Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 hélt því áfram að vera drengstauli í nokkur ár í viðbót. Ferðin tók enda og sumarið líka. Um haustið fékk Rúni alvarlegt heilablóðfall og sá Rúni sem ég hafði þekkt úr ferðalaginu var farinn. Þetta ferðalag gaf mér dýrmætar minn- ingar sem mér þykir afar vænt um. Veiðitúrarnir urðu sannar- lega fleiri. Svo margir að ógern- ingur væri að telja þá upp. Pabbi með okkur þrjá bræðurna og Rúni og Ragnar. Helsta breytingin varð sú að við bræðurnir komumst ekki upp með að hafa jafnmikil læti í veiðikofanum og fyrr og Rúni fékk að hafa sjóræningjalepp fyrir öðru auganu. Binna bróður sveið sú ósanngirni að hann fengi ekki líka svona ljómandi fínan lepp. Þrátt fyrir að Rúni hafi nokkurn veginn verið helmingurinn af sjálfum sér eftir heilablóðfallið hurfu ekki þeir eiginleikar sem mér þykja hafa einkennt hann. Traustur, agaður, skipulagður, blíður og brosmildur maður sem auðvelt var að fá til að hlæja. Það er sárt að kveðja Guð- mund Rúnar föðurbróður minn, í þetta skiptið fyrir fullt og allt. Ég mun sakna hans. Elsku afi, Vil- borg, Ragnar, Svanhildur og börn, megi guðir og gyðjur styðja ykkur í sorginni. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Guðmundur Rúnar Ingvarsson. Ég kynntist Guðmundi Rúnari, eða Rúna eins og hann var alltaf kallaður, á háskólaárunum. Hann var maður Vilborgar skólasystur minnar og áttu þau heima í næsta nágrenni við okkur í Vesturbæn- um. Til að byrja með held ég að Rúni hafi ekki haft mikinn áhuga á að kynnast okkur stelpunum í kringum Vilborgu en smátt og smátt varð Rúni einnig vinur minn. Hann stundaði á þessum ár- um nám í bókmenntafræðum og í mínum huga var hann „ekta bók- menntastúdent“, vinstrisinnaður, gáfaður, svolítið villtur, reykti pípu og gekk í grænni úlpu fóðr- aðri með lambaskinni. Við vinkon- urnar vorum mikið saman á Kennóárunum en æ oftar fórum við að hittast með mökum okkar. Háskólaárin liðu og mikið var tal- að og hlustað á tónlist þegar við hittumst. Ég hafði sérstaklega gaman af því að rökræða við Rúna og held ég að við höfum oft tekið harðari afstöðu en við í raun höfð- um til þess að pólgera umræðurn- ar. Vilborg og Rúni fóru að kenna uppi í Reykholti eftir nám en á þeim tíma fæddist Ragnar sonur þeirra. Síðar lá leið þeirra til Dan- merkur til frekara náms en vin- áttuböndin styrktust þótt við byggjum á sitt hvorum staðnum á landinu eða í sitt hvoru landinu. Það var gaman að fá þau heim í fríum og skemmtilegt að dvelja hjá þeim. Eftir fimm ára dvöl í Danmörku fluttu þau heim, fengu bæði góð störf, Ragnar hóf sína skólagöngu og lífið brosti við þeim. Við fjölskyldurnar ferðuð- umst oft saman á þessum tíma og þá var iðulega veiðistöng með í ferðum en Rúni var mikill veiði- maður. Mér er sérstaklega minn- isstæð fjölskylduferðin út í Fjörð- ur en þar veiddi Ragnar sinn fyrsta lax og Vilborg matreiddi hann daginn eftir þegar við kom- um inn á Halldórsstaði. Við vorum held ég öll sammála um að þetta hefði verið sá allra besti lax sem við hefðum smakkað. En ekki löngu síðar kom þungt högg, Rúni fékk heilablóðfall aðeins 35 ára gamall og það breytti lífi hans var- anlega. Hann var mjög hætt kom- inn og var lengi í endurhæfingu. Hann náði ótrúlega miklum bata en ekki að fullu fyrri getu. Ég dáð- ist að honum hvernig hann reyndi markvisst að byggja sig upp og notaði minnisbókina til að eiga auðveldara með að tjá sig. Þetta var mikið áfall fyrir Rúna og hans nánustu. En árin liðu, Rúni fór aft- ur út á