Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. M A R S 2 0 1 4
Stofnað 1913 65. tölublað 102. árgangur
MYNDVERK
Á SÝNINGU
Í BERLÍN
KONUR
SPENNTAR
FYRIR EVOQUE
FYRIR KRAKKA
MEÐ METNAÐ Á
ALDRINUM 11-16
BÍLAR HANDKNATTLEIKSAKADEMÍA 10GUNNAR ÖRN 41
Morgunblaðið/Eggert
Prestar Breytingar eru að verða í stéttinni.
Biskup Íslands auglýsir þessa
dagana laus til umsóknar þrjú
prestsembætti, það er sóknarprests
í Seljasókn í Reykjavík og tveggja
presta í Egilsstaðaprestakalli sem
þjóna á Héraði og næstu byggðum.
Þau sem þjóna á þessum stöðum
eru öll fædd árið 1944. Eru lýðveld-
isbörn og þurfa því, reglum sam-
kvæmt, að láta af embætti, sjötug
að aldri.
Meira er í farvatninu. Bjarni
Karlsson, sóknarprestur í Laugar-
neskirkju, í Reykjavík ætlar að
hætta. Verður það embætti auglýst
fljótlega. Þá vantar presta í Há-
teigskirkju og Grafarvogskirkju og
að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þá
nálgast nokkrir prestar til viðbótar
starfslokaaldur. »16
Lýðveldisprestarnir
hætta og nýja vant-
ar nú til þjónustu
Guðmundur Magnússon
Anna Lilja Þórisdóttir
Annar dagur í verkfalli framhalds-
skólakennara er hafinn án þess að
vísbendingar séu uppi um að samn-
ingar séu að takast í kjaradeilunni.
Fundað var í allan gærdag og sest
verður að nýju að samningaborði hjá
ríkissáttasemjara klukkan 10 fyrir
hádegi í dag. Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að mikilvægt
væri að samstarf tækist við kennara
um umbætur í skólakerfinu, því þær
væru forsenda launahækkana um-
fram það sem öðrum stendur til
boða. „Takist það aftur á móti ekki
er svigrúm ríkisins til launahækkana
mjög þröngt.“
Fulltrúar kennara lýstu mikilli
óánægju með að hugmyndum
menntamálaráðherra um styttingu
framhaldsskólans, sem þeir segja
óljósar, væri blandað inn í kjara-
viðræðurnar.
Verkfallsstjórn framhaldsskóla-
kennara ætlar að heimsækja alla
framhaldsskólana á höfuðborgar-
svæðinu í dag. Verkfallsmiðstöð
verður opnuð kl. 11 í Reykjavík.
MSamningaviðræður »6
Sátt ekki í sjónmáli
Ráðherra segir umbætur í kerfinu forsendu meiri hækkana
Kennarar vilja ekki blanda styttingu náms inn í kjaradeilu
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabanki Íslands Már var skip-
aður í embættið hinn 26. júní 2009.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lára V. Júlíusdóttir, fv. formaður
bankaráðs Seðlabanka Íslands,
ræddi við Má Guðmundsson um
launakjör í mars 2009, eða áður en
umsóknarfrestur um starf seðla-
bankastjóra rann út.
Lára kvaðst aðspurð ekki muna
eftir þessu samtali en Már greinir
frá því í bréfi til hennar í júní 2009.
Ekki náðist í Má vegna málsins.
Frestur til að sækja um stöðuna
rann út 31. mars 2009 og var mats-
nefnd skipuð í kjölfarið til að meta
hæfi umsækjenda. Fimmtán sóttu
um starf seðlabankastjóra og sextán
um starf aðstoðarseðlabankastjóra.
Voru átta taldir uppfylla menntunar-
kröfur í starf seðlabankastjóra.
Aldrei rætt um launin
Samkvæmt einum þessara átta
umsækjenda var hann ekki beðinn
um gögn, né var hann kallaður til
viðtals. Þá bar laun ekki á góma.
Annar umsækjandi af þeim átta sem
uppfylltu kröfurnar staðfesti að ekki
hefði verið rætt um laun. »14-15
Laun rædd í miðri umsókn
Seðlabankastjóri segir frá samtölum um laun í mars 2009
Bjarna Guðbjartssyni, íbúa í Tröllaborgum í
Grafarvogi, varð bylt við þegar hann sá óvænt út
um gluggann hjá sér hvar fálki flögraði um með
tjald í klónum við Geldinganes. Hann rauk út
með myndavélina og náði þessari mynd og fleir-
um sem sjá má á blaðsíðu 17.
Fálka hefur oft orðið vart í Grafarvogi og ná-
grenni. Eru þeir yfirleitt að leita að bráð í leir-
unni þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins
hring. Fálkar hafa verið alfriðaðir hérlendis frá
1940 og er óheimilt að veiða þá eða að koma
nærri fálkahreiðri án leyfis.
Fálki hremmir tjald í Grafarvoginum og rífur í sig
Ljósmynd/Bjarni Guðbjartsson
Það er enga miskunn að finna í ríki náttúrunnar
Erlendir ferða-
menn greiddu
fyrir að berja
Geysi augum í
gær en landeig-
endur hluta
Geysissvæðisins
hófu að rukka
inn á svæðið um helgina. Skiptar
skoðanir eru meðal ferðamanna um
hvort gjaldtakan á rétt á sér en
flestir voru þeir undrandi á því hve
brátt hana hefði borið að. Sumum
þeirra hafði verið sagt að aðgangur
að svæðinu væri frjáls. Í gærmorg-
un þegar þeir komu í rútuna fengu
þeir að vita að þeir þyrftu að borga
aukalega til að fá að sjá eina af
þremur náttúruperlunum sem
mynda gullna hringinn. »6
Undrast að þurfa að
taka upp budduna
Ekki er hægt að ganga að því vísu að
leiðsögukerfi í bílum virki hér á
landi. Sum gera það en önnur ekki.
Ástæðan fyrir því er að sögn Rík-
harðs Sigmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Garmin búðarinnar,
sú að Ísland er ekki inni á öllum
Evrópukortum.
Tveir stórir kortaframleiðendur,
Navteq og TomTom, hafa framleitt
kortin og erfitt hefur verið að knýja
fram svör hjá þeim um það hvers
vegna Ísland sé í sumum tilvikum
alls ekki inni á kortinu. Ríkharður
telur að ráðuneytin eða hagsmuna-
samtök ættu að krefja framleiðend-
urna svara til að reyna að koma
Íslandi á öll Evrópukort. »Bílar
Beita þarf bílakorta-
framleiðendur þrýstingi
Kort Virka ekki öll í bílum á Íslandi.
Í sameiginlegri skólastefnu sem
sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu kynntu í gær er hvatt
til þess að þau sveitarfélaganna
sem áhuga hafa fái leyfi
menntamálaráðuneytisins til að
taka yfir rekstur einstakra
framhaldsskóla sem þróunar-
verkefni til fimm ára. Sveitar-
félögin telja að vegna stærðar
sinnar ráði þau við slíkt verk-
efni. »12
Vilja fá fram-
haldsskólann
STÓRU SVEITARFÉLÖGIN