Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Iðnþing 2014 Framleiðni Menntun Samkeppnis- hæfni Nýsköpun Stöðugleiki Auðlindir Hugvit Fagmennska Fundurinn er öllum opinn - léttar veitingar. Skráning á www.si.is Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið í Íþrótta- og sýningar- höllinni Laugardal fimmtudaginn 6.mars kl. 14–16. Á Iðnþingi verður 20 ára afmæli SI fagnað og fjallað um fjölbreyttan iðnað sem drifkraft nýrrar sóknar og endurreisnar íslensks efnahagslífs. Drifkraftur nýrrar sóknar Dagskrá Drifkraftur í iðnaði Ný sókn Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi Fundarstjóri: Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 1 4 8 Tólf fagfélög og sjúklingafélög af- hentu í gær áskorun til stjórnvalda um að hefja hópleit að rist- ilkrabbameini strax. Jakob Jóhannsson, formaður Krabbameinsfélags Íslands, afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigð- isráðherra, áskorunina. Fram kemur í tilkynningu, að fé- lögin leggi áherslu á gildi forvarna og skimunar fyrir ristilkrabba- meini því oft sé hægt að koma í veg fyrir það með skipulagðri hópleit. Ristilkrabbamein er þriðja al- gengasta krabbameinið á Íslandi. Að meðaltali greinast um 140 ein- staklingar á ári og tíðnin hefur þre- faldast hjá körlum á síðustu hálfri öld. Árlega deyja 50-55 manns af völdum þessa sjúkdóms, segir í til- kynningunni. Leiti að ristilkrabba- meini Motta Kristján Þór og Jakob skört- uðu báðir mottu í tilefni af Mottu- mars, átaki Krabbameinsfélagsins. Verslunin Bónus í Reykjanesbæ var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 13 verslunum víðsvegar um landið hinn 25. febrúar. Farið var í lág- verðsverslanir, stórmarkaði sem og klukkubúðir. Hæsta verðið var oftast að finna í 10-11 á Akureyri eða í meira en helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könn- uninni var frá 9% upp í 218% en oft- ast var hann 25-75%. ASÍ segir að af þeim vörum sem Samkaup-Úrval á Selfossi átti til hafi í um 10% til- vika umbeðin vara verið óverð- merkt, sem sé óviðunandi fyrir neytendur. Af 83 vörutegundum sem voru skoðaðar voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði og Hagkaupum Kringlunni eða 82 af 83, Krónan Granda átti til 79 og Iceland 78. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Samkaupum-Strax eða 51 af 83 og 10-11 átti til 52. Af þessum 52 vörum sem 10-11 áttu til voru þeir dýrastir í 46 tilvikum. Mestur verðmunur í könnuninni var á appelsínum sem voru dýrastar á 499 krónur hjá 10-11 en ódýrastar á 157 krónur hjá Nettó og Kaskó sem er 342 króna verðmunur eða 218%. Nánari upplýsingar um könn- unina eru á vef ASÍ, asi.is. Allt að 218% verðmunur Morgunblaðið/Árni Sæberg Mismunandi verð Mestur verðmunur var á ávöxtum eða 70-218%.  Lægsta verðið oftast í Bónus í Reykjanesbæ en hæsta í 10-11 á Akureyri  Úrvalið mest í Fjarðarkaupum og Hagkaupum Alþingismenn munu lesa Pass- íusálmana í Graf- arvogskirkju í Reykjavík á föst- unni eins og þeir hafa gert undan- farin 12 ár. Fyrsti lestur er ávallt á öskudag kl. 18 og síðan eru sálmarnir fluttir alla virka daga fram að skírdegi. Að þessu sinni les Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fyrsta sálminn á morgun, miðvikudag, Upp upp mín sál og allt mitt geð. Passíusálmalest- urinn ber yfirskriftina „Á leiðinni heim“ sem býður fólki að koma við í kirkjunni sinni á leið heim úr vinnu. Í tilkynningu frá Grafarvogs- kirkju kemur fram að í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu Hallgríms Péturs- sonar en hann fæddist árið 1614. Um páskana mun Megas ásamt nokkr- um kórum og hljómsveit fytja alla sálmana á þremur tónleikakvöldum í Grafarvogskirkju, síðustu tónleik- arnir verða á föstudaginn langa. Sjálfur fagnar Megas 70 ára afmæli sínu í ár. Tónleikarnir verða allir teknir upp af Sjónvarpinu. Þingmenn lesa Passíu- sálmana Bjarni Benedikts- son les fyrstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.