vinnumarkaðinn, Ragnar óx úr grasi og stofnaði sína fjöl- skyldu og Grímur, fyrsta barna- barnið fæddist. Við hittumst ekki eins oft og skyldi en alltaf var það jafn gaman hvort sem það var kvöldstund eða lengri samvera eins og þegar þau komu til okkar Högna í Brussel. En nú er komið að leiðarlokum hjá okkar kæra vini. Elsku Vilborg, Ragnar og fjölskyldur, við Högni og krakk- arnir höfum hugsað mikið til ykk- ar þessa erfiðu daga. Við munum varðveita minningar okkar um Rúna og gleðjumst yfir öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman og þökkum honum sam- fylgdina. Ásgerður I. Magnúsdóttir. Það dimmdi yfir starfsstöðvum ríkisskattstjóra að morgni 19. febrúar sl. þegar sú harmafregn barst að Guðmundur Rúnar Guð- mundsson starfsmaður embættis- ins hefði fallið frá. Samstarfs- mönnum hans var illa brugðið við svo óvænt og óvægin tíðindi. Guðmundur Rúnar Guðmunds- son starfaði um árabil í fjármála- ráðuneytinu einkum við umsjón ríkiseigna en réð sig til starfa hjá ríkisskattstjóra fyrir réttum tveimur áratugum og starfaði þar samfleytt til dánardags. Skömmu áður en hann hóf störf hjá emb- ættinu hafði hann orðið fyrir heilsufarslegu áfalli og þurfti þá að horfast í augu við umtalsverðar breytingar á lífi sínu. Fyrir honum lá að aðlagast öðruvísi starfsgetu. Þá reyndi á Guðmund Rúnar en hann tókst á við þessar nýju að- stæður af æðruleysi eins og raun- ar flest annað og með aðdáunar- verðum hætti. Samstarfsmenn Guðmundar Rúnars hjá ríkisskattstjóra urðu þess fljótt áskynja hve vandaður maður hann var í orði og æði. Verksvið hans hjá embættinu var fjölbreytt og hann gekk til ólíkra starfa sinna með sama hugar- farinu með samviskusemina að leiðarljósi. Hann var nákvæmur í störfum sínum og skilaði sínu á svo vandaðan hátt að eftir því var tekið. Jafnaðargeðið sem ein- kenndi hann svo mjög var eftir- minnilegt og samskipti við hann voru alltaf vinsamleg og þægileg. Hann varð fljótt þar einn af klett- unum sem högguðust ekki þótt eitthvað gengi á. Verkefni hlóðust á Guðmund Rúnar en alltaf tók hann vel í að bæta á sig nýjum stöfum enda ósérhlífinn að eðlisfari. Þá var hann ekki síður boðinn og búinn til að liðsinna samstarfsmönnum þegar óskir komu um slíkt. Hann lagði alúð í þau verkefni sem hann hafði með höndum. Öllu sinnti hann jafn vel og gekk lítillátur og hógvær að öllum störfum sínum dag hvern. Reglusemi í vinnubrögðum hans var einstök og hann hafði reiðu á hlutunum. Það voru for- réttindi að fá að kynnast Guð- mundi Rúnari. Það var notalegt að eiga við Guðmund Rúnar spjall í dagsins önn. Alla jafna var hann glaðsinna en umfram allt var jafnlyndi hans einkennandi í framkomu við sam- starfsmenn og viðskiptavini. Hand- takið, brosið og viðkunnanleg rödd- in sköpuðu hlýju og vinsemd. Guðmundur Rúnar flíkaði ekki til- finningum sínum og hann var trygglyndur og þagmælskur. Ekki var á honum að finna annað en að hann hefði jafnað sig á áfallinu á ár- um áður eftir því sem unnt var. Góður drengur er genginn. Starfsfélagar hans sakna vinar í stað, hafi hann þökk fyrir árin og vandvirknina í störfum sínum. Fjölskyldu Guðmundar Rúnars Guðmundssonar er vottuð innileg samúð við fráfall hans. Skúli Eggert Þórðarson. fyrst saman með þeim hætti að ég sá um prentun Kirkjuritsins, en hann sat í ritnefnd þess og annaðist samskipti við prent- smiðju. Ekki átti ég í fyrstu von á því að tal okkar myndi þróast í vináttu, en góðu heilli fyrir mig fór svo í áranna rás að við urðum vinir, svo var honum fyrir að þakka. Sr. Arngrímur