Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014 Nú létu þeir Pútín finna til te-vatnsins.    Það hefur fariðkaldur gustur um Kreml þegar fréttist af ákvörð- unum 27 utanríkis- ráðherra Evrópu- sambandsins.    Þeir ákváðu áneyðarfundi, að þar sem þjóðar- atkvæðagreiðsla var haldin á Krímskaga yrði sett bann við því að 21 nafngreindur rússneskur emb- ættismaður fengi að fara til Evrópu- sambandsins á næstunni.    Þetta er næstum því einn embætt-ismaður á hvern einstakan ráð- herra á fundinum.    Rússar eru 150 milljónir alls.    Þessi aðgerð er því tilfinnanleg,eins og við var að búast.    Hún er sambærileg við að 3,5kílóum af íslenskum embættis- manni yrði bannað að fara til meginlands Evrópu á næstunni.    Nú myndu þeir í Samfylkingunnibenda á að þetta væri ekki sambærilegt því íslenskir embætt- ismenn ferðuðust sjaldnast í svona litlum skömmtum. Það er rétt ábending frá þeim. En ekki er held- ur vitað hvort þessi 21 Rússi hafi ætlað að leggja land undir fót.    Er nokkur hætta á því að utanrík-isráðherrum ESB hafi verið sagt að Pútín hafi nappað flösku af Bristol Cream í fríhöfninni og við því yrði að bregðast af hörku? Vladimir Pútín Upplýsingabrengl? STAKSTEINAR Catherine Ashton Veður víða um heim 17.3., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -5 skýjað Nuuk -8 skafrenningur Þórshöfn 3 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 0 slydda Helsinki -2 léttskýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 11 skýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 8 skýjað London 12 skýjað París 8 alskýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 10 súld Berlín 11 skýjað Vín 16 léttskýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 18 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 21 léttskýjað Winnipeg -5 alskýjað Montreal -16 léttskýjað New York -4 alskýjað Chicago -6 léttskýjað Orlando 21 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:36 19:37 ÍSAFJÖRÐUR 7:40 19:42 SIGLUFJÖRÐUR 7:23 19:25 DJÚPIVOGUR 7:05 19:07 Ráðgjafarþjónusta Krabbameins- félagsins boðar til málþings um krabbamein í blöðruhálskirtli þriðju- daginn 18. mars kl. 17.00-18.15 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og varaformaður Krabbameins- félags Íslands, setur málþingið og stýrir því. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir fjallar um forvarnir og einkenni, Baldvin Þ. Kristjánsson þvagfæraskurðlæknir um greiningu og meðferð og Þórdís Katrín Þor- steinsdóttir hjúkrunarfræðingur um lífsgæði og hugsanir eftir greiningu. Síðan verður sagt frá starfi þriggja stuðningshópa sjúklinga. Í lokin verða umræður og svarað fyrir- spurnum. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. 210 karlar greinast ár hvert Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla, segir í frétt frá ráðgjafarþjónustunni. Ár hvert greinast um 210 karlar og um 50 deyja af völdum sjúkdómsins. Helmingur þeirra sem greinast er kominn yfir sjötugt og sjúkdóm- urinn er mjög sjaldgæfur hjá karl- mönnum undir fimmtugu. Nú geta rúmlega 85% þeirra sem greinast vænst þess að lifa í fimm ár eða leng- ur en fyrir fjórum áratugum var þetta hlutfall um 35%. Rætt um algengasta meinið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fjóra karl- menn í tólf og þrettán mánaða fangelsi fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás sem þeir frömdu í félagi í nóvember 2010. Dráttur á rannsókn máls- ins leiddi til refsilækkunar og að refsingin var bundin skilorði að hluta. Slógu og spörkuðu í höfuð mannsins Sakfellt var samkvæmt ákæru en í henni segir að þeir hafi allir ruðst inn í herbergi á efri hæð húss og í félagi veist þar að karlmanni með ofbeldi. Slógu þeir og spörkuðu ítrekað í höfuð mannsins og búk en af árásinni hlaut hann þrjá skurði á hvirfli, skurð á enni hægra megin, skurð á vinstra kinnbeini og skurð frá úteyra að kjálkabarði, blóð- nasir og sár á vinstri framhandlegg auk þess sem grunur var um brot á tveimur rifbeinum. Þyngst- an dóm hlaut Stefán Georg Ármannsson, fæddur 1985, eða 13 mánaða fangelsi. Þeir Davíð Eiríkur Guðjónsson, fæddur 1986, Haukur Brandsson, fæddur 1981, og Örn Geirdal Arnarsson, fæddur 1976, hlutu svo allir 12 mánaða fangelsi. Dómur Dráttur á rannsókn leiddi til refsilækkunar.  Fjórir karlmenn fengu 12 til 13 mánaða dóma Sekir um hættulega líkamsárás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.