksins hefur ekki borið sitt barr eftir Icesave-dóminn í janúar 2013. Fyrir kosningarnar 2013 lýsti lands- fundur því ákveðið yfir að Sjálfstæð- isflokkurinn vildi að ekki yrði gert „hlé“ á aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið heldur skyldi þeim „slit- ið“. Og hvernig brugðust Evrópu- sinnarnir við? Með hefðbundnum hávaða og stóryrðum og kröfum um að flokkurinn tæki upp einhverja allt aðra stefnu en landsfundur hefði ákveðið. Allt þetta bergmáluðu fjöl- miðlar, sem telja margítrekaðar skoðanir þessa fámenna hóps alltaf jafnmikil tíðindi. Eftir nokkra daga af þessum látum gerðist það að ein- stakir frambjóðendur tóku að tala eins og flokkurinn vildi gera hlé á að- ildarviðræðum og halda atkvæða- greiðslu um framhaldið. Þvert gegn því sem landsfundur hafði slegið föstu. Hámark frekjunnar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum hans. Hafi landsfundur með skýrum hætti tekið ákvörðun um stefnu flokksins í mik- ilvægu grundvallarmáli, þá verður henni auðvitað ekki breytt með ein- hverjum ummælum í sjónvarps- þætti. Ef það eru svik að fara ekki eftir öllu því sem sagt er í sjónvarps- þáttum, þá eru það enn meiri svik að fylgja ekki eindregnum sam- þykktum landsfundar. Það er ótrúleg frekja þegar þeir, sem aldrei fá stefnu sína samþykkta á landsfundi, reyna að hertaka flokk- inn með hávaða og stóryrðum í fjöl- miðlum í von um að þingmenn kikni í hnjánum við skyndilegt fjölmiðlafár. Þegar við þetta er svo bætt stór- yrðum og ósmekklegum uppnefnum um þá, sem einfaldlega leyfa sér að fara eftir skýrum landsfundarsam- þykktum, þá er frekjan komin í ann- að veldi. Þá er hún farin að nálgast það stig að megi fara að tala um „frekjupungapólitík“, svo notað sé ruddalegt orð sem ekki á heima í ís- lenskri stjórnmálaumræðu. Eftir Þorstein Arnalds »Ef það eru svik að fara ekki eftir öllu því sem sagt er í sjón- varpsþáttum, þá eru það enn meiri svik að fylgja ekki eindregnum sam- þykktum landsfundar. Þorsteinn Arnalds Höfundur er verkfræðingur. Svartstakkarnir hennar Þorgerðar Brussel | Hertaka Rússa á Krímskaga er hið berasta dæmi um árás á friðartímum sem Evrópa hefur orðið vitni að síðan Þýska- land nasismans réðst inn í Súdetahéruðin 1938. Það kann að vera í tísku að gera lítið úr „lærdómnum frá München“, þegar Ne- ville Chamberlain og Édouard Dala- dier reyndu að friða Hitler og létu undan kröfum hans til Tékkóslóv- akíu. En ef Vesturveldin láta sér lynda innlimun Krímskagans – en þetta er í annað sinn sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur stolið landsvæði frá fullvalda ríki, á eftir hertöku Rússa á Abkasíu og Suður-- Ossetíu-héruðum Georgíu – munu leiðtogar lýðræðisríkjanna í dag næsta örugglega sjá eftir aðgerða- leysi sínu. Í höfuðborgum Vesturveldanna hafa viðbrögðin hingað til verið blendin. Refsingarnar sem verið er að íhuga – brottrekstur úr G8- hópnum, til dæmis – væru hlægilegar ef ógnin við friðinn í Evrópu væri ekki svo alvarleg. Pútín lítur á upp- lausn Sovétríkjanna sem mesta harmleik vorra tíma, og hann hefur reynt án afláts að skapa á ný hið týnda veldi Rússlands. Ef Vestur- veldin vilja að þau séu tekin alvar- lega þurfa þau að vera jafnákveðin og Pútín hefur verið. Hin mikla velgengni Pútíns í heimsvaldabrölti sínu hefur verið honum nánast að kostnaðarlausu. Evrasíubandalagið hefur rekið í rétt hans orkurík ríki eins og Kasakstan, Úsbekistan