var einstaklega viðræðugóður maður og umhug- að um að miðla öðrum af sinni miklu þekkingu og visku, en benti mér jafnframt á að fræðin væru léttvæg ef ég léti hjá líða að taka þátt í messunni og að með- taka hin helgu orð í kirkjunni. Ég fór að þessum ráðum og naut löngum þjónustu hans og fræðslu í Háteigskirkju. Hann reyndist mér og Guðrúnu konu minni ávallt sannur, ráðhollur og góður vinur. Auk þess vann sr. Arn- grímur með alúð og gleði mörg prestsverk fyrir okkur Guðrúnu og fjölskyldu okkar. Fyrir allt þetta þakka ég honum af heilum hug í dag, og þá ekki síður fyrir gestrisni hans og Guðrúnar konu hans á heimili þeirra í Álftamýri 41. Þar var ávallt gott að koma. Öllum afkomendum og tengdafólki sr. Arngríms og Guð- rúnar votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar. Sverrir Sveinsson. Þegar ég hugsa til baka minn- ist ég þess ekki að séra Arn- grímur hafi nokkru sinni byrst sig við okkur Snæbjörn son sinn þegar við vorum strákar, þótt oft hafi sjálfsagt verið full ástæða til. Við vorum endalaust í fótbolta á grasbletti hans, en ekki síst var sjálfsagt ástæða til inngripa þegar við vorum í handbolta á ganginum uppi á annarri hæð í Álftamýri 41 með uppvöðluðum lopasokkum sem bolta og dyrakarmarnir voru mörkin. Þá sat séra Arngrímur inni á sínum kontór, eiginlega beint á bakvið annað markið, og fékkst við fræðastörf. Frú Guð- rúnu var þó einhvern tíma nóg boðið fyrir hönd manns síns, og spurði hvort við þyrftum að hafa svona hátt, því eiginmaðurinn sæti við ræðuskrif, nánast inni í öðru markinu. Við Snæi fengum líka að leggja undir okkur bílskúrinn með gríðarstórri einangrunar- plötu sem við notuðum sem borð- tennisborð í skúrnum með Kirkjuritið komplett allt um kring. Þetta lét séra Arngrímur yfir sig ganga, bæði að þurfa að mjaka sér framhjá plötunni í hvert skipt sem hann þurfti að slá upp í Kirkjuritinu og ekki síð- ur það að skúrinn var þar með lokaður hans ástkæru Saab-bif- reið, en Arngrímur var mikill Sa- ab-maður og hélt ávallt tryggð við þá tegund. Síðar á ævinni áttum við alltaf gott spjall ef við rákumst hvor á annan og aldrei var komið að tómum kofunum hjá séra Arn- grími á hans fræðasviði. Minn- isstæðast af því tagi var þó þegar ég hafði látið tilleiðast að halda lítið erindi um sérstæðar ljóðlín- ur í einu kvæði Jónasar Hall- grímssonar sem tengdust guð- fræði. Fyrirlesturinn var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og mér til undrunar og gleði, og ekki síst happs, gengu þau óvænt inn úr dyrunum sæmdarhjónin Guðrún Hafliðadóttir og séra Arngrímur, þá stödd í borginni. Þar með var eiginlega fyrirlestr- inum bjargað því þegar mig rak í vörðurnar í flókinni guðfræði 19. aldar gat ég vísað spurningum til séra Arngríms sem auðvitað brást vel við og hafði skýr svör á reiðum höndum og bætti mynd- arlega við fróðleiksspjall þessar- ar dagsstundar. Að leiðarlokum vil ég þakka af heilum hug góða samfylgd og all- an höfðingsskap og vináttu sem ég naut og upplifði í Álftamýri 41. Snæja, Hafliða og Diddu, og öllu þeirra góða fólki, sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Páll Valsson. ✝ Pétur MarelGestsson fædd- ist í Reykjavík 20. maí 1934. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu 25. