Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 21
RÚSSLAND
ÚKRAÍNA
MOLDÓVA
SVARTAHAF
Sevastopol Perevalne
Donetsk
Ástandið
í gær
Kertsj
FeodossíaÚkraínskar
herstöðvar
sem rússneskir
hermenn
hafa
umkringt
Stöð rússneska
sjóhersins
AZOVSHAF
Novorossísk
KRÍM
SIMFEROPOL
845.000
130.000
Tekist á um Krímskaga
Landamæraverðir
400 manna lið
sjóhersins
Bækistöð fótgönguliðs
sjóhersins
Rússar eru sagðir hafa
sent 6.000 hermenn
Eldflaugaskotpallar
lofthersins
Ráðist inn
í höfuðstöðvar
landamæra-
hermanna
Höfuðstöðvar
sjóhersins 60 km
Odessa
15.000 20.000
gagnvart Bandaríkjadal og seðla-
banki Rússlands hækkaði vexti úr
5,5% í 7% í gær til að reyna að koma
í veg fyrir frekari gengislækkun.
Deilan gæti þó einnig skaðað
efnahag vestrænna ríkja, til að
mynda Þýskalands, sem er háð jarð-
gasi frá Rússlandi. Embættismenn
Evrópusambandsins reyndu í gær
að jafna ágreining aðildarríkjanna
um hvernig bregðast ætti við hern-
aðaríhlutun Rússa. Pólland og fleiri
fyrrverandi kommúnistaríki í Mið-
og Austur-Evrópu beittu sér fyrir
refsiaðgerðum gegn Rússlandi en
lönd á borð við Þýskaland og
Frakkland vildu beita Rússa mildari
þrýstingi.
Kærir sig kollóttan um álit
almennings á Vesturlöndum
Makarkín spáði því að vinsældir
Pútíns myndu aukast heima fyrir og
margir Rússar myndu líta á hann
sem bjargvætt Rússa í Úkraínu.
Hann sagði Pútín kæra sig kollóttan
um álit almennings á Vesturlöndum.
„Pútín er tilbúinn að taka áhættuna,
vegna þess að hann telur að það sé
þess virði að taka hana,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Jan Köhler,
sérfræðingi í málefnum Austur-
Evrópu við Frjálsa háskólann í
Berlín.
Valerí Garbúzov, stjórnmálaskýr-
andi í Moskvu, tekur í sama streng.
„Rússar vilja auka áhrif sín í heim-
inum í gegnum sovésku lýðveldin
fyrrverandi, það er útþenslustefna
sem Rússland þarf að gjalda fyrir,“
sagði hann.
„Þetta er versta krísa í samskipt-
um Rússlands og Vesturlanda á öll-
um valdatíma Pútíns,“ hefur AFP
eftir Alexej Malashenkó, stjórn-
málaskýranda við Carnegie-mið-
stöðina í Moskvu. „Rússar hætta á
að lenda í algerri pólitískri og efna-
hagslegri einangrun, jafnvel meiri
en meðan á hernaðaríhlutuninni í
Afganistan stóð,“ sagði hann.
Malashenkó telur að hernaðar-
íhlutunin í Krím geti einnig skotið
bandamönnum Rússa í löndum á
borð við Kasakstan skelk í bringu
og torveldað Pútín að byggja upp
Evrasíusambandið svonefnda,
bandalag fyrrverandi sovétlýðvelda.
Rússneska dagblaðið Vedomosti
sagði að með því að senda hermenn
inn í Úkraínu væru Rússar að senda
þau skilaboð að þeir vildu endur-
reisa sovéska stórveldið með valdi.
„Það eru mistök að fara í stríð,“
sagði blaðið.
AFP
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014