og Túrkmenistan. Georgía var hlutuð í sundur árið 2008. Ríkisstjórn Armeníu var kúguð til þess að hafna boði Evr- ópusambandsins um samstarfssamning. Nú kann hern- aðarlega mikilvægasti fengurinn – Úkraína – að falla í greipar Pút- íns. Án Úkraínu, ritaði Zbigniew Brzezinski, fyrrverandi örygg- isráðgjafi Bandaríkj- anna, hættir Rússland að vera heimsveldi, „en Rússland með Úkraínu kúgað til hlýðni verður sjálfkrafa að heims- veldi“. Og, vegna þess að mikill meirihluti Úkraínumanna hefur enga löngun til þess að verða hluti af heimsveldi Pútíns, getum við verið viss um að ríkið sem Pútín mun leiða frá þessum tímapunkti muni verða mjög hervætt, nokkuð líkt og Sov- étríkin voru en án kommúnista- flokksins við völd. Í ljósi þess hversu mikil fífldirfska Pútíns er verður svar heimsbyggð- arinnar að gjalda líku líkt. Leiðtoga- fundir og viðskiptasamningar sem hætt er við, eða brottrekstur úr diplómatískum skjallbandalögum eins og G8, er ekki nóg. Aðeins að- gerðir sem setja á áþreifanlegar við- skiptaþvinganir sem hafa áhrif á rússneska ríkisborgara – sem hafa, eftir allt saman, kosið Pútín til valda aftur og aftur – veita einhverja von um að beina Kremlverjum frá út- þenslustefnu sinni. Hvaða þvinganir gætu virkað? Í fyrsta lagi ættu Tyrkir að loka Hellu- sundi fyrir rússneskum skipaflutn- ingum, líkt og þeir gerðu eftir stríðið 2008 milli Rússlands og Georgíu. Þá lokaði Tyrkland aðgangi að Svarta- hafinu til þess að koma í veg fyrir að Bandaríkin gripu inn í, þó að þau hefðu, líkt og nú er ljóst, engan ásetning til þess. Nú ætti Tyrkland að loka sundunum ekki bara fyrir rússneskum herskipum, heldur öll- um kaupskipum sem stefna að rúss- neskum höfnum í Svartahafi. Áhrifin á efnahag Rússlands – og á hern- aðarþreifingar Pútíns – myndu verða talsverð. Tyrkland hefur heimild til þess að loka Hellusundi undir viðbót frá 1982 við Montreux-sáttmálann 1936. Í raun gæti Tyrkland snúið réttlæt- ingu Pútíns fyrir því að hertaka Krímskagann – að hann sé að vernda Rússa þar – gegn honum með því að halda því fram að landið sé að verja frændþjóð sína, hina tyrknesku tat- ara, sem, í ljósi þess hversu illa Rúss- ar fóru með þá í fortíðinni, vilja ör- væntingarfullir vera áfram undir stjórn Úkraínu. Ahmet Davutoglu, utanríkis- ráðherra Tyrklands, sneri flugvél sinni við í loftinu í síðustu viku og flaug til Kænugarðs til þess að bjóða hinni nýju bráðabirgðaríkisstjórn stuðning sinn. Recep Tayyip Erdog- an, forsætisráðherra Tyrklands, sem er engin veimiltíta, eins og Pútín veit vel, ætti að fylgja því eftir með því að loka sundunum þegar í stað fyrir rússneskum skipaflutningum – þang- að til Pútín kallar til baka allar her- sveitir í Krím aftur til stöðva sinna í Sevastopol eða til Rússlands sjálfs. Og Atlantshafsbandalagið ætti að bjóða Tyrklandi vernd undir fimmtu grein Atlantshafssáttmálans ef Rúss- ar reyna að kúga landið. Í öðru lagi ætti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, að setja á Rússa samskonar viðskiptaþvinganir og hann hefur sett á Írana fyrir kjarnorkuáætlun sína. Þær þving- anir hafa limlest efnahag Írans. Á svipaðan hátt myndi það að neita öll- um bönkum sem eiga viðskipti við rússneska banka eða fyrirtæki um aðgang að fjármálakerfi Bandaríkj- anna búa til efnahagslegt öngþveiti svipað því sem sást í Rússlandi strax eftir fall kommúnismans. Það verður að koma venjulegum