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Gestur Ólafur Pétursson verka- maður, f. 20. mars 1904, d. 13. janúar 1957, og María Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1909, d. 3.desember 1960. Systkini hans eru Sig- urður Magnús Gestsson, f. 31. júlí 1931, d. 9. febrúar 2014, og Elsa Dóra Gestsdóttir, f. 7. des- ember 1936. Hinn 14. ágúst 1954 giftist Pétur eftirlifandi eiginkonu sinni, Hildi Ólafsdóttur, f. 17. ur, f. 9. mars 1957, hans maki er Ásta Sólrún Leifsdóttir, f. 8. mars 1958, þeirra synir eru a) Pétur Marel Gestsson, f. 9. júlí 1979, maki Guðrún Sveins- dóttir, b) Árni Freyr Gestsson, f. 27. mars 1984, maki Ragn- heiður Bjarnadóttir. 3) Ólafur Gunnar, f. 4. mars 1967, hans maki er Ásdís Íshólm Ólafs- dóttir, f. 7. október 1968. Börn þeirra eru a) Andrea Katrín, f. 17. mars 1994, b) Ólafur Ís- hólm, f. 8. maí 1995, c) Andri Snær, f. 25. desember 2000. Fyrir átti Ólafur Auði Sólrúnu, f. 14. apríl 1986. Barna- barnabörn Péturs og Hildar eru tíu. Fyrstu ár starfsævi sinnar vann Pétur ýmis verka- mannastörf. Árið 1964 hóf hann rekstur á eigin sendiferðabíl á Nýju sendibílastöðinni og starf- aði við það til ársins 1991 er hann hóf störf hjá Skeljungi og starfaði þar til loka árs 2004. Útför Péturs fer fram í dag, 4. mars 2014, frá Lindakirkju og hefst athöfnin kl. 13. ágúst 1935. For- eldrar hennar voru Ólafur G. Hall- dórsson, f. 21. október 1913, d. 15. mars 1992, og Guðrún Hildur Halldórsson, f. 2. mars 1913, d. 10. júlí 1996. Börn Pét- urs og Hildar eru: 1) Guðrún Hildur, f. 30. september 1954. Hennar maki er Rafn Finnbogason, f. 24. október 1954, dætur þeirra eru a) Þór- hildur, f. 6. september 1974, b) Hildur Katrín, f. 25. júní 1976, maki Einar V. Bárðarson, c) Berglind, f. 25. apríl 1981, maki Chris Teasdale, d) Rúna Sif, f. 14. janúar 1986, maki Jónatan Guðbrandsson. 2) Gestur Ólaf- Í dag kveðjum við afa Pétur í síðasta sinn. Það er gott að geta hugsað til baka og rifjað upp allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Til dæmis öll spilakvöldin uppi í sumarbústað þar sem við spiluðum sam- stæðuspilið. Við spiluðum í lið- um, alltaf Andrea og afi á móti Óla og ömmu. Afi raulaði sjí- babbalúla þegar vel gekk, okk- ur til mismikillar gleði því eng- inn vildi tapa. Það er erfitt að lýsa því hvernig svona einfalt spil sem við höfðum spilað svo mörgum sinnum saman gat allt- af endað þannig að allir fengu krampa í kinnarnar af hlátri og Óli rauk alltaf á fætur því hann gat bara ekki haldið í sér leng- ur, já það var sko gaman! Heimsóknirnar á bensínstöðina til hans voru ansi margar og alltaf laumaði hann að okkur litlum legókössum eða wert- her’s original-karamellum og póló þannig að við systkinin átt- um orðið veglegt safn af litlum legóbílum. Afi var einn af þessum skemmtilegu mönnum og oft einstaklega orðheppinn þannig að yfirleitt fór maður brosandi út frá honum. Veikindi hans ollu því að samverustundirnar síðustu ár voru ekki jafnmargar og við hefðum kosið en við huggum okkur við það að nú er hann laus við allar þjáningar og fylgist með okkur frá himnum á milli þess sem hann bónar bíla og syngur sjíbabbalúla. Hvíl í friði elsku afi minn. Andrea. Í dag kveðjum við elsku afa Pétur. Þó sorgin eigi yfirhönd- ina þessa stundina, þá vitum við samt að nú er hann kominn á betri stað, umvafinn góðu fólki og laus úr greipum veikindanna sem hafa hrjáð hann síðustu ár- in. Þrátt fyrir veikindin skein húmorinn alltaf í gegn. Þegar við frændsystkinin fórum að rifja upp okkar helstu minn- ingar um afa, þá var svolítið sérstakt að öll höfðum við nán- ast sömu sögu að segja, en hann gerði aldrei upp á milli okkar barnabarnanna. Öll töl- um við um örlæti hans og húm- or, og stendur þá helst upp úr þegar hann skutlaði nammipen- ing í vasann