Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.2014, Blaðsíða 20
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnmálaskýrendur telja að Vla- dímír Pútín, forseti Rússlands, hafi tekið mikla áhættu með hernaðar- íhlutuninni í Úkraínu og valdið mestu krísu í samskiptum Rússa við Vesturlönd frá lokum kalda stríðs- ins. Þótt líklegt sé að íhlutunin verði til þess að almenningur í Rússlandi þjappi sér saman á bak við Pútín geti hún einnig haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag landsins og orðið til þess að landið einangrist. „Þetta er alvarlegasta krísa í Rússlandi frá árinu 1991 [þegar Sovétríkin liðu undir lok], það hefur aldrei verið viðlíka ástand síðan þá,“ sagði Alex Makarkín, stjórnmála- skýrandi í Moskvu. Hann bætti við að rússneska hagkerfið væri orðið svo samofið heimsmarkaðnum, ólíkt lokuðu hagkerfi Sovétríkjanna, að efnahagslegar refsiaðgerðir myndu hafa „hörmulegar afleiðingar“. Nýju valdhafarnir í Kænugarði sögðu í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu sent fleiri hermenn til Krím og skaginn er nú í raun á valdi rúss- neska hersins. Ágreiningur meðal ESB-ríkja Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, sagði að með hernaðaríhlutuninni hefðu Rússar í raun lýst yfir stríði á hend- ur Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún skírskotaði til þess að ríkin tvö, ásamt Rússlandi, undirrituðu yfir- lýsingu í desember 1994 þar sem þau ábyrgðust óbreytt landamæri Úkraínu gegn því að landið afsalaði sér sovéskum kjarnavopnum. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að aðgerðum rússneska hersins á skaganum yrði haldið áfram til að vernda rúss- neska borgara og hagsmuni, þrátt fyrir mótmæli stjórnvalda á Vestur- löndum. Hernaðaríhlutunin varð til þess að gengi hlutabréfa í rússnesk- um fyrirtækjum lækkaði um 13% að meðaltali í gær. Gengi rússnesku rúblunnar hefur aldrei verið lægra Mesta krísa frá kalda stríðinu Sagðir setja úrslitakosti » Her Úkraínu sagði í gær að Rússar hefðu sett úkraínskum hermönnum í Krím úrslitakosti og hótað árásum á þá ef þeir gæfust ekki upp. » Talsmaður rússneska sjó- hersins í Krím neitaði þessu og forseti rússneska þingsins sagði að enn væri ekki þörf á slíkum árásum.  Gæti aukið vinsældir Pútíns í Rúss- landi en einnig stórskaðað efnahaginn Rússarnir komnir Her- menn, líklega rússneskir, í borginni Feodosía í Krím. 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2014 Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius lýsti yfir því við upphaf réttarhaldanna gegn honum í Pret- oríu í Suður-Afríku í gær að hann væri saklaus af ákæru um að hafa myrt unnustu sína, Reevu Steen- kamp, með fullri vitund fyrir ári. Pistorius hefur sagt að hörmulegt slys hafi átt sér stað um kvöldið, hann hafi haldið að innbrotsþjófur væri í húsinu og skotið Steenkamp í ógáti. Pistorius er 27 ára gamall. Báðir fætur voru teknir af honum þegar hann var barn að aldri og hleypur hann á málmfjöðrum. Þrjár lykilspurningar munu að lík- indum standa upp úr í réttarhöld- unum. Rifust Pistorius og Steenkamp kvöldið sem hann skaut hana til bana? Pistorius sagði í yfirlýsingu að þau hefðu tekið það rólega heima fyrir um kvöldið, borðað saman, hann síðan horft á sjónvarp en hún gert jógaæfingar áður en þau gengu til náða. Ákæruvaldið hafnar þessu og styðst við vitnisburð nágranna, sem sögðust hafa heyrt öskur og rifrildi frá húsi Pistorius. Í öðru lagi er spurningin hvort lögregla raskaði gögnum á vett- vangi. Rannsóknarlögreglumað- urinn Hilton Botha hefur viðurkennt að hafa farið inn í húsið án þess að vera í réttum skófatnaði, skráning skotfæra hafi misfarist og rangar ályktanir verið dregnar. Í þriðja lagi er spurningin hvers vegna Pistorius hringdi ekki á lög- reglu heldur umsjónarmann í hinni lokuðu húsaþyrpingu þar sem hann bjó og einkareknu læknaþjónustuna Netcare. Hefur því verið haldið fram að hann hafi vísað frá tveimur ör- yggisvörðum, sem hringdu og spurðu hvort eitthvað amaði að eftir að hafa heyrt skothljóð. EPA Fyrir rétti Oscar Pistorius kemur í réttarsal. Hann er sakaður um morð á unnustu sinni. Móðir hennar, June Steenkamp, er önnur frá hægri. Pistorius lýsir yfir sakleysi  Svara leitað við þremur spurningum – með morgunkaffinu PAPPÍR • POKAR • RÚLLUR Sérprentanir í minni eða stærri upplögum! PAPPÍR HF • Kaplahrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is Íslensk framleiðsla Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 2 FYRIR 1 Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM AF TÍVOLÍ MATSEÐLI GLÆSILEGUR NÝR MATSEÐILL LIFANDI TÓNLIST UM H ELGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.