Rússum í skiln- ing um að það að leyfa Pútín – en helsta krafa hans til leiðtogatignar er að hann batt enda á örbirgð fyrstu áranna eftir sovéttímann – að halda áfram með heimsvaldasinnaða árás- argirni sína muni verða þeim dýrt. Í þriðja lagi ætti Obama að leggja áherslu á það við Kínverja hver þeirra þáttur er í að halda jafnvægi í Evrasíu. Pútín kann að líta á upp- lausn Sovétríkjanna sem harmleik, en fyrir Kína var það besta gjöfin sem þeir gátu ímyndað sér. Í einu vetfangi hvarf heimsveldið, sem hafði stolið milljónum hektara af kín- versku landsvæði í gegnum aldirnar og hótað Alþýðulýðveldinu eyðingu með kjarnorkuvopnum, einfaldlega af sjónarsviðinu. Síðan þá hafa hin sjálfstæðu ríki Mið-Asíu og jafnvel Úkraína orðið að mikilvægum viðskiptavinum Kín- verja. Landvinningar Rússa í Georgíu vöktu óánægju hjá Kínverj- um, eins og sást í ráðstefnu sjang- hæsku samstarfsstofnunarinnar (SCO, hópur ríkja sem inniheldur fyrrverandi sovétlýðveldi sem deila landamærum við Kína og Rússland) eftir stríðið. Rússar reyndu að fá ráð- stefnuna til þess að viðurkenna sjálf- stæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, en meðlimir SCO þrjóskuðust við. Mið- Asíuríki hópsins – Kasakstan, Kírg- istan, Tadsjíkistan og Úsbekistan – hefðu ekki staðið uppi í hárinu á Kreml nema með stuðningi Kína. Í dag, hins vegar, mun Xi Jinpiang hugsanlega þurfa að vera skýrari í svörum sínum við fífldirfsku Pútíns. Í raun mun hin sanna prófraun á þá kröfu Kínverja að þeir séu ábyrgð- arfullir hagsmunaaðilar í samfélagi þjóðanna koma brátt hjá Sameinuðu þjóðunum. Mun Kína styðja við aug- ljós brot Pútíns á alþjóðalögum, eða mun landið styðja við landamæri Úkraínu? Það eru aðrar hugsanlegar refsi- aðgerðir tiltækar. Hægt er að hafna og kalla til baka vegabréfsáritanir fyrir alla embættismenn Rússa. Hægt er að frysta eigur, sérstaklega þeirra sem hafa verið hvítþvegnir af ólígörkum nálægum Pútín. Aðeins þegar sársaukinn verður óbærilegur, sérstaklega fyrir elítuna, verður þetta kampf Pútíns sigrað. Gjald þess að gera ekki neitt er hátt. Óteljandi lönd, frá Japan til Ísr- aels, treysta á skuldbindingu Banda- ríkjanna um að þau muni svara hraustlega fyrir alvarleg brot gegn heimsfriðnum. Það sem meira er, þegar Úkraína gaf frá sér kjarn- orkuvopn sín árið 1994 var það gert með þeim ítrekaða skilningi að Bandaríkin (og Bretland, Frakkland og Rússland) myndu tryggja landa- mæri þess. Ef Krím er innlimað gæti enginn sagt neitt gegn Úkraínu ef landið myndi bæta kjarnorkuvopn- um í varnarbúr sitt (sem landið hefur enn tæknilega getu til þess að gera). Þegar Chamberlain sneri aftur frá München sagði Winston Churchill við hann: „Þú fékkst valið á milli stríðs og smánar. Þú valdir smánina og þú munt fá stríð.“ Obama og aðrir vestrænir leiðtogar standa frammi fyrir svipuðu vali. Og ef þeir velja smánina er hægt að vera öruggur um það að Pútín mun óhræddur gefa þeim meira stríð. Eftir Charles Tannock » Gjald þess að gera ekki neitt er hátt. Óteljandi lönd, frá Jap- an til Ísraels, treysta á skuldbindingu Banda- ríkjanna um að þau muni svara hraustlega fyrir alvarleg brot gegn heimsfriðnum. Charles Tannock Charles Tannock situr í utanríkis- málanefnd Evrópuþingsins. Greinin heitir á frummálinu Putin’s Kampf. ©Project Syndicate, 2014.www.proj- ect-syndicate.org Barátta Pútíns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.