hjá okkur, svona þegar amma sá ekki til, og þeg- ar við vorum komin með bílpróf tóku bónvörurnar við, enda var afi þekktur fyrir að vera alltaf á stífbónuðum bílum. Þá rifjast upp fyrir Auði og Rúnu, þegar þær voru í aftursætinu á Bronco-inum, þegar þessi ljúfi og yndislegi afi okkar byrsti sig við okkur frænkurnar og skammaði okkur fyrir að krota með puttunum í móðuna á aft- urglugganum. Þar höfðum við nefnilega hitt á veikan blett. Við skildum ekkert í þessu þá en mikið skiljum við hann vel í dag. Margar af okkar bestu minn- ingum eigum við úr bústaðnum. Þar áttum við svo ótal margar góðar stundir saman þar sem Pétur (yngri) spilaði á gítarinn og við hin sungum. Engin bú- staðarferð var þó farin án þess að gripið væri í spil og spilaður kani. Þar átti afi að sjálfsögðu sín móment og kom hann yf- irleitt með einhverja brandara sem voru oftar en ekki á kostn- að ömmu. Eftir spilið sagði afi yfirleitt við ömmu: „Áttu ekki til nammi handa þeim?“ Aldrei vantaði upp á gestrisnina. Amma sá til þess að okkar beið hlaðborð í hvert mál, hvort sem það var snemma morguns eða um hánótt. Það var aldrei neitt vandamál að taka vini með í bú- staðinn. Allir voru velkomnir, eins og þegar Berglind fékk að taka heilt fótboltalið með sér þangað og var þá slegið upp stórveislu. Einnig minnist Árni þess hve stoltur hann var af því að eiga svona fyndinn afa og þó hann hafi ekki beint sýnt til- finningar sínar, þá gerði hann það í gegnum einföld en falleg verk eins og þau sem hafa verið talin hér að ofan. Við gætum haldið endalaust áfram við að finna góðar minn- ingar sem við eigum um elsku afa okkar, en sem betur fer eru þær of margar til að telja upp hér. Munum við koma til með að deila þessum minningum okkar á milli um ókomna tíð. Hildur og Tóta fundu svo ljóð sem okkur finnst eiga mjög vel við um afa okkar og viljum við enda þessa kveðju með þeim orðum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín barnabörn, Þórhildur, Hildur Katrín, Pétur Marel, Berglind, Árni Freyr, Rúna Sif og Auður Sólrún. Pétur Marel Gestsson HINSTA KVEÐJA Kæri afi, í dag verður þú kvaddur í síðasta sinn af fjölskyldu og vinum. Við höfum átt margar ógleym- anlegar stundir uppi í sum- arbústað og mörg spila- kvöld sem voru mjög skemmtileg. Svo má ekki gleyma öllum klukkutím- unum sem hann er búinn að eyða í að bóna bílana sína. Hvíldu í friði, elsku afi. Andri Snær. Elsku Inga amma. Nú er löng bið á enda og loksins ertu komin til afa. Í dag sitjum við og rifjum upp hversu yndisleg kona ✝ Ingibjörg Vil-helmína Guð- mundsdóttir fædd- ist 12. júní 1916. Hún lést 13. janúar 2014. Útför hennar fór fram 18. janúar 2014. þú varst og hversu dásamlegar minn- ingar við systkinin höfum er þú bjóst hjá okkur á Vesturbrún- inni, í 11 vetur. Það var nú ómetanlegt að hafa þig alltaf heima þegar við komum heim úr skólanum. Stundum var búið að búa til pönnukökur sem voru engu líkar og alltaf varstu tilbúin að hlusta ef eitthvað var um að vera í lífi okkar. Þú varst góð við alla og það var svo gott að eiga þig að. Í minningunni situr þú í horninu í eldhúsinu heima og varst að prjóna og í síðustu heimsókn okk- ar í Hveragerði varstu enn að prjóna, svo mikill var áhuginn. Alltaf áttir þú nammi handa okk- ur og þú varst alltaf svo glöð að sjá þegar við komum og elskaðir að knúsa okkur. Minning þín lifir í hjörtum okkar, elsku amma. Lára Bryndís, Rúnar og Svav- ar Geir Lára Bryndís Pálmarsdóttir Ingibjörg Vilhelmína Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.