Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Reykjavík, 3. mars 2014 ÁSKORUNTIL HEILBRIGÐISRÁÐHERRA OGALLRA ALÞINGISMANNA VEGNAHÓPLEITAR AÐRISTILKRABBAMEINI Hefjum hópleit að ristilkrabbameini strax. Krabbamein í ristli er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. Árlega deyja 50–55 Íslendingar úr þessum sjúkdómi. Koma má í veg fyrir sjúkdóminn í mörgum tilfellum með skipulagðri hópleit. Ristilsepi er forstig flestra ristilkrabbameina. Hægt er að greina slík forstig og ristilkrabbamein, annað hvort með því að leita að blóði í hægðum og/eða framkvæma ristilspeglun þar sem greining og meðferð er framkvæmd í senn. Kostnaður vegna hópleitar að ristilkrabbameini er lítið brot af því sem meðferð við sjúkdómnum kostar þjóðfélagið. Erfitt er að rökstyðja hvers vegna ætti að bíða lengur með að hefja skipulega hópleit. Alþingi hefur ályktað um málið og ávinningur einstaklinga, fjölskyldna og samfélags er ótvíræður. Eftirtalin fagfélög og sjúklingafélög skora á stjórnvöld að hefja hópleit að ristilkrabbameini strax: Krabbameinsfélag Íslands Krabbameinsfélag Reykjavíkur Stómasamtök Íslands Ristilfélagið Læknafélag Íslands Félag krabbameinslækna Félag sérfræðinga í meltingarsjúkdómum Félag ristil- og endaþarmsskurðlækna Félag íslenskra heimilislækna Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fagdeild krabbameins- hjúkrunarfræðinga Fagdeild heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga Makrílafli íslenskra skipa á síðasta ári var 154 þúsund tonn. Þetta er næstmesti makrílafli ís- lenskra skipa nokkru sinni en árið 2011 veiddu íslensk skip 159 þúsund tonn, samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu. Alls landaði 271 skip makrílafla á árinu. Á árunum 2009-2012 var meira en 97% makrílaflans aflað innan íslenskrar lögsögu en á síðasta ári fór hlutur makríls úr lögsögunni niður í 91%. Skýringin er aukinn afli úr græn- lenskri lögsögu en á síðasta ári veiddu íslensk skip tæplega 12 þúsund tonn þar. Kristina EA landaði mestum afla úr grænlenskri lögsögu hérlendis eða 3.581 tonni og Hákon EA 3.306 tonnum. Alls lönduðu sjö íslensk skip makríl úr grænlenskri lögsögu hérlendis. Íslensk skip hafa einnig veitt makríl úr fær- eyskri lögsögu og hefur hlutur aflans þaðan verið á bilinu 1-1,5% síðastliðin sex ár að und- anskildu 2009 þegar hluturinn fór í 2,7%. Afl- inn var þá rúm 3.100 tonn en var á síðasta ári 1.940 tonn. Ef horft er til heildarveiði íslenskra skipa af öllum svæðum þá var Kristina EA 410 afla- hæst með 12.041 tonn. Næst kom Aðalsteinn Jónsson SU 11 með 10.766 tonn og Huginn VE 55 var með 9.737 tonn. Makrílréttindum innan lögsögunnar var skipt niður í sex flokka. Aflahæsta skipið úr þessum pottum var Aðalsteinn Jónsson SU 11 með rúm 10 þúsund tonn. Því næst kom Huginn VE 55 með rúm 8.800 tonn. aij@mbl.is Næstmesti makrílaflinn í fyrra  Aukinn afli úr grænlenskri lögsögu  271 skip landaði makríl  Kristina EA og Aðalsteinn Jónsson SU með mestan afla í heild Á fundi bæjarráðs Kópavogs á fimmtudag í síðustu viku var lögð fram tillaga um að bærinn bæri kostnað við að skipta út vestum leikskólabarna í þeim tilvikum þegar á vestunum væru nöfn fyr- irtækja. Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu tillöguna fram og í henni segir: „Tryggingafélög nota börn á leikskólaaldri til að auglýsa starf- semi sína. Lítil börn í gulum vest- um á götum bæjarins eru hvar- vetna stimpluð merkjum stóru tryggingafélaganna. Þetta er í besta falli á gráu svæði m.t.t. laga nr. 57/2005 um eftirlit með við- skiptaháttum og markaðssetningu. Bæjarráð samþykkir að bæjar- félagið beri kostnað af því að skipta út þeim vestum sem merkt eru sérstaklega fyrirtækjum úti í bæ. Börn eru ekki auglýs- ingaskilti.“ Bæjarráð vísaði tillögunni til sviðsstjóra menntasviðs til um- sagnar. „Börn eru ekki auglýsingaskilti“ Kópavogur Tillaga liggur fyrir bæjarráði um vesti leikskólabarna vegna auglýsinga. Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Viðari Hjart- arsyni: Í Morgunblaðinu sunnudaginn 2. mars s.l. er myndagáta á bls. 60 und- ir fyrirsögninni „Hvert var skáldið og bókin?“. Þar er mynd af Ingjalds- hólskirkju með tignarlegan Snæ- fellsjökul í baksýn og sagt að „um- hverfið minni á þekkt minni úr íslenskum bókmenntum“, nefnilega: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess- vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Eins og margir vita er þessi til- vitnun úr Heimsljósi (Fegurð him- ins) eftir Halldór Laxness. Hitt vita færri að jökullinn í fyrrnefndri lýs- ingu er EKKI Snæfellsjökull heldur Eyjafjallajökull. HKL var þekktur fyrir nákvæm vinnubrögð, fór t.d. ófáar ferðir til að kynna sér stað- hætti sögusviða sinna. Eina slíka fór hann á Eyjafjallajökul, ásamt Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal, um það leyti sem „Fegurð himins“ var í smíðum. Heimildir eru til um jökulgöngu þeirra tvímenninga og vonandi eyða þær hinum útbreidda misskilningi um bein tengsl Snæfellsjökuls við „Fegurð himins“ þótt vissulega ríki þar fegurðin ein! Jökullinn í lýsingunni Eyjafjallajökull ATHUGASEMD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.